Haukur - 14.03.1898, Síða 3
I. i5-—16.
HAUKUR.
59
Landshöfðingja sonurinn.
(Frásaga eptir Berth. Hansen.)
—«o»—
Y.
(Framh.) Hr. von Chandelle hafði þegar, sam-
kvæmt beiðni landshöfðingjans, farið inn í herbergi
frú Eageniu, og skýrt henni með fám orðum frá
hinni yfirvofandi hættu. Hún hafði verið mjög treg ti)
þess, að leggja á flótta með honum, en þó látið til-
leiðast að lokum, er hún heyrði, að það var skýlaus
vilji manns hennar. Hr. von Chandelle tók litla dreng-
inn í fang sjer, og svo hjeldu þau öll þrjú af stað;
þau skunduðu sem hraðast út um garðshliðið, og inn
í skógarjaðarinn.
Skotin drundu hvert á fætur öðru heima við hús-
ið. Eugenia nötraði af angist, og aptur og aptur var
hún komin á flugstig með, að snúa aptur heim að
húsinu, til þess að þola sama hlutskipti eins og mað-
ur hennar — sigra eða falla með honum. En hr. von
Chandelle taldi henni jafnt og þjett trú um, að aptur-
koma hennar myndi að eins giepja og spilla fyrir
landshöfðingjanum og mönnum hans. Þegar svo hið
skrautlega hús stóð i báli, og birtuna af eldinum
lagði inn í skógarjaðarinn, þá varð veslings konan
loksins að viðurkenna, að þýðingarlaust myndi, að
snúa aptur, og að bezt væri að hugsa eingöngu um,
að reyna að bjarga barninu.
Hún hjelt nú áfram með herforingjanum, þótt
henni fjelli það mjög þungt.
»Mamma!« kallaði drengurinn, »hvar er hann
pabbi minn? Lofaðu mjer að vera hjá honum!«
»Vertu rólegur Henry minn!« svaraði hún. »Við
finnum hann sjálfsagt aptur á morgun«.
Litli drenguriun spurði hvað eptir annað um föð-
ur sinn, en að lokum þagnaði hann alveg. Þreytan
og svefuinn hafði borið hann ofurliði.
»Nú kemst jeg ekki lengra«, sagði frú Eugenia
eptir langa þögn; »jeg er orðin steinuppgefin«. Vegna
myrkursins hatði hún dottið hvað eptir annað, og
blóðið lagaði úr höndum hennar eptir þyrnana og
viðargreinarnar.
»Við eigum að eins örskammt eptir að takmarki
okkar, göfuga frú«, svaraði hr. von Chandelle. »Sjá-
ið þjer ekki ljósið þarna?« Hann benti á ofurlítið
ljós í kofaglugga, skammt frá þeim.
Landshöfðingjafrúin neytti allrar orku til þess, að
halda áfram, og með mestu heikjumunum lánaðist
henni, að komast heim að kofanum.
»Sambo!« kallaði herforinginn, og í sama bili
kom ákaflega stór og tröllslegur Negri út úr kofanum.
»Hver spyr um Sambo?« spurði Svertinginn.
»Hvað er þetta? Þekkir þú ekki herra þinn?«
spurði von Chandelle.
»Hlýðinn þjónn, jeg ekki þekkja yður, náðugi
herra!« svaraði Negrinn.
»Hjerna, taktu við þessu barni, Sambo«, mælti
Chandelle. »Farðu með það inn í kofann, og gættu
þess vel. Ef þú lætur nokkuð verða að því, þá kost-
ar það líf þitt«.
Svo fjekk aðalsmaðurinn Sveitingjanum barnið.
»Nú er ráðlegast f'yrir okkur, frú«, mælti hann
við landshöfðingjafrúna, »að halda enn áfram flóttan-
um litla stund. Ein af plantekrum mínum er skammt
hjeðan, og þar er margfalt þægilegra fyrir yður að
gista, heldur en í þessum kofa«.
»Jeg yfirgef ekki barnið mitt«, svaraði Eugenia.
