Tíminn - 11.08.1917, Side 1

Tíminn - 11.08.1917, Side 1
TIMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. TÍMINN AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugav. 18 (Bjðrn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjayík, 11. ágúst 1917. 22. blað. Sogsmálið. i. Af öllum þeim málum, sem fyrir þessu þingi liggja, er Sogsmálið þýðingarmest. Það er nú komið fram í frumvárpsformi í efri deild, og flytja það þrír nafnkendir heima- stjórnarmenn. Búist er við að flokk- ur þeirra allur eða mestallur standi þar að baki. Tvö blöð 'hafa látið ttppi álit sitt um málið. »Lögrétta« leggur yíir það blessun sína. »Vísir« fer um það hörðum orðum og telur þjóð- hættu af standa. »Landið« og »ísa- fold« hafa leitt það hjá sér að þessu. Formælendur málsins færa því það til gildis, að nái það fram að ganga, þá muni járnbraut úr Reykjavík um Suðurláglendið verða lögð landsmönnum að þakkalausu. Rafmagn fáist til notkunar um mikinn hluta Suðurlands. Reynsla fáist fyrir því, hversu nothæfir fossar okkar séu til iðnrekslurs. Fyrirtækið veiti fé inn í landið. Með tímanum muni það verða ís- lenzk eign. Nokkrar tekjur muni renna í landssjóð af gróða þess. Stórvirki þetta muni gera menn hugmikla og auka trú þjóðarinnar á landinu. Andófsmennirnir lita alt öðru- vísi á. Þeir benda á að flaustra eigi málinu gegnum þingið að þjóð- inni fornspurðri, þrátt fyrir það að ekki verður hafist handa með verk- legar framkvæmdir fyr en að lokn- um ófriðnum. Ekkert fé sé sett til tryggingar því, að félaginu sé al- vara. Ef til vill sé það að leika Pál Torfason með saltvinslunai Hart sé að stærsti framleiðandi í landinu verði í heila öld undan- þeginn álögum í landssjóð. Sam- göngutæki og aflsala í höndum erlends auðfélags geti orðið að þungu oki á landsmenn. Fyrirtæki þetta geti verið grímuklædd árás á framtíðarsjálfstæði landsins. Sé þar skemst á að minnast, að Knút- ur Berlín hafi óspart bent löndum sinum á að innlima landið með því, að veita stórkostlegu fjármagni í íslenzk fyrirtæki. Svo skiftar eru skoðanirnar. Tíminn mun reyna eftir föngum að líta á málið frá báðum hlið- um og beita sínum áhrifum það sem þau ná, til þess að þau úr- slit verði í þessu máli, sem bezt tryggja liagsmuni þjóðarinnar, bæði i bráð og lengd. Frá því sjónarmiði er það fyrsta skilyrðið, að þessu máli sé tekið með fullri kurteisi. Menn vita ekki nógu mikið um málið til þess að gætilegt sé að heita því fylgi sínu. Ekki heldur nógu mikið til að geta algerlega fordæmt það. Mjög mörg skilyrði, sem félagið setur nú, eru harla óaðgengileg. En skeð getur að þeim fáist breytt í skaplegt horf. En til þess þarf tíma, rannsókn, rólega athugun og samninga. En sé farið með fljótfærni og rasandi ráði mætti svo fara, að þjóðin gerði sinn fyrsta fossasamning á jafn fávíslegum grundvelli, eins og þeir menn, sem á undanförnum árum hafa selt fosseignir, sem voru miljónavirði, fyrir vesælan stundar- hagnað. Fjáraflamönnum þeim, sem vilja starfrækja Sogsfossana, þarf að skiljast það, að við vitum að þeir leggja út í fyrirtækið í hagnáðar- skyni. Og við það er ekkert að athuga. Öðruvísi gæti það ekki verið. En þeir geta ekki byrjað nema með leyfi Islendinga. Og við viljum líka græða. Þeir hafa at- hugað málið frá sinni hlið og vita hvaða kosti þeir vilja bjóða. En íslenzka þjóðin veit ekkert um málið og getur því ekki gefið nein svör að svo koranu — nema með því að eiga það á hættu, að spila áhættuspil um framtíð sína. Forgöngumönnum Sogsmálsins hlýtur að vera það ljóst, að ein- ungis með einu móti getur mál þetta orðið til góðs fyrir báða aðila. Og það er með því móti, að falslaust sé að þvi unnið og gætt hagsmuna beggja. Sé málinu hrað- að um of, veldur það tortryggni og flokkadráttum, og þá er skotið slagbrandi fyrir framkvæmdir fyrst um sinn. Misstignu þjóðmálasporin eru stundum nokkuð dýr. Fyrir nokkru lenti Kanadastjórn í málaferlum við stórauðugt járnbrautarfélag þar í landi. Deilt var um skilning á einu orði í samningi milli stjórnar- innar og félagsins. Svo fór, að landið tapaði og varð að borga félaginu nokkrar miljónir dollara í skaðabætur. Félagið hafði haft kænni lögfræðingum á að skipa við samningagerðina. Og það gerði gæfumuninn. Til þess að wbyggja út« Sogs- fossana þarf 30—40 miljónir króna. Svo sterka tauma þarf til þess að beizla mátt fljótsins. En það fjár- magn kæmi víðar við. Það myndi vafalaust verða áhrifamikill þáttur í þjóðlífinu. Miklu mjmdu þær miljónir orka á stjórnmálasviðinu, ef það er satt, sera sagt er, að ís- landsbanki heimti sjálfdæmi í seðla- útgáfumálinu fyrir það, að hann er nú í harðindunum lánardrottinn landssjóðs. í næsta blaði verður