Tíminn - 12.10.1918, Blaðsíða 1
Tinim
kemur út einu simd i
mka og kostar * kr,
árgangurinn.
\
AFGREIDSLA
i Hegkjaoik Laugave§
18, simi 286, út um
land i Laafási, simi 91.
II. ái’.
Reykjavík, 12. október 1918.
Stj5rnar$k!|tis þýzkn
og jrilarhorjnrnar.
Nú virðist þingræði loksins vera
innleitt á Þýzkalandi og er það
eitt af því merkasta, sem borið
hefir við i stríðinu. Þar með er síð-
asta virki sterka konungsvaldsins í
Norðurálfu horfið úr sögunni.
t>ó er það ef til vill enn merki-
iegra í svipinn, að algerð stefnu-
foreyting hefir orðið í þjTzkum
stjórnmálum út á við. Hingað til
foafa skipað þar stjórn menn úr
miðflokkum þingsins eða íhalds-
menn, eins og t. d. Hintze utan-
ríkisráðherra, er nú vék frá völd-
um. Hann var talinn einn af trygg-
ustu fylgismönnum alþýzka flokks-
3s. Skoðanir þessara manna voru
mjög skiftar í ýmsum greinum, en
um það voru þeir sammála, að
ekki bæri að sémja frið, nema
foann verði Þjóðverjum mjög hag-
kvæmur. Þegar Þjóðverjum gekk
sem bezt sóknin í vor voru allar
foófsamar raddir þaggaðar niður.
Stórblöðin þýzku fluttu stöðugt
greinar uin alla þá dýrð, sem Þjóð-
verja biði þegar þeir liefðu unnið
algeran sigur á öllum óvinum
sinum. Sigurvinningarnar höfðu
stigið þjóðinni til höfuðsins og hún
var eins og í vímu.
Svo ltom 18. júlí og áhlaup
Frakka hjá Rheims og þrem vilt-
um síðar hófst hin mikla sókn
Englendinga hjá Amiens. Síðan
hefir stöðugt hallað á Þjóðverja,
þó hinsvegar sé ekki hægt að segja
að Bandamenn hafi unnið verulega
stórsigra, enn sem komið er. En
þjóðin þýzka tók að örænta um
sigurinn og tapa trúnni á leiðtoga
sina.
Hinar miklu ófarir bandamanna
Þjóðverja í Austurlöndum réðu
úrslitum.
Þegar þau tíðindi komu til Ber-
hnar, sló óhug miklum á menn.
Alt virlist benda á, að úti væri um
áhrif Þjóðverja i Austurlöndum.
En það hefir verið aðal mark
þeirra siðustu áratugi að ná Balk-
anlöndunum og Tyrkjaveldi í Asíu
undir sín yfirráð. Þýzkir auðmenn
og bankar hafa lagt stórté i alls-
konar fj’rirtæki þar eystra. T. d.
Bagdadbrautina. Nú síðustu árin
hafa þeir einnig keypt landspildur
miklar í Litluasíu og var í ráði að
flytja þangað þýzka bændur.
Hingað hafa litlar fréttir borist
um ástandið í Berlín þessa daga.
Vér vitum að eins að verðfall varð
mikið í kauphöllinni og mikill ótti
,greip menn þar yfirleitt. Ráðaneyt-
ið vék úr sæti og ríkiskanzlari
varð Max prins af Baden.
Max er kunnur að því að vera
mikill vinur Englendinga, enda
hefir hann dvalist langdvölum í
Englandi og stundað nám við há-
skóla þar. Hann er kvæntur enskri
konu af tignum ættum. Á síðasta
ári hefir Max nokkrum sinnum
látið í ljósi skoðun sína um stríð-
ið og væntanlega friðarskilmála og
hafa kröfur hans verið vægari en
flestra annara þýzkra stjórnmála-
manna, og telur hann nauðsynlegt
að semja frið sem fyrst, án þess
að barist sé til úrslita, og að sam-
vinna takist með Þjóðverjnm og
vesturþjóðunum, óðara að ófriðin-
um loknum.
