Tíminn - 18.01.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1919, Blaðsíða 4
16 TÍMINN Afturganga. Nýjustu skeyti segja að »spánska veikin« sé aftur að magnast ytra. Samfara koma fréttirnar hvaðan- æfa úr hinum sýktu héröðum hér innanlands, að veikin sé sem al- veg að deyja út, sumstaðar alveg dáin út. Botnía mun vera á förum frá Kaupmannahöfn og eitlhvað er að smáreitast af skipum til landsins, en að þeim tíma líður nú, sem sagt er að menn geti aftur tekið veikina. Gefur þetta mönnum ærið um að hugsa. Augu alþjóðar hvíla á heilbrigðisstjórninni og leikur ekki á tveim tungum hvers krafist er af henni af öllum þorra manna. Málið er nú í reyndinni komið í hendur læknadeildar háskólans. Munu menn una því allvel. Og menn munu veita fullan styrk öllum eindregnum tilraunum um að verjast nýju faraldi, menn munu ekki þola það að ekkert verði gert. Ur skeytum. 15.—18. janúar. — Stjórnin í Berlín virðist bera hærra hlut í viðureigninni við Spartacus-flokkinn.þrátt fyrir marg- endurtekna götubardaga. — Franska sendiherrasveitin i Kaupmannahöfn hefir skorað á banka og verðbréfasala að verzla ekki með þýzk verðbréf. — Spánska pestin er að taka sig upp að nýju í Kaupmannahötn. — Kristján konungur kvað hafa í huga að takast ferð á hendur hingað í sumar. — Bretar og Bandarikjamenn vilja heimila Maximalislum í Rúss- landi að senda fulltrúa á friðar- fundinn. — Berlínarblöðin eru farin að koma út aftur. —• Sagt er að Liebknecht hafi verið skotinn. Fréttir. Tíðin er enn]ágæt, snjókoma dá- litil þessa viku, en mjög frostlítið. Einkasala. Landsstjórnin hefir ákveðið að landið taki einkasöku á kolum. Mun það mælast mis- jafnlega fyrir, eins og nú standa sakir. Ágætur aiii er sagður á öllum nálægum veiðistöðum, þegar gefur á sjó. Árnessýsla. Magnús Gíslason cand. jur. frá Búðum í Fáskrúðs- firði er hinn síðasti sem settur hefir verið sýslumaður í Árnessýslu. Álþýðnbrauðgerðin hefir lækkað verð á brauðum um 8 aura á hverju heilu rúg- og »normal«- brauði. Innflutningarnir. Vegna rýmk- una þeirrar sem orðið hefir á því að fá útflutningsleyfi hefir lands- stjórnin felt úr gildi reglugerðina um að menn þurfi að fá innflutn- ingsleyfi og er þá starfi innflutn- ingsnefndar lokið og legst hún niður. GjaidskráEimskipafélagsins, sem getið var um í síðarta blaði geng- ur í gildi með næstu ferð Gullfoss hinn 5. febrúar. Björn M. Ólseu prófessor dó hér í bænum hinn 16. þ. m. Útflntningsgjald. Landssljórnin hefir lagt 3°/o útflutningsgjald á út- fluttar vörur. Bafmagnslánið handa Reykja- víkurbæ er nú talið fullvíst að fá- ist. En með þeim skilyrðum var það veitt að landsstjórn ábyrgðist og í annan stað að lánveitandi hefði heimild til að hafa eftirlit með verkinu. Er líklegt að byrjað verði á verkinu áður en langt líður. Snæfellsnesi 3. jan. Tíðin ein- muna góð. í öndverðum nóvember snjóaði, en varði stutt. Var fé þá allvíða tekið í hús á Snæfellsnesi, en slept aftur er hlánaði. Á Mýr- um var fé ekki hýst fyr en á jólum. Skepnuhöld góð. Heyfengur við- ast illur og lítill. Er