vikið nánar að einstökum atriðum í frum- varpinu. Framsöguræða Magnúsar Torfasonar í bankamálinu. [Timinn vill eigi láta hjá liða að birta pessa snjöllu ræðu Maguúsar Torfasonar, og hefði verið búinn að pví, ef hann hefði eigi búist við að „Landið“, flokksblað pingmannsins, mundi sjá sóma sinn i því að birta hana]. Eg skal þegar í upphafi geta þess, að villa hefir slæðst inn í greinagerð frumvarpsins. Þar stend- ur orðið »óskeikulli« i staðinn fyrir »óhvikulli«. Eg ætla mér ekki þá dul, að skapa óskeikula bankastjórn með frv. þessu. Það mætti ef til vill segja að bankinn hafi um sinn átt óskeikulan bankastjóra, en það er mikill munur á því og að öll bankastjórnin sé óskeikul. Eg hafði búist við því að frv. í þessa átt kæmi frá hæstv. stjórn og hafði ástæðu til, þar sem mér er kunnugt um að mál þetta hefir verið tekið til athugunar af einum af hæstv. ráðherrum. En í síðustu forvöð þótti okkur flutningsmönnum rétt að sjá um að málið kæmist inn á þing og höfum við þess vegna gerst flutn- ingsmenn þess nú. Aukaþingið í vetur sem leið, lagði mesta áherzlu á það að skapa sterka stjórn, sem hefði nægilegt þingfylgi til hverskonar fram- kvæmda. Eg geri það ekki að umtalsefni nú, hver árangur hafi af þvi orðið. En það var fleira sem vakti fyrir aukaþinginu, en það, að skapa sterka stjórn. Það lagði líka á- herzlu á, að stjórnin sæi um að nægur fjárafli væri í landinu. - Hvað hæstvirt stjórn hefir gert til þess er mér ókunnugt um. Að minsta kosti hefir hún ekki skýrt frá afrekum sínum í því efni. En allir munu á einu máli um það, að aldrei hafi verið brýnni þörf en nú, á því að sjá fjárhag landsins borgið. Atvinnuvegirnir leika á reiði- skjálfi og búast má við, að sam- bandi við önnur ríki verði slitið þegar minst varir. Á slíkum tím- um er það lífsnauðsyn að nóg fé sé til í landinu sjálfu. Eitt af aðal skyldum þjóðbank- ans okkar, Landsbankans, er nú einmitt, að styðja stjórnina til að afla þessa fjár, og er þá vert að athuga hvernig bankinn eða stjórn hans stendur að vígi. Eins og mönnum mun vera kunnugt, má heita að bankastjórnin sé á hrakhólma stödd. Má næsturn segja að hún hangi á bláþræði, þar sem báðir bankastjórarnir eru settir og sömuleiðis annar gæzlu- stjórinn. Stjórnendur þessir eru því ekki annað en dægurflugur og störf þeirra vitanlega ekki annað en dægurstörf; því ganga má að því vísu að menn þeir, sem settir eru að eins um stuttrar stundar sakir, láti hverjum degi nægja sína þján- ing. Og ekki verður við því búist að slík stjórn hafi þá festu, sem nauðsynleg er á jafn miklum við- sjártimum ng nú eru. Ekki er heldur hægt að ætlast til þess, að slík stjórn eigi frum- kvæði að ábyrgðarmiklum fram- tíðarráðstöfunum, þar sem hún getur ekki búist við, að fá að ráða neinu um framkvæmdirnar og get- ur átt á hættu, að svo verði litið á, sem hún með því taki fram fyrir hendur eftirmanna sinna. Af þessu öllu og sakir persónu- legra atvika getur mönnum ekki dulist að hér þarf gagngerða breyt- ingu á stjórnarháttum bankans, ef þessu á að verða kipt í lag, svo við verði hlýtandi. En þótt banka- stjórnin sæti fastari í sessi en hún nú gerir, þá er núgildandi fyrir- komulag samt sem áður alsendis óviðunandi. Siðan 1914 hefir bankinn auk- ist mjög mikið, sem næst því þre- faldast. En eftir þvi sem störf bank- ans verða meiri og fleiri, eftir því verður erfiðara fyrir gæzlustjórana að fylgjast með, mönnum, sem ætlað er að vinna þar að eins stuttan tíma á dag. Þeir hljóta að missa það yfirlit yfir starfsemi bankans, sem nauðsynlegt er til þess, að taka ákvarðanir til ýmissa framkvæmda. Þeir verða því deigir og ódjarfir til allra stórræða og tillögur þeirra verða helzt til þess að draga úr framkvæmdum, þeir verða ihaldsafl, jafnvel hreint og beint farg á alla framsókn bankans. Þetta er ofur eðlilegt, því menn sem ekki eru kunnugir starfinu, þeir hljóta að hliðra sér hjá því að taka á sig þunga ábyrgð og því sanvizkusamari sem þeir eru, því þyngri verður þeim ábyrgöin. Af öllu þessu tel eg það Ijóst, að f}'rir- komulag það sem nú er, sé alls ekki viðunanlegt. Atvinnuvegir landsins verða stærri í broti með ári hverju. Það bólar þegar á nýjum atvinnuveg- um, svo stórvöxnum að oss hefir ekki órað fyrir öðru eins. Þjóðin heimtar nýjar lánsstofnanir, bæði fyrir landbúnaðinn og sjávarat- vinnu manna. Útibúum fjölgar og vér erum í þann veginn að nema ný viðskiftalönd. Hér eru því við- fangsefni bæði mörg og mikilvæg, sem þurfa undirbúnings við. Til þess þarf bankastjórn sem er föst í rás, samhent og hefir fulla ábyrgð á hendi. En það liggur í augum uppi, að gæzlustjórar geta ekki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.