Tíminn - 22.09.1917, Page 1

Tíminn - 22.09.1917, Page 1
TÍMINN kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá upphafi til áramóta. TÍMINN p—---------------— AFGREIÐSLA Bókbandiö á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. Reykjavík, 22. septeiuber 1917. 28. blað. Um battkamálin enn. Heldur þykir nú vænlcast um ■sum gömlu deiluatriði bankamál- anna. Einhver von er um að ís- landsbanki muni tilleiðanlegar lil þess að selja landinu aftur í bend- ur seðlaútgáfuréttinn. Að vísu yrði sá réttur dýr, en mikið væri til hans vinnandi. Seðlaútgáfumálið heíir verið öllum til vandræða síð- ari árin, íslandsbanka, sem varð óvinsæll hjá mörgum landsmönn- um af þessum sökum og þingi og sjtórn, sem orðið hefir að láta und- an bankanum ár eftir ár. Er mál þetta að vísu óútkljáð. En til lengstra laga munu menn þar vænta hins bezta. Hinsvegar er annað stórmæli í bankamálunum komið vel á veg. Snertir það Landsbankann. í*ingið í sumar byrjaði þar á sjálfsagðri endurbót, með því að umbæta sljórn bankans. Fá þar friðarstjórn. Koma á skaplegu samlyndi í bank- anum. Slá á stjórnmólaáhrifin með því að afnema gæzlustjórana, og með því að almenningsálitið for- dæmi það, að bankastjórar gefi sig að þingmensku og hafi þannig tvö járn í eldinum til stórskaða fyrir almenning. Á þessum grund- velli eru lögin um fjölgun banka- stjóra gerð. Og þess vegna hafði breytingin sú svo alment fylgi í þinginu. Allar stéltir unnu þar í bróðerni. Einn af s5Tslumönnum landsins bar fram frumvarpið í efri deild. Þar studdi málið öðrum mönnum fremur kaupmaður og útgerðarmaður. í neðri deild var bóndi framsögumaður þess, og hélt uppi vörnum gegn B. Kr. Ræður þessara manna hafa áður verið birtar hér í blaðinu, og sést það Ijósast á þeim, að það var ekki eitt heldur alt sem mælti með um- bótinni. Einn maðurinn var sjálf- stæðismaður, annar heimastjórnar- maður og þriðji framsóknarmaður. Allar stéttir og allir flokkar unnu saman að framgangi þessa máls. Enda var þetta fyrsta sporið í sjálfsögðum endurbólum í Lands- bankanum. Samheldni allra fiokka og allra stétta í þinginu að því er þetta mál snertir, er góðs viti. Þingið kemur sér saman um að friða bankann, draga hann út úr hjá- verkunum og floklcaþjarkinu og gera honum unt að vinna að fram- förum þjóðarinnar í heild sinni. Kartöfluræktin. Útsæði til næsta árs. Einn liðurinn í því lögmáli, sem styrjöldin hefir gefið þjóðunum, er það, að framleiða sjálfar sem mest af nauðsynjum sínum. Hefir víst ekki lengi verið jafnljóst og nú, hve liollur er heimafenginn baggi. Enda er svo að sjá, að hernaðarþjóðirnar byggi sigurvonir sínar og úthald að mestu á fram- leiðsluorku síns eigin landbúnaðar, og' að stríðið ,sé orðið í fyrstu- röð matar — eða sultar-stríð. Og Og við þá slyrjöld er ekki líkur til að nokkur þjóð losni, þótt hlut- laus sé á pappirnum — ekki held- ur við tslendingar. Nú erum við svo lánsamir að vera matarfram- leiðsluþjóð mikil, svo að vöxlunum ættum við að liafa nóg þóll engra annara njdi að. En sá galli er þó á, að fæðutegundirnar eru næsta einhæfar, svo að við erum töluvert upp á aðrar þjóðir komnir með blöndun fæðunnar, og verður því að sækja margt til þeirra. En hitt verður þjóðin að géra sér Ijóst, að á þessum tímum sérstaklega, er það neyðarúrrœði og fyrst verður að gera alt sem unt er til að afla þess í landinu sjálfu og þvi að eins að leita til annara, að það ekki takist. En það er þetta, sem ekki hefir verið gert sem skyldi t. d. í garðyrkjunni, en þó vil eg hér einlcum minnast á kartöíluræktina. Reynslan hefir sýnt, að þær má rækta víðasl hvar á landinu með góðum árangri og víða ágætum, sé þeim sýnd natni og umhyggja. Munu þess fá dæmi í nágranna- löndunum að þær gefi betri upp- skeru en þar sem bezt er hér á landi. Þó er kartölluræktin ekki orðin almennari né meiri en það, að mikið vantar á að við ræktum nóg handa okkur, þrátt fyrir það, að næstum engir kunna að hag- nýta sér kartöflur svo í nokkru lagi sé. Munurinn ætti að vera sá, að við eklti einungis fullnægðum okkar núverandi kartöfluþörf, heldur gætum einnig sparað með þeim helminginn af okkar korn- vörukaupum, eða jafnvel verið án þeirra stundarbil ef nauðsyn krefði, einkum þegar þess er gætt, að kartöflur eru bezt fallnar af öllu til að bæta þann mat sem við höfum mest af, fisk og kjöt, auk þess sem hægt er að hagnýta sér þær í næstum hvaða mat sem er. Noregur er sem kunnugt er, ekki mikið kornyrkjuland og fullnægir ekki venjulegum kornmatarþörfum þjóðarinnar, Norðmenn ákváðu