Tíminn - 28.07.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1917, Blaðsíða 4
80 TÍMINN Auglýsing viðvíkj andi L an d s s j óðsverzluninni. Öll erindi og símskeyti um mál, sem snerta ver/lun landssjóðs, skulu send til Verzlunarskrifstofu Landssjóðs í Reykjavík, en ekki til stjórnarráðsins, og til þeirrar skrifstofu ber mönnum einnig að snúa sér með munn- leg erindi viðvíkjandi verzluninni. Stjórnarráð íslands. Isafold og Sláturfélag Suðurlánds. Eins og marga mun reka minni til réðist Garðar Gíslason með mörgum stóryrðum á Sláturfélag Suðurlands, af þvi að það er ein grein samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Einn af stjórnendum félagsins B. B. í Grafarholti vildi leiðrétta ýmislegt af mishermi G. G. og fór fram á að ísafold tæki leiðrélting- una. En það hefir dregist frá því í apríl og þangað til nú í júlilok. Þá kemur greinin, með smáletri, og með athugaseind um að B. B. sé gerð þessi úrlausn í þetta sinn. Annars eigi slíkar greinar heima í »málgagni samvinnumanna«. Það er nú svo. Samkvæmt þessu mun ísafold tjá sig vera svo andstæða sam- vinnuhreyfingunni, að hún leyfi ekki að leiðrétta ósannindi og á- rásir um þá stefnu, i dálkum blaðsins. Ekki einu sinni þó að hún hafi flutt mishermið. En fyrir G. G. og hans nóta hefir blaðið rúm. Fyrir þann málstað eru dálk- ar ísafoldar opnir. Einhvernlíma hefði það þótt tíð- indum sæta (í tíð B. J.) ef ísafold hefði gert sér að atvinnu að styðja mann sem ekkert hefir unnið land- inu til gagns, nema það að raka í sinn sjóð dálitlu fjármagni, styðja hann til að ófrægja stærsta sam- vinnufyrirtæki landsins, sem hefir haft afarmikla og víðtæka þýðingu til að lyfta þjóðinni á hærra menn- ingarstig. Og síðan bætir blaðið gráu ofaná svart með því að þyk- jast ofgott til að ílytja leiðréttingu — úr því að samvinnumenn eiga í hlut. Gaman er að vita hvort samvinnumönnum fer nú að skilj- ast, hve mikiis stuðnings þeir eiga að vænta af ísafold og öðrum þeim blöðum, sem í anda og verki tjá sig vera málgagn milliliðanna. Mætti þá svo fara, að samvinnu- mönnum þælti fé betur varið til annara hluta heldur en til að kaupa slík blöð — sem aðeins mega ófrœgja þá, og þeirra mál- stað. X. Frá Alþingi. Neðri tleild. Fremur hefir verið funda-fátt þessa vikuna; féllu úr bæði mánu- og þriðjudagur. Vinnuvisindin. Fjórir menn af öllum sléttum bera fram frv. um að stofnað sé kennaraembætti við Háskólann í hagnýtri sálarfræði handa dr. Guðm. Finnbogasyni. Rannsókn hans á vinnubrögðum verði tryggari með því móti; það myndi ekki kosta landið meira en ella, en það myndi aftur fá meira fyrir fé sitt. Einnig fái dr. Guð- mundur að neyta krafta sinna og kunnáttu með þessu móli, en land- ið að njóta. Það er og altitt í öðr- um löndum að stofnuð séu em- bælti handa mönnum, sem þjóðar- sómi er að, sé þess þörf til að þekking þeirra og hæfileikar verði að fullum notum. Landssjóðsverzlunin. Bjargráða- nefnd ber fram frv. um að sett verði upp sérstök skrifstofa með sérstökum forstjóra, er annist lands- verzlunina. Hún er nú orðin svo mikil að henni er ekki bætandi á neina stjórnarráðsskrifstofuna, enda of óskyld þeim öllum. fíannlögin. Aðalatriði frv. um breyting á þeim eru þessi, að ilm- vötn séu gerð óhæf til drykkjar, að skip sem koma frá útlöndum, og dót farþega sem með þeim koma, sé rannsakað, oð sektir séu hækk- aðar, að þær renni að háiíu leyti í sveitar- eða bæjarsjóð, að réttur sá, sem einstakir menn liafa haft til að eiga áfenga drykki, sem þeir hafa aflað sér áður en sölubannið kom í gíldi, skuli numin úr gildi 1919, að sektir liggi við að sjást ölvaður á almannafæri. Við l.umr. var fátt sagt nýlt um bannmálið. Gísli Sveinsson kvað mesta óþarfa að bæta bannlögin að öðru leyti en þvi, sem ætlast er til í frv., er hann flytur sjálfur, um að lielm- ingur