Samtal hans við þýzkan blaða-
mann, sem birtist í sumar, er
Þjóðverjum tók að ganga miður,
vakti afarmikla eftirtekt um allan
heim, enda «*var talið mjög líklegt
að hann hefði birt þar vilja keis-
arans.
Þá hafa þau undur orðið, að
jafnaðarmenn eru komnir í þýzka
ráðaneytið. Foringi þeirra Scheide-
mann, sem nú fékk þar sæti,
hefir unnið inikið fyrir þjóðina og
fyrir endurreisn alþjóðasambands
jafnaðarmanna.
Loks má nefna Erzberger, sem
er einn af aðalmönnum Miðflokks-
ins (Centrum). — Ekki jafnaðar-
maður eins og stóð í loftskeyti er
hingað barst. — Hann er einhver
hinn mesli skörungur þýzka þings-
ins, og hefir hann oft sagt að
hægðarleikur væri að semja frið
og hefir hann líka verið vægari í
kröfum en alment gerist. Út af
þessu hefir hann verið hataður
mjög af alþýzka flokknum.
Það var svo sem auðvitað, að
þessir menn, sem vafalaust hafa
öll völdin í ráðnneytinu, myndu
fljótt koma með friðartilboð, enda
varð það fyrsta embæltisverk nýja
kanzlarans að snúa sér til Wilsons
Bandaríkjaforseta og biðja hann
um að beita sér fyrir því að vopna-
hlé yrði þegar samið og friðar-
samningar byrjaðir. Tjáði hann
sig fúsan til að Jeggja þau friðar-
skilj’rði er Wilson heíir sett, til
grundvallar fyrir samningum. Nú
inunu margir hyggja að friðurinn
sé i nánd, en þess ber að gæta
að kanzlarinn segir alls ekki, að
hann vilji ganga að öllum skilyrð-
um Wilson, heldur að eins að
hægt sé að nota þau, sem grund-
völl við samningana. Skilmálarnir
voru líka allharðir aðgöngu fyrir
Þjóðverja. Meðal annars skyldu
þeir láta Elsass-Lothringen af
hendi við Frakka. Pólland skyldi
endurreist og fá auk rússneska
Póllands, Posen og Austur- og
Vestur-Prússland frá Þjóðverjum
og .Galizíu frá Austurríki. Enn-
fremur skyldu hinar ýmsu þjóðir
Austurríkis, Ruthenar, Slovakar,
Tjekkar o. fl. fá sjálfstjórn. Er
varla við því að búast að Þjóð-
verjar vilji ganga að þessum kost-
um, enda þótt friðarvinir skipi
þar stjórn, nema því að eins, að
þeir séu að þrotum komnir. Má
því búast við að enn geti liðið
nokkur tími þangað til friður verði
saminn.
íanlbúnaðarerinilreki
vestnr m haj.
í 37. tbl. Tímans birtist grein
eftir Björn H. Jónsson, kennara í
Vestmannaeyjum, sem hét: Afl-
vélar til jarðyrkju. Tilefnið til
greinarinnar var það, að í sumar
kom frá Ameríku fyrsta dráttar-
vélin, þeirrár legundar sem nú eru
alment notaðar um heim allan til
jarðyrkju. Bendir höfundurinn á
að við íslendingar verðurn að fara
að líkt og Bandamenn í stríðinu,
að fá Ameríkumenn í lið við okk-
ur. Liðið sem við þurfuin að fá
frá Ameríku séu nýtízku vélar.
Þessari hugsun vill Tíminn halda
á lofti. —
Þegar sjávarútvegurinn skifli um
áhöld, varð sú bylting og framför
á þeim atvinnuvegi sem öllum er
kunn.
Samkepnin sem bíður landbún-
aðarins að stríðinu loknu verður
áreiðanlega mjög hörð, verði ekki
eitthvað gert til þess að létta hon-
um hana.
