Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1918, Blaðsíða 4
T í MI N N 11<) Sauðfjár- og hrossamark: Hangfj. fr. hægra; biti fr. vinstra. ión Guðmundsson, Kvíslhöfða, Mýrasýslu. i ári. Er þar efni í dýrtíðar-bjarg- ráð^ráðstöfun. Samþykt var að skora á þingið nú, að nema úr gildi bjargráðasjóðslögin frá 1913, sem illa eru þokkuð hjá lands- inönnum. Lögferja á Hvítá er nú fyrst um sinn færð frá Hvítárbakka að Þingnesi. Haldinn var sýslufund- urinn á Hvitárvöllum hjá stór- bónda Olaíi Davíðssyni. — Yfir- leitt er fyrirmyndarbúskapur í Andakílshreppi, að líkindum efn- aðasta sveit á landinu. Kom eg þar i heýhlöðu lijá 3 bændum og reiknaðist mér til að einn fyrnti 20 kýrfóður, Olafur; annar 10 og þriðji 8. Við matvörutalning í marz kom það i Ijós, að llestir höfðu ársbirgðir. Lýsir sér hvar- velna fraintakssemi og dugnaður. BorgarQarðarhérað er blómleg sveit. Þangað á að færa alþingi fslendinga, með því mælir svo margt. Hefðu þingm. gott af því í betra andrúmsioíti að sjá hvað út- j hcimtist til að geta lifað og verða að manni. Þar um bygðir var líka minni dýrtíðarvæl nú en í þing- mönnum 1915 o. fl., þegar gróði landsmanna var sem mestur. Þorsteinn á Grund. JF'réttir. Tíðin er enn hin bezta. Ein frostnótt var í byrjun vikunnar og: andaði þá af norðri, en ekkert varð úr hreti hér syðra. Urkoma er heldur lítil, en þurkar alls ekki til tjóns. Tóuyrðlinga kaupir hæsta verði Ólafur Jónsson, Elliðaey við Stykkishólm. Formaður Þjóðvinafélagsins var kosinn Benedikt Sveinsson alþm. i stað Tryggva Gunnarssonar. Embætti. Sira Magnús Andrés- son á Gilsbakka hefir fengið lausn frá prestsskap. Gilsbakki á að sam- einast Reykholti. — Síra Jónmund- ur Halldórsson tekur við prests- þjónustu á Stað í Grunnavík. — Síra Þorsteinn Kristjánsson í Mjóa- firði hefir fengið yeiting fyrir Breiðabólsslað á Skógarströnd. Leikíélag Iteykjavíkur sýnir nú leikritið »Landafræði og ást« eftir Björnstjerne Björnsson. — Er liin bezta skemtun á að hlýða. í „Norðurlandi“ sem kom með næslsíðasta pósli sungu þeir tví- menning ritstjórinn og Gísli Sveins- son. Nú er Árni frá Höfðahólum tekinn við af Gísla og fer vel á. Smjörlíkisverksmiðju er í ráði að stofna hér í bænum. Er félag slofnað í því skyni. Er Jón Krist- jánsson prófessor formaður félags- ins en Gísli Guðmundsson gerla- I fræðingur er með í ráðum. 4 Skipaferðir. B i s p fór lil úl- landa 13. þ. m. — S t e r 1 i n g kom úr strandferð 14. þ. m. með fjölda farþega og er ráðgert að fari aftur í strandferð 20. þ. m. Sveiiamenn! Takið eítir! TorfiJ. Tómass., MaTörðnst.31 Rvík, útvegar yður prima waterprooí-kápur karla og kvenna í öllum litum. Verð frá kr. 18.00—120.00. Pantanir utan af landi verða af- greiddar gegn póstkröfu •fljótt og greiðlega. íþróttasamband íslands hélt aðalfund sinn 28. f. m. Hefir fé- lagið nú starfað í rúm sex ár. Stjórn var endurkosin að öðru leyti en því að Jón Ásbjörnsson fulltrúi lögreglustjóra baðst undan endurkosningu og var Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður kos- inn í stað hans. Stjórnin skýrði frá starfsemi fé- lagsiris á liðnu ári og lagði fram reikninga. Voru um 800 kr. í sjóði og »Sjóður styrktarfélaga í. S. í.« var kr. 455,83. í sambandinu eru nú 62 félög víðsvegar af landinu. Styrklarfélagar eru níu og mættu þeir verða fleiri. Öll íþróttafélög landsins ættu að vera í íþróttasambandinu. En það hin mesla nauðsyn, að meira kapp verði lagt á iþróttaiðkanir og er sambandsfélagið sjálfkjörið til for- ystu í því efni. íþróttavinir úl um land ætlu og að gera sér það að reglu, að kaupa öll þau rit og blöð er sambandið og einstök félög þess gefa út. Áhugamennirnir hér í Reykjavík sem gefa þau út, eiga kröfu á hendur öllum ungum mönnum í landinu um stuðning. Blaðið »Þróttur« sem getið var um j hér fyrir skömmu, og gefið er úl af íþróttafélagi Reykjavikur — en ekki í. S. í. eins og sagt var — á að verða að slóru og voldugu i- þróttablaði sem kemur út a. m. k. vikulega. Það er hér með skorað á unga menn um land alt, að stuðla að því að svo verði, með j því að lcaupa og útbreiða blaðið. j Slys vildi til í sundlaugunum njdega, druknaði þar unglingspilíur sem var við sundnám. Ensku samningarnir munu vera að kalla fullgerðir, en eru ekki opinberlega birtir enn. Póstþjófnaðurinn á Stað. Hans hefir áður verið getið hér í blað- inu. Nú hefir Jón Elíesarson, vetr- armaður á Stað, játað