sekta renni í sveitar- eða bæjarsjóð; dugi það þjóðráð ekki eitt saman þá verði bannlögunum ekki við bjargað. Málinu var vísað til allsherjarnefndar, en eftir er að vita hvenær það kemur þaðan. Efri deild. Til neðri deildar hafa verið af- giæidd þessi mál: Frv. um framkvæmd eignarnáms, um sölu á kirkjueigninni Tungu í Skutilsfirði, um stækkun verzlun- arlóðar ísafjarðar, um eignarnáms- heimild fyrir bæjarstjórn ísafjarðar á lóð undir hafnarbryggju, og till. til þingsályktunar um útvegun á nauðsynjavörum. Frv. til laga um einkasöluheim- ild landsstjórnarinnar á steinolíu, sein samþ. var í Nd. hefir verið til 1. umr. í Ed. Móti frv. mælti Magnús Kristjánsson. Leit hann svo á sem frv. þetta væri grímu- klætt skattafrv. og gæti því talist varhugavert, þar sem skatturinn mundi leggjast langþyngst á einn sérstakan atvinnuveg. Þeim tilgangi frv. að skapa viðunanlegt verð á steinolíu, áleit hann að að eins mætli ná með frjálsri samkepni. Með frv. mælti Guðjón Guðlaugsson. Fréttir. Tíðin hlý en vætusöm og hefði svo ált að vera fyr, því nú er bezta grasveður. Töður talsvert farnar að blikna víða á túnum. Siglingar. Gullfoss og ís- 1 a n d væntanleg frá Ameríku um þessa helgi. F r a,n c e s H y d e og Lagarfoss lögð af stað vestur um haf. A r e kominn til Englands, en hann er nú leigskip landsstjórn- arinnar. B i sp er fyrir norðan land að afferma salt, á að fara til Eng- lands eftir öðrum saltfarmi. Botn- í a í hringferð. S t e r 1 i n g kvað leggja af stað frá Höfn nú eftir helgina og von fjölda farþega með honum. Þá hafa komið mörg segl- skip þessa vikuna, ein fimm með kol, tvö með við, og eilt með se- ment. Ennfremur mólorskipin Her- móður og Svanur II. Þá mun eitt- hvað hafa komið af skipum frá útlöndum lil annara hafna. Siglingahorfur og aðdrátta virð- ast mega heita vonum betri, mun landsstjórnin nú liafa þrjú skip í förum vestur um haf, ísland, Wille- moes og Frances Hyde, og önnur þrjú til Englandsferða Are, Bisp og Borg. Þá munar um Fossana, en þeir eru á stöðugum Ameríku- ferðum, og gleðilegur er seglsldpa- IYJA LAND. FJöisómm kaffihís Lifflsms. Kaffi, The, Súkkulade, Kakó, Rúss- neskt the (the a la Russe), Öl, Gos- drykkir, Vindlar, Sigarettur. — Pönnu- kökur með kaffinu. Smurt brauð. Beuff. RÉTTTJR, tímarit um félagsmál og mannréft- indi. 16 arkir á ári af Skirnisstærð. Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói Þórólfur Sigurðsson. Afgreiðslu- maður: Finnur Jónsson, Pósthús- inu, Akureyri. grúinn sem náð hefir hingað heilu og höldnu. Strandferðir. Landstjórnin mun ætla Botníu að vera í strandferðum með Sterling sem nú loksins er væntanlegur innan skamms, meðan þörf krefur, og sú hugsunin að ljúka af flutningum að sem mestu leiti á allar smærri hafnir þegar í næsta mánuði. Tunnur og salt mun að mestu vanta handa landbúnaði til liausts- ins. Fær Sterling ekki að flytja tunnur frá Danmöi'ku fyrir Þjóð- verjum. En Englandsskipunum hinsvegar ætlað að koma með þær. l’ingstörf ganga friðsamlega að því er virðist óg unnið kappsam- lega í nefndum að því er kunnug- ir segja. Landsverzlunin. Þær umbætur hafa verið gerðar á henni, að umsvifum þeirra mála heíir nú verið létt af annari skrifslofu stjórnaráðsins, og fengin í hendur nýrri skrifstofu. Árni Eggertsson er ráðinn full- trúi landsstjórnarinnar í Ameríku, og fór hann vestur um haf nú með Lagarfossi. Hyggja allir gott til þeirrar ráðstöfunar, því Árni hefir geiið sér hið mesta álit fyrir dugn- að og góða hæfileika og heíir Eim- sldpafélag íslands t. d. notið þeirra að. Enda er aðstaða Árna betri fyrir það, hve landvanur hann er þar vestra. TÍMANN má borga hjá öllumm kaup- félögum og menn áminlir um að gjalddaginn er fyrir 1. október. Ritstjóri: Gudbraiidur Mag-nússon. Ilótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.