Helgarpósturinn - 15.05.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 15.05.1985, Blaðsíða 9
persónu. Það gildir það sama um AIDS og aðra kynsjúkdóma. Menn geta betur metið hversu kunnugur aðili er líklegur til að bera smit, en ókunnugur." Hvaö er AIDS? „Það er erfitt að lýsa þessum sjúkdómi í stórum dráttum, það á sér stað skemmd í ónæmiskerfi líkamans. Ákveðin tegund hvítra blóðkorna, svokallaðar T4 hjálp- arfrumur, skemmast þannig að þær gegna ekki sínu hlutverki. Við það verða menn næmir fyrir alls konar sýkingum. Oft leggjast á þá sjaldgæfar sýkingar, svo sem sveppasýkingar og fleiri. Sú mynd sem sjúkdómurinn tekur á sig, fer því að mörgu leyti eftir því hvaða sýkingu menn verða fyrir, sem þeir hafa ekki mótstöðu gegn.“ Svo við víkjum að viðmæl- anda Helgarpóstsins í þessu blaði, sem er annar þeirra að- ila sem myndað hafa mótefni gegn AIDS. Hann er ósáttur við þá yfirlýsingu sem fram kom í tiltekinni frétt í Morgunblað- inu, þar sem tekið var fram að hann væri kynhverfur. Eru þessi ummæli komin frá emb- ætti landlæknis? „Nei, þetta hefur Morgunblaðið eftir öðrum heimildum. Land- læknir, Guðjón Magnússon, neit- aði alfarið að gefa umsögn um þetta. Hann óskaði jafnframt eftir því að þeir birtu þetta ekki, þótt þeir teldu sig hafa upplýsingar um að maðurinn væri kynhverfur. Ég veit að landlæknir var mjög óánægður þegar það var gert. Ég veit ekki hvort viðkomandi hefur sett sig beint í samband við landlækni, en það getur hann vissulega gert. Hann getur einnig farið fram á að landlæknir kanni sérstaklega hvernig upplýsingar af þessu tagi bárust til blaðsins. Þetta hefur verið rannsakað af okkar hálfu, en ekki samkvæmt beiðni mannsins. Við höfum hins vegar ekki getað rakið þetta til trúnaðar- brots heilbrigðisstarfsmanna, enda væri það brot á skyldum þeirra að gefa slíkar upplýsingar þótt þær ættu við rök að styðjast." Hann minnist m.a. á hugsan- lega lausmælgi í heilbrigðis- kerfinu. Að nafn hans kynni að hafa lekið út? „Ekki frá heilbrigðisyfirvöldum. Mér er til dæmis ekki kunnugt um nafn þessa manns, hvorgs þessara manna. En þó að heilbrigðisstarfs- menn taki sína þagnarskyldu al- varlega, getur ýmislegt borist út. Þetta er lítið þjóðfélag. Sjúklingar á heilbrigðisstofnunum eru t.d. ekki einangraðir hver frá öðrum. Upplýsingar um þá geta því borist eftir ýmsum leiðum.1' Viðmælandi HP bendir líka á hversu alvarlegt það sé að það skuli ekki hafa verið upplýst fyrr að fleiri en kynhverfir væru í smithættu? „Samkvæmt mínum upplýs- ingum var það ekki fyrr en á ráð- stefnunni sem haldin var sl. vetur, að það var alveg ljóst að AIDS væri ekki bundið við kynhverfa. Ég hef þó ekki ástæðu til að ætla að það hafi verið sett fram til að villa um fyrir einum né neinum, þótt síðar hafi komið fram að sjúk- dómurinn er ekki bundinn við kynhverfa. Hins vegar undirstrik- ar þetta m.a. að það verður að hafa fyrirvara á því sem viðrað er í blöðum, á meðan verið er að rannsaka tiltekinn sjúkdóm." Aö lokum. Er hugsanlegt að læknum hafi orðið á mistök þegar mótefni AIDS-veiru var greint í blóösýni umrædds manns? „Samkvæmt upplýsingum sér- fræðinga leiddu endurtekin próf í ljós að blóðsýni voru jákvæð. En ég get ekki fullyrt hvort að þetta er raunverulegt mótefni gegn AIDS eða falskt jákvætt próf. Ein- faldlega vegna þess að menn vita ekki betur og hafa ekki möguleika á að vita betur. í þessu atriði er engin endanleg sönnun nema við- komandi veikist, sem óskandi er að gerist ekki." Skýrsla „AIDS-sjúklings77 til Helgarpóstsins: „Í6 ER EKKIKYNHVERFUR" I. Inngangur