Haukur - 14.03.1898, Qupperneq 7
I. 15.—16.
HAUKUR.
63
ustu ró og þolimnæði; og syo var hvorki minnst á Karl
nje Eðvarð framar.
Þannig leið nokkur tími; en hvað skeður svo ? Gamli
pabbi fær tannpínu, afleita, óþolandi tannpínu. Hann
er því neyddur til að ieita tannlækisins.
Tannlæknirinn hefir lag á að haga orðum sínum svo,
að þeir eru innan skamms í'arnir að tala um Eðvarð okkar,
og hrósar læknirinn honum eins og mest hann getur.
Pabbi gamli varð sem trá sjer numinn af ánægju,
að hlusta á lofið um Eðvarð, og þegar hann hjelt aptur
heim til sín, sagði hann við sjálían sig: sEðvarð skal
verða tengdasonur minn, hann og enginn annar«.
Nokkrum dögum síðar haíði Eðvarð fengið hina heit-
ustu ósk sína uppfyllta. — — — —
Ungu hjónin nutu sæludaganna, og þóttust lánsömust
allra manna. En á þeim dögum eru ástfangnir eigin-
menn vanir að trúa konum sínum fyrir öllu mögulegu,
og því sagði líka Eðvarð konunni sinni írá brögðum þeim,
sem tannlæknirinn hafði haft í frammi, þessum brögðum,
sem þau áttu alla hamingju sina að þakka.
En a)lt í einu verður Eðvarð að hætta sögu sinni,
því að María, sem ávalt hefir verið að roðna meir og meir,
segir nú með reiðisvip, og tárin í augunum : »En hvern-
ig í dauðanum hefir tannlæknirinn komizt að þessu?
Mínar tennur eru þó alls ekki frá honum; jeg sem hefl
látið búa þær til í París«. — — —
Menn geta ímyndað sjer, hvernig Eðvaiði muni hafa
orðið við.
Á veröndinni.
Það var sólskin og sumarblíða. Greinar trjánna
svignuðu undir þunga hlómkerfanna. Aldinin stokkroðn-
uðu við kossa sóiaiinnar, og ilmjurtirnar tylltu loptið
þægilegri angan.
Tveir kvennmenn sátu á veröndinni. Þær voiu syst-
ur, þótt þær væiu að mörgu leyti ólíkar.
Hin eldri þeirra hjet Amalía; hún var húsmóðirin í
húsinu, frið og íönguleg kona, með dökk, eldsnör augu,
og mikið, svart hár. Hún stóð og studdist við járnsúlu
eina, og hortði hugsandi eitthvað út í bláinn.
Systir hennar hjet Betty. Hún sat á riðinu, og spennti
greipar um hnje sjer. Hún var ung stúlka, barn að aldri,
ijóshærð, bláeygð og brosleit.
Betty leit upp.
»Segðu mjer eitt, Amalía, hvernig barst þú þig að,
þegar þú trúiofaðist?«
»Þegar jeg trúlofaðist?«
»Já. Hvað sagði hann, og hvað sagðir þú?«
»Það — það man jeg ekki«.
»Víst manstu það«.
»Mikið skelfllegt barn ertu Betty. Þú ert þó víst ekki
að hugsa um að trúlofast?«
»Nei, því jeg beld helzt, að jeg sje þegar trúlofuð*.
En Betty — — —«
»Óhappið vildi til í gærkveldi, það er að segja, ef
jeg er tiúloiuð; jeg veit það ekki f'yrir víst, því að við
sögðum ekki nokkurt oið, hvorki hann nje jeg. Við
bara — — —«
»Þið bara?«
»Ó, þú skilur það víst — sjáðu, það atvikaðist
þannig: Þegar við höfðum borðað kvöldverðinn, og þú
sazt við píanóið og ljekst á það, en maðurinn þinn lá
hálf'sofandi í ruggustólnum, þá kom lautinantinn til mín
hjerna út á veröndina. Jeg sat hjerna, aiveg eins og jeg
sit núna, og svo settist hann við hliðina á mjer, og svo
veit jeg ekkert, hvernig það atvikaðist, en hann vatði
hand'eggnum utan um mittið á mjer — —«.
»Og það leyfðir þú honum?«
»Já. jeg skal segja þjer, þegar maður situr svona á
riðinu, og hefir ekkert til að'halla sjer upp að, þá er svo
miklu þægilegra, að hafa það þannig«.
»Nú, svo það er þægilegra? En áfram með söguna«.
