Tíminn - 20.07.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1918, Blaðsíða 3
TlMINN 163 er meir um það hugsað í heimin- um nú, en nokkru sinni áður, með hverjum hætti leyst verði úr þeim viðfangsefnum sem hin ólíku þjóðerni valda. Neistinn sem kveikti ófriðarbálið nú, kviknaði einmitt þar í Norður- álfunni sem vandræðin eru mest um að leysa þjóðernisvandamálin. Það var í Austurriki og Ungverja- landi. Það ríki er stærsta undan- tekningin í Norðurálfu frá því að þjóðerni ráði ríkjaskipun. Skal nú nánar að því vikið. Samkvæmt hinu síðasta opinbera manntali í Austurríki og Ungverja- landi — 1910 — var íbúatalan um 50V* miljón. Ráðandi kynþætt- irnir tveir, Austurríkismenn — þ. e. Þjóðverjar — og Ungverjar, voru til samans ekki helmingur af íbú- unum, þar eð Þjóðverjar voru 12 miljónir og Ungverjar 10 miljónir. Slavar eru fjölmennasti kynþáttur- inn um 242/2 miljón og loks þjóðir af rómönskum uppruria, ítalir og Rúmenar um 4 miljónir. En slafneski kynþátturinn er margskiftur og fer fjarri að einn sé vilji hans alls. Fjölmennastir af Slövum eru Bæheimsbúar. Eru þeir af flestum taldir bezt mentir allra Slava í heiminum og eiga mjög merka og fræga sögu. Hafa þeir öldum sam- an sætt hörðum kosti, en þjóðerni þeirra hefir staðist þá eldraun. Ásamt með frændum sínum og nábúum Slóvökum, á norður landa- mærum Ungverjalands, eru þeir alls um 81/* miljón og vilja stofna sjálfstætt ríki. Næst fjölmennastir eru Suður- Slavar, sem byggja austurhluta ríkisins, þar sem mætist Balkan- skagi — Serbía og Svartfjallaland — og Austurríki-Ungverjaland. Þeir eru 7 miljónir. Hafa þeir lengi verið ósammála innbyrðis og ým- ist viljað fult sjálfstæði, eða sam- einast, sumir Serbum, aðrri Svart- fellingum. En fyrir tveim árum áttu fulltrúar þeirra fund með sér, ásamt frændum þeirra í Serbiu og Svartfjallalandi — og eru þá alls um 12 miljónir — og vilja sam- eiginlega stofna sjálfstætt ríki. En sem stendur eru ekki miklar horf- ur á að fram úr rætist með það. Þá búa um fimm miljónir Pól- verja i Austurriki. Er það alkunna hvílík kjör sú þjóð hefir búið við. Þeir hafa þó verið minst hrjáðir í Austurríki, enda hefir austurríska stjórnin notað þá til þess að láta þá vega salt milli hinna kynþátt- anna og Pólverjar reynst auðsveip- ir. En þeir eru engu að síður fyrst og fremst Pólverjar og taka með bræðrum sínum á Rússlandi og Prússlandi undir kröfuna unr að fá aftur að njóta sín sem sjálf- stæð þjóð, sem þeir voru um margar aldir. Loks eru ótaldar um 4 miljónir Slava, sem búa í norð-austurhluta ríkisins og nefnast Rúthenar. Eru þeir af sama ættstofni og íbúar Litla-Rússlands — Ukraine — og vilja mega með þeim vera og mynda sérstakt ríki..— Rómönsku þjóðernin í rikinu, italir og Rúmenar, vilja að sjálf- sögðu sameinast bræðrum sínum og laga landamærin eftir því. — Pað er fróðlegt að gera sér grein fyrir hvernig þetta sundurleita riki hefir myndast og hvernig það hefir hangið saman fram á þennan dag. Á fimtándu og sextándu öld fóru Tyrkir eins og logi yfir akur um allan suðausturhluta Norður- álfunnar. Hvað eftir annað lá við borð að herfylkingar þeirra yrðu kristnum mönnum algerlega yfir- sterkari. Hinni kristnu menning stóð hin mesta hætta af Tyrkjuin. Vinarborg var það vígi sem ávalt stóð þá óbrotið. Það er þessi sameiginlegi ótti allra kristinna manna í þessum hluta Norðurálfunnar sem leggur grundvöllinn undir myndun hins núverandi ríkis Austurríki-Ung- verjaland. Habsborgarættin