Haukur - 14.03.1898, Page 8
64
HAUKUR.
I. 15. —16.
1 mánuði, en upp frá því kom það út einu sinni í viku,
þar til 1807, að það var gert að dagblaði, og hefir það
sfðan komið út á hverjum degi.
*
* *
Ef gullfiskur en látinn í vatn, sem ;blandað er |með
einum hundraðasta hluta af alkóhóli, þá deyr hann áður
en liðnar eru 19 mínútur. Sje hann látin í vatn, sem
blandað er með einum fimmta hluta af alkóhóli, deyr
hann undir eins.
*
* *
I Lundúnum hverfa á ári hverju yfir '2000 manna,
án þess grafizt verði fyrir, hvað af þeim verður.
*
* *
i>að eru 70 ár, síðan fyrst var farið að nota stálpenna.
Grossið (tólf tylftir), sem nú má fá fyrir 50—60 aura,
myndi þá hafa kostað yfir 100 krónur.
*
* *
Það er víðast hvar siður, að horga læknum sjúkra-
vitjanir, ráðleggingar, rceðalafyrirsagnir og þess konar,
í hvert skipti sem menn þurfa á hjálp þeirra að halda.
En Kinverjar hafa það öðru vísi. Þegar þeir eru heil-
brigðir, borga þeir læknum sínum einhverja ákveðna upp-
hæð á ári, en óðara en þeir verða eitthvað veikir, missir
lækirinn allt tilkall til slíkrar þóknunar, þar til sjúklingurinn
er aptur orðinn heill heilsu.
*
* *
Að meðaltali deyja hjer um bil 90,000 menn á dag í
heiminum.
%
* *
1‘2 skip farast að meðaltali í heiminum á viku
hverri.
■r
* *
Ljóshærðir menn veröa venjulega langlifari, heldur en
dökkhærðir menn.
si<
* *
Það eru ekki lengur neinar nýungar, þótt fregnir
komi um það að þetta og hitt hafi verið gert í Ameríku,
til þess að auka rjettindi kvenna. En hitt þykir ef til
vill meiri tiðindum sæta, að í ríkinu Massachusetts hefir
myndazt fjelag, til þess aö berjast gegn atkvæðisrjetti
kvenna. I fjelaginu eru eingöngu kvennmenn. Það er
tveggja ára garnalt, og hefir þegar oiðið 3,500 meðlimi.
Það hefir aðsetursstaði í 121 bæ, og heldur úti blaði, sem
eingöngu ræðir mál þess.
Elestum þeim, er hlustuðu á samsöngva þá, er söng-
fjel. ísf. hjelt hjer í bænum 26. f. m. og 1. þ. m. kemur
saman um það, að dómur sönglistarmannsins (= Skúla
Thoroddsen) um þá skríði grár af ósannindum og öfgum,
og að ekki muni laust við, að hann láti »dirigentinn« og
hr. kand. Gr. Jónsson njóta vinfengis þess, er hann ber til
þeirra. Auðvitað kemur engum til hugar, að virða dóm
þessa »musikusar«, sem ekki þekkir einu sinni »dúetta«
frá kórsöng, svo mikiis; að hann nenni að mótmæla hon-
um, enda á það tæplega við, að dæma opinberlega um
samsöngva þessa, sem haldnir voru, eða að minnsta kosti
sá fyrri, til ágóða fyrir ekkjur sjómanna þeirra, er drukkn-
uðu hjer í vetur. (Einn at' fjöldanum.)
Skrítlur.
—0:0—
Hann gerði ÞAÐ aldrei FRAMAR.
Hann: (kemur eptir miðnætti heim afkránni): Mjer
kom ekki til hugar, að þú myndir fara að sitja svona allt
kvöldið og ieggja á þig vökur mín vegna.
Hún: Það hefi jeg ekki heldur gert. Jeg er sem sje
alveg nýkomin heim lika.
*
* *
Líka kaupmennska.
