Tíminn - 16.02.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1918, Blaðsíða 2
30 t i m;i;n n og það einmitl úr þeirra tnanna flokki sem kunnugir eru íslend- ingum. Og í annan stað er það eftir- tektavert að höfundar bókarinnar um ísland, sem áður var nefnd, eru allir, annaðhvort íslendingar, eða af íslenzku bergi brotnir. Það gefur níanni óneitanlega ástæðu til að ætla að Dansk-íslenzka félagið og hinar velviljuðu raddir sem lieyrst hafa út af fánamálinu, nái ekki út fyrir tiltölulega lítinn hóp. En hvernig sem alt veltur, þá erum við þakklátir hinum dönsku vinum okkar, þótt fáir kunni að vera. Og Dansk-íslenzka félagið þykir okkur vænt um, eins og ís- landsvinafélagið þýzka. Og ef til skilnaðar dregur, þá getur það orð- ið okkur mikið gagn, að eiga þá vini vísa, um að slíta ekki öll bönd þótt ríkjasambandínu sé slit- ið. f*ví aö hvaö sem öðru líður þá erum við frændur og getum lært hvorir af öðrum. Eigum við ís- lendingar ekki sízt margt ónumið af Dönum um skólahald og sam- vinnufélagsskap. Hvert stefnir 1 bjargráðamálunum? Ekkert orð er ofar á baugi i málinu nú á timum en orðið »bjarg- ráð«. í*að er hvorttveggja að orðið er alvarlegt, enda eru þelta al- vörutimar. Bjargráð eru því að eins nauðsynleg, að ,^jóðin eða einstaklingar hennar sé staddir í hættu. Um það kemur öllum sam- an, að þjóðin sé stödd í mikilli hættu. En hættan er áður óþekt þeirri kynslóð, sem nú byggir landið, enda að miklu leyti hulin í framtíðinni, og gerir það bjarg- ráðin bæði vandfundin og vafasöm. Sú hættan er augljósust a.ð verzlunarsambönd okkar slitni og að flutningar til landsins teppist að meira eða minna leyti, jafnvel að fyrir þá taki með öllu. Á þess- ari hættu hefir allmikið bólað, enda hefir bjargráðaviðleitninni verið aðallega stefnt gegn lienni. Við, sem búum í fásinninu upp til sveita, getum með engu móti, svo vit sé i, dæmt um það, hvern- ig stjórninni hafi farist úr hendi bjargráðatilraunir hennar. Hér um slóðir eru engir slíkir rökstólar sem ritstjórastóll ísafoldar er, þar sem ritstjórinn getur umsvifalaust dæmt um það í öllum einstökum atriðum, og með nokkrum penna- sveiflum úrskurðað allar slíkar gerðir stjórnarinnar óvit og glap- ræði. Þeim af okkur, sem viljum vera sanngjarnir og athugulir, hug- kvæmist það, að stjórnin sem nú situr, hafi við meiri vanda og örð- ugleika að stríða heldur en nokk- ur stjórn undanfarin, og að hún liafl þessvegna áorkað mjög miklu tiltölulega. Enn hefir ekki orðið tilfinnanlegur skortur á neinni matvöru í landinu. Blöðin færa okkur frétfir urn það, að hungur vofi yfir i Svíþjóð. Svíar eru þó öílugri þjóð en við, og þeim vanda hefir heldur ekki verið skelt á herðaj; þeim, að fara nú í fyrsla skifti sjálfir ineð mál sín út á við á þessum örðugleikatímum. Eg tel mig ekki færan til þess að dæma um það, hvorl bjargráða- viðleitni stjórnarinnar hefir tekist betur eða miður en vænla mátti, það sem Iu'in hefir náð. Hitt virðist mér meira álitamál, livort þessi viðleitni stjórnarinnar hafi ekki beinst of mjög í eina átt. Er það ekki næstum óhugsanlegt, að við íslendingar eða stjórnar- völd okkar oiki nokkru um rás viðburðanna, svo á það megi treysta bæði um markað fyrir framleiðslu okkar og innflutning á erlendum vörum? Svo margt ilt og ólíklegt ber við, að mér virðist það hvergi nærri óhugsanlegt, að loku verði skotið fyrir samband okkar og viðskifti við umheiminn fyr en nokkurn varir. Er ekki verzlun okkar og vörukaup alt á hangandi hári? Eigum