Tíminn - 22.09.1917, Síða 2

Tíminn - 22.09.1917, Síða 2
110 T í M IN N parmgjaiðsðeilan. Srar atTÍnnumálaráðherra við fyr- irspurn þingmanna Eyfirðinga. Eins og dagskráin sjrnir, hefir það lent í minn hlut að svara fyrir- spurn þeirri, sem hér er nú fram komin, og vil eg reyna að gera það svo itarlega en þó jafnframt i svo stuttu máli sem atvik liggja til. Eins og kunnugt er dróst af- hending skipsins Sterling, sem keypt var síðari hluta vetrar frá Svíþjóð til strandferða, svo mjög, að skipið gat ekki farið í fyrstu strandferðina frá Reykjavík fyr en um miðjan síðastliðinn ágústmán- uð. Varð landsstjórnin þvi í maí- mánuði í vor að leigja skipið Botníu til þess að annast ferðir með sfröndum fram þangað til Sterling kæmi. Það var þá orðin mesta þörf á að fá strandferðir, þvi lítið hafði verið um vöruflutn- inga til landsins það sem af var árinu vegna siglingateppunnar og því víðast orðinn hörgull á vörum, en hins vegar hafði komið talsvert af nauðsynjavörum til Reykjavikur í apríl og maí, sem þurftu að fara út uih landið. Botnia var að vísu ekki hagkvæmt strandferðaskip, þar sem hún er mjög kolafrek og kolin dýr, enda þá lítið um þau hér. Til þess að landssjóður ekki biði alt of gífurlegan halla af ferð- unum varð að setja upp bæði far- gjalds- og farmgjaldstaxtann frá þvi sem hann hafði áður verið. Á mjölvörum, kaffi, sykri og öðrum nauðsynjavörum var taxtinn með Botníu hækkaður frá taxta Eim- skipafélags íslands, upp í 45 kr. fyrir smálest; á öðrum vörum um rúma 100°/» og þótti ekki fært að hækka hann meira á þeim vörum því hætta þótti þá á að menn teldu frágangssök að flytja þær vörur með skipinu. Að því er steinolíu- flutning snertir með Botníu þá, var það landsstjórnin ein sem hafði olíu og seldi hana þá undir verði fyrir sama verð um Iand alt, og þótti því ekki rétt að leggja þá meiri ílutningskostnað á hana en 5 kr. á tunnu. Taxtinn gilti jafnt fyrir allar vörur, sem sendar voru með skipinu, bæði landssjóðsvörur og vörur frá einstökum mönnum, en af því að landssjóður einn hafði þá nokkuð verulegt af vörum fyrir- liggjandi hér, voru það aðallega vörur frá honum, sem flultar voru með tveim fyrstu ferðum skipsins. Strandferðaskipið Sterling kom hingað eins og kunnugt er í byrjun ágústmánaðar og tók Eimskipafélag íslands þá þegar við afgreiðslu þess, eins og alþingi hafði gert ráð fyrir. Eftir tillögum stjórnar Eim- skipafélagsins var þá sett ílutnings- gjaldaskrá fyrir skipið þannig, að farmgjaldstaxtinn fyrir skipið var settur helmingi, eða 100°/o, hærri en flutningsgjöld Eimskipafélagsins áður. Eftir því er flutningsgjaldið með skipinu nú fyrir mjölvörur 30 kr. af smálest, 40 kr. fyrir smá- lest af kaffi, 8 kr. fyrir steinolíu- tunnu o. s. frv. Að vísu má búast við töluverðum halla af útgerðinni með þessum töxtum, enda er gert ráð fyrir tillagi úr landssjóði til strandferða á fjárlögunum, en vænta má að hallinn verði ekld eins mik- ill að tiltölu og hann reyndist á þeim þrem strandferðum sem Botn- ía var látin fara og síðar mun vik- ið að. Að sjálfsögðu gildir þessi farmgjaldstaxti Sterlings jafnt fyrir landssjóðsvörur sem vörur frá öðr- um. Af því sem nú hefir sagt verið sést það, að sömu reglum hefir verið fylgt um ákvörðun flutnings- gjalda alment á landssjóðsvörum og vörum annara með Botníu og Sterling, en í þriðju ferð Botníu var gerð undantekning frá þessari reglu af alveg sérstökum áslæðum, sem nú skal nánara skýrt frá. Þegar Botnía kom úr annari ferðinni í kringum land hingað, var ekki afráðið hvort hún yrði látin fara þriðju ferðina. Sterling var þá nýkomin frá útlöndum og þótti óvíst hvort