Tíminn - 22.09.1917, Page 3

Tíminn - 22.09.1917, Page 3
T1 MIN N 111 fyrir steinolíunni lil smáhafnanna og getið var um áður. Eins og áður var getið voru landssjóðsvörurnar látnar í Botniu til þess að láta rúm þar ekki ó- notað, en nú hefir verið fundið að því að landssjóðsvörur þessar voru fluttar fyrir sama taxta og lands- sjóðsvörur þær, sein fóru samtim- is með Sterling, sem sé 30 kr. fyrir smálest af mjölvörum og 40 kr. fyrir smálest af kafi'i og sykri. En slíkt er fjarstæða, því það hefði valdið mesta ruglingi og ósann- girni, að fara að senda landssjóðs- vörurnar samtímis til sömu hér- aðanna með misjöfnu flutnings- gjaldi þegar enginn nauður rak til að senda vörurnar þá. Og eins og sendingum var hagað og getið var, sœtli ekkert hérað betri kostum þar en annað, eins og þó jafnvel hefir verið haldið fram. Landsstjórnin verður samkvæmt þessu að halda fast við það, að í ráðstöfunum þessum öllum hafi verið farið svo að, sem áslæður heimtuðu þegar ráðstafanirnar voru gerðar, og að henni verði ekki með réttu legið neitt á hálsi íyrir þær, því þó svo hafi reynst, að út- lit sé fyrir að nú rætist betur úr með steinolíu en þá horfðist á, og þólt gæftir hafi orðið stirðari en búist hafði verið við, og því máske minni þörf á olíu en ella, þá var það ekki fyrirsjáanlegt þá. Loks skal drepið á eitt atriði, sem vikið hefir verið að áður af landsstjórnarinnar hálfu, hvort á- stæða kynni að vera til, að bæta eitthvað upp flutningsgjaldið fyrir steinolíuna með Botníu eða slá einhverju af því, og skal þess þá getið, að enginn einstakur maður eða félag myndi finna ástæðu til þess, ef eins væri ástatt fyrir hon- uin og landsstjórninni í þessu máli. Það eina sem gæti mælt með því er það, að á þessari þriðju ferð Botníu varð dálítið minni halli en á hinum tveim ferðunnm tiltölulega og það þótt tekið sé tillit til þess, að þriðja ferðin var að eins hálf hringferð. Á öllum ferðunum hefir , sem sé samtals orðið rúmar 117 þúsund króna halli fyrir landssjóð en þar af fellur á þessa þriðju ferð að eins um 8000 króna halli, og sá halli stafar að mestu af vör- unum til Tjörnesnámunnar, meðal annars við að koma þeim af sér þar. Annars skal þess hjer getið i sambandi við þetta mál, að lands- stjórnin hefir í huga að jafna sem mest að hægt er, verð í landinu á sykri, steinoliu, kolum og salti, svo lengi sem hún hefir aðalinn- flulning á þeim vörum til lands- ins, eins og útlit er fyrir að verði um sinn. Og jafnframt því getur þá komið lil mála, að lækka eða bæta upp að einhverju leyti þetla farmgjald steinolíunnar í síðustu ferð Bolniu, sem svo mikið hefir verið talað um. Altaf ad deyjaL, ísafold ber sig upp undan því, að um hana sje farið hörðum orðum í Tímanum. Sömuleiðis dregur hún enga dul á það, að hún finni til öfundar yfir því, að Tíminn hafi mikil áhrif á landsmál en hún lítil. Skal þetta nú athugað dálítið nánar. ísafold reyndi af fremsta megni að hindra myndun Framsóknar- flokksins og skorti þá eigi stóryrði um þá sem þar áttu hlut að máli. Og þegar samvinnumálin komu á dagskrá í vetur, gerðist hún opin- ber andstæðingur þeirrar hreyf- ingar og lét Garðar Gíslason ausa ósannindum og stóryrðum yfir marga menn fyrir það eitt, að þeir höfðu í orði og verki fylgt sam- vinnustefnu. Jafnframt þessu reyndi blaðið að hindra það að samvinnu- menn gætu borið hönd fyrir höfuð sjer. Er það margsannað. Má það furðulegt heita, ef