Tíminn - 22.09.1917, Qupperneq 4
112
TlMINN
áhrif á neðri deild en það, að mál-
ið var þar afgreitt með 17 atkv.
gegn 6, að B. Kr. atkv. sjálfs með-
töldu, og tveir þingmenn sem báð-
ir voru málinu fylgjandi voru
fjarverandi.
ósæmandi aðdróttanir til þingins.
B. Kr. b3u-jar ræðuna á því að
brigzla þingmönnum um það, »að
svo séu net riðin, einstakra manna
net, utan þings og innan«, að eigi
sé hægt að smjúga í gegnum þau.
Hann ber með öðrum orðum ósæmi-
legar aðdróttanir á þingmenn, ber
þeim á brýn 'að þeir láti leiðast af
utanaðkomandi áhrilum, móti sinni
eigin sannfæringu. Og á einstaka
menn utan þingsins, (sem liann
þykist sjálfsagt vita hverjir eru, þó
það sé ef til villi eigi annað en
lians eigin imyndun) sem alls eigi
geta borið hönd fyrir höfuð sér í
þingsölunum, ber liann þær sakir,
að þeir ríði svo þétt net utanum
þingmenn og sannfæring þeirra, að
eigi sé hægt í gegn að komast.
Þetta leyfir hann sér að segja mað-
urinn, sem eigi alls fyrir löngu eins
og menn muna, þvingaði einn
undirmann sinn (starfsmann bank-
ans) til að gefa hátíðlega yfirlýs-
ingu um það, að hælta að rita um
landsmál í blöðin, og hafði borið
það fyrir, að það spilti fyrir bank-
anum. En þó B. Iír. sjálfur beri
miður heiðarlegt athæfi á samþingis-
menn sína í þinginu, og aðra menn
fjarverandi, og láta síðan prenta
alt í blaðinu sínu, gerir það Lands-
bankanum sjálfsagt ekkert til. En
þetta atferli sýnir B. Kr. í sönnum
spegli, sýnir manninn eins og
hann er.
Iíagskráin 1915.
B. Kr. er mjög hróðugur yfir
því, að bankafrv. sem fram kom
af stjórnarinnar hálfu 1915 hafi
verið afgreitt með rökstuddri dag-
skrá, og »dagskráin sýni, að þing-
inu hafi ekki þótt þörf að fjölga
bankastjórunum«. Málinu var ekki
vísað til stjórnarinnar í þeim til-
gangi, að hún kæmi fram með þetta
eða þessu líkt frumvarp« segir B. Kr.
Dagskráin sem hann segir að
málið hafi verið afgreitt með og
hann les upp í þingsalnum, og læt-
ur síðan prenta í ræðunni, er svo
hljóðandi:
»í þeirri von að landsstjórnin
stuðli að þvi, að stjórn Lands-
bankans ráði sér um tíma dug-
legan fjármálamann bankafróðan,
að enduðum Norðurálfuófriðnum,
til þess að starfa að sölu banka-
vaxtabréfa veðdeildarinnar erlendis,
og greiða fyrir viðskiftum bankans
við erlendar peningastofnanir og
efl,a lánstraust landsins í útlöndum,
tekur deildin fyrir næsta má á
dagskrá«.
Þessi dagskrá sem B. Kr. segir
að hafi verið samþykt, og hann
reynir til að nota málstað sínum
til stuðnings, var feld í neðri deild
með 14 atkv. gegn 11, að viðhöfðu
nafnakalli, (Sjá Alþtíð. 1915 B. III
bls 1347.)
Hvort hér er að ræða um ásetn-
ingssynd eða breyskleikasjmd hjá
B. Kr., að koma fram með falska
dagskrá í þingsalnum til að vitna
í, skal látið ósagt, bezt að hver
myndi sér skoðun um það eftir
vild, en þessi »svikalausa ráð-
vendni« sýnir ljóst hve staðgóð og
ábyggileg »fræðsla« B. Kr. er, í
þessum efnum.
Samþykta dagskráin.
