Tíminn - 22.11.1918, Page 1
TÍMINN
kemur út einu sinni i
vika og kostar 4 kr,
árgangurínn.
AFGREIÐSLA
i ^egkjavik Laagaveg
18, simi 296, út am
land i Laafáá, simi 91.
II. ár.
Reykjavík, 22. nóveraber 1918.
47. blað.
Drepsóttin.
# Þvi aö fárengill guös lcom þá niðdimmu nótt
og blés náþyt i andlit á sofandi drótl;
á hvert andlit féll hræleiftur helkait og stirt
og hvert hjarta tók viöbragð og stóð síðan kyrt.
I.
Þau tíðindi eru nú orðin vor á meðal, sem svo eru mikil, að þá
er sú frétt barst um haf, að samið væri vopnahlé eftir meir en fjögra
ára alheimsstyrjöld, þá munu þeir hafa verið næsta fáir sem um þau
tiðindi fjölyrtu, svo voru hin tíðindin hverjum manni miklu nær.
Skelfing og dauði hafa dvalið með oss langar stundir. Skæðari drep-
sótt hefir geisað en nokkur man núlifandi kynslóðar. Og er þess að
vænta að ekki lifi þessi kynslóð aðra slíka né koinandi kynslóðir hér
á landi, því svo er gert ráð fyrir að tneiri forsjár verði gætt í fram-
tíðinni, um varnir við slíku, en nú hefir raun á orðið. Má hiklaust
svo að orði kveða að hér i bæ séu þeir nú miklu færri sem ekki
hafa stórum afhroð goldið í missi vina og vandamanna. Og ísland
grætur börnin sín og vill ekki huggast láta, því að altof mörg og það
flest á hinum bezta aldri, eru ekki framar lífs. Er hér á öðrum stað
í blaðinu getið nafna þeirra sem þegar hafa í valinn fallið.
Veikin barst hingað með Botníu 21. f. m. Engar ráðstafanir voru
gerðar til þess að koma í veg fyrir að veikin bærist á laud. Og þegar
það var alkunnugt að veikin var byrjuð að breiðast út voru enn
engar ráðstafanir gerðar til þess að hindra útbreiðslu veikinnar.
Sannarlega kom drepsótlin að dyrum hjá »sofandi drótt«.
Bein alleiðing þessa er sú að veikin breiddist út svo ógurlega óð-
fluga sem raun er á orðin. Á fáum dögum fór svo, að a. m. k. tveir
þriðju bæjarbúa lágu rúmfestir. ÖIl dagleg störf féllu niður í bænum.
Miklu flestir voru sárþjáðir sjúklingar, allir hinir hurfu að því starfi
einu að reyna að hjúkra. En það voru nálega ekki nema gamal-
menni ein sem uppi stóðu. Mjög víða var engri hjúkrun við komið,
því að hvert einasta mannsbarn var veikt í húsunum. Langflestir
læknanna veiktust, lyfjabúðin hafði ekki undan, enda veiktust flestir
starfsmenn hennar. Nálega öllum búðum varð að loka, hörgull varð
á brauði, því að flest brauðgerðarhúsin voru lokuð vegna mannleysis,
símastöðin varð sem mannlaus og var alveg lokuð um tima. Nálega
engin umferð var um bæinn, á aðra staði en í lyfjarbúðina.
Mjög mikið af manndauðanum stafar af þessari óðfluga útbreiðslu
veikinnar, því að af henni leiddi hjúkrunarleysið. Það er hægt að
gefa það ráð að leggjast bara og liggja meðan veikin er í manni. En
það er ekki hægt að fylgja því ráði þegar allir verða veikir. Er þá
hvorugur kosturinn góður: að liggja bjargar og hjúkrunarvana í kulda
og næringarleysi, eða að einhver sjúkur fari á fætur. Þess vegna eiga
nú miklu íleiri um sárt að binda.
Hinn 8. þ. m. var loks hafist handa um að veita björg í vandræð-
unum. Borgarstjóri og stjórnarráð skipuðu hjúkrunarnefnd til þess að
gera hinar brýnustu ráðstafanir. Var forstaða þeirrar nefndar falin
Lárusi H. Bjarnason prófessor. Og nefndin hefir leyst það starf af
hendi sem er bæði mjög mikið og gott. Lét hún fyrst og fremst
ganga inn í hvert hús í bænum og öðlaðist þannig vitneskju um
hvar vandræðin voru mest. Safnaði síðan saman fólki sem veitti
hverskonar aðstoð og vikust menn vel undir þá áskorun, þótt
lengi væri mannaflinn of lítill. t*á sá nefndin utnvað brauð urðu
böku^. Hún útvegaði bíla handa læknunum og varð það mjög mikið
til þess að létta þeim hið erfiða starf. Þá gekst hún fyrir því að
barnaskólahúsið var tekið undir sjúkrahús og með ærnum dugnaði
var hver stofan af annari búin rúmum. f’órður læknir Sveinsson er
þar yfirlæknir, en konur læknanna Sæm. Bj. og Guðm. Magn. stjórna
hjúkruninni. Jensen-Bjerg kaupmaður lánaði fjölda rúma úr verzlun
sinni. Garðar Gíslason stórkaupinaður er ráðsmaður eldhússins,- sem
bæði birgir sjúkrahúsið og sendir ókeypis máltíðir út um allan bæ,
þar sem þörfin er mest. Barnahæli fyrir veik börn og umhirðulaus er
og stofnað í barnaskólahúsinu og veitir John Fenger stórkaupmaður
því forstöðu, en Sigurborg Jónsdóttir er þar ráðskona.