við ekki alt slíkt undir náð og miskunn stórveld- anna? Getum við rólegir átl líf okkar undir náð og miskunn hernaðarþjóða, sem svífast einkis? Mér virðist því slefna stjórnarinn- ar í bjargráðamálunum vera í þessu efni lítið annað en það, sem kallað er að »klóra í bakkann«, Setjum nú svo, að þetta geli komið á daginn. Vissulega yrðum við illa staddir, ef við slæðuin ó- viðbúnir slíkum atburði. Búskap- arlag okkar og lifnaðarhættir hafa að undanförnu færst fjær og fjær því horfi, að við getum sjálíir full- nægt þörfum okkar, ef snögglega ræki í raunir. Fráfærur hafa lagst niður. Skyr og smjör er þvi af skornum skamti í landinu. Smjör- skortinn höfum við bætt okkur upp að einhverju leyti með út- lendu feitmeti. Heimilisiðnaði hefir stórhnignað, og þó verksmiðjurnar hafi bætt fyrir það að sumu leyti, eru þær allmjög háðar erlendum viðskiftum, og kaupa nú kol fyrir 3—400 kr. smálestina. Grasaferðir hafa einnig að mestu lagst niður. Grösin liggja í þykkum og stórum breiðum á Qöllunum, en við kaup- um útlendar kornvörur þreföldu verði. Matjurtaræktin er heldur ekki á marga fiska. Fróðir menn í þeim efnum fullyrða, að rófur megi rækta um alt land og á Suð- urlandi og Vesturlandi kartöflur sem nægi öllum landsmönnum, þótt neyzla þeirrar vöru ykist stór- um frá því sem nú er. Enda er kartöfluneyzla svo lítil mjög víða, að það er stórhneisa fyrir þjóð- ina, þar sem landið veitir okkur mjölvöru í þeirri mynd einni. í 28. blaði Tímans hefir hr. Bjarni Asgeirsson ritað góða grein um kartöfluræktina, og læt eg mér nægja að vísa til hennar. Það er nú svo komið, að ein- ungis stórbreytíng á lifnaðarhált- um okkar og búskap gæti komið því til leiðar, að við yrðum færir um að fæðu okkur sjálfir svo við- unanlegt væri, ef á reyndi. þegar í upphafi stríðsins gerðu Pjóðverjar öflugar ráðstafanir i þá átt, að geta séð um sig sjálfir, og þeim hefir tekist það til þessa, þótt verzlun þeirra hafi því nær gereyðst. En livað hefir verið gerl hér í þessu efni? Sára lítið. Mér liggur við að segja hneykslanlega lítið. Hingað til hefir bjargráðaviðleiln- inni verið því nær eingöngu stefnt út á við; streist við, að halda öllu í sama horfi. Bað var bent á það hér að framan, að svo gæti farið, að erfið- leikarnir yxu stjórninni yfir höfuð, og að hún fái engu um þokað um verzlun okkar og viðskifti við er- lendar þjóðir. Mér virðist það tíinabært, að viðleitninni sé stefnt inn á nj7 svið bjargráðanna, fyr en að því rekur. Pað þarf að finna og efla innlend bjargráð Jafnframt því sem stjórnin hér eftir sem hingað tit vinnur að því að birgja landið af þeim vörum, sem það með engu móti má án vera né getur framleilt, þarf hún að leitast við að draga úr vöru- kaupum landsmanna á erlendum markaði á þann hátt að hlutast til um það að breytt verði til um framleiðsluna og hún aukin þar sem því verður við koinið. Kartöfluræktin verður þá efst á blaði. Hér vildi eg að eins árétta grein Bjarna Ásgeirssonar með því, að ekki er nægilegt að stjórnin greiði fyrir kartöfluræktinni á þann hátl að sjá mönnum fyrir útsæði og veita lán til hennar, heldur þaif hún blátt áfram að hlutast til um það, að kartöflur verði ræktaðar í stórum stíl, greiða fyfir markaði þeirra og flutningi um landið, og sjá um að verð á þeim yrði slíkt, að allir mætti vel við una. Hér norðanlands er verð á innlendum kartöflum þvilíkt sem heita má neyðarokur. Þær eru seldar við garðshliðið með álögðu flutnings- og stríðsvátryggingargjaldi frá