Það verður ekki upp talið hér
að þessu sinni, alt sem gera þarf
til þess, en einungis haldið sér við
þetta eina: að iandbúnaðnrinn skifti
um áhöld, á soipaðan hátt og sjáf-
arútvegurinn.
Þeim mönnum, sem litla trú
hafa á tramtíð landbúnaðarins is-
lenzka, er gjarnt að halda því fram
um þetta .el'ni, að bændur muni
alls ekki fást til þess að skifta um
áhöld, fara t. d. alment að nota
vélar. Þeir séu svo ragir og seinir
lil nýbreytni. Þess vegna hafi sjáf-
arútvegurinn nú farið fram úr, af
því að sjómennirnir séu ekki með
þessu marki brendir.
Þetta er algerlega rangt. Þegar
íslenzkir bændur hafa fengið í
hendurnar þau nýtízku verkfæri,
sem virkilega átti við að nota i is-
lenzkum búskap, þá hafa þeir altaf
brugðið mjög fljótt við, um að
42. blað.
kasta gömlu verkfærunum og taka
hin nýju. Nægir í því efni að
minna á skozku ljáina og skilvind-
urnar.
Þröskuldurinn hefir verið sá. að
þær nýtízkuvélar sem hingað hafa
fluzt, eða af spurst, hafa ekki átt
við að einhverju. leyti, eða að litlu
leyti, og hafa þess vegna ekki
fengið almennari útbreiðslu en
raun er á. i
En áhöldin sem við eiga koma
ekki af sjálfu sér. Það verður að
sækja þau.
Sjáfarútvegurinn á nú sérstakan
erindreka í Ameríku. Og nýlega
hefir Fiskifélagið sent annan mann
veslur um haf til þess að nema
þar vinnubrögð.
En ekkert einasta orð heyrist
um að neinn maður fari í slikum
erindum af hálfu landbúnaðarins.
En það er einmitt það, sem þarf
að gera,
Pað þarf að senda mann til þess
að skoða landbúnaðarvélar. Þær
eru til nálega til allra verka og af
misjöfnum tegundum.
Það á að velja úr þær sem lík-
legastar eru til að koma hér að
notum, fá gerðar bætur á þeim,
fá þær heim og reyna þær.
Landssjóður og Reykjavikurbær
hafa byrjað á kartöflurækt í stór-
um stýl. Bæjarstjórn Reykjavíkur
er að bollaleggja um framtíðar-
ræktun bæjarlandsins. Það liggur
beint við, að við þessi fyrirtæki á
að reyna nýju vélarnar, þær sem
valinn maður kemur með frá Ame-
ríku. Og svo auðvitað á gróðrar-
stöðvunum Hka.
Sérstaka fjárveiting ætti ekki að
þurfa til þess að kosta slíka för
vestur og til fyrstu áhaldakaupa.
Búnaðarfélagið ræður yfir nokkru
fé, hitt kæmi af því fé, sem varið
er til kartöfluræktar landssjóðs.
Þingið myndi vafalaust ekki fetta
fingur út í það, þótt stjórnin veitti
fé í þessu skyni.
Að sækja til útlanda þá þekking
og verkfæri sem þar er að fá, og
láta svo tilraunir sýna að hve
miklu gagni það má verða hér og
hverju þarf að breyta, það er rétta
stefnan um að rétta við landbún-
aðinn á þessu sviði.
Vélin sem kom til Akraness á
ekki við íslenzka slaðháttu. Svo
verður það enn, ef ekki verður send-
ur maður vestur til þess að velja
vélarnar, að það sem kemur á ekki
við, og það fjölmarga sem á við
kemur ekki.
Og stríðið hættir og eftirspurnin
eftir vinnunni verður svo mikil
við sjóinn, að landbúnaðurinn fær
alt of lítinn vinnukraft. Hann verð-
ur ekki búinn að skifta um áhöld,