liann myndi ekki geta fullnægt flutningsþörf þeirri er þá var hér á vörum út um land. Að vísu voru um 200 smálestir í skipinu frá Kaupmannahöfn til ýmsra hafna út um land, en það rúm, sem eftir var, myndi þó hafa nægt til þess að koma bæði þeim landssjóðsvörum og öðrum vörum, sem nauðsynlega þurftu að kom- ast ineð þeirri ferð, sérstaklega til þeirra hafna, sem ekki hafði verið komið á í tveirn undanfarandi ferð- um Botniu. En þá kom n5'tt atvik fyrir, sem olli því að ákveðið var að láta Botníu fara þriðju ferðina. Um sama leyti, sem Botnía kom hingaðúr annari strandferðinni kom hingað frá Ameríku skip Steinolíu- félagsins hér, Fredericia, með um 8000 tunnur af steinolíu. Strax og það skip var komið hingað, drifu að til landssjórnarinnar og Stein- olíufélagsins úr öllum áttum beiðn- ir um, að séð væri sem allra fyrst urn flutning á þeirri steinolíu út um land, sérstaklega af svæðinu frá suðurtakmörkum Suður-Múla- sýslu að vesturtakmörkum Eyja- fjarðarsj'slu, til fiskveiða og síld- veiða. Steinolíufélagið sá sér ekki fært að láta skip sitt fara lengra en til Reykjavíkur með neitt af steinolíunni, enda var það eðlilegt er um svo stórt og dýrt skip var að ræða. Ekki gat verið að tala um að Sterling gæti tekið nema eitthvað á annað hundrað lunnur af olíu og það á þilfar, og var það ekki meira en nauðsynlega þurfti að flytja til þeirra hafna, þar sem tvær fyrstu Botníu-ferðirnar komu ekki að notum, þó því að eins að slept væri að koma með Sterling nauðsynlegum ílulningi til Tjörnes- námunnar, en til ísafjarðarsýslu féll skipsferð héðan til að sækja flutning úr Goðafoss-strandinu um það leyti sem steinolíuskipið kom hingað og með þeirri ferð kom Steinalíufélagið olíu þeirri þangað, sem þurfti í bráðina. En þá voru Austfirðir, Þingeyjarsýsla og Eyja- fjarðarsýsla eftir. Gaf landsstjórnin þá Steinolíufélaginu kost á því að láta Botníu fara héðan austur um land til Eyjafjarðar með stein- olíu. Yar áætlað að skipið myndi geta flult um 3000 tunnur og flutn- ingsgjaldið sett 20 kr. fyrir tunn- una, og var áætlað að landssjóður myndi með því flutningsgjaldi sleppa skaðlítið við ferðina ef alt gengi upp á hið bezta og fullfermi yrði af steinolíu eins og þá mátti búast við. Þessi áætlun reyndist og nærri sanni, þvi niðurstaðan varð sú, að ferðin kostaði um 58,000 kr., enda vildu engar tafir til af veðri á ferðinni. Landsstjórn- inni þótti sem sé ekki ástæða til að kosta miklu til úr landssjóði til þessa steinolíuflutnings eftir því sem á stóð. Næsti steinolíufarmur á undan þessum, sá er kom með Bisp í vor, var afardýr landsstjórninni vegna tafa skipsins i Ameríku út af siglingateppunni, haíði lands- stjórnin selt hann mikið undir verði vegna útgerðarinnar, og þótti ekki fært að halda áfram með það, og tapa aftur miklu á flutningi þessa steinolíufarms. Þegar framkvæmdar- stjóri Steinoliufélagsins skýrði kaup- endum sínum á Austur- og Norð- urlandi frá farmgjaldinu með Botníu mótmæltu þeir því, en þóttust þó óhjákvæmilega þurfa að fá olíuna tafarlausl. Kváðust nokkr- ir útgerðarmenn við Eyjafjörð þá senda mótorbáta lringað suður eftir olíunni og sækja hana þannig smátt og smátt. Einn af þessum bátum var mótorbátur, sem búið var að ráða til strandferða frá Norðurlandi til Austurlands og gat ekki komið til mála að gefa bát- inn eftir til þessa. En um hina aðra báta, sem stóð til að væru látnir sækja olíuna, kom það í fyrsta Iagi til álita hvort þeir myndu geta sótt svo mikið af henni, að allir sem þyrftu olíu þar nyrðra, gætu fengið með því móti í tíma það sem nauðsynlegt var, í öðru lagi hefði gengið allmikið af olíu í slíltar