Tíminn - 07.04.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1917, Blaðsíða 4
16 TÍMINN JF’réttir. Tíðin hefir verið góð síðustu dagana, hreinviðri með litlu frosti á nóttum en sólbráð á daginn. Norð- angarðinn sem gjörði fyrir helgina smálægði er kom fram í vikuna. Frú Solveig Eymuudssou, ekkja Sigfúsar Ejrmundssonar bóksala, andaðisl hér í Reykjavík 24. febr. s. 1. í erfðarskrá sinni hefir hún gefið 5000 kr. i barnahælissjóð er verði í sambandi við heilsuhælið á Vífil- stöðum. Á sjóðurinn að ávaxtast i 20 ár áður en hann tekur til starfa en síðan á að verja 4/s vaxtanna til lækningar berklaveikum börn- um. Sjóðurinn ber nafn þeirrar hjóna, Sigfúsar og Solveigar. Endurskoðun landsreikninganna hefir Einar Gunnarsson cand. phil. tekið að sér, í stað Guðm. Hann- essonar, er sagði þeim starfa af sér. Saltskip sem var á Ieið frá Eng- landi til Aug. Flj'genrings kaup- manns í Hafnafirði, var skotið i kaf. Þá hefir ekkert spurzt til brezka botnvörpungsins ,Shakespeare‘, sem lagði af stað héðan fyrir rúmum mánuði. Á því skipi var íslenzkur skipstjóri, Árni Byron. Nauðsynjavörnsparnaður. Að til- hlutun landstjórnarinnar er hér í Reykjavík farið að úlhluta hveiti- seðlum og geta menn fengið pund handa hverjum lieimilismanni i senn, og mun sá skamtur ætlaður til þriggja vikna. Þá er einnig út- hlutað smjörlíkisseðlum til verka- manna gegn drengskaparvottorði um að heimili þeirra sé viðbitis- laust. Verð smjörlíkisins er 1 kr. fyrir enskt pund (tæplega V2 kíló). — Áður hefir sykri, kolum og slein- oliu að eins verið úthlutað eftir seðlum, og hefir það fyrirkomulag óefað náð tilgangi sínum — að spara. Harðæri má það kalla sem Vest- manneyingar eiga við að búa, þar er tilfinnanlegur skortur á kolum, salti og steinolíu, sykurlaust, rúg- mjölslaust, hrísgrjónalaust, hafra- mjölslaust, fisklítið — og síminn slitinn. Svona er þetta í aprílbyrj- un, en rætist nú vonandi úr ílestu af þessu hvað af hverju. Nýársnóttin hið vinsæla leikrit Indriða Einarssonar, var leikið í 50. sinn, umsamda útgáfan, á sunnudaginn var. Hátíðarblær var á öllu í Jeikhúsinu þetta kvöld, húsið sjálft skreytt, og áhorfendur 1 hátíðarklæðum. Mótuð mynd höf- undar yfir leiksviði. t*á var hljóð- færasveit til hátíðabrigða látin leika sérstakt forspil, og var það keðja gerð úr ’ögum þeim er sungin eru í Nýársnótlinni og þótti takast vel. Síðan var leikinn forleikur í Ijóð- um eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Ljóðlistin, Sagnaskáldlistin og Leik- listin keppa um hylli skáldsins, sem acf lokum tekur Leiklistina fram yfir hinar. — Þá þólti leik- endum Nýársnæturinnar takast sér- staklega vel að þessu sinni. Að lokum var skáldið kallað fram og því vottað þakklæti áhorfendanna með dynjandi lófataki og húrra- hrópum, og munu aldrei hafa ver- ið meiri gleðilæti í íslenzku leik- húsi. Skáldið þakkaði fyrir samúðina og notaði tækifærið til þess að minna á að íslenzk leiklist ætti ekki þak yfir höfuðið. Jarðarfor Geirs Zoéga fór fram 2. apríl, og var fjölmenn mjög. Kistan hafði verið gerð úr stýri og öðrum efniviði af skipum er hann hafði sjálfur átt, og smíðað af skipasmiðum er