Og svo er jeg líka svo ákaflega þreytt; jeg kýs þess
vegna heldur, að nota mjer gestrisni Svertingja þessa.
En ef þjer viljið halda áfram yfir á plantekruna yð-
ar, þá megið þjer það gjarnan mín vegna. Flýtið
yður að eins, herra minn, flýtið yður í guðanna bæn-
um að kalla saman menn yðar, til þess að bjarga
manni mínum úr klóm Indíananna. Þjer hafið ætíð
verið og eruð vinur mannsins mins; reynist honum
nú vel«.
Við ljósglætuna frá kofaglugganura mátti sjá það
á andliti Chandelles, að hann varð allt annað en
glaður við þessa ákvörðun frúarinnar.
»Bjargið þjer manninum mínum, hr. herforingi!
Þjer vitið, hve veikur hann er«, mælti Eugenia enn
á ný með tárin í augunum. »Frelsið hann, bjargið
honum, og þá skal jeg verða yður innilega þakklát
alla ævi. Ó, hamingjan hjáipi mjer! Hvers vegna
er jeg ekki annað, en veik og vesöl kona!«
»Jeg skal bjarga manninum yðar, náðuga frú!«
svaraði hr. von Chandelle. »En jeg bind það einu
skilyrði, sem jeg reyndar ætla ekki að segja yður nú,
heldur seinna. Viljið, þjer gangast undir það?«
»Ef það kemur ekki í bága við rjettindi sonar
míns, þá lofa jeg yður þvi«, svaraði Eugenia. »En í
hamingju bænum flýtið yður nú, herra minn! Hugs-
ið um vin yðar, og hina ólánssömu konu hans«.
Chandelle tók í hönd Eugeniu, gaf Sambo ýms
ráð að skilnaði, og skundaði síðan eitthvað út í
myrkrið.
»Guð veri með honum, og hjálpi honum!« sagði
landshöfðingjafrúin, og fór með Svertingjanum inn í
kofann.
Það var allt annað en þægilegur bústaður. Kof-
inn var allur tjaldaður innan með mottum, og á
miðju gólfi logaði eldur á skiðum; gömul Negrakona
stóð við eldinn, og var að sjóða graut. Gamalt og
illa skorið krossmark úr trje hjekk á vegnum, og
var það hið eina skraut, sem í kofanum var. Eitt
borðskrifli, og tveir stólgarmar voru þar inni, og voru
það allir innanstokksmunirnir.
Sambo lagði Henry litla á mottuhrúgu, sem var
í einu kofahorninu, og Eugenia breiddi kápu sína
undir höfuðið á honum. Hann svaf vært og rólega,
og hafði enga hugmynd um hættu þá, er ógnaði
honum.
»Litli massa sefur vært«, mælti Sambo; »hann
ekki hugsa um Indíana og hættalega tíma! Frúnni
óhætt að fara til plantekru, og lát x drenginn vera
hjá Negra og móður hans!«
»Jeg verð kyr hjerna, vinur minn«, svaraði
Eugenia. »Þetta barn er mín eina huggun og von.
Það verður með tímanum höfðingi hjer á eyjunni, og
þess vegna ríður á, að vel sje farið með það«.
»Jeg hugsa, að massa von Chandelle vera lands-
höfðingi, þegar núverandi deyr«, sagði Sambo; »hann
svo segja, og við trúa«.
Eugenia bliknaði. Tortryggni hennar vaknaði á
ný, og það var eins og einhver rödd hvíslaði að
henni: Chandelle vill okkur ekki vel; hann býr yfir
einhverjum svikum! En hún reyndi að vera svo ró-
leg, sem henni var auðið, og mælti: »Þetta er mis-
skilningur, vinur minn. Konungurinn á Frakklandi
hefir þegar ákveðið, að þessi drengur skuli taka við
stjórninni að hinum látnum, og hr. von Chandelle er
heiðvirður maður, sem ekki mun láta sjer koma til
hugar, að sletta sjer fram í rjettindi annara*.
*