Tíminn - 28.07.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1917, Blaðsíða 1
w TIMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. -------------------- AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugaveg 6 (Björn Björnsson). Bar tekið móti áskrifendum. I. ár. Ileykjavíb, 28. júlí 1917. Saga tiankanna íslenzku. m. t’órður Thoroddsen og hans ■fylgifiskar höfðu sitt mál gegnum neðrideild 1901. Landsbankinn skyldi deyja. Síðan kom málið til efrideildar. Hallgrímur Sveinsson veitti því þar sömu þjónustu og þ. Tli. í hinni deildinni. Vildi hann jafnvel að málið gengi nefndarlaust gegnum deildina, til að ílýta því sem mest. Þá kom fyrir gleðilegasti atburð- urinn í þessum sorgarleik. Maður með hug og hjarta kom fram á sjónarsviðið. Það var landshöfð- inginn Magnús Stephensen. Hann sagðist ekki geta losað sig við þann grun að hér lægi íiskur undir steini. Landsbankinn væri ráðinn af dögum og stofnendurnir hugs- uðu gott til glóðarinnar að verða einir um peningaverzlun landsins. »Þeir geta hugsað sem svo, að þing- ið muni slaka á klónni síðarmeir, og veiti þeim frekari hlunnindi, þó þeir fari hógværlega í kröfum sínum í fyrstu. Það er hægara að koma asnanum inn í herbúðirnar en að koma honum út aftur; og asninn er kominn inn í herbúð- irnar ef þetta frumvarp verður að lögum. Hér vakir fyrir mér, að eitthvað sé á bak við sem við ekki sjáum«. Dr. Jónassen og íleiri mætir menn fylgdu landshöfðingja drengi- lega. Og fyrir þeirra atfylgi og þó einkum Magnúsar var afstýrt því mikla glapræði að leggja niður peningastofnun landsins. Þessi bjargráð M. St. eru vafalaust eitt- hvert drengilegasta afreksverk sem unnið hefir verið í íslenzkum stjórn- málum. Verður það livorki full- þakkað né fulllofað. Þ. Th, og hans liðum líkaði stórilla þessi málalok. Þótti hon- um handvíst að Gyðingarnir myndu nú firtast, og þar að auki væri ólíklegt að eins auðvelt yrði að drepa Landsbankann síðar. Að minsta kosti myndi úllendi bank- inn naumast fást tii að innheimta skuldir hans fyrir ekki neitt, ef boði lians væri hafnað í þetta sinn. Gyðingarnir létu í fyrstu sem þeir vildu ekki nota sér heimild- ina til að stofna banka hér, úr því að þeir fengu ekki alveldi'í fjár- málunum. Leið svo fram á þing 1903 að alt var enn í óvissu um málið. Þá kom L. H. B. með frum- varp um að bæta Landsbankann. Gefa út gulllrygða seðla. En elcki skyldi grípa til þessa úrræðis nema ekkert yrði úr hlulabankanum. í umræðunum kom það í Ijós að 1902 liafði Landsbankinn getað fengið nægilegt fé að láni erlendis til að geta gulltrygt seðlaaukning- una. En jafnskjótt og fréttin um það, að breyta ætti Landsbankanum í nýtízku horf, barst til Danmerkur, flýttu »fjármálamennirnir« dönsku sér að nota lieimildina. Þeir sáu að eigi var seinna vænna. Einokun myndu þeir aldrei geta lcomið á hér á landi, úr því það hafði ekki tekist í fyrsta áhlaupi. íslandsbanki var stofnaður. Stjórnin fluttist inn í landið. Og eitt af fyrstu verkum íslenzka ráð- herrans var að veita útlenda bank- anum heimild til sparisjóðsrekst- urs. Höfðu stofnendurnir þó í fyrstu lýst því yíir að slík starf- semi væri seðlabanka mjög hæltu- leg. Sama hafði stjórn þjóðbank- ans sagt er hún var spurð um málið. En nú var þetta gleymt. Sparisjóðsréttindin voru fyrstu ó- væntu og óverðskulduðu hlunn- indin sem féllu í skaut útlenda bankans. Siðar hafa fleiri hlunn- indi farið á eftir, aukinn og ódýr seðlaútgáfuréttur, heimild til að stofna veðdeild o. s. frv. Má heita að af tveimur þingum af þrem- ur hafi jafnan legið kröfur um aukin hlunnindi íslandsbanka til lianda. Hefir þeim erindum að jafnaði verið vel tekið, því að bankinn hefir átt góða liauka í liorni í þinginu. Var það og sízt að undra, eftir því sem byrjunin hafði verið. Þó að illa væri stofnað til ís- landsbanka, og hörmuleg sú ráð- stöfun að endurbæta ekki Lands- bankann, og gulltryggja seðlana fremur en að afsala yfirráðum peningaverzlunarinnar í hendur út- lendinga, verður því samt ekki neitað, að fjármagn hans hefir átt verulegan þátt í eflingu bæjanna og sjávarútvegsins. Dugandi menn hafa veitt honum forstöðu. Starfs- menn valdir eftir dugnaði og hæfi- leikum, og afgreiðsla skjót og góð og betri en hér hefir annars þekst. Þá má og geta þess að Schou ís- landsbankastjóri seldi eitt sinn 2 miljónir af veðdeildarbréfum fyrir landið svo vel að eigi heíir betur verið gert í annað sinn. Bendir það á að mikill hagnaður myndi í því að landið hefði í sinni þjónustu vel liæfan erlendan fjármálamann, sem hefði með höndum það starf