Tíminn - 31.03.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.03.1917, Blaðsíða 3
TÍMINN 11 Kaupirðu g-óðan hlut, þá mundu hvar þú fekst hann. Fiskimenn! Látið luktina lýsa ykkur til Sig"vir|óiis. Þar fáið þið alt sem þið þurfið á bátinn ykkar. Svo sem Línur, Tauma, Öngla, Lóð og öll áhöld af beztu tegund. Notið tækifærið áður en alt selst. Munið að beztu kaupin gerið þið i verzlutt Signrjins fétnrssonar, Qajnarstrsti 16. En víðar þarf að nota kol en í skipum, og væri það stórfeld fram- för ef hægt væri að vinna almenn- ingi í kaupstöðum og þorpum það eldsneyti er með þyrfti í landinu sjáfu. Og drjúga atvinnu mundi af því leiða. Að sjálfsögðu er skortur á hent- ugum tækjum til kolanáms í stór- um stíl, en í bráð yrði að tjalda þvi sem til er. Forfeður vorir vopnuðu þræla sína og húskarla með forkum og bareflum, er hendi voru næst, ef verja þurfti bæinn fjandmönnum. Nú verður að fara eins að til þess að verjast kola og eldneytisskort- inum. Fað er vitanlegt að til þess að nokkru verði hrundið í framkvæmd í þessu efni, þarf annað hvort að mynda öflugt hlutafélag, eða að landsstjórnin taki málið á sína arma og hrindi þvi í framkvæmd. Að visu verður fyrst að fá vissu um það, að lýsingin á kolunum sé rétt, bæði hvað gæðin snertir og fyrirferð þeirra í fjallinu, og þá einnig um aðstöðu við að vinna þau, en hún er líka sögð góð. Einstaklingar taka »upp mó«, því skyldu ekki með samtökum verða »tekin upp« kol, fyrst þau eru fyrir hendi, og nauð rekur eftir. Ósennilega strandar á þvi, að fleytu vanti til þess að koma kol- unum umhverfis landið, ef þeim yrði náð upp á annað borð. Leifur Kristjánsson. Dieselskipin. Heimurinn er svo sem ekki bú- inn að bíta úr nálinni með þennan ófrið, þótt friður komist á. Fjár- munalegur ófriður verður aldrei ægilegri en einmitt þá. Verður ó- mögulega hjá því komist. Ófriðar- þjóðirnar neyta þá allra bragða til þess að koma sem allra mestu af fjármunalegu byrðunum yfir á aðrar þjóðir, og ekki síst hlutlausu þjóðirnar, sem óneitanlega margar hverjar hafa safnað auði á ófriðn- um. Eitt úrræði Englendinga í þessu efni, verður eflaust að leggja háan toll á kolin. Og vísast að Þjóð- verjar geri það líka. Væri þá ráð að hafa vaðið fyrir neðan sig, að svo miklu leyti sem þvi verður við komið, og sneiða sem mest hjá augljósu hættunum, hinar verða okkur nógar, fjárhags- lega erum við ekki það miklir fyrir okkur. Er ált við það, að i tæka tíð yrði hugsað fyrir því, að komist yrði af án kola að svo miklu leyti sem verða m'ætti. Er þar mikils vert um skipin, þau eyða svo mikiu af kolum. Nú er það vitanlegt, að Danir urðu til þess hérna um árið, að benda á leið sem vel hefir þótt efast, þegar þeir smíðuðu hafskip með vélum er knúðar eru steinolíu, hin svo nefndu Dieselskip. Slík skip hljóta að ná mikilli útbreiðslu strax eftir ófriðinn, og væri ekki úr vegi að við íslending- ar hefðum það á bak við eyrað að eignast þess konar skip sem fyrst. Því miður munu þau óftáanleg sem stendur, ekki látin fól þau sem til eru, en ef einhver leið væri til þess að tryggja okkur þau fyr en síðar, þá ætti að gera það. All- ur er varinn góður. Talsvert af fiskiskipaflotanum ís- lenzka notar sleinolíu í stað kola, og mótorskip taka æ meiri og meiri framförum. Von er um það að til séu í landinu kol sem almenning- ur geli notast við til eldneytis. Og þá ætti kolahræðslan heldur að auka áhuga manna um rafmagns- framleiðslu í þessu landi, sem um munaði. Xaupjélagið Ifekla. Kaupfélagið Hekla á Eyrarbakka hefir nýlega haldið aðalfund, og fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu félagsins síðastliðið ár. Ársviðskiftin. Vöruleifar frá f. á......Kr. 85.562.77 Keyptar vörur á árinu. . — 128.436.67 Samtals kr. 213.999.44 Af þessu selt á árinu . . Kr. 137.112.61 Vöruleifar til næsta árs . — 76.886.83 Samtals kr. 213.999.44 Efnahagurinn 31. des. 1916. Eignir. Útl. vöruleifar -f- 20°/o. . Kr. 61.509.47 Innl. —»— -f- 5°/o. . — 181.86 Skuldir innl. viðskifta- manna......................— 40.476.12 Skuldir erl. viðskifta- manna......................— 21.45 Peningar á vöxtum og i sjóði......................— 20.124.08 Hlutabréf i Eimskipafél. íslands....................— 1000.00 Húseign, land, bryggja, skip og áhöld..............