Tíminn - 22.12.1917, Page 3

Tíminn - 22.12.1917, Page 3
TIMINN 167 H. f. Eimskipaíélag’ Islands. Aðalfundur. Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu i Reykjavík, laugardaginn 22. júní 1918 og hefst kl. 12 á hádegi. D A G S K R Á : 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstiihöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni og leggúr fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs- reikninga til 31. desember 1917 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnsrinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Tillögur um lagabreytingar. 4. Kosning 4 manna í stjórn félagsins i stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, og einn varaend- urskoðandi. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Peir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum yerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað, sem auglýslur verður síðar, dagana 18.—20. júni 1918, að báðum dög- um meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurunum um alt land og afgreiðslumönnum félagsins, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 17. desember 1917. Stjðm h. f. Eimskipafélag Islands.- fótum, eða styddist við útlenda hækju. Þessi tími er líklegur til þess að fella einfeldan og augljós- an úrskurð um »sjálfstæði« henn- ar, út á við og inn á við. Nú blandast engum hugur um lengur, að verzlunin er sjálfstœðis- mál — efst á blaði allra sjálfstæð- ismála eins og stendur. Pó finst mörgum sjálfsagt að hlíta eingöngu forsjá óvalinna manna í því efni og leyfa þeim að ákveða sér kaup fyrir. Þær skoðanir hafa samt hljótt um sig hér í Þingeyjarsýslu, og yfirleitt á verzlunarfélagsskapurinn svo mikil tök í hugum manna hér, að jafnvel kaupmönnum dettur ekki í hug að andæfa stefnunni, Iivað sem þeir kunna að bugsa í hjarta sínu. Af því leiðir að kaup- félagið er að mestu ráðandi um vöruverðið i aðalatriðunum, og er óhætt að fullyrða að síðan stríðið byrjaði hefir það sparað utanfélags- mönnum í héraðinu fé sem nemur mörgurn tugum þúsunda, af því að kaupmenn gátu ekki komið þvi við, að hækka verð á vörubyrgðum sínuin, né »nota sér stríðið«, að nokkrum mun. Þá er verzlunin sjálfstæðismál inn á við, undir því aldarfari sem nú ríkir. Þar koma innanlandsvið- skiftin til greina og að því getur rekið, að þjóðin fái að sýna »sjálf- stæði« silt þar svart á hvítu — sýna hvort landið getur fætt sig sjálft, eins og á hörmungatímum fyrri alda. Enginn vafi að það stendur mun verr að vígi með það nú en þá og vonandi að ekki þurfi til að taka. En er noklcuð gert til þess að ráðstafa þannig framleiðslu lands og sjáfar, að að sem happasælleg- ustum notum verði? Þar er karlöflu- verzlunin gott dærai og eftirtekta- vert var það sem Tíminn mint- ist á kartöflusöluna frá Akranesi í haust. Virðist lítt hlíta, þótt nægar kartöflur væru ræktaðar í landinu sjálfu, ef þeim er haldið í því verði, sem miðað við næringargildi þeirra er engu betra en á þeim vörum, sem fluttar eru með lífs- hættu og ærnum kostnaði yfir hafið. Hér hefir verið venja að selja kar- töflur hálfu ódýrari en rúgmjöl og eins vart gert í haust, en ekki þólti það sanngjarnt, því að vitanlega hafa kartöfluframleiðendur ekki þurfti að greiða »fragt« né stríðs- vátrygging af kartöflunum, en það hefir hækkað vöru mest í verði. Kartöfluframleiðslan hefir ekki orð- ið dýrari fyrir annað er hækkuð vinnulaun. »Eftirspurnin ræður«, segja menn en hvenær kemur að því, að við- skiftasiðgæðið komist á það stig, að menn hætti að nota sér neyð annara? Dæmið um kartöflurnar er augljóst, því að engum dytti í hug að flylja kartöflur úr landi og takmörk eru fljótt fyrir því hvað framieiðendur gætu notað þær til eigin þarfa.