lengst af höfðu verið í þjónustu hins látna. Áfli. Fiskilítið kvað vera í Vest- mannaeyjum og verstöðvunum hér sunnanlands, en mjög góður afli á Vestfjörðum. Veiðifréttir botnvörpunganna eru miðaðar við lifrina. Baldur ný- kominn með 110 Iifrartunnur eftir 6 daga útivist, og er það sögð mesta veiði botnvörpungs á jafn skömm- um tíma. Bragi kom með 96 eftir 7 daga og Eggert Ólafsson með 90 tunnur eftir jafn langan tima. Er þetta rokna veiði og ilt að yfir voíir kolaskortur, svo að tvísýnt er að skipin komist út aftur er þau koma næst inn. JBifreið var ekið ofan á unglings- stúlku hér í Reykjavík fyrir skemslu, svo að báðir fæturnir urðu fyrir. Orsökin að viðvaningur var við stýrið. Fyrir slysinu varð halta stúlkan litla, sem lengi hefir haft ofan af fyrir sér með blaða- sölu hér á götunum. Muna margir eftir henni. I’rentarafélagið hélt hátíðlegt 20 ára afmæli sitt með samsæti í Iðnó 4. þ. m. Mun það vera fyrsta og elzta stéttarfélagið í landinu, í þröngri merkingu þess orðs. — Barst félaginu 500 kr. gjöf frá heiðursfélaga þess, Sigurði bóksala Kristjánssyni við það tækifæri. Samkvæmið var eitt hið veglegasta. Skákþing ísiendinga er nýafstað- ið hér í Reykjavik, og er það kapp- leikur taflmanna um veglegt tafl- borð. Varð Eggert Guðmundsson píanóleikari hlutskarpastur, vann alla nema tvo, en við þá varð jafn- teíli. Áður hefir Pétur Zóphónías- son borið hæstan hlut í þessum kappleik. Næstir þlggert urðu þeir Pétur, Stefán Ólafsson og Albert Ingvarsson, Grímsejdngur; allir með jafnmarga vinninga, tveimur færri en Eggert. Skipaferðir. í s I a n d lagði af stað frá Höfn 2. þ. m., en Gull- foss 5. Með íslandinu er fjöldi farþega, en engir með Gullfossi, hvernig sem á því stendur. Má bú- ast við báðum skipunum snemma í næstu víku. — Are kom úr Eng- landsför á skírdag, og liafði póst- fiutning meðferðis. Má telja Ara happaskip, þar sem hann hefir farið hverja ferðina af annari til Englands eins og ekkert hafi í skor- ist, síðan liafnbannið hófst. — ís- land liggur nú í Færejjum og kvað það taka þrjá daga að af- ferma vörurnar sem þangað eiga að fara. Farþegarnir 72. Mannalát. Aðfaranótt 4. þ. mán. andaðist A. Jörgensen bakari á Seyðisfirði, liðlega sextugur að aldri. Var hann einn af elztu borgurum þar í bæ, fluttist þangað frá Dan- mörku á unga aldri. Var einn þeirra manna er lentu i snjóflóðinu 'mikla* á Seyðisfirði 1883. Læturhann eftir sig ekkju og 6 uppkomin börn, af 10 börnum er þau lijón eignuðust. Bisknpsvígsla. 22. þ. mán. vígir Valdimar Briem vígslubiskup Jón 'biskup Helgason hér í dómkirkj- unni. Ljósmæðraskólannni var sagt upp 31. marz, og luku 15 stúlkur prófi og hafa þær aldrei verið jafn margar að sögn. Fengu 2 ágætis- einkunn, 7 fyrstu einkunn og 6 aðra einkunn. Amaryllis skáldsaga eftir Georgios Drosinis. »Það er dáfalleg ást atarna, sem ærir upp i mönnum sult!« »Þegar hjartað fastar hungrar magann, lærdómur handa þér. Þegar mér ieiðist, eða ef eg er i slæmu skapi, þá hungrar mig. En þegar eg finn til ánægju eða á von á einhverju óvanalegu, þá er matarlistin farin«. »Þá ætti það að vera úti um matarlistina mína að þessu sinni«. »Og hvers vegna?