— 31.034.41 Samtals kr. 154.346.89 Skuldir. Erl. viðskifamenn.......Kr. 35.671.82 Innl. —»— ......— 8.690.93 Lánstofnanir...............— 21.274.69 Stofnfé félagsmanna ... — 56.495.91 5°/o vextir af stofnfénu. . — 2.823.79 Varasjóður.................— 12.066.58 Hússjóður..................— 4.273.93 Fyrir óséðu skuldatapi . — 1000.00 Til varasjóðs 2°/o af úrs- arði.......................— 240.98 Óráðstafaður hagnaður . — 11.808.26 Samtals kr. 154.346.89 Þess má geta í sambandi við skýrslu þessa, að hagur félagsins hefir orðið vonum meiri þegar þess er gætt, að fiskileysi var aust- anfjalls síðastliðina vetrarverlíð, meira en langoftast áður, og enn- fremur þegar litið er á það, að vöruskip félagsins fórst þegar fé- lagið vantaði vörur til útsölu hvað tilfinnanlegast. Má þvi gott heita, að félagið skuli geta borgað 6V20/0 vexti af stofnfé, og 12% af skuldlausum vörukaupum félagsmanna, auk 800 kr. dýrtíðaruppbótar til kaupfé- lagsstjórans og venjulegra varúðar- útgjalda. Er þarna auðsær hagnaðurinn af kaupfélagsvezlun, því að vöru- verðið stenzt hinsvegar samkeppni kaupmannaverzlana. Enda lýsir hugur félagsmanna sér bezt í því, að á aðalfundi var hafið máls á því, að félagið treysti á sjálft sig um vöruflutninga á þessum erfiðu siglingatímum, og keyptu til þess skip. — Er þegar hafin fjársöfnun til skipakaupanna meðal félags- manna og þær sagðar mjög góðar, í einum hreppi höfðu t. d. 7 bænd- ur lagt fram sínar þúsund krónurn- ar hver. Jíýar byggingaraðjerðir. Gömlu sveitabæirnir úr grjóti og torfi eru nú horfnir á hálfu land- inu, og innan skamms verða þeir líklega úr sögunni. Timburhúsin voru næsta sligið. Dýr voru þau, köld, óholl og endingarlítil. Hafa þau nú lifað silt fegursta. Stein- steypan er nú efst á baugi, en mörg verða þar misstignu sporin. Kunnáttan um form og efni helzt til víða af skornum skamti. Spáð hefir því verið að flest fyrstu steypu- húsin yrðu eftir nokkra stund varla nothæf nema til heygeymslu. En menn eru alt af að leita að nýungum. f hitteð fyrra flaug sagan um Norðmanninn sem bygði úr heyi, mó og ýmsu rusli einskonar steypu- hús, sem var sterkt og hlýtt. Það gat ekki brunnið. Því var velt og það gat ekki sprungið. Eini núlifandi islenzki bygginga- meistarinn, Guðjón Samúelsson kynti sér þetta, en leizt eigi á skil- málana sem fylgdu. Norðmaðurinn vildi fá mikið fé af hverju húsi, sem bygt var eftir hans! aðferð. Þar að auki virtist Guðjóni sem norska aðferðin ætti ekki A'ið hér á landi, nema með verulegum breytingum. En þetta tilefni varð til þess að liann fór að gera til- raunir sjálfur, í hjáverkum sinum milli þess, sem hann sá um bygg- ingu á stórhýsi því, sem verið er að reisa hér á brunarústunum, Hann vill reyna til þrautar hvort ekki megi að minsta kosti byggja hér smáhýsi úr leir, mó og kalki, með ódýrum bandefnum. Ef til vill yrðu slíkir steinar beztir í innveggi, til hita. Ef til vill tekst að gera þá svo úr garði, eða þekja þá svo haglega að utan með vatns- heldum efnum, að þeir þoli öll á- hlaup íslenzkrar veðuráttu. Um það verður ekki fullyrt nú. Til þess þarf langan tíma og marg- háttaðar tilraunir. En þó er óhætt að fullyrða það, að flestir, sem séð hafa tilraunasteinana hjá Guðjóni gera sér miklar vonir um, að hér sé verið að leita fyrir sér á rétt- um vegi. Væntanlega verða allir sammála um, að hver einasta smábreyting til bóta í húsgerðarlist okkar, spar- ar landsmönnum stórfé. Og hver stórbreyting sparar miljónir. Þess vegna liggur mikið við, að til- raunum á þessu sviði verði haldið áfram til þrautar, þó að þær kosti nokkurt fé. Hingað til hafa tilraunir verið gerðar í smá- um stíl. En von bráðar kemur að því, að reisa þyrfti dálítið hús til þess að mæta kröfum veruleikans. En til þess mun hr. G. S. ekki hugsa fyr en hann hefir þrautreynt fjölmargar aðferðir í smærri stil. Verður vikið að þessu máli oft- ar hér í blaðinu, og fleiru, sem því viðkemur. Fréttir. Tíðin með stirðara móti þessa viku, frost í vikubyrjun með norðanátt, brá svo til austanáttar og frostleysu, en á fimtudagsnótt- ina rauk hann upp á norðan með kólgu og talsverðri veðurhæð. Dettur mönnum jafnan ísinn í hug, þegar svo viðrar, en dkkert hefir samt til hans spurst. Siglingarnar. Gullfoss og ís- land hafa fengið heimild til þess

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.