óvíst um af- leiðingarnar þó að tíð hafi verið góð til þessa. Hagar mjög lélegir, veldur því sprettuleysið í sumar. Flestir hafa aflað sér allmikils fóð- urbætis, síldar og lýsis. Á Jörfa í Kolbeinsstaðhreppi dó úr lungnabólgu 26. nóv. Stefán Stefánsson fyr bóndi þar. Var hann höfðingi mikill í bændastétt Inflúenzan er nú í rjenun. Kom hún á allmarga bæi á Mýrum og í Kolbeinsstaðahreppi, en víðast væg. Dáið hafa þar 3 manneskjur úr henni. Öll Snæfellsnessýsla er sóttvarin og Miklaholtshreppur í Hnappadalssýsln. Lengst komst veikin i Eyjarhrepp, þar á 3 bæi. Knattspyrnusveitin Banska kemur? Eins og kunnugt er liefir í. S. í. beitt sér fyrir því, að bjóða hingað knattsp.félaginu »Akademisk Boldklub« á næsta sumri. Er nú mál þetta komið vel á veg; þó eigi séu enn allir erfiðleikar yfir- slígnir. Knattsp.félögin í Rvík hafa tekið höndum saman við í. S. f., og íþróttavöllurinn hér hefic feng- ist endurgjaldslaust, undir fyrir- hugaða kappleika. Eins og allir vita er íþróttavöllurinn í því á- standi, að mikið þarf endurbótta við, ef gera á hann vistlegan. Það mun kosta mikið fé. Er nú verið að semja kostnaðar-áætlun yfir það. En fyr en hún er komin verður engin fullnaðarákvörðun tekin i þessu máli. Hinn ötuli form. í. S. í.; A. V. Tuliníus hefir mjög starfað að heimboði þessu, og ber honum og E. Jacobsen lieiðurinn, hvernig sem fer. [»Þróttur« | Sigurður Gruðjónsson bakari frá Brunnbúsum sem margir Reykjvík- ingar kannast við; býr nú í Stav- anger. Getur hann sér þar góðan orðstír fyrir íþrótrir sínar. Er hann nú hinn nú hinn mesti íþrótta- maður. Þektastur er hann sem grísk-rómv. glímumaður. Hann er sagður vera bezti glímum. vestan- fjalls i Noregi — i sinum þyngd- arflokki. — Þá iðkar hann og »kylfusveiflur« og róður. Lítið iðkaði hann íþróttir hér áður en hann silgdi — þó tók hann þátt í knattspyrnu og eitthvað í hnefaleik. | »Þróttur«.] Prentaralaun hafa hækkað um 35°/0 samkvæmt úrskurði gerðar- dóms. Bannið og löggæzlan. Eg er Timanum þakklátur fyrir að hafa rækilega bent á hvílík hætta fylgir því, að smyglun með vin geti verið stórgróðavegur, eins og nú virðist koma fyrir. Það er andbanningum að kenna, hve sektir fyrir smyglun eru lágar. Með því átti að gera bannlögin gagnslaus. Þegar svo þar við bæt- ist að dómararnir sumir hverjir, dæma alt af í lægstu sektir, jafn- vel þótt sannanlegt sé, að smygillinn sé stórsekur, þá fer skörin að færast upp í bekkinn. Sýnist þó óþarfi af dómurunum að fara svo mjúkum höndum um þessa auð- virðilegustu tegund afbrotamanna. Á næsta þingi þarf að hækka sektarákvæði fyrir vínsmyglun, svo að sú atvinna hætti að vera gróða- vegur. Sú tilraun er líka að ýmsu leyti heppileg rétt fyrir kosningar. Kjósendum verður þá i fersku minni, við kjörborðið að hausti, hverir af þjóðfulltrúunum vilja nota vald sitt til að hlífa og vernda »atvinnufrelsi« smyglaranna. Gæti svo farið að einhverjum verndar- vættinum yrði hált á vinfengi sínu við lögbrjótana, svona um nœstu veturnœtur. Ófeigur. „Hin aldraða sveit44. Blað eitt hér í