Haukur - 14.03.1898, Qupperneq 5

Haukur - 14.03.1898, Qupperneq 5
I. i5-—16. IIAUKUR. „Sendingar.“ (Eptir J.) —«o»— ísland í Gyðingaklóm — Stofnun þjóðbanka. (Framh.) Hið fyrsta spor, sem stigið verður, og sem nú þegar á næsta þingi ætti að stígast, til þess að hrinda fjárhag og atvinnugreinum Isiands í rjett horf, er það »AÐ STOFNA ÍSLENZKAN ÞJÓÐBANKA<. Bankamynd sú, er vjer nú höfum, er stofnuð á skökkum grundvelli, — fullnægir engri þörf — spill- ir lánstrausti Islands —, og tilvera hennar hefir gert menn andvaralausa, og hún er »þröskuldur« í vegi fyrir stofnun ísl. þjóðbanka. Sannanir fyrir ummæi- um þessum eru langt mál, og verða þær því að bíða þess, að menn með mótmæium gegn þeim geri þær þarfar. Það mun fremur lágt talið, ef talið er, að ísland taki nú 12 miljónir króna tíl láns, til reksturs verzl- unar sinnar, og útlána hennar til annara atvinnugreina. Þeir menn, er nú taka lán þetta íyrir hönd ís- lenzka þjóðfjelagsins, eru fátækir kaupmenn, kaupfje- lög og fleiri. Þeir hafa optast mjög lítilsverð skilyrði í höndum til þess, að tryggja hinum útlenda lánar- drottni fje hans. Af láni þessu verður því Island að borga hinum útlenda lánardrottni 20°/0 í ársvexti, eins og að framan var bent á. En þetta er ekki rjett aðferð. Taki hið íslenzka þjóðfjelag í heild sinni lán þetta, og stofni þjóðbanka, er nokkurn veginn fullnægir lán- þörlinni, þá getur banki sá veitt mönnum þeim, er nú greiða 20°/0 á ári fyrir lán það, sem þeir þarfnast, sama ián gegn 4°/0 vöxtum og þar að auki grætt nægilegt íje til viöhalds sjer og aíborgunar á láni því, er þjóðtjelagið tekur. Tii þess að stofna banka þennan þarf ísl. þjóð- fjelsgið fyrst og fremst að afhenda honum aila sjóði sína, og íáta hann ávaxta þá.r Það er ótrúlegt, en satt er þaö að líkindum, að ísland láni öðrum þjóð- fjelögum töluverða fjárupphæð (eigi útlend ríkisskulda- brjef' o. s. frv.) fyrir 3% til 4 af hundraði, en borgi sjálft 20 af hundraði af peningum, sem það fær að láni hjá sömu þjóðfjelögunum. — Einnig ætti hann að fá reitur hinns núveraudi banka, er verða kynnu afgangs, þegar búið væri að boraa seðia hans og önnur skuldabrjef. I öðru lagi ætti næsta þing að semja lög, sem skyidi stjórn Islands til þess, að gefa út 4%,lands- skuldabrjef, með veði í x/0 af veðbærum eignum ísiands (35 milj. kr.), og að öðru ieiti i tekjum landssjóðs — að upphæð 5 miljónir króna. Skuldabrjef þessi afhendist svo þjóðbankanum,. með þeim skilyrðum, er þurfa. Að síðustu á þingið að veita þjóðbankanum ýms einkarjettindi, þar á meðal þau, að taka lán hjá lands- mönnuro, rentulaust, með því að gefa út ákveðna seðlaupphæð, á móti þeirri upphæð af mótuðu gulli (og silfri), er bankinn hefir í forðabúrum sínum á Is- landi, t. d. 5 kr. í seðlum gegn 1 kr. virði í málmi. Eirinig ætti það að leggja skatt á öll útlend verö- brjef, er ganga manna á milli á Islandi, eða eru þinglesin þar, o. s. fr., o. s. frv. Þeir, sem í fijótu áliti sýnast hafa skaða, ef þetta kæmist í kring, munu finna því margt til foráttu; þar á meðal það, að landsskuidabrjefin seljist ekki á heimsmarkaðinum. En sú umsögn er ósönn. Ef fáir menn þjóðfje- lagsins, er að eins hafa ráð yfir litlum hluta fasteigna þess, fá lán þetta, þá fær þjóðfjelagið í heild sinni það einnig. Sjeu brjef þessi þannig útbúin, sem þau geta verið, og eiga að vera, og sje sala þeirra eigi falin þeim, er skaðast við það að þau nái gangverði, þá er eigi hægt að rægja þau svo, að þau — miðað við núverandi ástand peningamarkaðarins, og boðin fram 6i á rjettum stað og tíma — seljist undir 108 til 112 kr. málmverð, fyrir hverjar 100 kr. af ákvæðisverði þeirra. Setjum svo, að bankinn seldi 1 miijón króna í landsskuldabrjefum, og fengi 1,080,000 kr. fyrir. Setj- um svo, að hann kaupi síðan ómótað silfur fyrir einn þríðja, og