Haukur - 14.03.1898, Page 4
6o
HAUKUR.
I. 15.--16.
»Jeg halda líka það«, svaraði Sambo, og drap
titlinga. »Nú, Sarah«, sagði hann svo við móður sína,
sem hingað til hafði ekki skeytt neitt um gestina,
heldur haldið áfram að hræra i grautnum sínum, »er
ekki maturinn til?«
»Undir eins, sonur«, svaraði gamla konan,ogleit
upp, svo að ljósið skein á herfilega, ógeðslega, and-
litið hennar.
Lítilli stundu síðar tók hún að skammta grautinn.
»Vill frúin borða með okkur?« spurði Sambo.
»Jeg þakka«, svaraði Eugenia, og settist á mott-
urnar við hliðina á drengnum sínum.
Svertingjarnir settust við borðið, mæltu fram bæn-
ir sínar, og tóku svo að gera sjer gott af grautnum.
En landshöfðingjafiúin hlustaði eptir andardrætti
Henrys litla, og hugsaði um það, hversu báglega þau
voru stödd. Öðru hvoru, þegar henni varð litið á
mæðginin, virtist henni gamla konan kinka svo í-
byggnislega kollinum framan í Sambo, og tala við
hann eitthvað, sem hún skildi ekkert í.
Ángist og kviði veslings frúarinnar óx með min-
útu hverri. Henni fannst svo mikill dularblær 0g ó-
hugnaður hvíla yfir kofanum, og öllu því, er í honum
var, að hún hefði þegar flúið með drenginn sinn eitt-
hvað út 1 eyðiskóg, ef henni hefði verið það mögalegt.
»Jeg ætla að láta, sem jeg sofi«, hugsaði hún loks
með sjer; »ef til vill auðnast mjer á þann hátt að
komast fyrir áform Svertingjanna«.
Hún lagði sig fyrir á motturnar, og sneri andlit-
inu þannig, að Svertingjarnir gátu hæglega sjeð fram-
an i hana. Að lítilli stundu liðinni varð hún þess á-
skynja, að Sambo og móðir hans fóru að verða tölu-
vert ódulari.
»Hún sefur«, hvíslaði gamla konan.
Sambo kinkaði kolli, en í svip hans mátti sjá að-
vörun til gömlu konunnar um, að fara þó enn þá varlega.
Enn leið nokkur tími. Svertingjarnir hjeldu á-
fram að gera sjer gott af grautnum, en renndu þó ætíð
öðru hvoru hornauga til frúarinnar og barnsins.
»Hún ekki hreifa sig«, sagði gamla konan; »hún
vera mikið þreytt sjálfsagt. Hvað mikið massa gefa
þjer í fósturlaun?«
Aptur gaf Sambo móður sinni bendingu um, að
fara varlega. Svo hvíslaði hann að henni, en svo
lágt, að hann þóttist viss um, að frúin gæti ekki
heyrt það gegnurn svefninn:
»Chandelle vill þennan dreng hverfa láta, en
fiúna tii sín koma. Hann elska fallegu, hvítu frúna,
með dökku augun; jeg vita það, því hann segja víst
hundrað sinnum við mig: Bráðum skal koma sá tími,
að jeg vera konangur á Guadeloupe, og fallega, inn-
dæla drottningin vera konan mín«.
Gamla kona kinkaði ánægjulega kollinum, og leit
um leið til móðurinnar og barnsins.
»Jeg vera umsjónarmaður á plantekru, þegar massa
vera höfðingi á eyjunni*, mælti Sambo enn fremur.
»Hann mjer lofa það«.
»Hvaða plantekru?« spurði gamla konan.
»Massa Chambres«, hvíslaði Sambo.
»En hvað á að gera við hvíta barnið?« spurði
kerlingin.
»Jeg hann verð hverfa láta; hvernig, á sama
stendur«, svaraði Sveitinginn. »Ógjarnan vil jeg
drepa drenginn, hann er svo fallegur; reyndar vita,
að massa viil sjer hlýða láta 1 öllu. Jeg verð hlýða
skipun hans, Sambo verður«.
»Þú getur selt hann«, hvíslaði gamla konan.