»Allt í einu fann jeg, að mikla, Ijósa yfirskeggið hans
kom við kinnina á mjer. Jeg hefi nú ævinlega haldið,
að það væri ákaflega óþægilegt, að láta slíkt og annað
eins, eins og þessi yfirskegg, koma við sig; en það var
svo langt frá því. Það var einmitt svo fjarskalega mjúkt
og notalegt. Og hugsaðu þjer bara, svo stalst hann tii
að kyssa mig«.
»Bara einu sinni?«
»Já, hann stal að eins einum kossi, þviað hina gaf
jeg honum. Og þeir voru ekki svo fáir. En í sama bili
kom vinnukonan með Iampann, og þá stóðum við bæði
upp, og fórum inn. Tókstu ekki eptir þvi, hve rjóð við
vorum í framan? Og svo erum við að öllum líkindum
trúlofuð — eða hvað?«
»En sagði hann þá ekki nokkurt orð við þig?«
»Jú, um leið og hann fór, tók hann ósköp innilega i
hendina á mjer, og hvísiaði að mjer: »Á morgun tala
jeg við hann mág þinn. Hann sagði þinn. Það ber þó
greinilegan vott um að við erum trúlofuð«.
»Við skulum sjá, hvað maðurinn minn segir, þegar
hann kemur heim til miðdegisverðar«.
»Hans er nú von á hverri stundinni«.
Erúin beygði sig yflr grindurnar, og leit niður eptir
götunni.
»Þarna kemur hann; en hann er ekki einn á ferðinni.
Lautinantinn er með honum«.
»Þarna geturðu sjeð! Það hlýtur, þrátt fyrir allt, að
vera regluleg trúlof'un. Hamingjan hjálpi mjer, hvað
jeg skammast min. Jeg fer inn, svo að þeir sjái
mig ekki«.
»Það er nú um seinan. Þeir eru þegar komnir*.
Lautinantinn kom inn um garðshliðið, beinvaxinn og
þreklegur í nærskornu einkennisfötunum sínum, og tólar-
geislarnir glitruðu á gylltu hnöppunum, og slóu rauð-
gullnum lit á mikla, ljósa yfirskeggið hans.
Hánn bar hendina upp að húf'unni, að hermanna sið,
og roðnaði út að eyrum.
Betty var staðin upp. Hún stóð álút, hortði til jarð-
ar, og rjálaði við silkiborðana á skikkjunni sinni.
En bak við hana og lautinantinn töluðu hjónin eitt-
hvað saman í hljóði, og voru mjög glettuleg á svipinn.
Jú, þrátt fyrir allt og allt hefir það sjálfsagt verið
regluleg trúlofun.
Fróðleiks-molar.
Anarkistar á Italíu kváðu nú hafa myndað fjelag
með sjer. I lögum fjelagsius er svo ákveðið, að í hverj-
um mánuði skuli drepa tíu auðmenn, — »til þess að
auðurinn skiptist jafnara niður á menn«, kvað standa í
ástæðunum fyrir ákvæði þessu. — Það eru heldur gleðileg-
ar horfur fyrir veslings miljónamæringana!
Sf '
I líkama mannsins eru alls LJ frumefni, og eru átta
þeirra þjett í sjer, en fimm loptkennd. — Meginhlutinn er
súrefni, með því að í manni, sem vegur 70 kíló, eiu 44
kíló af súrefni, sem í venjulegu ástandi myndi taka 28
teningsmetra rúm. — Enn fremur eru þar 7 kíió af vatns-
efni, sem í lausu ástandi tækí 80 teningsmetra rúm. Af
hyldi (köfnunarefni) eru þar 1,72 kiló, at' klór 0,8 kíló,
og af flúor 0,1 kíló. Hin föstu et'ni eru 12 kíló af kola-
eíni, 800 grömm af í'osfór, 100 grömm at' brennisteiui,
1750 grömm kalc um, 80 grömm kalíum, og lítið eitt
minna af nátii (natríum), magnesíu ogjárni. Af járni eru
þar að eins 45 grömm, og góðmálmar (platína, gull og
silfur) eru alls ekki til í líkama mannsins. Hann er ein
göngu settur saman úr mjög algengum og ódýrum efnum,
en öll þessi efni eru auðvitað blönduð og tengd hvert öðru
á afarfrumlegan og einkennilegan hátt.
# n *
Elzta blað heimsins er blað eitt í Kina. Það er gefið
út í Peking, og heitir »Kin Pan«. Það er hjer um bil
1000 ára gamalt. Þangað til 1316 kom það út einu sinni