ómótað guli fyrir tvo þriðju hluta upp- hæðarinna. Setjum svo, að hann iáti móta þennan málm fyrir sinn reikning. — Eptir núverandi mark- aðsástandi græddi hann þá um 35 af hundraði á silfrinu, og 7 af hundraði á gullinu. Kostnaður við fluttnirg málms og peninga m. m., yrði varla meiri en kr. 6,400. Sölulaun, mótunargjald m. m., færi varla fram úr 50,000 kr. Bankinn hefði þá 1,200,000 kr. í mótuðum málmi. Af þeim gengju 200,000 kr. til hring- ferðar i landinu. Hann hefði þá máímforða, 1 miljón króna, er hann gæti gefið út á 5 miljónir kr. í seðl- um, eptir því sem þörf krefði. — Afgang landsskulda- brjefanna 4 milj. kr. fengi bankinn þeim þjóðbanka heimsmarkaðarins, er bezt viðskipti byði, hinu ísi. þjóðfjelagi, og banka þess, sem handfengið veð fyrir iánum í hlaupareikning. Starfsfje bankans yrði þá: Sjóðir, innlög m. fl., um 3 milj. kr.; andvirði silfurs og gulls til hringferð- ar í landinu % milj. kr.; kredit hjá banka þeim er landskuldabrjeíin hefði 4 milj. kr.; seðiar 5 milj. kr. Samtals I2V0 miljónir króna. Eptir ástandi því sem nú er á íslandi myndu innan skamms 10 miljónir vera í veltu. Væri heiming þeirra varið til fasteignalána, þá myndi sá helmingur gefa um 4 af hundraði; og væri hinum helmiugnum varið til víxiikaupa, og ann- arar verðbrjefa verzlunar, þá myndi hann gefa allt að 7 af hundraði á ári. Tekjur bankans yrðu um 550,000 kr. á ári. — Gjöld hans: Vextir af seldum landsskuldabrjefum 40,000 kr.; vextir af sjóðum og innlögum um 120,000 kr.; vextir af hlaupareiknings- lánum við erlenda þjóðbanka um 120,000 kr.; önnur gjöld um 20,000 kr. — Arsafgaijgur til þess að borga stjórn bankans og auka málmf'orða hans um 250,000 kr. Hagur sá, er ísl. þjóðfjelagið hefði af starfi bank- ans á sama tíma yrði: Bankinn ljetti lánardrottins- stöifum veiziunarinnar um ca 3 miij. kr. Hagur á því lægst talin 16 af hundraði = kr 480,000. Kaup- fjelög og verzlun notuðu um 4 milj. kr. innlent fje, Hagur minnst 20 af hundraði. En fremur lækkaði að sjálf'sögðu verð á þvi útlenda lánstje, er verzlunin framvegis notaði að svo miklum mun, að iágt mun talið, þótt sagt sje, að ísl. þjóðíjelagið hefði yfir 1 miljónar kr. hag á þeim 4 milj. kr. á ári. — Aukinn sjáfarútvegur notaði 2 milj. kr.; hagur minnst 20 af' hundraöi. Gæti líka, væru þær 2 milj. kr. rjett notaðar, gefið 200 af hundraði. Setjum svo, að hagur- inn yrði 400,000 kr. — Til endurbóta á landbúnaði gengi 1 milj. kr. Hagur um 7 af hundraði = kr. 70,000. Að öllu töidu, myndi hagur sá, er þjóðfjelagið að skömmum tíma liðnum hefði af stofnun bankans, verða yfir 2 miljónir króna áp ári. Eða, með öðrum orðum: hver fjöiskylda á íslandi ætti að hafa sem næst 300 kr. meira á ári til framf'æris sjer, en hún nú hefir. Það sem aðallega verður gert tii þess, að tefja fyrir framkvæmdum máls þessa er: 1. Það veröur reynt, að telja mönnum trú um, að landsskuldabrjefin seljist ekki. 2. Það verða gerðar tilraunir til þess, að fá fast- eigna eigendur fráhverfa málinu, með því að segja, að eignir þeirra f'alli í verði, allt að einum sjötta af verði þeirra, ef þetta komist i kríng. En það er auð- velt að sanna, að þrátt fyrir bankaveðbandið, hljóta fimm sjöttu hlutar af eignum þeirra að hækka í verði um meira en einn sjötta hluta, ef þetta mál kemst í kring, og það meira að segja án þess, að taka tillit til þess, að núverandi bankafyrirkomulag, hefir fellt þær um einn fjórða hluta verðs. 3. Það verða gerðar ótal smátilraunir til þess, aö sanna, að allt þetta málefni sje vitleysa, »humbug«, fjeglæframál, sem stofni Islandi i voða, o. s. frv., og að sá, sem ritað liafi. linur þessar, sje »fínansbjálfi«, svikari, asni o. fl., og að ístendingar kunni eigi með mál þetta að fara, og muni því fara eins fyrir því,

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.