Vegna þess moldvidris sem áábyrgir aöiljar hafa þyrlad upp undanfarid, sé ég mig knúinn til aö gera grein fyrir máli mínu á al- mennum vettvangi — en slíkt er mér þvert um geö og naudvörn ein. Og með því að ég nú þegar er orðinn þjóðsagnapersóna í lif- anda lífi, vil ég meðan enn er ofan moldu, rétta sagnfrœðilega hrygg- skekkju þeirra œvintýra er nú ganga fjöllum hœrra. Fyrst mun ég telja upp lykilhug- tök og lög sem ber að hafa í huga við lestur þessarar greinar. Síðan verða helstu þœttir málsins reifað- ir. Að lyktum mun ég í nidurstöö- um setja fram: fullyrðingar, spurn- ingar, kröfur, tilmœli ogJillögur. II. Lykilhugtök og lög • Réttarstaða einstaklings • Sjálftekið vald lækna • Eftirlit með læknum — ekkert • Samtrygging • Ábyrgðarleysi • Niðurlæging • Siðleysi • Lögleysa • Sjálftekið vald sumra fjöl- miðla • Blekkingar • Blórabögglar • Lög nr. 19/1940, Almenn hegningarlög, 136.gr.: „Opinber starfsmaöur, sem segir frá nokkru, er leynt á aö fara og hann hefir fengid vitneskju um ístarfi sínu eda vardar embœtti hans eda sýslan, skal sæta varbhaldi eba fangelsi allt ab einu ári. Hafi hann gert þab til ab afla sér eba öbrum órétt- mœts ávinnings, eba noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt ab 3 árum. — Sömu refsingu skal sá sœta, sem látib hefir af opinberu starfi og eftir þab segir frá eba misnotar á ofangreindan hátt vitneskju, sem hann hafbi fengib í stöbu sinni og leynt á ab fara." Önnur lagaákvæbi er þessu máli lúta og vísir kunna skil á. III. Helstu þaettir AIDS-MÁLIÐ: Undir blálok mars- mánaðar sl. birtist á baksíðu Morgunblaðsins grenjandi fyrir- sögn þess efnis, að mótefni AIDS- veiru hefði fundist í blóðsýni úr manni einum hér á landi. Þar í undirmáli er einnig sagt að maður þessi sé kynhverfur. Fullyrðing þessi er ekki aðeins ósönn heldur varðar hún við lög — Meiðyrða- löggjöfina. Ég fór því þegar á fund læknis nokkurs máli þessu við- komandi, og tjáði honum í fyrsta lagi: að ef landlæknir bæðist ekki innan skamms opinberlega afsök- unar á ummælum sínum, yrði hann lögsóttur. (í frétt Morgun- blaðsins kom þessi staðhæfing fram á meginmáli, en var ekki höfð eftir landlækni beint, (Innsk. HP)). í öðru lagi: að ef ég hefði tek- ið sjúkdóm þennan þá væri það eftir hefðbundnum og viður- kenndum leiðum, en ef hins vegar smitleið hans lægi aðeins um eina eða aðra vafasama slóð, væri ég ekki haldinn títtnefndum veikind- um — sjókdómsgreiningin væri röng. (Þetta gerðist áður en lýst var yfir öðrum smitleiðum en þeim er hæst bar þá stundina.) En ef ég hef tekið umræddan sjúkdóm, sem ég leyfi mér þó að efast um og hef enga sönnun fyrir, er það að öllum líkindum á er- lendri grundu, á vinsælum stað meðal ferðamanna. Hitt er einnig hugsanlegt að læknar hafi hlaupið á sig, er ógreinileg vísbending fannst í blóði mínu. Nú líður og bíður. Um miðjan apríl s.l. rek ég svo augun í litla klausu í Morgunblaðinu, þar sem heilbrigðisráðherra situr fyrir svörum. í framhjáhlaupi í þeirri klausu, utan meginmáls, spyr blaðamaður ráðherrann hvað blóðprufunni líði. Ráðherrann svarar og segir: Það er ekkert hættulegt. — Hvernig getur ráð- herrann fullyrt um slíkt nema því aðeins að niðurstaða liggi fyrir??? Hinn 28. apríl s.l. birtist síðan á forsíðu Morgunblaðsins heims- slita-fyrirsögnin fræga: Allt mann- kynið í hættu. Þar segir í lok þeirr- ar forsíðufréttar, og haft orðrétt eftir þeim Sigurði B. Þorsteinssyni og dr. Haraldi Briem: „Aðeins spurning um tíma hvenær AIDS berst til Islands". Sama orðalag er sem afarstór fyrirsögn í aukablaði sama dags, B-blaði