Haukur - 14.03.1898, Síða 2

Haukur - 14.03.1898, Síða 2
58 HAUKUR, I. 15.— 16. fjekk ágætiseinkunn við prófið. Ágætar gáfur — já, þær hafði hann auðvitað; en ef til vill vegur nafnið — ef til vill vega auðæfin nokkuð á vog þeirri, sem staðbetri fróðleikur, en hans, hefir verið veginn á, og ljettvægur fundinn. Það er sagt, að Gunnar læknir sje lánsamur mað- ur, og ánægður með lífið, og jeg get svo vel trúað því. Sllkum mönnum, sem honum, veitist svo Ijett að gleyma. Þær stúikur, sem fyrir hans aðstoð dróg- ust lítið eitt dýpra niður í saurinn, þær koma víst aldrei, til þess að krefjast hefnda — lítið eitt meira eða lítið eitt minna, hvað gerir það til? En það var einu sinni drengur einn, svo barns- lega góður 0g giaður — kemur hann aldrei 0g ber að dyrum, þegar alit er kyrrt og hljótt heima fyrir — þegar náttmyrkrið grúfir yfir öllu, og allt, sem lífsanda dregur, sefur? Kemur hann þá aldrei, og starir brostnu augunum sínum, sem einu sinni ijóm- uðu af eldlegum áhuga, fjöri og saklausri gleði — starir þeim á þig, og bærir um leið helbleiku var- irnar sínar: »Hún var dýr vináttan þín, Gunnar — — —« Nei, nei, hann kemur aldrei — Gunnar iæknir er hraustbyggður og taugasterkur, og sjer því ekki svipi. En ef jeg tæki mömmu við hlið mjer, ef við kæmum heim til hans, hún og jeg, eins og við lítum nú út, og heimtuðum líf Henriks af hendi hans? Æ — jeg gleymi því, hver Gucnar er — hann myndi ekki láta sjer bregða við það. Nei, við bíðum; en sá kemur tíminn, að við kom- um, og heimsækjum hann. Þegar allir aðrir færa honum blóm 0g vingjarnleg huggunar- og hluttekn- ingar-orð, þá líðum við öll hægt og hljóðlega inn til hans, mamma Henrik og jeg, nemum staðar við sótt- arsæng hans, og þá — ef ekki fyr — skal hann heyra hið skelfilega: »Vei, vei!« — Já, vei þjer, sem ollir því hneyksli, er varð þrem mönnum að gæt'uráni og bana. Líf 0g hamingja þriggja manna...............sá mylnusteinn verður að líkindum nægilega þungur. Neistar. Að eins guð og englarnir geta verið áhorí'endur í leikhúsi lífsins; vjer hinir aliir höfum hver sitt hlutverk í leiknum. Jeg vil f'eginn hlusta á sannfæringu hvaða manns sem er; en vænt þætti mjer, að þú tranaðir sem minnst í'ram efasemdum þínum; jeg heíi meira en nóg af þeim sjálíur. Sá, sem ekki þolir, að honum sje andmælt, hann vill hvorki að sínar skoðanir sigri, þegar hann hefir rjett fyrir sjer, nje heldur að hinar röngu skoðanir hans vetði sigrað- ar af öðrum. Þegar einhver kvaitar undan því, að enginn kæri sig um hann, og að hann sje aðstoðarlaus og einmana í þessum kærleikssnauða og eigingjarna beimi, þá væri rojög skynsamiegt af honum, að spyrja sjálfan sig, hvað hann hafi eiginlega gert til þess, að aðrir skuli kæra sig um bann, og vera vingjarnlegir við hann. Það er venju- legast svo, að þeir, sem barma sjer mest, hafa sjálfir minnstu góðu komið til leiðar. Erelsi þýðir ekkert annað, en það, að hver maður hafi leyfi til þess, að nota sÍLa meðiæddu hæfileika, án þess, að gamiar venjur eða aðrar óeðlilegar takmarkanir sjeu því til fyrirstöðu. Slíkt frelsi er sannarlegjhnoss; en það kemur manninum ekki að mjög miklu liði. Það á- kveður að eins, frá hvaða depli hann eigi