Haukur - 14.03.1898, Side 6

Haukur - 14.03.1898, Side 6
6 2 HAUKUR. I. 15.—16. eins og eimskipaútgerðinni, stofnun núverandi banka o g. frv> — En allar slíkar tilraunir flýta að eins fyrir málinu, með því að vekja eptirtekt manna. 4. Hættulegasta tilraunin til þess, að spi;la fyrir málefni þessu, yrði því sú, ef þeim mönnum, sem annaðhvort af einfeldni, vanþekkingu, eða öð'um or- sökum, eru vissir með að spilla því, yrði otað fram til framkvæmda og forustu þess. — Gæti menn þess, að allflestir þeirra hjerlendra manna, er vit hafa á máli þessu, eru meira og minna háðir þeim sem tap- ar, ef málefni þetta kemst á rjettan rekspöl, og að sá sem tapar, heflr næg efni — ef ekki til þess, að kaupa blöð vor öll, eða atkvæði þingmanna, sem eigi munu föl, — þá samt til þess, að hræða til vaifærni, með því að stofna ný blöð, og svelta til dauða þau blöð, er málefni þessu fylgja. — Ef svo skyldi fara, þá sjer hver meðalgreindur maður, að langt er til lands, áður en málefni þetta er í rjettri vör. Og þó þarf ekki nema örfáa ósjerplægna 0g ó- sjerhlífna menn til fylgis því. Fáist þeir, þá mun brátt sjást, hvoru megin sigurinn verður, og þá mun eigi skortur á háværri fylgd. Yegna þess, að blað þetta er ætlað fremur til skemtunar 0g fróðleiks, heldur en til þess, að ræða al- menn málefni, þá verður eigi rætt nákvæmar um þetta mál í því — fyrst um sinD. Hin stærri 0g eldri blöðin, sem bæði eru orðin kunn sem Jjós og leið- togar hinnar ísl. alþýðu, og sem geta rúmað meira af slíku á dálkum sínum, heldur en Haukur, ættu sem fyrst að sýna almenningi, hvernig þau snúast við þessu máli. Stjórnarskármálið er án efa mikilsvarðandi mál, en það er nú í því ástandi, að það um tíma ætti helzt að »þoka fyrir konu þessari«. Tannlæknirinn. (Gamansaga.) Var það nokkuð undarlegt, þótt margir yrðu til þess að biðja hennar? Faðir hennar átti hús með fjórum lopt- um, og það meira að segja skuldiaust, og í þessu húsi voru i jómandi falleg íbúðarherbergi, sem hinn ungi einkaerfingi gat haft ótakmörkuð umráð yflr. Og þar að auki var Maria allra yndislegasta stúlka, ekki sizt þegar hún var að gefa piltunum undir tótinn, kinka kolli, hrista Ijósgulu lokkana, og láta skína í snjó- hvitu tennurnar sínar. Nei, það var ekkeit undarlegt, þótt margir yrðu til þess að biðja hennar. En meðal þessara mörgu voru einkum tveir, sem höfðu nokkra von um að ná í hana. Annar þeirra hjet Karl. Hann var ungur, friður sýnum, og þar að auki ríkur — ef til vill miklu ríkari, en faðir Maríu. Gamli maðurinn hatði því auðvitað bezt álit á bonum, sem tengdasyni. Hinn hjet Eðvarð. Hann var sömuleiðis ungur og fríður sýnum, en — hann var fátækur. Og samt sem áður geðjaðist Maríu bezt að honum at öllurn biðlunum. En hvað vegur ósk dótturinnar á móti eindregnum vilja föðursins? Eðvarð hatði unnið sjer ást dóttiyirinar. en Karl álit föðursins, og svo voru horlurnar auðvitað betri bjá hinum síðar talda. Eðvarði lá við örvílnun. Hvað stoðaði það hann, þótt María elskaði hann, þegar taðir hennar setti sig með hnúum og hnefum á móti ráðahag þeirra ? Tvö hundruð þúsund krónur hafa msira afl, heidur en hin sterkasta ást Nokkurn tíma voru þó þessar kringumstæður nokk- urn veginn viðunandi; elskendurnir hölðu eitthvert óskilj- anlegt lag á, að hittast á laun, og reyndu þá að gleyma hörmum sínum, eins og bezt þau gátu. En einn góðan veðurdag kom gamli maðurinn að þeim óvörum, þar sem þau sátu að mjög innilegu samtali, og afleiðingin af því varð sú, að Eðvarð var lyiirboðið að koma nálægt heimilinu, og að strangar gætur voru hatðar á Mariu. Nú þóttist Eðvarð vera orðinn svo ólánsamur, sem roest mætti verða. — En ofan á allar þessar hörmungar bættist svo samt sem áður óþolandi