Tíminn - 16.03.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1918, Blaðsíða 1
TMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4- kr. árgangurinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land í Laufási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 16. marz 1918. ^astar á Híitarbakka. Nokkur hluti frönsku þjóðarinn- ar álítur þá fyrst skaplegan enda bundinn á deilumál Frakka og Þjóðverja, ef Rín skifti löndum milli ríkjanna að stríðinu loknu. Bandaríkjablöðin hafa gert þessa skoðun að umtalsefni, og vitrir menn vestanbafs komast að þeirri niðurstöðu, að ilt eitt muni af leiða, ef kröfu þessari yrði fullnægt. Elsass og Lothringen hafa um langt skeið verið þrætuepli þessara tveggja stórþjóða. Að loknu stríð- unu 1870—’71 lentu bæði fylkin í höndum Þjóðverja. Voru þau nefnd ríkisland og voru talin eign þýzku rikjanna allra. Talið er að Bis- marck hafi ekki verið allfús að innlima bseði héruðin. Má verá að hinn vitra mann hafi órað fyrir afleiðingunum. En aðrir hafi ráðið þar meira um. Fyrir Frakkland var tjónið tvö- falt. Héruð sem lengi höfðu verið óaðskiljanlegur hluti landsins voru hrifsuð burtu og saníeinuð óvina- landi. Og í allmiklum hluta þess- ara fylkja var frönsk tunga móður- mál, og fólkið alfranskt í hug og hjarta. Var sá missirinn sárastur. Nú er það skoðun þeirra Banda- ríkjamanna sem hér er til vitnað, að síðari krafan ein sé fullkomlega réttmæt. Landamærin milli Þýzka- lands og Frakklands eiga ekki að vera algerlega bundin við farvegi íljóta, eða sögulegar endurminning- ar. Réttur en ekki máttur eigi að ráða. Takmörkin eigi að miða við þjóðerni. Það sem franskt sé skuli vera franskt, en hitt þýzkt, sem þýzkt er. Bandaríkin hafi gengið inn í styrjöldina til að auka rétt- lætið í heiminum. Og synir Vestur- heims sem fórni sér á vígvöllum Evrópu fyrir stjörnufánann, berjist fyrir friðar og drengskaparhugsjón- inni í víðustu merkingu. Og þeir hefðu til einskis fallið ef sigur Vesturþjóðanna fæddi af sér nýtt ranglseti i stað þess sem læknað var. Yrði það tilefni nýrra styrj- alda og óreiknanlegrar ógæfu. þessi skoðun, að vernda rétt sér- staks þjóðernis til hins ítrasta, er sterkur þáttur í lífstrú bezlu manna í Vesturheimi. Fyrir íslendinga ætti það að vera mikið ánægju efni. Vonin um fullkomið sjálfstæði þjóðarinnar á ókomnum öldum byggist á því, að þessi hugsunar- háttur verði að stöðulögum í al- þjóðaviðskiftum. Að réttur ráði, en ekki máttur. Oflátungar þjöðfélagsins eftir Guðmund Friðjónsson. Fýtur oft í þunnum skjá par til hyldin rifnar frá; eyfið lendir út i snjó — eða máske y>grœnum sjó«. Enn þá virðist aukaþing í aðsigi — til ógleði öllum þeim, sem lesa og sjá þingtíðindi og ferðakostnað- arreikninga þingmannanna sumra. Hvað skyldi aukaþing eiga nú að afreka? Spyr sá sem ekki veit. Þegar samsteypuráðaneytið var myndað, var þeirri átyllu haldið á lofti, að fjölga þýrfti ráðherrunum svo fleiri en einn maður væri til úrlausnar um vandamál þjóð- arinnar milli þinga. Svo á nú að sýna það í verkinu, að úrlausn hvers máls skuli leggja undir al- þingi — þrátt fyrir ráðherra þre-^ menningana — þetla vitsmuna- manna samsafn, sem nú skipar þingbekkina að mestu leyti. Hverjar valda þessu athæfi? Of- látungar þjóðfélagsins. Þeir valda því, að fánamálið er nú komið í rembihnút. Það er aldrei stór vandi, að búa til flækjuhnúta. Hitt er meiri galdur að leysa þá. Stjórnin virðist vilja leggja þetta vandamál undir alþingismennina. Ef þetta er ekki aðalástæðan fyrir aukaþingshaldi nú, þá er ástæðan ekki auðfundin. Dýrtíðarmálin eru auðvitað vandamál enn sem fyrri. En er það nú líklegt að þingið alt saman geti gert í því vandamáli annað en það, sem stjórnin getur gert og gerir? Veit eg það, að stjórnin er sneypt fyrir allar ráðstafanir sínar í dýr- tíðar og verzlunarsökum. En þing- inu þarf eklci að stefna saman til þess að skamma stjórnina. Það geta blöðin gert og það gera þau ókeypis. Hitt kostar landið of fjár að halda þingið. Mér sýnist engin þjóðarnauðsyn að draga saman lið að stjórninni — til þess að ásaka hana fyrir gerðir sínar. Mér kemur i hug það sem Lincoln forseti sagði íorðum- daga. Hann átti orðastað við að- komumenn, sem voru að tala um, hvernig stjórnin ætti að haga sér í vandamálinu mesta, sem Banda- ríkin höfðu átt við að etja. Þá mælti forsetinn: »Setjum svo. að Blondin væri staddur á streng, sem lægi yfir fossinn Niagara. Svo kæmu köllin^úr öllum áttum: Ekki svona, Blondin! heldur á hinn veg- inn. Nú til hægri, liallaðu þér til hægri. Nú til vinstri! Stattu keik- réttur! Hallaðu þér aftur á bak! Beygðu þig áfram! Stjórnin hefir feikna þunga á baki sér. Hún gerir eins og hún getur bezt«. Svona mælti forsetinn. En hinir þögðu. Þessir oflátungar þar vestra, fengu þarna tjöruplástur fyrir kjafta- gjá samvisku sinnar. Hér á landi eru þverrifur oflátunganna svo úða- miklar, að enginn lappi tollir á þeim þó límdur sé. Þetta land er að verða — er orðið — að botnlausu kjaftaæðisbæli, það sýna blöðin sum. Og það sýna alþingistíðindin. Þessu valda oflátungar þjóðfé- lagsins. Þeir valda því, að nú er enn aukaþing í vændum. Stjórnin virð- ist vera hálf hrædd við oflátung- ana. Þess er von. Hún á engan meiri hluta bakhjarl í þinginu. Hún ræður nú litlu eða engu á alþingi. Flokkabrotin, þ. e. þingmennirnir, ráða landinu og kúga stjórnina — því líkt endemi. Þetta er víst þing- ræði og þjóðræði — á lægsta stigi. Og nú er úlfaþyturinn í flestum blöðum landsins sá sami. Hann æpir: »Niður með stjórnina!« Hún á að hafa unnið sér til óhelgi með fjármála og verzlunarathæfi sínu. Aldan er bersýnilega runnin frá kaupmönnum. Annars er svo sem sama hvaðan »alda sjá rann«. All- ar stjórnir í landi voru eru skamm aðar, og allar stjórnir í víðri ver- öld. Lítum til Frakklands. Þar er sí og æ stjórnunum steypt. Þeim er kent um úrslitalaust þóf á víg- völlunum. En þar er við þann of- jarl að etja, sem engin stjórn fær knésett. — Loksins hefir nú »ráðherraban- inn« gamli tekið að sér forystuna. Við fáum nú að sjá hverju sá átt- ræði ylfingur kemur til leiðar í Frakklandi. Hér í landi er ekki við vopnaða fjandinenn að etja. En stjórnin okkar hefir ílegðu í fangi, þar sem