Dagskráin sem samþykt var, var
borin fram af framsögum. minni
hluta bankamálsnefndarinnar Jóni
Magnússyni nú forsætisráðherra og
liljóðar svona:
»/ trausti þess að landsstjórnin
rannsaki það hvert gagn mœtti a/
þvi verða, að reyndur bankamaðnr
og /jármálamaður yrði fenginn til
að athuga peningamál landins, þar
á nieðal skipnlag Landsbankans,
og gera tillögur um eudurbætur
á því, svo á hvern háit verði út-
vcgaður markaðar fyrir islensk
verðbréf, og bankanum komið i
viðskiftasamband við erlendar pen-
ingastofnanir, og enn fremur að
Iandsstjórnin geri þœr ráðstafanir
i þessu efni er hún telur þörf á, og
leggi fyrir næsta Alþingi tillögur
sinar, tekur deildin /yrir nœsta mál
á dagskráa,' (Feitletranir mínar).
Með þessi dagskrá var málið af-
greitt á þingi 1915. Með henni
greiddu 14 atkv. í n. d. með nafna-
kalli, en aðeins 3 á móti, og 8
greiddu ekki atkv. en létu telja sig
með meirihlutanum, þar á meðal
var B. Kr. Allir fjdgismenn banka-
frumvarpsins um þriðja banka-
stjórann greiddu henni atkv. og
meðal þeirra Einar Arnórsson fyrv.
ráðh. sem flutti frv. (Alþ.tíð. 1915
B III bls. 1347)
Þessi dagskrá er ólík hinni sem
B. Kr. er að styðja sig við, að
minsta kosti að tvennu leyti.
1. í henni kemur fram beinl van-
traust til bankastjórnar Lands-
bankans, því það er landsstjórn-
in ein sem á að framkvæma alt
sem dagskráin lelur upp að
þurfi að framkvæma, en banka-
stjórnar er hvergi getið heldur
en hún væri ekki til.
2. Hún ætlast beinlínis til, að mál-
ið dragist ekki lengur en til
næsta þings, þingsins sem haldið
var i sumar.
Dagskráin þessi, sú rétta, sanna
dagskrá, sannar alveg öfugt við
það sem B. Iír. vill láta ósönnu
dagskrána sanna. Hún sannar van-
traust þingsins á bankastjórninni
1915, og það álítur að umbætur á
henni megi eklci dragast lengur en
til þingsins 1917.
En skyldi þetta vera ástæðan til
þess að B. Kr. fór dagskráa vilt?
Sjálfsagt hefði belur farið, ef
þeir hefðu fengið að ráða sem báru
fram bankafrv. 1915 og hæfur mað-
ur hefði þá komið að bankanum.
Þá hefði B. Kr. kannske ekki feng-
ið að smíða þar eins mörg axar-
sköft tvö síðustu árin og raun hefir
á orðið, og skal nokkuð að þeim
vikið síðar.
Viðskiftin dauð!
B. Ivr. segir að viðskiftin í bönk-
unum »megi heita dauð«. »Það sé
ekki einu sinni hægt að senda eina
einustu ávísun út fyrir landsstein-
ana«. En í hinu orðinu (síðar í
ræðunni) fárast hann mjög yfir
því, að 3 bankastjórar séu alls ó-
nógir til að undirskrifa í bankan-
um, þar á meðal ávísanir, sem
hann segir að ekki sé hægt að
senda, með öðrum orðum: þýði
ekkert að gefa út. Dálagleg sam-
kvæmni! Annars virðist bankastjór-
inn ekki þekkja ávísanir sem heita
símaávisanir, og sem aðallega eru
notaðar nú á tímum í viðskiftum,
og er það óneitanlega hálfleiðinlegt
fyrir mann í hans slöðu, og fyrv.
fjármálaráðherra íslands.
Af reikningum bankans verður
ekki séð, að enn séu nein dauða-
merki í viðskiftunum, enda er það
haft eftir góðum heimildum, að
viðskittaveltan skifti suma dagana
jafnvel miljónum króna, þótt það
virðist fara fj'rir ofan garð og neðan
hjá bankastjóranum. Framh.
Frá ^VIjiingi.
Neðri deild.
Tekjuskattsfrv. var samþykt eins
og það kom frá efri deild.
Dýrtiðaruppbót embœttismanna.
Frv. samþykt með þeim breyting-
um, sem e. d. gerði á því.
Almenn dýrtíðarhjálp. Frv. sam-
þykt eins og það kom frá e. d.