ísafold undrar það að hún mæti mótstöðu frá þeim flokki og þeirri verzlunar- stefnu, sem hún hefir svo ferlega lagt i einelti. Þegar ísafold þóltist koma fram sein vandlætari og siðameistari í blaðamensku, var henni bent á að hún hefði þar illa aðstöðu. Snúningar hennar og brigðmælgi við menn og málefni væru of kunn þjóðinni lil þess að hún hefði nokkurn rétt til að leggja þar til mála. Bent var á fáeina snúning- ana, hversu ísafold hefir til skiftis hafið til skýja og nitt ofan fyrir allar hellur flesta nafnkendustu stjórnmálamenn þjóðarinnar. Má þar til nefna Skúla Thoroddsen, Hannes Hafstein, Sigurð og Einar Hjörleifssyni, Sigurð í Vigur, Stef- án skólameistara, Sigurð Eggerz, Björn Kristjánsson og marga fleiri. Að minna blaðið á þetta vesal- mannlega hringl, kallar ritstjóri ísafoldar sorpkast. En ef það er vansæmandi að lýsa alviðurkendri brigðmælgi blaðsins við menn og málefni, hvað ætli sé þá um verkn- aðinn sjátfan — hringlið. Ritstjóri ísafoldar virðist líta svo á að verk blaðsins séu í eðli sínu svo, að enginn megi á þau minnast. Hefir hann með því felt allharðan dóm yfir sjálfum sér og æfistarfi siuu, og sízt er hann öfundsverður af bautasteininum er hann sjálfur reisir sér með þessu móli. Þannig er það rökstutt, að um ísafold er ekki hægt að tala án þess að særa haua djúpum sárum. Málstaður hennar þannig vaxinn. Hún er eins og Job, kaunum hlað- in. Minsta mótstaða eins og.þyngsti áfellisdómur, þar sein viðurkenn- ingin um eigin eymd býr í mann- inum sjálfum. Hitt atriðið, vflnmáttur og áhrifa- leysi ísafoldar, en vaxandi vald Tímans er ekki torskilið. Vegna hins sífelda hringls og fylgis við vond málefni gelur þjóðin ekki treyst ísafold. Afglöp hennar gera það að verkum að blaðið er altaf að degja. Þess vegna falla liðs- menn hennar við kosningar. Þess vegna er fjandskapur hennar veg- ur til álits, en meðmæli vegabréf til pólitískrar glötunar. Hins vegar er það réttilega og næstum undarlega skarplega at- hugað hjá ritstjóra ísafoldar, að Timinn er nú þegar búinn að hafa talsverð áhrif — og mjög í gagn- stæða átt við ísafold. Og þótt rit- stjóri ísafoldar sé þess ómaklegur, þá getur Timinn frætt hann um það, hvað það er sem gerir gæfu- muninn. Nokkrir tugir manna víðsvegar um land eiga Timann. Þeir hafa lagt fram stofnféð. Þeir vita að ekkert nýtt blað getur bor- ið sig í fyrstu. Þess vegna bæta þeir á sig tekjuhallanum sem verða kann, en skeyta þvi engu þótt blaðið fái hvorki auglýsingar, gjafir frá mönnum sem vilja koma fram skaðlegum málum, eða þingbitl- inga, en þessir réttir hafa verið ljúfiéngir í munni sumra eldri blað- anna. En með þessu móti verður Timinn algerlega óháður þeim öfl- um í landinu sem mest hafa au- virt íslenzka blaðamensku fram til þessa dags. Þess vegna getur blað- ið beitt sér fyrir almenningsheill án þess að hvarfla betliaugum leiguþýsins til þeirra sem ráð hafa á auglýsingum og bitlingum. Tvö dæmi skulu nefnd þessu til sönnunar. Síðan það komst upp að herfilegt ólag væri á reiknings- færslu landsverzlunarinnar og landssjóðs eins og E. A. skildi við garðinn, hefir Timinn einn allra blaða vítt þessa óreiðu hvað eftir annað. En ísafold hefir sumpart með þögn og sumpart með blekk- ingum reynt að halda verndarhendi yfir þessu hættulega ólagi. í báð- um þessum málum hefir Tíminn sigrað en ísafold tapað. Og þeir mennirnir sem ólánið stafaði af, sjá þann kost vænstan