bls. 4. En hvað má af þessu ráða? Jú: Sjúkdómur- inn hefur ekki verið greindur. Að vonum var mönnum brugðið við heimsslita-fyrirsögn þessa, og sjónvarpsmaður einn bar því þessa túlkun Morgunblaðsins und- ir sérfróða menn þar um. En þeir, kímnir á svip, leiðréttu dóm- greindarleysi þetta og barnaskap. Fyrir blað allra landsmanna er erf- itt að sitja undir slíku. Og hinn 30. apríl, að aðeins tveimur dögum liðnum birtist þriggja dálka leið- ari, en slíkt mun einsdæmi að sögn elstu manna. Þar gerir rit- stjóri tilraun til að verja heiður blaðsins, en segir einnig: „Morg- unblaðið hvetur sjónvarp og lækna til að stuðla að árvekni, svo að stjórnvöld og almenningur séu á varðbergi þar sem AIDS-ógn- valdurinn er annars vegar." Þetta leiðir hugann að baksíðufrétt í því sama tölublaði. Þar segir — aðeins tveim dögum eftir fyrri yfirlýsing- ar og fyrirsagnir og það rétt eftir helgi — í lítilli inngangsfyrirsögn: „Mótefni AIDS-veiru í blóðsýni hér á landi:". Þar undir kemur síð- an hrópandi aðalfyrirsögnin: „Endurtekið blóðpróf reyndist vera jákvætt". Erfitt er að verjast þeirri hugs- un, að hér sé um að ræða ómerki- legan og ábyrgðarlausan hræðslu- áróður, svo almenningur verði á varðbergi nótt sem nýtan dag, einsog hvatt er til í fyrrgreindum leiðara. í undirmáli segir, að land- læknir hafi staðfest þetta: í gær- kveldi. Sá tími dagsins til slíkra hluta er heldur undarlegur. Jafn- framt er haft eftir landlækni í þeirri sömu „frétt", að á vegum landlæknis-embættisins hafi, þennan sama dag, verið haldinn fundur sérfræðinga um málið al- mennt. Var þar ef til vill tekin ákvörðun um að halda við ótta al- mennings? Hér er maðkur í mysu og mál öll grunsamleg. Fyrst má benda á mótsagnir málsins alls. í öðru lagi virðist sem Morgunblaðið reyni að bjarga við heiðri sínum sem og halda dampi hræðsluáróðurs síns með birtingu þeirrar baksíðufrétt- ar, er ég gat um síðast. Þá má einn- ig vefengja lögmæti sumra at- burða málsins. I fjórða lagi: Er í ýmsu um hreina og beina lygi að ræða? Og í fimmta lagi að örlað hafi á fasistískum tilhneigingum í ofstækisfullum málflutningi sumra fjölmiðla. Þó er hitt öllu alvarlegra að þag- að var yfir öðrum smitleiðum en þeim, sem mest hefur verið hamr- að á. fjöldi ferðamanna, bæði ís- lenskra og erlendra, er á ferð allt árið milli Islands og umheimsins, og af þeim sökum margir í hættu. Annað það að öllum ótta og reiði manna hefur verið veitt í einn far- veg gegn hópi fólks sem nú þegar á undir högg að sækja, og andúð og hatur magnað gegn því. — Ábyrgðarleysi og kæruleysi heil- brigðisyfirvalda í máli þessu öllu verður að kanna ofan í kjölinn. LÆKNAR: þessir atburðir vekja að vonum upp ýmsar spurningar um heilbrigðiskerfið og stöðu lækna. Lagaákvæði þar að lútandi eru sum hver bæði almenn og óljós. Því er valdsvið lækna í ýmsu lítt afmarkað og hafa þeir um sumt sjálfdæmi, ef því er að skipta. Við þetta bætist svo að þeir, eðli máls- ins samkvæmt, búa einir yfir þekkingu þeirri er þeir beita fyrir sig, og eru því einir dómarar í sinni sök. Gagnvart þessu stendur hinn almenni borgari nær berskjaldað- ur. Síaukin völd og ábyrgð eru flutt frá fólkinu sjálfu yfir í hendur lækna (og annarra sérfræðinga), og jafnframt vegið að brjóstviti, innsæi og reynsluþekkingu hins venjulega manns, svo að hann þorir vart orðið að snúa sér við nema eftir forskrift sérfræðings, sem sjálfur skilur oft og tíðum lítið í viðfangsefni sínu. Þetta er vafa- söm þróun. Einnig sveipa læknar sig og starf sitt dulúð og ljóma af praktískum ástæðum. Læknar eru margir