« »Nú á meðan eg þarf að bíða eftir henni Amaryllis þinni?« Við snæddum steinþegjandi. Stefanos geymdi allan samtals- þorstann æfintýrinu sínu í sveit- inni. Eg reyndi hinsvegar að geta mér til um það, hverskonar æfin- týri þetta væri, sem vinur minn væri að hylja í jafn dularflullnm formála. Eftir máltíðina varð eg tvisvar eða þrisvar sinnum að skora á Stefanos að standa við loforð sín, en liann dró það á langinn hverja mínútuna af annari. Loksins, meðan bylgjur hafsins eltu hver aðra að heita mátti að fótum okkar, og uppleystust þar í silfurhvita froðu og eins og stundu við, en deyjandi ómarnir af síðustu lögunum úr Svefngöng- unni bárust til okkar frá Sumar- leikhúsinu naumast hejrranlegir, gat hinn ástfangni vinur minn komið sér að því, að taka til máls og bæta sinni eigin lágu og íbjrgnu röddu við þetta einkenni- lega samspil næturinnar. En til þess að fá enn þá frest, þrengdi hann mér til þess að lesa upp- hátt við glætu frá götuljóskeri bréf með minni utanáslcrift, sem einmitt á þessu augnabliki barst mér í hendur. II. Amaryllis. Hörmungum ferðalagsins þarf eg ekki að lýsa fyrir þér. Þú veizt að eg er láðs en ekki lagar dýr, og samstundis og eg kem á sjó verð eg að meðvitundarlausri sendingu, koíforti, — kallaðu það hvað sem þú vilt; það væri mikið ódýrara að senda mig sem farm- flutning, og algjörlega rangt að láta mig þui’fa að kaupa farbréf. Auðvitað opnaði eg ekki augun fyr en komið var til hafnar þeiiT- ar, þar sem eg átti að fara í land. Hið fyrsta sem eg rak augun í var risastór maður fustanella- búinn1), sem ávai’paði mig: Vel kominn heiTa! Eg þóttist þegar vita að þarna væii kominn ráðs- maður föðurbróður míns, sem hefði fengið fyrirskipun símleið- ina um að taka á móti mér, og eg þakkaði auðvitað fyrirhöfn þá sem hann hefði haft mín vegna. Eftir að vera kominn á land var eg enn svo i’inglaður í höfðinu, að eg veitti engu eftirtekt í þorp- inu sem lent var við og við nú riðum í gegnum. Enda hafði eg nóg með að tolla á klárnum, því að alt umhverfið virtist mér ganga í bjdgjum. En þegar út úr þorp- inu kom, fór moi'gunloftið að hressa mig, svo að eg fór að hafa yndi af útsýninu, á alla vegu voru dásamleg skógivaxin fjöll, en þó svo að á einum stað sá á hafið eins og til tilbreytingai’. Yið riðum um skrúðgiæna akra þar eð kornið var óþroskað, þvi næst komum við í dálítinn hlyn- viðarlund, en þeystum síðan í hálfrökkri ilmandi bai’rskóga og komumst brátt heim á búgai’ð frænda míns og fórum þar af balci við bæjardyrnar. Þetta er ekkert stórhýsi, einna áþekkast hveitikvörn, og er innréttingin ekki margbrotnai’i en svo, að hús- ið er lxólfað í tvent. En bæjar- stæðið er dásainlegt. Húsið stend- ur við fallegan vog, en inni í sveitinni rís fjallið fagurmyndað upp mót himni þakið barrtrjám, álnxi og gömlum eikum. Hér og þar á stangli sér á litla hvíta bóndabæina, og þreskivellina2), sem bíða tilbúnir uppskerunnar. 1) F’ustanella eru nefndar hinar ein- kennilegu grísku brækur, ná pær nið- ur undir hnén og líkjast helzt feldu, stífuðu stuttpilsi. Ritstjóri: Gnðhraudur Magmisson. Hótcl ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.