því síðastliðið vor, að það sem inn- lent korn ekki hrykki til, það skyldi bæta upp með garðávöxt- um, og þó einkurn kartöflunum. Og þeir létu ekki sitja við ákvörð- unina eina; þeir útbýttu ritum og leiðbeiningum um kartöflurækt inn á hvert heimili, veittu opinber lán til nýyrkingar og útsæðiskaupa, og ákváðu lágmarksverð fyrir kartöfl- ur, svo menn skyldu þora að leggja í kostnaðinn þess vegna. Matöfl- unarnefnd var sett í hverjum bæ til að útvega þurrabúðarfólki bletti til ræktunar og útsæði, og margir bæir höfðu sérfræðinga í þjónustu sinni, til að leiðbeina ibúunum við garðyrkjustörf. Og sjálfur konung- urinn lagði blessun sína á þetta alt, með því að láta breyla liallar- garðinum í kartöfluakur. — En hvað er gert hér? Einstakir menn hafa að vísu bætt við lijá sér beði og beði, en þó virðist alt í sama dauðamókinu og fyr og menn mæna vonaraugum til útlanda eftir rán- dýrri björg í stað þess að liagnýta sér það sem hér liggur í loftinu og í jörðunni. En þetta er ekkert hégómamál heldur nauðsyn, jafn- vel lífsnauðsyn. Hér verður að taka af sér vétlingana og búa sig betur undir næsta árið en gert hefir verið undir þetta. Tímarnir sem nú eru og aðfarir annara þjóða, ættu að geta ýtt við okkur í þessu efni. Hið fyrsta sem gera þarf, ef liugsað er um aukna kartöflurækt næsta ár, er að byrgja landið með útsæði. Er það sennilega erfiðasta viðfangsefnið í þessari kartöflueklu og siglingateppu og því full þörf að hugsað sé fyrir því í tíma. Þyrftu landsmenn og stjórn að leggjast á eitt í því máli. Ættu allir sem hugsa til kartöflurætkar að sumri, að byrgja sig með út- sæði í haust ef þeim er unt, því vel getur orðið ómögulegt að fá það í vor. En það er ekki nóg. Búast má við að fjöldi manna sem þörf gætu haft fyrir það að vori, eigi ómögulegt með að eignast það í haust eða geyina það í vetur. Hér þyrftu því landssjórn og s^slu- eða bæjar-félög að hlaupa undir bagga og kaupa upp eins mikið útsæði í haust og fáanlegt er og geyma til næsta vors. Myndi bezta ráðið að bjóða nokkru hærra verð fyrir það, en fyrir venjulegar kart- öflur; það gengi liðugra en að beita þvingun. Geymslan er vanda- söm, hana yrði að fá í hendur sérfróðum og aðgætnum mönnum. — Ýmislegt fleira gæti komið til greina t. d. að setja lágmarksverð á útsáðskartöflur til að hvetja menn til að geyma þær, og sömuleiðis að veita lán til kartöfluræktar o. fl. o. fl. Nú er mér það fyllilega ljóst, að hér er þörf allrar haust-uppsker- unnar til matar og þó meira væri, það yrði því að kosta kapps um að bæta mönnum þetta upp með því að fá skipsfarm af útlendum kartöflum sem fyrst. — Hingað til hefir altaf verið látið reka á reið- anum með þetta; íslenzku kartöfl- urnar etnar upp fyrst og svo reynt að fá útsæði frá útlöndum að vor- inu. Það er altaf óhyggilegt, en nú beinlínis gapalegt. í fyrsta lagi hefir innlend reynsla sýnt það að útlendar kartöflur eru ekki eins heppilegar til útsæðis hér, eins og íslenzkar. í öðru lagi er ómögu- legt að vita hversu greiðar sigling- arnar verða að vori, og í þriðja lagi er það víst að þótt örðugt geti orðið að fá kartöílur í haust, þá verður það margfalt verra að vori, ef dæma skal eftir þeirri kart- öflueklu, sem var í Norvegi og Danmörku síðastliðið vor. En þó að engin uppbót fengist í haust frá útlöndum, þá tják- ekki að horfa í það. Flestir bændur skyrrast í lengstu lög við að eta upp bústofninn þótt að þrengi. Og það virðist ekki til of mikils ætl- ast að þjóðin sjrni þá búmensku að hlífa nú þessum stofni ef hún vill nokkuð hugsa um framtíðina. Það er þó von um að eitthvað verði til að nærast af í vetur þótt útsæðið sé eftir skilið, Um næsta vetur vitum við ekkert. En því getum við treyst, að hver skips- farmur af katöflum (svo eg noti þann mælikvarða) sem við spörum í haust og ávöxtum með alúð næsta ár, getur þá sparað okkur kaup á 5—20 skipsförmum. Bjarni Ásc/eirsson. Heidurs^j öf. Síðasta ákvörðunin sem þingið tók að þessu sinni var að veita skáldinu Stephani G. Stephanssyni fimmþúsund króna heiðursgjöf úr landssjóði. Síðan Stephan kom liingað heim mun hann hvarvetna hafa orðið þess var, að hann var góður gestur, og kemur það vel heim við það sem síra Jakob Ó. Lárusson sagði um heimboð Stephans. Jakob sagð- ist þekkja marga góða Vestur fs- lendinga síðan hann var vestan- hafs, og taldi hann að á engan hátt hefði verið hægt að gera nein- um þeira belur til en einmitt með því að bjóða Stephani G. Stephans- syni hingað heim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.