að draga sig í hlé úr þeim vegtyllum, sem þeir voru eigi færir um að gegna, eða þeir hafa af þjóðfulltrúunum verið lceyptir burtu, þótt betra að borga þeim fyrir að gera ekki neitt, heldur en starfa til óhagnaðar. Ef ísafold harmar áhrifaleysi sitt og óálit, þá er henni lítill gæfu- vegur að barnalegu stóryrðunuin. Staðlaus illyrði falla máttlaus nið- ur, eins og staðlaust lof. Ól. Bj. myndi t. d. engin sæmd af því þótt honum væri líkt við Adam Smith, hagfræðinginn mikla. — Mannamunurinn of mikill. Svo munu og þeir menn, sem ísafold hyggur hættulegasta andstæðinga þeim, sem gera sjer landsmála- spillinguna að atvinnuvegi, ekki telja sér mikla mótgerð i því, þótt þeim sé líkt við veraldarfræga spillingarforkólfa. Má þar segja að lítið sé ungs manns gaman. Eilt af þeim málum, sem gaf ísafold vald og álit í landinu á tíð Björns Jónssonar, var bannmálið, sem blaðið studdi þá af aleíli. Þjóðin fann að þá var barist fyrir hennar máli, og launaði stuðning- inn með trausti og fylgi. Tímarnir breytast. ísafold þurfti lika að bregðast þessu máli. Eða heldur ritstjóri ísafoldar að fyrirrennari hans myndi hafa óskað eftir því að andbanningar notuðu ísafold til þess að óvirða bannlögin og rífa þau niður? En þetta hefir hann látið við gangast. Afstaða ísafold- ar til bannmálsins er eins og smá- mynd af allri hennar framkomu. Ekkert skeytt um stefnu eða sam- ræmi. Látið berast með straumn- um. Selt ódýrt það sem dýrast er. Þeir sem það gera eru alt af á- hrifalausir, alt af lítilsvirtir: Þeir eru alt af að deyja. Skipstjirinn á jjorg. Ekki verður annað sagt, en að almennum óhug hafi slegið á menn, þegar fregnin: barst út um það að Július Júliniusson væri ráðinn skip- stjóri á Borg. Mun mörgum mann- inum hafa fundist þetta um of í ætt við ýmsar íslenzkar kynfylgjur ráðandi manna í landinu, og að þá væri manninum fyrst borgið, þegar eitthvað hefði orðið á. Því er nú einu sinni svo farið, að þjóð- in sakfellir Júlíus fyrir það hvern- ig fór um Goðafoss, og fanst henni dómur útgerðarstjóra Eimskipa- félagsins síst of harður, þegar hann ákvað að hjá Eimskipafélaginu fengi hann eigi skip meðan sín nyti við. Svolítið samræmi með stjórnar- völdum og almenningi lýsir sér í því, að landsstjórn segir Eimskipa- félagsstjórn hafa ráðið þessu, en Eimskipafélagsstjórn aftur útgerð- arstjóra í samráði við landsstjórn. Hið sanna mun nú vera að út- gerðarstjóri og landsstjórn eigi hér sök á. Útgerðarstjóri eigi vilað bel- ur, en að um aðra væri eigi að ræða er fullnægðu siglingarskilyrð- um laganna en skipstjórann og stýrimanninn frá Goðafossstrandinu, og landsstjórnin þá falið útgerðar- stjóra að ákveða hvor þeirra yrði valinn. En nú mun það fullvíst, að tveir íslenzkir skipstjórar á lausum kjala, fullnægja siglingarskilyrðunum og að minsta kosti um annan þeirra, Guðmund Jóhannsson, er það víst, að hann mundi hafa tekist skip- stjórnina á hendur, hefði hún stað- ið honum til boða. Bankamálsræða ■ \ Björns Kristjánssonar. »Landið«, málgagn hr. Björns Kristjánssonar, boðaði það mjög hátiðlega 7. þ. m. að í næsta blaði ætlaði það að flytja ræðu B. Kr. um bankafrv. við 2. umr. í neðri deild. Þeir sem hlustuðu á ræðuna létu Iitið j'fir henni, þótti hún nokkuð fjarri sannleikanum ann- arsvegar, og eintomar mótsagnir og þversagnir hins vegar, enda hafði hún sem kunnugt er, eigi meiri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.