að hefja kapp- hlaup lífsins. Það veitir manninum leiksvið, til þess að leika á, en segir honum skkert um það, hvaða hlutverk hann eigi að taka í leiknum, eða hvernig hann eigi að leika það. Að þessu f’rá teknu, er allur verknaður lífs- ins allt annað en frelsi; hann er að eins sífelld röð af eintómum takmörkunum. Allt skipulag er takmörkun, og skipulag er að eins annað nafn tilverunnar. (J. S. Biackie.) Dagar iðjuleysingjans eru ekki annað, en and- vökunætur. Það eru smámunirnir, sem bæði skapa og eyðileggja hamingju líf'sins. (Md. de Stael.) Það eru tveir andstæðir fiokkar: einn, sem vill drottna, og annar, sem fkki viil iáta drottna yfir sjer. Erelsið er mitt á milli þeirra. Sá einn er frjáls, sem hvorugum flokknum er háður; hann velur sjer stöðvardepil mitt á milli flokkanna, og svo hátt uppi, að hann hefir það- an ótálmað útsýni yfir rifrildisbardaga þeirra. (M. Goldschmidt.) Þann mann, sem aldrei hefir orðið fyrir neinu óláni, vantar ævinlega eitthvað. Þjáningarnar og reynzlan eru hinir beztu, en jafnframt hinir hörðustu, kennara mannanna. Margir velgerðamenn líkjast lækninum, sem horfði á mann, er var að drukkna, og — tók upp hjá sjer miða ogritblý, til þess að skrita meðalat’yrirsögn handa honum. Fyrirvitring einn var Jögð þessi spurning: »Hvað er frelsi?« og hann svaraði: »Góð samvizka!« (Hippel.) Talaðu aldrei illa um náunga þinn, ef þú ert ekki viss um, að það sje einber sannleikur; og vitir þú með vissu, að það sje sannleikur, þá spyr þú sjálfan þig fyrst, hvers vegna þú segir frá því. Ef til vill er ekkert algerlega satt, jafnvel ekki þetta. Getir þú gert nokkuð gott í dag, þá frestaðu því ekki til morguns. Yjer höfum ætíð nóga peninga til að kaupa oss skemmtabir og munaðarvöru; það eru að eins nauðsynjar vorar, sem vjer getum ekki keypt oss vegna peningaleysis. Það er sagt, að ágirndin sje rót alls hinns illa, og — þó er hún einhver helzti vegurinn til þess, að afla pen- inga og annara fjármuua. Og það vita þó allir, að pen- ingar og fjármunir eru aðal-leiðendurnir til álits, upphefð- ar og metorða, og álit, upphetð og metorð lastar þó eng- inn — heldur þvert á móti. Skyldi það þess vegna ekki vera tungan, sem á mestan þáttinn í því, að lasta ágirnd- ina? Og skyldi það ekki öllu fremur vera ágirnd annara, heldur en ágirnd sjálfra vor, sem vjer mannanna börn á- lítum rót alls hinns illa ? Menn ættu aldrei að blygðast sín fyrir að játa, að þeir hafi haft rangt fyrir sjer, því að það er eiginlega ekki annað, en að segja með öðrum orðum, að þeir sjeu orðnir skynsamari í dag, heldur en þeir voru í gær. Frelsi og ánauð etu að eins nöfn á einni dyggð og tinum Jesti; og dyggð þessi og löstur eru að eins komin undir vilja mannsins, því að enginn er í ánauð, et' vilji hanns er f'rjáls. I ánauð er maðurinn, þótt líkami hans sje frjáls, ef' sálin er í fjötrum; en frjáls er hann, þótt líkaminn sje í fjötrum, ef sálin er frjáls og óháð. (Epictet.) Það er ekkert það til, sam von eða ótti kemur manninum eigi til að trúa. Allir vilja gjarnan komast í einhverja góða stöðu en fæstir vilja leggja neitt til muna á sig, til þess að komast i hana.

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.