»Þrælaskip eitt iiggja við ströndina siðan í gær; þú
taka bátinn, 0g selja drenginn. Skipið sigla á morg-
un til Cuba, og enginn vita, hvað orðið er af lands-
höfðingja syninum«.
»Alveg rjett«, tautaði Negrinn í hálfum hljóðum,
0g stóð upp, eins og hann ætlaði þegar að taka til
að framkvæma þessa fyrirætlun sína.
Veslings Eugenia skalf eins og hrísla. Hún ætl-
aði að spretta á fætur, og gera allt, er henni var
auðið, til þess að verja barnið sitt. En svo sá hún,
að Negrinn setlað ekki þá þegar að ráðast að henni.
Hann hafði aö eins staðið upp til þess, að fara að
eldinum, og kveikja í tóbakspípunni sinni. Eagenia lá
þess vegna hreifingarlaus, og íhugaði með sjálfri sjer,
hver ráð hún ætti að haía, til þess að frelsa Henry litla.
Hún komst að þeirri niðurstöðu, að sjálfsagt væri,
að reyna að flýja, þegar er Svertingjarnir væru
sofnaðir.
Sambo hafði nú aptur tekið sjer sæti við borðið,
og púaði hverjum reykjarmekkinum á fætur öðrum
út í loptið.
»Ef massa koma á undan mjer«, sagði hann eptir
langa þögn, »þá hann má bíða, jeg þarf við hann tala«.
Gamla konan kinkaði kolli, en það var auðsjeð,
að hún var farin að verða syfjuð. Hún lokaði aug-
unum öðru hvoru, og hengdi höfuðið niður á bring-
una. Loksins stóð hún upp, reikaði yfir í eitt kofa-
hornið, 0g fleygði sjer á hálmhrúgu, sem þar var.
En Sambo sat enn við borðið, bljes reykjarstrokunum
út í loptið, og tautaði öðru hvoru einhver óskiljanleg
orð fyrir munni sjer.
En loksins leit svo út, sem svefninn ætlaði einn-
ig að sigra hann. Hann stóð upp og lagði sig fyrir
við eldinn, og að lítilli stundu liðinni hraut hann svo
hátt, að engum gat blandazt hugur um, að hann væri
sofandi.
Eugenia von Chambre beið þó enn hjer um bil
fjórðung stundar, ti! þess að láta þau festa betur
svefninn. Svo stóð hún upp, hægt og gætilega, og
lypti drengnum í fang sjer, svo varlega sem hún gat,
til þess að hann skyldi ekki vakna. Hún var svo ó-
styrk og máttíarin at' þreytu og skelfingu, að hún gat
varla hreift sig, en hún harkaði það af sjer. Hún
laumaðist fram hjá Sambo, sem svaf bjá eldinum,
lauk upp kofadyrunum, og hlóp út í myrkrið.
Það var svo dimmt, að ekki sáust handaskil.
Eugenia var alveg áttavillt, og var því enginn vegur
fyrir hana, að taka neina ákveðna stefnu.
Þegar hún hafði hlaupið litla stund, eitthvað út i
bláinn, og hrasað hvað eptir annað um steina og af-
höggna trjástofna, nam hún staðar, til þess að reyna
að átta sig, en þá heyrði hún allt í einu raddir Svert-
ingjanna heima við kofann.
»Hæ, móður min«, öskraði Sambo, »faglarnir eru
flognirl FJjótt að kveikja kyndilinn, annars höfum
við glatað allri okkar velferð*.
Þegar Eugenia heyrði þetta, þaut hún af stað,
svo hart sem henni var auðið. Hún hljóp eitthvað
— eitthvað út í myrkrið, án þess að gæta neitt að
hættum, er verið gátu á vegi hennar. Hún vafði
barnið að brjósti sjer, nötrandi af anght og hræðslu.
(Framh.)
Fr. Adams (háskólakennari í læknistr. í Glasgow) segir:
»Et jeg mætti, þá skyldi jeg rita með stóru letri yfir
dyrnar á hverju því húsi, sem áfengi er selt í:
»HJER Elt SELD KÓLERAU