hverjir nánir vinir og gamlir skólafélagar, sem allir eru þræddir ugp í gegn um sama rörið, Háskóla íslands. Þessir menn efla síðan enn betur tengsl sín í starfi og stétt. í Læknafélagi íslands, nokkurs konar frímúrara- reglu ganga þeir síðan undir jarð- armen. Þeir vita sem vonlegt er að ef einn þeirra er sóttur til saka, sem á hann hafa sannast, er um hættulegt fordæmi að ræða. Þetta rýrir og álit þeirra og virðingar- sess, völd og forréttindi. Þess vegna þarf enginn að efast um samtryggingu þeirra og stéttvísi, og sá má sin lítils sem hyggst ná rétti sínum úr greipum þeirra, nema fast og einarðlega sé á mál- um haldið. (I þessu sambandi kem- ur mér í hug þegar fréttamaður sjónvarps innti landlækni nú um daginn eftir áliti hans á ásökunum í garð lækna þess efnis, að þeir ávísuðu lyfseðlum á vafasaman hátt, og hvort læknar hefðu hlotið refsingu af þeim sökum. Svör landlæknis voru afar óljós og al- menns eðlis og lauk hann svari sínu með því að segja að einu sinni hefði legið við lagalegum aðgerð- um, en (afbrota)maður sá hefði bætt ráð sitt og sagt af sér í tíma. Er ekki afbrotatíðni í læknastétt óvenju lág, ef nokkur? Hví þá? Hvernig er eftirliti með læknum háttað?) Nú eykst tölvunotkun hröðum skrefum hér og hvar. Einkamálum fólks, er kerfið hefur af einhverj- um sökum undir höndum, er því meiri hætta búin en nokkru sinni. Kunnugir segja, að nú þegar sé ábyrgðarleysi og lausmælgi í heil- brigðiskerfinu slík, að eigi verði við unað, hvað þá við aukna tölvu- notkun. Hugsanlega er nafn mitt komið út í hvern krók og kima kerfis þessa og hefur borið þar fyr- ir augu skyldmenna minna og kunningja sem þar starfa, og vald- ið mér illbætanlegu tjóni. IV. Niðursteður Fullyrðingar: Lausmælgi sumra opinberra starfs- manna óþolandi lögleysa. Læknar og aðrir sérfræðingar nær eftirlitslausir. Réttarstaða margra afar bágborin (málskostnaður ókleyfur sumum). Sum lög alltof óljós og almenn svo gagn sé að þeim. Vítaverður seinagangur heilbrigð- isyfirvalda í AIDS-málinu. Sumir fjölmiðlar vaða uppi með frekju og yfirgangi í þjóðfélaginu. Ábyrgð einstaklinga á hröðu und- anhaldi, fela sig bak e-u almennu. Spurningar: Geta fjölmiðlar tekið menn „af lífi samféíagslega" bótalaust? Er eðlilegt að heil stétt manna sé í einu og sama fagfélagi? Hvernig hefur Morgunblaðið ork- að á framgang AIDS-málsins? Hver eru tengsl Morgunblaðsins við „sína menn" í kerfinu? Hvernig er tengslum landlæknis við Morgunblaðið háttað? í hve ríkum mæli eru almenn lög brotin á efri stigum kerfisins? Er ekki vald Morgunbiaðsins til að stjórna dag frá degi almennings- álitinu hættulega mikið? — þarna vantar mótvægi. Kröfur: Landlæknir biðjist opinberlega af- sökunar á ærumeiðandi ummæl- um sínum. AIDS-málið verði kannað frá upp- hafi til enda, bæði þáttur heil- brigðiskerfisins og fjölmiðla (Morgunblaðsins sér í lagi). Tilmæli: Fjölmiðlar ættu að beina ljósi sínu enn frekar inní kerfið. Ærlegir fjölmiðlar eiga að halda málinu vakandi og láta ekki slá ryki í augu sér. Tillögur: Samtök fólks sem þarf að eiga skipti við heilbrigðiskerfið verði stofnuð. Þau gæti allra hagsmuna þess: félagslegra, fjárhagslegra, líkamlegra og andlegra. Þar verði upplýsingaþjónusta og lögfræði- leg aðstoð. PS: Viðbrögð kunna að verða margvísleg við skýrslu þessari: fúkyrði, þögn, hæðni, o.s.frv. En allt er þetta samkvæmt bestu sam- visku, sem er vel kynnt af réttlátri reiði. Þótt sjúkdómur p^ooi sé hættuleg- ur réttlætir það ekki að sumir aðiljar taki lögin í sínar hendur. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.