hafði þá forystuna i baráttunni gegn Tyrkjum. Hún tók að sigurlaunum keisaradæmið sem hún heldur enn í dag. Fram á sautjándu öld er Tyrkja- hræðslan bandið sem bindur sam- an hina ólíku kynþáttu i eitt riki. Og þegar það er farið stendur ríkið eftir. Þá verður það Habsborgar- ættin sem heldur rikinu saman til þess að missa ekki völdin. Og hún gerir það einkum með þeim hætti að æsa hvern einstakan kyn- þátt gegn hinum og liggur svo ofan á öllu saman. Og þegar dregur nær nútímanum fær stjórnin öfl- ugan styrk frá sinum voldugu ná- búum, til þess að halda ríkisein- ingunni saman. Rússar hjálpuðu dyggilega á siðast liðinni öld, þeg- ar frelsisöldurnar risu sem hæst um alla Norðurálfu og alt komst svo i uppnám i Austurríki að stjórnin gat ekki við ráðið. Rúss- neski harðstjórinn vildi ekki vita af neinu frjálslyndi við hliðina á sér, eða að neitt tillit væri tekið til krafa þjóðerna. Og þegar nær dregur nútimanum kemur bjálpin frá Þýzkalandi sem þarf að hafa öflugan samherja þar sein Austur- ríki-Ungverjaland er og getur því ekki þolað að það liðist sundur. Þannig stendur á því að enn er til ríkið Austurríki-Ungverjaland, samsett úr jafnólíkum efnum og likneski Nebúkadnesars, álíka ólíkt flestum öðrum ríkjum Norðurálf- unnar og risadýr miðaldarinnar dýrum nútimans. Fram á miðja síðastliðna öld var þ57zki kynþátturinn einn al- valdur í ríkinu. Ungverjar undu verst kúguninni og börðust oft fyrir frelsinu, en voru jafnharðan barðir niður, síðast með aðstoð Rússa. En upp úr hinum miklu óförum Austurríkis 1866, sá stjórn- in að ríkið myndi gliðna sundur væri ekkert að hafst. Og þá voru Ungverjar settir í hásætið við hlið Þjóðverja og hafa setið síðan. En í stað þess að þess hefði mátt vænta að Ungverjar krefðust um leið fullréttis fyrir hina aðra kúg- uðu kynþáttu, um leið og þeir fengu þrið sjálfir, þá lögðust þeir á þá með Þjóðverjum í Auslurriki og hafa reynst miklu harðdrægari um að halda niðri öllum frelsis- hreifingum með oddi og egg. Það leið að því undir stríðsbyrj- unina að óviðráðanlegt yrði að halda þjóðflokkunum í skefjum. Serbiu hafði vaxið stórkostiega fiskur um hrygg í BalkanstyrjÓld- unum siðustu. Það styrkti vonir Suður-Slava um sameining við þá. Aldan var orðin svo rílc að eitt- hvað varð að gera. Austurríki sagði Serbiu stríð á hendur til þess að leysa þann hnút og varðveita ríkiseininguna. Annað mál er hvort það var gert með þeim huga að kveikja alheims ófrið. Styrjöldin hefir gefið austurrísku stjórninni nóg að hugsa um inn- anlandsástandið. Ríkinu lá við full- kominni gliðnun framan af strið- inu. Þegar Rússar sóttu að að norðan og Rúmenar og Serbar að austan og sunnan, þá tóku eigin þegnar ríkisins óvinunum opnum örmum. En í hvert sinn og hættan var orðin alvarleg kom úrxnorðri hinn brynvarði hnefi Þýzkalands, rétti fylkingarnar og rak óvinina aftur við ærið manntjón og landa. — En í sjálfum austurriska og ungverska hernum hefir herstjórn- in orðið að taka til hinna hörð- ustu refsinga til þess að fá, hinar kúguðu þjóðir til að berjast. Þús- undum saman hafa slavneskir her- menn strokið undan merkjum. Jafnvel heilar fylkingar hafa geng- ið óvinunum á hönd. Bandamenn láta það opinberlega í Ijósi að fast að helmingurinn af þegnum Vínarkeisara sáu vinir en ekki óvinir. — Svo standa sakir í löndum hins unga Karls keisara. Eigi að semja varanlegan frið að styrjöld- inni lokinni, verður það mesta vandamálið að ákveða örlög rikis hans. Fer það eftir úrslitum ófrið- arins hvort þá má sip meira her- menskustefnan og yfirdrottnunar, sem krefst þess að hið forna ríki haldist óskert eða aukið enn meira af sundurleitum þjóðum, öflugur bandamaður í kúgunarpólitík of- jarlanna — eða réttmætar kröfur frelsiselskandi manna að fá að reisa heimili og þjóðfélag þannig vaxið, að þeir fái að njóta sín og leggja sinn sjálfstæða skerf í fram- sóknarbaráttu mannkynsins. Þingstörfln. Lengsta þing á ís- landi hefir það orðið, sem nú var nýlega slitið. Stóð í 100 daga rétta. 