Dan- mörku til íslands. Við og við hafa heyrst viðvör- unar og hvatningarraddir í blöð- unum frá ýmsum mönnum um það, að landsmenn hagnýti sér landskostina betur í þessari dýrtíð, með fráfærum, grasaferðum, garð- rækt og fleiru. Litla áheyrn mun það hafa fengið. Neyðin þarf að berja á dyrnar, til þess að menn vakni. Eitt af því, sem mörgu fremur þyrfti að færast í betra horf, eru viðskifti landsmanna sjálfra. Það er stóreinkennileg blindni, sem lýs- ir sér í því, að landsmenn virðast okra hver á öðrum í blóra við hin römmustu neyðarkjör, sem þeir verða að sæta á erlendum vörukaupum. Má benda á kartöflu- verðið í því sambandi. Fiskur hef- ir um langan aldur verið ein af aðalfæðutegundum landsmanna. »Nú er öldin önnur;« Fiskuggi sést nú orðið naumast á sumum bæjum. Sjómenn hér í Húsavík í þingeyjarsýslu selja kaupmönnum fisk sinn fyrir 10 aura pundið, en sveitamönnum 15 aura. Frá slíkum kaupum liafa því margir horfið, og fremur kosið að vera fisklausir. Sjómenn þykjast neyddir til þessa, lil þess að standasl okurkaup á afurðum sveitabænda. Eftir þeirra dómi ætli innlend framleiðsia að vera þriðjungi dýrara matarkaup en erlendar kornvörur keyptar uppsprengdu verði i hernaðarlönd- unum og íluttar háskaflutningi heim til íslands(!). Hér er um ein- hverjar svo stórfeldar öfgar að ræða, að full nauðsyn er á að gefa þeirn gaum. Mætti benda kaupfé- lagi Þingeyinga á það, að hér er verkefni rétt við hendina. Hvert stefnir í bjargráðamálun- um? Markaðshorfurnar fyrir aðra aðalframleiðslu okkar — dilkakjöt- ið fara versnandi. Jafnframt er að- aláherzlan lögð á það, að hauga inn í landið rándýrri kornvöru. Svo selur stjórnin vörur með gjaf- verði og borgar hallann úr lands- sjóði. Hún veitir dýrtíðarlán, jafn- vel sem beinan eyðslueyri áður en nokkur neyð er í landinu. Mér virðist stefna hér í beinan voða. Eigum við að fleyta okkur á er- lendum lánum gegnum þessa dýr- tíð? Hlaða skuldum á bak ófæddra kynslóða? Ela upp framleiðslu þeirra? Vissulega höfum við eng- an rétt til þess að skila komandi kynslóðum þrotabúi fyr en í fulla hnefana. Það er siðferðisleg skylda okkar að bjargast á eigin búskap svo sem framast má verða gegnum þessa örðugleikatíma. Þess vegna þarf að efla innanlend bjargráð. Myklestað, fjárkláðalæknirinn, sem ferðaðist hér um landið undr- aðist yfir sællífi og eyðslusemi ís- lendinga. Mikil brögð munu vera að því víða i landinu. Óvíða munu menn hafa klipið af skamti sínum, og ekki skortir kveinstafi yfir hverri minstu vöntun. Af öllum þeim hættum, sem við á þessum tímum þurfum að reisa rönd við, er sú hættan ef til vill alvarlegust sem felst í okkur sjálfum. Hana kunn- um við sízt að varast. Flestir erum við seinlátir til nýbreytni þólt nauð- syn krefji. Margir erum við hort- ugir og matvandir eyðsluseggir, og vera má að neyðin væri sá kinn- hestur, sem okkur væri hollastur til betrunar og þroska. Jónas Porbergsson. Ný kenning og gömul þó, stingur nú upp höfðinu í Landiuu. Hófst grein i síðastliðinni viku og kemur fram- hald á í þessari viku og heitir: Veltufé. Hefir úr þeirri átt fyr mjög kent sömu stefnu. Megin stefna greinarinnar er, að lýsa því hve kaupmannastéttin sé bráðnauðsyn- Ieg og ómissandi, en á hinn bóg- inn séu samvinnufélög mjög var- hugaverð, jafnvel óframkvæmanleg og eigi ekki að vera til í þjóð- félaginu. Selstöðukaupmennirnii' dönsku eru jafn vel taldir með öllu ómissandi, og hefði það vafa-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.