tannpina. Og það má hver gera svo mikið sem hann vill úr þjáningum sálar- * innar; þær verða þó aldrei eins þuugbærar, eins og hinar líkamlegu þjáningar. Og þrátt fyrir alia ástarharma sína, kvartaði Eðvarð nú eingöngu yfir tannpínunni. Svo sneri hann sjer til eins vinar síns, sem var alþekktur tannlæknir, og sem ekki var með öllu ókunnugt um samband þeirra Maríu. Og þegar Eðvarð fór að lýsa tannpínunni fyrir honum, þá minntiat hann auðvitað líka ofurlítið á hinar aðrar raunir sinar. Tannlæknirinn óskaði einskis tramar, en að hann gæti læknað báða þessa sjúkdóma vinar síns, og með því að hann var bjartsýnismaður að náttúrufari, þá hatði hann góðar vonir um, að honum myndi lánast það. Og hann fjekk líka tækitæri til þess. EDginn maður er óhultur íyrir tannpínu, fyr en hann hættir að draga andann. — Hús hins auðuga tengdapabba gat verið skrautlegt og vel út búið að mörgu leyti, en algjörlega súglaust var það samt sem áður ekki. Það voru ekki liðnir nema tveir dagar, þegar Karl, sem nú var sá hamingjusami, kom tii tannlæknisins, og kvartaði um óþolandi tannpínu. Og allt í einu flaug tannlækn- inum nokkuð skrítið í hug. — Meðan hann var að skoða tennumar í Karli, mælti hann: *>]?að eru makalaust fall- egar tennur í yður; Þjer eruð blátt áfram öfundsverður af því, að eiga svona ljómaDdi góðar tennur— bara skaði, að það er þarna ofuriítil hola baka til í einni þeirra. En það er ofureinialt að bæta úr því; við skulum undir eins setja nýja tönn í staðinn«. »Nei, í öllum guðanna bænum, gerið þjer það ekki; mjer er svo meinilla við ialskar tennur. Það er líka hægt að sjá það undir eins«. »Hvað segið þjer? Hægt að sjá það? Þekkið þjer máske hana íröken Maríu?« »Ef jeg þekki hana þó!« svaraði Karl, brosandi út undir eyru af ánæg.ju; »en það vill þó víst enginn segja um hana, að hún hafi falskar tennur; það sem eru blátt áfram skírustu perlur, sem sitja svo aðdáanlega fallega í munn- inum á henni«. »Og sá, sem smíðað heflr þessar perlur, er jeg. Þess- ar 82 perlur, sem gera alla karlmenn ruglaða í kollinum, og sem skina svo lagurlega móti manni, þegar hún brosir, eru ættaðar úr verksmiðju minni. Og þessar 82 perlur kosta tæplega þrisvar sinnum 82 krónurc. »So—0!« öskiaði KarJ, og rjeði sjer ekki íyrir geðs- hræringu. »Jeg þakka yður fyrir hjálpina; þjer vitið, hvernig það gengur venjulega með tannpínuna: hún er hoifin, óðara en maður sjer tannlæknirinn. — Verið þjer sælir!« »Verið þjer sælir-----— — — hahahaha! Þetta var skoplegt; jeg hefi aldrei á æfi minni sjeð þessa fröken Maríu. Veslings stúlkan, hún hefir ef til vill þær iundælustu tennur, sem til eru í víðri veröld«. — — Óðara en Karl var komin heim til sín, settist hann niður, og skrifaði tengdaföður sínum svobljóðandi brjef: »Göfugi herra! Jeg er nauðbeygður til þess að tiikynna yður nokk- uð, sem mjer veitist mjög erfitt að skýra yður frá, en sem þó ekki dugar að halda leyndu. Við það að kynnast fröken Maríu, hefi jeg komizt að þeirri niðurstöðu, að við eigum alls ekki saman, og að það væri þar at leiðandi mjög mikið glappaskot, ef við færum að tengjast þeim böndum, sem giida ættu um aldur og ævi...............« Og eitthvað var þar meira at samskonar þýðingar- lausu orðagjálfri, til þess að leyna hinni rjettu ástæðu. Gamli maðurinn ætlaði varla að trúa sínum eigin augum; en þegar hann samt sem áður var neyddur til þess að trú því, sem hann sá svart á hvítu, þávarð hann ákaflega leiður. Hann þóttist geta getið því nærri, að þetta reiðarslag hlyti að hafa mikil og varanleg áhiif á Maríu, því að hann hjelt, að hún væri þegar farin að elska Karl, og það til muna. María tók þetta samt sem áður með stök-

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.