49 frv. hafa alls verið lögð fyrir þetta þing. Þar af hafa 25 frv. verið afgreidd sem lög, 11 verið feld, 1 tekið aftur og 12 ekki út- rædd. 50 tillögur til þingsál. hafa fram komið, þar af 9 um skipun nefnda, 27 hafa verið afgreiddar sem ályktanir þingsins, 10 feldar og 4 ekki útræddar. 8 fyrirspurnir hafa fram komið. Af þeim var 5 svarað, en 3 ekki. Verður nánar skýrt frá þingstörf- unum í næstu blöðum. Hluíakaap í Eimskipaíélaginu. Mönnum mun það í fersku minni að í vetur birtust aðvaranir frá helstu stuðningsmönnum Eimskipa- félags íslands meðal Vestur-íslend- inga, til hluthafa félagsins þar, að selja ekki hluti sína mönnum sem þar voru að falast eftir þeim í umboði einhverra heima á íslandi. Um líkt leyti gaf stjórn félags- ins, að gefnu tilefni, út viðvörun til hluthafa hér heima, að selja ekki hlutina undir nafnverði. Og gerði um leið ráðstafanir til þess að sala gæti farið fram á hlutum svo að hæfilegra verð kæmi fyrir. Hvottveggja auglýsingin ber vott um það að eftirspurn töluverð er að verða eftir hlutum i félaginu. Er það og ekki að undra. Hagur félagsins stendur með hinum mesta blóma. Hið raunverulega verð hlutabréfanna er nú orðið miklu meira en nafnverð. Mun ekki fjarri sanni, að hver 100 kr. hlutur sé nú í rauninni a. m. k. 150 kr. virði, ef til vill 200 kr. virði. Forgöngumönnum félagsins aust- an og vestan er þetta auðvitað kunnara en öðrum. Þess vegna var það rétt, að þeir vöruðu menn við að selja. Og hefði ekki verið úr vegi að hluthöfum hefði verið sagt frá því, hvers virði hlutirnir eru í raun og Veru. Nú er það komið á daginn, að tveir menn úr stjórn félagsins hafa lagt fram fé tii hlutabréfakaup- anna vestan hafs. Það kemur upp eftir á, en virðist hafa átt að fara leynt. Þá framkomu verður að víta af tveim ástæðum einkanlega: Fyrst og fremst af þeirri, sem þegar er nefnd, að mönnum þess- um hlýtur að vera það bezt kunn- ugt hvers virði hlutirnir eru — en, það hefir hvergi komið fram, að hlutirnir hafi verið keyptir yfir nafnverð. En þá kröfu verður að gera til stjórnenda hlutafélaga, að þeir sem slíkir falist ekki eftir kaupum á hlutum af hluthöfum við lægra verði en hinu raunveru- lega. í öðru lagi er þessi a. m. k. hálfleynilega aðferð — og það af hálfu manna úr stjórn félagsins — að ná kaupum á hlutum Vestur- Islendinga, mjög óviðurkvæmileg framkoma gagnvart þeim. Þegar félagið var stofnað, gerðu V.-ísI. það af ræktarsemi til ættlandsins og löngun til að hjálpa því til þess að koma á fót sliku þjóðþrifa- fyrirtæki, að kaupa hluti i félag- inu. Þeir gerðu það ekki í gróða- skyni. Þeir gerðu það af þjóð- rækni. Við, heima-íslendingar, mátt- um þvi ekki eiga frumkvæði að því að reyna að ná undan þeim hlutunum aftur, sízt þegar fyrir- tækíð reyndist svo gróðavænlegt, sízt gera það á hálflymskulegan hátt, sizt máttu menn úr stjórn- inni verða til þess. Vestur-íslendingarnir áttu að eiga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.