að koma í álit íslenzkum verð- bréfum á útlendum markaði. Landsbankanum heíir ekki farið fram að sama skapi. Ber margt til þess. Seðlaútgáfuréttur hans var talunarkaður (750 þús.) og í þing- inu virtist keppinauturinn slórum vinsælli, hvað sem, valdið hefir. Hætlulegastar bankanum liafa þó verið pólitisku viðsjárnar, Brott- rekstur Tr. Gunnarssonar og gæzlu- stjóranna og deilur E. A. við B. Kr. út af gjaldkeramáfinu eru dæmi því til sönnunar. Mun fáum bland- ast hugur um að þær deilur, og minkunn sem af þeim leiddi, hefði eigi dunið yfir þjóðina, ef banka- stjórar Landsbankans hefðu látið sér nægja forustu á Qármálasvið- inu, í stað þess að kasta sér líka inn í hringiðu stjórnmálanna. Eins og nú er komið málum verður þjóðin að súpa sejrðið af skammsýni fulltrúa sinna, og sætta sig við að meiri hluti peningaverzl- unarinnar verði enn um stund í höndum erlendra manna, og að auður sem skiftir hundrðum þús- unda renni árlega úr landi að ó- þörfu, af því fjármálamenn okkar tóku ekki lán lianda Landsbank- anum í stað þess að veita erlendu peningamönnunum verzlunarrétt- inn. En bót er þar í máli að bank- anum er myndarlega stjórnað og að hann lieldur uppi að miklu leyti öðrum atvinnuvegi landsins. En sökum framsýni og dreng- skapar M. Stephensens getur þjóð- in enn átt myndarlega peningastofn- þrátt fyrir alt sem á undan un er gengið. En þar er þörf endur- bóta. Menn verða að læra af reynsl- unni og reyna í framtíðinni að bægja frá Landsbankanum þeim fyrirkomulagságöllum, sem verið hafa honum til tjóns og vansæmd- ar á umliðnum árum. t Skúli S. Zhoroððsen alþingismaður. ■/—'ff/y- Aðfaranótt 24. þ. mán. andaðist Skúli S. Thoroddsen alþingsmaður hér á Landakotsspítalanum, eftir hálfsmánaðar legu í taugaveiki. Hann var sonur Skúla Thorodds- sens alþingismans, fæddur á ísa- firði 24. marz 1890. Tók stúdents- próf 1908, heimspekispróf við Hafnarháskóla 1909 en lögfræðis- próf við Háskóla íslands 1914. Kosinn til þings í kjördæmi föður lians 1916, sat aukaþingið í vetur og yfirstandandi þing þar til er hann lagðist banaleguna. Skúli var góðum gáfum gæddur, enda af því berginu brotinn. Verður útför hans kosluð af al- þingi og fyrir henni séð af þing- forsetum. 20. blað. Þunna móðureyrað, Niðurl. »Landið« er ánægt með bankana eins og þeir eru nú. Því finst fjar- lægðin enginn múr milli sveita- bænda og bankanna. Það telur ekki eftir Húnvetningum að ej'ða viku í ferð til næstu lánsstofnana. Víst heldur ekki eftir Skaftfellingum að eyða hálfurn mánuði til að fá sér smávíxil. Þetta er helmingur af múrnum. Hinn er vantrúin á landið. Trúin á sjóinn hefir komið bönkunum báðum og öllum þeirra útibúum til að lána stórfé í togara og vél- báta. Vitanlega hafa efnalitlir menn oft tekið stórlán í þessu skyni. Trú bankanna á atvinnuveginum hefir ýtt undir. Oft hefir þetta farnast vel, enda er ekki að sakast um það, þótt lánað sé til útgerðar, heldur hitt að ganga að mestu fram hjá rœktunarmöguleilcunum i sveitunum. »Landinu« myndi vafalaust vefj- ast tunga um tönn, ef það ætti að benda á stórfeld ræktunarfyrirtæki, sem bankar okkar hafa stutt. Hvað hefir útibú Landsbankans á Akur- eyri gert til að ræktuð yrðu hin stórfeldu gróðurlönd í/Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsj'slu? Hve margar manneskjur myndu nú lifa góðu lííi af grasrækt í þessum hér- uðum, ef nokkrum vélbáta-verðum hefði verið varið til að veita vatni yfir láglendin þar? Og hvað hefir Landsbankinn gert til að eíla ræktun á Suðurláglend- inu, þar sem skilyrðin eru þó svo góð? Til að rækta Flóann myndu nægja tvö togara-verð. Eitt hús í Rvík sem Landsbankinn hefir lánað mikið fé í, ef ekki alt, kostar að sögn ekki minna en x/s miljón. Óskar »Landið« eftir samanburði á því hvort þjóðinni er heppilegra að eitt slíkt hús sé bygt, eða 3 hreppar gerðir að samfeldu ræktar- landi? Hér duga engar vífilengjur um að bændur fái lán eins og þeir biðja um, ef trgggingar séu nœgar. Sannleikurinn er sá, að það er búið að búa svo að bændum, að þeim dettur ekki í hug að leita til bankanna með fé í stórfyrirtæki. Þeir vita að þó að annarhvor lausamaður fái nóg fé í mótorbát, ekki sízt ef hann á heima i hin- um góðu verstöðvum við sunnan- verðan Faxaflóa, þá er tryggingin ekki jafn velþóknanleg, ef féð á að ganga í ræktun. Og ef »Landið« vill halda áfram stríði um það, að ræktunin sé ekki fyrir borð borin í peningabúðun- um íslenzku, þá myndi nákvæm gangskör í þeim efnum fráleitt verða blaðinu til varanlegrar gleði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.