Magnús (oísaglaður): Nei, Jakob, kaupmennska og
verzlun, það er nokkuð, sem þú botnar alls ekkeit i.
Nei, það er jeg, sem kann að snúa mjer í slíkum efnum.
Jakob: Nú, hvernig ferðu að því?
Magnús: Það var nú t. d. hann JKristján, hann
skuldaði mjer hundrað og fimmtíu krónur, og í gær voru
allar kröfurnar í bú hans seldar við opinbert uppboð, og
veiztu hvað jeg gerði? Nei, þú getur víst ekki gizkað á
það. — Jeg keypti mína skuldakröfu fyrir að eins þrjár
krónur!
*
* *
Hann þekkti það orðið.
Yinuukona (aðkomandi): Jeg hefi heyrt, að þjer
vilduð fá yður vinnukonu.
Erúin: Því miður get jeg ekki tekið yður; það var
önnur komin á undan yður, og hún heflr nú fengið
vistina.
Húsbóndinn: Já, því miður er vistin ekki lengur
á boðstólum, — en reynið þjer að koma aptur eptir svo
sem 2 eða 3 daga.
*
* *
Það er einmitt það.
Hún: Hugsaðu þjer bara, hvað hann hlýtur að vera
herfilega ógeðslegur og slæmur eiginmaður, hann Guð-
mundur á Læk. Það er sagt, að hann hafi ekki talað
nokkurt orð við konuna sína, þessi þrjú ár, sem þau eru
búinn að vera í hjónabandi.
Hann: Mjer virðist það miklu íremur sýna það, að
hann sje sjerstaklega vel upp alinn.
Hún: Yel upp alinn? Ja, það má nú segja! Hvern-
ig á að skiija það ?
Hann: Það má aldrei grípa fram í íyrir kvenn-
manni, meðan hún er að tala.
*
* %
Eðlileg orsök.
Gummi litli: Mamma, hefir guð sent okkur
hann litla bróður minn?
Mamma: Já, drengur minn?
Gummi: Hm ! Jeg veit, hvers vegna hann hefir
gert það; honum hefir náttúrlega leiðst, að hlusta
á gólið í honum.
»5«
* *
Henni hafði farið fram.
Hún: Manstu, þegar við rifumst í fyrsta skipti,
eiskan mín.
Hann: Já, heillin mín.
Hún: Jeg sagöi, að þú værir svo lítilmótlegur og
Æinfaldur, sem þú framast gætir orðið.
Hann: Þú sagðir víst eitthvað í þá átt.
Hún: Ó, elsku ljúfurinn minn, mikið skelfing hefir
mjer skjátlast þá, en þá þekkti jeg þig heldur ekki eins
vel, eins og núna.
*
* *
Fyrir RJETTI.
Dómarinn: Maður yðar er kærður fyrir það, að
hafa barið skósmiðinn hjerna um kvöldið, þegar hann kom
til ykkar, til þess að krefja manninn yðar um skuld. Það
er sagt, að maðurinn yðar hafi veiið fullur, og hann hafi
allt í einu staðið upp at legubekknum, og gefið skósmiðnum
kinnhest. Vitið þjer nokkuð um þetta?
Konan: Nei, herra dómari; jeg var ekki heima,
þegar skósmiðurinn kom, en jeg þori að tullyrða að þetta
sje alveg tiihæfulaust.
Dómarinn: Hvernig getið þjer vitað það með vissu,
þegar þjer voruð ekki heima.
K o]n a n : Jú, jeg skal segja yður, þegar maðurinn
minn er fullur, þá stendur hann ekki upp af legubekknum,
því að þá getur hann alls ekki staðið upp.
»Kus-kus!« kvað það heita, nýja kvæðið, sem sagt
er að söngfjelagið ætli að syngja næst undir laginu
Malakofí'. Ókunnugt enn, hvort átt er við »músíkus«,
»póiitikus«, eða einhvern algengan islenzkan »kusa«, en
forvitni mikil á að heyra það.
Prentsmiðja Steíáns Runólfssonar.