Haukur - 14.03.1898, Page 1

Haukur - 14.03.1898, Page 1
Góðar, en stuttar, iræði- og skemmti greinar, áð ur óprentaðar, óskast sendar útgetandanum, sem borgar þær vel. — Útgef. og ábyrgðaður: Stefán Runólfsson. Kemur út 2—3 á mán- uði. — Árg., minnst 30 arkir, kostar 2 kr., er borgist fyrir 1. aptíl. — Auglýsingar 15 a. smá letursiínan, annars l kr. hver þumlungur dálks HAUKUR M15.—16. ISAFJORÐUR, 14. MARZ 1898. Svona gengur þaö. —0:0— (Niðurl.) Jeg varð að halda einsömul heimleiðis í næturmyrkrinu. Jeg hafði beðið algerðan ósigur, og það var engin von framar um það, að Henrik yrði bjargað. — — — — — Engin von? Jeg sat, það sem eptir var næturinnar, og hlustaði eptir fótataki hans; jeg sat, og hlustaði eptir því allan næsta dag. Við erum ætíð svo vongóðar, konurnar, — vonum meðan okkur er auðið; en svo kemur örvæntingiu — drep- andi ólæknandi örvænting — og hugsanirnar snúast í sífellu um þetta sama, þetta, sem svíður og brennir, særir og kvelur, og ofsækir þig jafnt og þjett, — læt- ur þig aldrei í friði, hvorki nótt nje dag. Þótt þú flýir tii yztu endimarka heimsins, þá elta bugsanirnar þig þangað, — þótt þú leitir hugsvölun- ar í samvist mannanna, eða í einveru náttúrunnar, þá eru hugsanirnar einnig þar. Það var ein hugsun, sem fylgdi mjer si og æ, bæöi dag og nótt, 0g það var þessi hugsun: Hefðir þú ekki farið heim um nóttina, hefðir þú beðið inni í salnum, eða þá hniprað þig saman á rið- inu við dyrnar, og setið þar, þangað til gestirnir fóru, þá hefðir þú getað tekið í handiegg Henriks, og leitt hann heim með þjer, og þá væri hann máske enn þá hjá okkur. En það sat enginn á riðinu við dyrnar, til þess að taka á mó.ti honum, þegar hann kom út. Hann varð því að halda einn heimleiðis í myrkrinu, og hann var dauöadrukkiun orðinn, tók skakka stefnu, og svo — — svo — — — Heurik kom aldrei heim. Henrik kemur ialdrei til okkar framar. Og mamma og jeg sitjum heima dag eptir dag — mamma kemur aldrei undir bert lopt nú orðið, hún er orðin svo sljó á geðsmununum og rænulítil, siðan þetta kom fyrir með Henrik. Hún gerir ekki neitt, situr að eins hreiflngarlaus með hendurnar í kjöltu sjer, og starir beint fram undan sjer. Við höfum reynt allt mögulegt, reynt að fara upp 1 sveit, og dvelja þar um tíma, reynt aö láta mömmu hggja á spítalanum, — en það hefir allt verið érang- úrslaust, og nú höfum við búið um okkur hjerna í herbergjunum okkar á efsta lopti, og ætlum að dvelja hjer, það sem eptir er ævi okkar. Hvað tíminn er lengi að líða! Hvað vegurinn fram undan okkur sýnist langur — óendanlega langur! Og enduiminningarnar eru svo beiskar og sárar — en jeg má ekki láta þær fá á mig. Jeg hefi enn þá hana mömmu, til þess að lifa og berjast fyrir, og hún á engan að, nema mig, og þarf á hjálp og aðstoð að halda til hvers sem vera skal. Stundum er eins og mamma vakni§ af draumi, það færist fjör yfir sljólega, raunalega svipinn í and- I. ÁR. liti hennar — hún hlustar. — »Það er einhver að koma upp stigann. Ljúktu upp, Ágústa, og gættu að því, hvort það er ekki hann Henrik, sem er að koma!« Jeg fer út, stend þar litla stund, og kem svo inn aptur. Vonbrigði möinmu minnar eru ávalt hin sömu — ávalt jafn sár. »En nú hlýtur hann að fara að koma bráðum, heldurðu ekki það, Ágústa?« Og mamma horfir á mig með stóru, örvæntingarfullu augunum sínum; en áður en jeg get svarað henni nokkru, fellur gamla sljóieikshulan aptur yfir andlit hennar — hún starir aptur fram undan sjer, rænulaus, hugsunarlaus. Nei — Henrik kemur ekki. Jeg fer inn í her- bergi hans; þar er allt með tömu ummerkjum, eins og hann skildi síðast við það — mamma vill láta það vera í góðu lagi, þegar hann kemur heim aptur. — — Jeg lýk upp kommóðuskúffunni hans, tek úr henni ofurlítinn böggul — húfuna hans Henriks, sem nokkrum dögum epiir hvarf hans fannst niður í fjöru, rekin af sjó — og slökkti algerlega hinn síðasta vonarneista. Og endurminningarnar rifjast upp fyrir mjer. Þungar, bitrar og sárar eru þær, en þær eru aleigan mín samt sem áður — þær, og hún mamma. Maður einn bauð mjer hönd sína og hjarta — bauð mjer ást sina; hann var svo góður, svo barns- legur hreinn og saklaus — en jeg varð að vísa hon- um á bug — hafna ást hans með öllu. Ást min sökk í stóru, votu gröfina — getur aldreí — aldrei iifnað á ný. Öll þörf, öll löngun mín til að elska, dó með Henrik. Hann var bernskuvinur minn, bróðir minn og leikfjelagi; um hann dreymdi æsku mína alla sína fegurstu drauma; hann var minn eini unaður, líf mitt — allt. — Jeg get ekki lifað fyrir neítt annað, get aldrei litið glaða stund framar — hefi ekki einu sinni þrek til þess, að vilja það. Og dagarnir líða — hægt og seint — svo ákaf- lega hægt og seint. - »Þeg! Nú kemur einhver upp stigann. Jeg heyri, að það er hann«. Og mamma reyair að standa upp — »Ágústa, flýttu þjer að bera.matinn á borðið-« Ó, Henrik, að þú skyldir geta gleymt því, að þú hafðir líf og hamingju tveggja manna i hendi þinni! — — — — — Þegar jeg nú, eptir tveggja ára tíma, sje Gunnar læknir ganga eptir götunni með unga og laglega konu við h!ið sjer — þegar jeg heyri menn hrósa honum, sem velgerðamanni mann- kynsins — dázt að honum, af því að hann, hinn ríki erfingi, lagði á sig þreytandi nám og erfiðar ferðir til annara landa, til þess að fullkomnast í námsgrein- um sínum — þá vaknar gamla gremjan við hann apt- ur í brjósti mínu — jeg er svo Jjmiklum mun kunn- ugri því, hvernig í öilu liggur. Það voru ekki ferðir hans til útlanda, ekki iðni hans og ástundun við námið, sem olli því, að hann

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.