------ fú útlönðttm. í Portúgal hefir orðið stjórnar- bylting. Forsetanum, Alfonzo Costa, steypt úr stóli og þeir menn tekið við völdum, sem enn ákveðnari eru 1 fylgi við Bandamenn, en stjórn hans hafði reynst upp á síðkastið. Vopnahlé er nú ákveðið í fjórar vikur milli Rússa og Miðríkjanna, sem nota á til umleitana um frið, eða friðarsamninga. Fylgi þeirra manna í Rússlandi, sem þessu eru fylgjandi, virðist fara vaxandi. Kaledin og Korniloff hefir ekki tek- ist að yfirvinna Maximalista, og Kerensky er farinn til Síberíu, sem sagt hefir skilið við Rússland. Hann er þar orðinn æðsti ráðherra. Síðustu skeyti segja að Banda- menn muni ælla að viðurkenna stjórn Maximalista 1 Rússlandi og ekki annað sýnna en þeim endist aldur til að ganga frá friðarsamn- ingum, enda mun það auðsótt við Miðríkin. Utanríkisráðherra Pjóð- verja tekur þátt í fundi þeim þar sem mál þessi eru rædd. Hver áhrif þetta fráhvarf Rússa hefir á ófriðinn í heild sinni er ekki gott að ætla, en víst er um það, að Bandamenn breyta að éngu áformum sínum fyrir það. Hitt er og óvíst hvort ,Rússar nái friði þótt samningar takist með þeim og Mið- ríkjunum. Fyrst og fremst er þar í landi stór flokkur, sem halda vill gerða samninga við Bandamenn og á sífelt í innanlandsstyrjöld á með- an svo er ekki, og nú fréttist síð- ast að Japanar og jafnvel Kinverj- ar hugsi til árásar úr austurátt. Hafa Japanar þegar lagt hafnar- borgina Vladivostok við Kyrrahaf undir'sig. Stórtíðindi hafa ekki orðið á her- stöðvum ítala undanfarna daga, eft- ir ófarirnar miklu í fyrra mánuði. Barist er þar þó stöðugt, en síðustu fregnir herma frá því, að Austur- ríkismenn hafi flutt þaðan mikið lið til vesturvígstöðvanna, til þess að berjast við Breta. Þar söfnuðu Miðveldin ógurlegum sæg liðs í lok síðustu viku og hugðust mundu koma Brestum í hann krappan. Stóðu þar ógurlegar orustur og varð mannfall afar mikið. [Eitthvað urðu Bretar þar að láta undan síga, en engar fregnir eru af óförurn þeirra. Að öðru leyti er ekki annað að frétta af vestri vígstöðvunum en venjulega skothríð, sem að undan- förnu, og engi furðar sig á lengur og litlu fær áorkað. Lloyd George, forsætisráðherra Breta hefir nýlega lýst yfir því í opinberri ræðu, að óþarft sé að eyða orðum að friði. Hann verði aldrei saminn hvað sem á gangi, fgrr en Bandamenn hafi unnið full- kominn sigur á fjandmönnum sinum. Bandarríki Vesturheims halda vígbúnaði sínum áfram af hinu mesta kappi. Hafa þau þegar sent talsvert lið til Frakklands og ráð fyrir því gert, að alls muni þaðan koma ekki færra en fimm miljónir vopnfærra manna. Auk þess leggja Bandaríkin til skotvopn, skotfæri og fé eftir þörfum. Blaðaeigandinn mikli Lord North- cliífe hefir dvalist vestanhafs að undanförnu til þess að kynnast á- standinu og efla gott samkomulag milli Bandaríkjanna og Banda- manna í ófriðnum. Lætur hann mikið af eindrægni manna þar vestra, snarræði þeirra og einbeitni í öllum framkvæmdum. Nokkur spellvirki hafa verið framin þar í landi af Þjóðverjasinnum, að því er ællað er. Hefir þetta orðið til þess að koma á mjög ströngu eftir- liti með Þjóðverjum þar vestra. T. d. er sagt frá því, að engum þýzkum manni, eða af þýzku bergi brotnu, sé leyft að dvelja nær höfn en eina mílu,. sakir ótta við að þeir fremji spellvirki á skipuin, sem þar kunni að vera, eða komi vítis- vélum í þau, sem dæmi munu vera til. Ógurleg sprenging varð í önd- verðum þessum mánuði í Halifax, höfn þeirri í Nýja Skollandi, sem islenzk skip og önnur, er vestur um haf sigla, verða að koma við á. Þriðjungur borgarinnar eyðilagð- ist og tvær þúsundir manna létu lífið. Ekkert íslenzkt skip var þar, er þettá tjón bar að höndum. Látin. Síðastliðinn sunnudag andaðist hér í bænum frú Anna Magnúsdóttir, kona Sigurðar Jóns- sonar kennara og bæjarfulltrúa. Hún var í mörg ár kennari við barnaskóla Reykjavíkur. Gáfuð kona og einkar vel látin. Hæsta útsvar á Akureyri ber nú Kaufélag Eyjafjarðar. Svo mætti víðar verða áður langt líður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.