dýrtíðin er. Sá óvættur er hverri stjórn sem væri sú flagðkona, sem komið gæti hverri stjórn í vanda. Eg ritaði grein í ísafold í fyrra, þar sem eg leiddi rök að því, að vitleysa væri að steypa stjórnum í sifellu. Eg benti á útlenda reynslu, þá sannreynd, að í þeim löndum væri stjórnarstarfið dáðrakkast, þar sem stjórnarkraftarnir væru lang- vinnastir, þeir hinir sömu. Eg benti á Þýzkaland og Frakkland svo sem gagnstæður. Heilbrigð skynsemi get- ur farið nærri um þetta. Kraftar, sem eru óæfðir, vinna ekki svo vel, sem æfðir starfskraftar í hvaða verkahring sem er. Og því vanda- meiri sem verkahringurinn er, þess meiri vandhæfni er að komast i starfið. Landsstjórnin er vandamesta starfið í hverju landi. Það vila 11. blað. vitsmunamenn þjóðanna. En hér í landi þykist hver oflátungur vera fær um að takast þennan vanda á hendur. Þvílík ósvinna! Látum nú svo vera að stjórnin sem situr að völdum sé gallagrip- ur. Eg mæli þó ekki þessum orð- um fyrir þá sök, að eg trúi í blindni blaða skvaldrinu. Eg set niður dæmið þannig. Nú er þvi svo háttað, eða hefir verið, að all- ar stjórnir hafa verið svívirtar, sera vér höfum átt yfir oss. Óhætt er að fullyrða, að altaf hafa þeir menn verið valdir til stjórnarfor- menskunnar, sem bezt þóttu hæfir til þessa vanda. Nú er búið að velja svo oft, að naumast mun hafa sést yfir betri krafta en þá, sem orðið hafa fyrir valinu. Nú er sá formaður stjórnarinnar, sem bezt og mest traust hefir alla tíð haft í Heimastjórnarflokknum, þegar Hannes Hafstein er undangenginn. Sigurður Eggerz var átrúnaðargoð »sjálfstæðismanna«. Hann er annar ráðherrann. Sigurður Jónsson er þektur um land alt og landskjör- inn; tvímælalaust vitsmunamaður. Einar Arnórsson féll á almannafær- inu (landskosningunum) og þar með var sýnt að hann hafði ekki alþjóðarfylgi. Þess var og von, svo ósleitilega, sem fyrir hann var eitr- að eftir samningana við Breta. Björn Kristjánsson tók sjálfan sig af ráðherra-lifi. Nú er mér spurn: Hvar eru þeir menn, og hverjir eru þeir menn, sem nú væru liklegir til þess að inna landsstjórnina betur af hönd- um, heldur en þeir gera sem nú stjórna landinu? Því að eins er vitglóra í því að steypa stjórninni, að betri menn séu vísir til taks heldur en þeir sem steypa á. Eg þori að fullyrða, að betri landsstjórnarkraftar eru ekki í þing- ingu, en þeir, sem nú eru starfandi. Með þessum orðum er eg ekki að segja, að þessir menn séu galla- lausir. Því fer fjarri. En margt af því sem þeim hefir verið fundið til foráttu, er blekkingaryk kol- mórautt. Nú mun það vaka fyrir oflát- ungum þjóðfélagsins, að koma af stað nýjuin kosningum til alþingis. Og þá mundu ný ráðherra efni koma á kreik. Reynslan hefir orðið sú yfirleitt, að þingliðinu fer aftur með liverj- um nýjuin kosningum til alþingis. Þess vegna er það ekki tilhlökk- unarefni vönduðum mönnum, að nj7jar kosningar til alþingis séu 1 aðsigi. En oflátungar þjóðfélagsins mega hlakka til. Það er vatnsauki á þeirra mj7Inu og hvalur í þeirra Keflavík. Þeir ætía líklega, að gera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.