E. d. hafði gert þann viðauka, að
stjórnin mætti selja 2800 smálestir
af kolum á 125 kr. smálestina.
Efri deild.
Á síðustu stundu afgreiddi deild-
ih lög um að skipa dr. Guðm.
Finnbogason prófessor i hagnýtri
sálarfrœði við Háskólann.
Sameinað þing.
Varaforseti sameinaðs þings var
Pétur Jónsson kosinn í stað Sig.
Eggerz.
/ bankaráð íslandsbanka hlutu
kosningu Bjarni Jónsson frá Vogi
og Eggert Pálsson.
Yþrskoðunarmaður landsbankans
var kosinn Jakob Möller.
Yfirskoðunarmenn landsreikning-
anna voru kosnir Benedikt Sveins-
son, Jörundur Brynjólfsson og
Mátthías Ólafsson.
Fyrir þingið lagði stjórnin 24
frumvörp, en 113 þingmannafrum-
vörp komu fram. 67 frv. voru af-
greidd sem lög frá Alþingi, 52 voru
feld, tekin aftur eða vísað til
stjórnarinnar, en 18 frv. dagaði
uppi.
33 þingsályktunartillögur komu
fram og 5 fyrirspurnir. 175 mál
hafa því komið fyrir þingið.
62 fundir voru haldnir í n. d.,
59 í e. d. og 9 í sameinuðu þingi.
Fréttir.
Tíðin hefir verið lilý en fremur
úrkomusöm, og mun ganga erfið-
lega að ná inn heyjum þess vegna.
Siglingar. W i 11 e m o s kom frá
Ameríku með steinolíufarm á fimtu-
dag, ísland rétt ókomið, Lag-
arfoss lagður af stað frá Netv-
York fyrir alllöngu. Verið að
ferma Gullfoss. Sterling fór
í hringferð þriðjudagskvöld og með
íonum margir þingmenn og fjöldi
annara farþega. Borg, Bisp og
W i 11 e m o e s fara héðan með vör-
ur vestur og norður, Borg og Bisp
á leið til Englands.
Vilmundur Jónsson hefir verið
settur læknir á ísafirði í stað Da-
víðs Sch. Thorsteinssons, sem nú
lætur af embætti.
Eldsvoði. Á Víghollsstöðum í
Laxárdal í Dalasýslu brann öll
taðan, 200 hestar, lilaða, fjós,
skemma og eldiviðarbirgðir. Hvass-
viðri var á og fuku neistar úr
reykháf íbúðarhússins í galta sem
stóð við lilöðuna. Alt sem brann
var óvátrygt.
Verzlunarráð Jslands. Á full-
trúafundi verzlunarstéttarinnar, sem
haldinn var hér í bænum 17. þ.
mán., voru samþykt lög fyrir Verzl-
unarráð íslands og þessir kosnir í
ráðið: Carl Proppé, Garðar Gísla-
son, Jes Zimsen, Jensen-Bjerg,
Jón Brjmjólfsson, Olgeir Friðgeirs-
son og Ólafur Johnsén. Verksvið
þess er að svara Fyrirspurnum frá
alþingi, stjórnarvöldum og öðrum
og gera tillögur ef þurfa þykir um
verzlunarvátryggingar-, toll- og
samgöngumál. Að koma á samræmi
í viðskiftavenjum, koma á fót gerð-
ardómum í verzlunar- og viðskifta-
málum, að safna og birta skýrslur,
að fylgjast með breytingum á út-
lendri löggjöf og öðrum atburðum
er áhrif kunna að hafa á atvinnu-
vegi landsins, og loks er ráðgert
að gefa út blað, er skýri frá þvi
markverðasta í viðskiftamálum ut-
an lands og innan.
RBTTUR,
tímarit um félagsmál og mannréít-
indi. 16 arkir á ári af Skírnisstærð.
Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói
Pórólfur Sigurðsson. Afgreiðslu-
maður: Finnur Jónsson, Póslhús-
inu, Akureyri.
TÍMANN
má borga hjá öllumm kaup-
félögum og menn ámintir
um að gjalddaginn er fyrir
1. október.
Ritstjóri:
Gndbrandnr Magnússon.
Hótel ísland 27.
Simi 367.
Prentsmiðjan Gutenberg.