flutningaferðir, og þá stóð svo á, að alveg var í óvissu hve- nær næst kæmi steinolía hingað, því fyrir skip landsstjórnarinnar Willemoes, sem þá lá í NeAV- York, liafði þá ekki fengist leyfi til oliutöku og alveg í óvissu eflir ástandinu í Ameríku þá, hvenær útflutningsleyíið fengist. Vakti þá fyrir landsstjórninni að eyða ekki að óþörfu því, sem þá var af olíu í landinu, en það hefði orðið ef farið hefði verið að kjótla olíunni norður með mótorbátum, þótt orð- ið hefði ef til vill eitthvað ódýrara flutningsgjald fyrir hverja tunnu með því móti. í þriðja lagi var það, og það sem reið baggamun- inn, að Austfirðingar og Þingey- ingar höfðu engin skiparáð lil að ná að sér olíunni, og voru þeir, einkum Austfirðingar, mjög óþol- inmóðir og sögðust tapa mörgum þúsunum króna á dag í fiskiveið- um ef ekki væri bætt tafarlaust úr olíuvöntuninni þar. Að þessu at- huguðu réð landsstjórnin það af að láta alla þá steinolíu, sem átti að ganga til svæðisins frá suðurtak- mörkum Suður-Múlasj'slu til vest- urtakmarka Eyjafjarðarsýslu fara með Botníu. Þegar til kom urðu það ekki nema 1966 steinolíutunn- ur, sem fóru með Botníu til þessa svæðis, sem sé; Til Eskifjarðar......... 356 tn. — Seyðisfjarðar........ 423 - — Húsavíkur............ 117 - — Siglufjarðar......... 264 - — Akureyrar............ 806 - með því nú að Steinoliufélagið var deigt við að senda mönnunum oliuna með þessu flutningsgjaldi, sem mót- mælt höfðu fyrir hve hátt það væri, var félaginu lofað því, að lands- stjórnin skyldi taka við því af olí- • unni, sem kaupendur kynnu að am- ast við að taka á móti, sem ekki reyndist, enda vakti það sérstak- lega fyrir landsstjórninni að koma olíunní svo fljótt til allra, að fiski- veiðar og síldveiði þgrfti ekki að stöðvast, og láta jafnt ganga yfir alla með flutningsgjaldið. í sam- bandi við þetta skal á það minst, að fundið hefir verið að því, að sumir hafi fengið steinolíu með Sterling, sem. fór héðan um sama leyti, fyrir 8 kr. flutningsgjald fyr- ir tunnu, og að þar kenni misrétt- is. Þetta er þó ekki svo, með Ster- ling fóru að eins 149 steinolíu-* tunnur á þilfari, meira gat skipið ekki tekið, þær fóru allar á smá- hafnir úl um land, sem hvorki höfðu fengið steinolíu með Bisp eða Botníu í tveim fyrstu ferð- unum, og því ekki notið góðs af þeirri lækkun, sem gerð var á hinu sanna verði þeirrar olíu. Þessar 149 tunnur skiftust niður á 12 hafnir og var þó sumt af olíunni til afskektra landsvita. Þegar svona stóð á, þótti engin ástæða til að fara að hækka ílutningsgjaldið fyr- ir þessar tunnur, upp úr þeim 8 kr. taxta, sem settur hafði verið fyrir Sterling. Eins og getið var urðu það ekki nema tæpar 2000 tunnur af stein- olíu, sem fóru með Botníu, og var því töluvert rúm eftir í skipinu, var þá einstökum mönnum gefinn kostur á að senda vörur með því fyrir fyrnefndan taxta, sem gilti tvœr fgrstu strandferðir skipsins. Til viðkomustaðanna komu þá til ílutnings samtals 1121/2 tons, 2608 teningsfet og 255 tómar tunnur frá einstökuin mönnum. Var þá enn eftir nokkuð rúm í skipinu og þólti þá rétt að láta það ekki ó- notað, og voru þá settar landssjóðs- vörur í það, sem að vísu lá ekki á í þessari ferð, svo sem hjer greinir: mjölvörur kaffiogsykur Til Eskifjarðar 22,476 kg. 2,200 kg. — Seyðisfjarð. — 300 — — Akureyrar 24,755 — 14,655 — — Sigluljarðar — 240 — — Húsavíkur 2,150 — Samtals: 50,380 kg.18,395 kg. Auk þessa voru send með Botníu til Tjörnesnámunnar 7 tons 350 kg. ýmsar vörur og 2234 tenings- fet trjáviður, sem ekki var látið fara með Sterling, til þess að rýma

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.