á sig þjófn- aðinn. Fundust aftur 3170 krónur, en nokkuð á sjötta þúsund var stolið. Hafði maðurinn brent 20 hundrað- krónuseðla og 16 ábyrgðarbréf. Jóhannes Fatursson bóndi í Kirkjubæ á Færeyjum hefir verið kosinn landsþingsmaður fyrir eyj- arnar. Áfengi til lyfja. Mjög góðar undirtektir munu vera hjá þing- mönnum um að bæta úr mis- notkun þess. Landið er samt við sig um að reyna að spilla fyrir samvinnu- stefnunni. í síðast liðinni viku er tekin lil meðferðar grein úr Tíma- riti kaupfélaganna og reynt að færa alt til verri vegar sem þar er sagl. Verður þeirrar ritsmíðar nán- ar getið. Brnni. Aðfaranótl 16. þ. m. brann hús á Laugalandi, sem er rétt við þvottalaugarnar. Var húsið hvorttveggja, íbúðarhús og hlaða. Sagt er að eldurinn hafi komið upp í hlöðunni, en vaíi leikur á hvernig á honum hafi staðið. — Húsið var vátrygt, en mjög lágt. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallssou Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg. Amaryllis. um höfuð sér sem gerði það að. verkum að allir drættir urðu meir áberandi í andliti hennar, og að augu liennar tindruðu enn nieira seiðandi en venjulega. »Eg gaf yður líf«, sagði hún með drotningarlegri tign í rómn- um, eins og hún væri hin upp- risna sjálf. Meðan á þessu slóð hafði eg komið fil sjálfs mín, en þó var mér enn ekki ljóst hvaðan öll þessi birla var lcomin. »Eg þakka yður göfuglyndi vð- ar«, sagði eg og hneigði mig í liinni mestu auðmýkt. Þá hoppaði hún niður og gat ekki stilt sig lengur. »Nú skuiuð þér viðurkenna það í hreinskilni að eg hefi levst mitt hlutverk vel af hendi; og að þér urðuð yfir yður óttasleg- inn þegar eg steig upp á klettinn og birtan féll inn«. »Eg get ekki neitað að svo hafi verið«. »Hélduð þér í alvöru að tröll- konan 11001 risið upp?« »Eg held það enn«. — Og við horfðumst i augu. — — — »Nú skulum við fara til pabba; ætli honum sé ekki farið að leiðast eflir okkur?« Þegar við komum aftur út, var Anastasios að reykja sér vindling í meslu makindum. Hann hló ánægjulega þegar dóttir hans var að lýsa því fyrir honum hversu henni hefði lekist að hræða mig, og gaf mér þá skýringu að inst i hellinum væri op, sem hægt væri að loka með sieini sem nákvæm- lega fylti út í það. Hjarðmenn mundu hafa gjört op þetla þegar þeir leituðu hælis i heliinum, en nú væri þetta notað sem eins- konar gluggi. VIII. Játning sem ekkerl varð aj. Eg hafði nú verið meir en mánuð í sveitinni og var ekki farinn að hugsa lil heimferðar. Hafði fest mig við einsetulífið likt og ostran við klettinn. Offr- aði ekki svo mikið sem minstu hugsun upp á veröldina utan takmarka jarðeigna frænda míns og hr. Anastasiosar. Frænda min- um féll það vel í geð hversu eg undi mér í sveitinni og skrifaði mér það að eg skyldi verða þar úl sumarið, þar til uppskeru allri yrði lokið, og eg verð að jála það að eg fann enga hvöt hjá mér til þess að andmæla því. Hversu unaðslegt var það líka ekki, að eins að það hefði ekki orðið að liða hjá eins og draum- ur! Uppskeran var byrjuð og lcotin máttu heita að vera lögð í eyði; þegar uppskeran hefst loka hænd- urnir híbýlum sínum og taka ekki að eins búslóðina með sér heldur hka búpeninginn. Það er ánægjuleg og einkennileg sjón að sjá stúlkurnar vinna að uppsker- unni, og allar eru þær með livit- ar skjdur til þess að verja sig sólbruna. Þú ættir að vita rneð hve mikilli leikni þær fást við þessi störf. / Við höfðum daglega ánægju- stundir af uppskeruvinnunni, gengum milli hópanna ýmist á landareign frænda míns eða ná- granna, og bændurnir voru auð- sjáanlega lirifnir af htillæti okkar. Kotbændur frænda míns föru þess á leit við mig, auðsjáanlega í þakklætisskyni fyrir það hve alþýðlegur eg var, að eg léti skrifa mig lil heimilis þarna í sveitinni svo þeir á sinum líma gætu sent mig á þing. Amaryllis lét sér ekki nægja að horfa á fólkið vinna heldur lijálpaði liún sjálf til oft og einatt. Einn dag- inn þegar hún hafði hjálpað hvað mest, hafði hún orð á þvi við mig að sér kæmi elcki til hugar að vinna svona fyrir ekki neitt, hún væri þó a. m. k. maf- vinnungur, og í sömu andránni lagðist hún hjá fólkinu og tók að snæða með hinni beztu mat- arlyst — livað heldurðu — rúg- brauð og glænýjan ost.1) 1) Hvorttveggja óæti fyrir alla aðra en sveitafólk í Grikklandi, brauðið hart eins og steinn, og osturinn með megnu óbragði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.