bænum hefir und- an mörgu að kvarta. Æskan sé orðin þreytt á mönnum þeim sem að blaðinu standa, æskumennirnir hafi nú snúið sér einkum að öðr- urn viðfangsefnum, en menn blaðs- ins hafa lifað á, eldur æskunnar brenni nú á annara arni. Hefir blaðið rétt fyrir sér í öllum þess- um atriðum. En það vill nauðugt taka afleiðingunum af þessu ástandi. Hefir Þorsteinn Erlingsson snjall- ast lýst þeim í hinum alkunnu vísum um »æskunnar örvandi hönd« og um »hina öldruðu sveit«. Fram hjá því lögmáli verður blað- inu ómögulegt að komast. — En allur er hugsanagangur blaðsins skiljanlegur, því að aldrinum fylgir það oft að geta ekki skilið hug- sjónir æskumannanna. Vfsir og landsrerzlunin. Notað áfram rúmið sem auglýs- ingar leyfa, til þess að berja höfð- inu við steininn, halda fast við ó- sannindin um kolaálagninguna og sementskaup landsverzlunarinnar og kryddað með þeim digurmæl- um og aðdróttunum í allar áttir, sem þykja við eiga. Vantar ekki að uppi séu »bitar og jaxlar«, eins og Grautar-Halli sagði um sjálfan sig. Bergmálið endurtekst hversu oft sem kallað er og Vísir endur- tekur ósannindin jafnóðum og þau eru rekin ofan í hann. Hvort- tveggja virðist vera jafnórjúfanlegt náttúrulögmál. Röksemdatilraun- irnar núna í vikunni eru ekkert annað en afturgengin ósannindi. Frönsku kolin ganga aftur og ein- hver óþektur mikilsmetinn er vak- inn upp. — Gamall þrákálfur deildi við ann- an um það hvað stæði um sér- stakt atriði í stjórnartíðindunum. Sá sýndi honum svart á hvítu hvað stóð. Karl svaraði: »Ekki las eg það svona« — og sat jafnfastur við sinn keip. — Líkingin er fullkomin, nema* hvað málefni eru miklu alvarlegri og verri. Forstjórar landsverzlun- arinnar, trúnaðarmenn þjóðarinn- ar um þessi mál, leggja gögnin á borðið. Ritstjóri Vísis, hafandi ekk- ert annað i höndunum en »upp- tuggið götuslúður úr Reykjavík« (eins og »Vestri« kallar ræðu Hall- dórs Steinsens um vantraustsyfir- lýsinguna) segir alt ósannindi. Það þarf ekki margar umræður til þess að skera úr um mál sem svo er vaxið. Þjóðgarðurinn. Guðm. Davíðsson skógfr. hefir fyrir allmörgum árum sýnt fram á, hve vel ætti við, að Þingvöllur yrði gerður að þjóðgarði. Skýrði liann hugmynd sína rækilega, og voru tillögur hans svo gegn hugs- aðar, að litlu mun þurfa frá að víkja er til framkvæmda kemur. Málið var, síðan um nokkur ár, á dagskrá hjá ungmennafélögunum og rætt í blaði þeirra. Nú í vetur hefir hugmynd G. D. og núver- andi niðurlæging Þingvallar verið skýrð hér i blaðinu. Allmargir þingmenn hafa látið í ljósi þá skoðun, að sjálfsagt væri að þingið í sumar legði grundvölíinn að frið- un Þingvalla, og mun a. m. k. einn þingmaður alráðinn í að bera mál- ið fram. G. D. hélt ræða um Þjóð- garðinn í Stúdentafélaginu í vetur, að beiðni félagsstjórnarinnar. Var gerður góður rómur að. Blaðið »Frón« telur sig og fylgjandi hug- myndinni. Vonandi að öll blöð og allir flokkar verði samtaka um að bjarga Þingvelli, og það sem fyrst. Ritstjóri: Tryggvi Þórliallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.