Enn hefir nefndin ráðið næturlækni og ávalt haft læknanema til
taks á daginn, hefir komið boðum til læknanna um það hvar þyrfti
að koma, hefir haft bila og mannafla til þess að flytja sjúklinga á
sjúkrahúsin, greitt fyrir starfi yfisetukvenna og yfirleitt gert ótalmargt
til þess að ráða bót á vandræðunum. Leikur það ekki á tveim tung-
um að vegna starfsemi þessarar nefndar hafa mörg mannslif bjargast
og verið bætt úr líðan mjög margra heimila.
II.
Áður en veikin barsl hingað með Botníu, höfðu komið símskeyti
til blaðanna sem sögðu það svo skýrt, að ekki var frekari þörf, að
nú væri veikin ytra miklu magnaðri en áður, öll sjúkrahús væru full
og margir menn dánir. Þar með var gefið hið fylsta tilefni til að gera
ráðstafanir til að þessi miklu verri tegund veikinnar bærist ekki
hingað. Hið allra sjálfsagðasta var að leita þegar símleiðis hinna nán-
ustu upplýsinga erlendis frá um veikina. Hefði það verið gert þegar,
var nægur tími með stjórnarvalda hraðskeytum að fá svar. Og lítið
var í húfi, ef svarið drógst, að láta afgreiðslu Botniu bíða eftir því.
þetta var ekki gert. F^'rirspurn var send að vísu — hefir ekki
komið opinberlega fram hvenær hún var send — en Morgunblaðið
hefir verið beðið að geta þess, að svarið kom 26. okt., sem sé ekki fyr
en nokkrum dögum eftir að veikinni var hlegpt hér á land.
Til hvers var þá fyrirspurnin send?
Enn komu skeyti skömmu eftir að veikin kom á land og áður en
hún fór að útbreiðast til muna, og sögðu að veikin væri skæðasta
pest sem komið hefði til Kaupm.h. síðan 1863, öllum skemtistöðum
og skólum hefði verið lokað og allar samkomur bannaðar. Hér var
samt ekkert slíkt gert. Alt lokaðist af sjálfu sér.
Þarna eru önnur mistökin. Og allar líkur benda til að þeim sé það
mjög að kenna hve sóttin hefir reynst skæð. Má telja víst að ef skól-
um hefði verið lokað, og allar samkomur bannaðar, þá hefði útbreiðsl-
an ekki orðið eins óðfluga, enda hefði þá miklu fremur verið hægt
að koma við nokkurri hjúkrun.
Landlæknir ritaði greinar í Morgunblaðið um það leyti sem veikin
var að byrja að breiðast út, og áttu þær meðfram að vera vörn gegn
hinum almennu ásökunum um aðgerðaleysið. Hefir nú veruleikinn
ósannað þau rök öll á hinn sorglegasta hátt. Voru það einkum fjórar
ástæður sem hann færði fram:
Að veikin væri áður komin hingað.
Að veikin væri mjög væg.
Að engin þjóð liefði einu sinni reynt að verjast.
Að koslnaður yrði mjög mikill af þvi t. d. að tefja skipin og af
öðrum ráðstöfunum.
Um þrjár fyrstu ástæðurnar þarf fátt að segja.
Það er alt önnur tegund veikinnar sem síðar kom.
Enginn mun nú dirfast að kalla veikina væga.
Og sérstaða lands okkar er öll önnur en annara landa, og trúir því
enginn að ekki hafi verið hægt að verjast.
Og svo er kostnaðurinn. Mun það sönnu næst að allur varna-
kostnaður hefði ekki orðið nema brot af ársvöxtum af þeitn kostnaði
sem af veikinni leiðir.
Fari svo að veikin gangi yfi'r land alt, er það mjög lágt áætlað að
50 þús. manns veikist, og sömuleiðis lágt áætlað að að meðaltali séu
menn frá verki vegna veikinnar í 10 daga. Þótt dagsverkið sé ekki
metið hærra en á 5 kr., þá nemur þetta
tveiranr og húlfri miljón króna,
og er lagt ofan á alt sem þeir tefjast við hjúkrun, sem ekki veikjast.
Eftir manndauðanum í Reykjavík er og mjög lágt áætlað að 1000
manns muui deyja úr veikinni gangi hún um land alt. Sé mannslífið
metið á 30 þús. kr., þá eru þetta
þrjátín miljónir króna.
Miklum mun rneira mætti telja, þótt hér verði staðar numið.
En alt ber að sama brunni um það, að hið fullkomna forsjárleysi
um varnir gegn því að veikin bærist hingað og breiddist út, er ein-
hver mestu og hörmulegustu mistök sem komið hafa fyrir með þessari
þjóð á seinni tímuin. Verður ekki um þau fjölyrt að sinni og væri
að betur einhverjar málsbætur fyndust, en þær eru engar enn kunnar.
III.
Miklu meira máli skiftir það að læra af því tjóni sem orðið er og
bjarga þvi sem bjargað verðnr, heldur en að bera sakir á hendur
þeim sem ábyrgðina bera á því að svo er nú komið sem komið er.