Tíminn - 25.01.1919, Qupperneq 2

Tíminn - 25.01.1919, Qupperneq 2
22 TÍMINN málfræðinganna í blöðunum, og víkur að stéttarbróður sinum ósvik- inni hnútu. Svo kemur í Tímanum grein mín um málið. Jóni Ófeigssyni og öllum þeirn málfræðingum, sem við söguna koma, var alls ókunnugl um þær tillögur, Nú vildi svo illa tiJ, að maður- inn, sem Tíminn benti á, var við- urkendur andstæðingur blaðsins. Það var þessvegna dálítið erfitt að telja flokkspólilík ráða. Jóni Ófeigssyni virðist vera með öllu ókunnugt um, að um sama leyti er hann borinn við orðabók- ar starfið, bæði af málfræðingum í heimspekisdeildinni (ef trúa má orðum Smára) og af mönnum sem hugsuðu um málið frá því sjónar- miði, að orðabóldn ætti að hætta að vera bitlingur, af sama tagi og bankaráð íslands banka. Jón Ófeigsson kemur þessvegna ekki við málið nema sem æskileg- ur og hugsanlegur umsækjandi. Bitlingaliðið ætti þessvegna að láta hann óáreittan, Smári og Einar vinur hans blanda veitingu Eiða inn í orða- bókar málið. Telja hinn volduga Tíma ráða því sem öðru. t*ó að það sé þessu máli óviðkomandi, þá má þó fræða þá á því, að það var af eðlilegri ástæðu mjög erfitt að veita embælti þetta fjandmönn- um Tímans. AUir umsækjendurnir að undanteknum einum eða tveim- ur, sem engin stjórn myndi hafa látið koma til greina, voru sem sé Tímans menn, í þeim skilningi sem mörg hundruð framfaramenn út um land eru það. Og af þeim mörgu nýlu mönnum sem þar var úr að velja, tólr stjórnin þann, sem hafði þau meðmæli frá Háskóla íslands, að hann væri vel verður að vera háskólakennari. í*etta er gott dæmi þess, hvar dugandi mennirnir hallast á sveif, og hinsvegar um bardagaaðferð andstæðinganna. Að síðustu verður að vílcja nokkr- um orðum að framkomu Smára. Hann falasl eflir þessu trúnaðar- starfi heldur ókarlmannlega, eflir Mbl. greininni að dæma. Hann talar borginmannlega um vísinda þekkingu sína, og lætur'Vísis-Einar slá duglega á skjöldinn um að eliki sltorti lærdóminn. Þeir félagar eru svo hreinskilnir í sjálfhólinu, að þeir geta várla tekið það illa upp, þó að aðrir sýni þeim hreinsldlni á móti. Það hefir lengi farið orð af þvi, að kennarar Smára haíi fremur farið að bendingum hjartans en heilans, þegar honum var slept í gegnum norrænupróf. Síðan hefir hann ekki unnið_ sér annað til frægðar en að gerast vikapiltur hjá Birni Krstjánssyni, við eitt hið á- hrifaminsta og vesalasla blað, sem gefið hefir verið út hér á landi. En þegar heilbrigð skyxísemi þjóð- arinnar var búin að kreppa svo að þeim félögum, Birni og Smára, að blaðið valt útaf, þá þykist rit- stjórinn alt í einu sjálfsagður til að standa fyrir samningu vísinda- legrar orðabókar, og ritar og Jætur rita niðgreinar um menn, sem ekki hafa annað til saka unnið en það að þeir vilja að orðabókar forustan sé falin mönnum, sem hafa meira til brunns að bera en Smári og Vísis-Einar. Hvernig sem máli þessu lýltur þá getur Tíminn vel beðið úrslit- anna rólegur. Ekki veldur sá er varir. Það er ekki honum að kenna þó orðabókin haldi áfram að vera bitlingur. Finnur Finnsson. Merkilegt mái. Orðabókin er orðin að stórmáli HeiII her af þeim sem á einn eða annan hátt vilja gera sér starf þetta að brauðatvinnu fylla blöðin með greinum út af þeirri uppástungu minni að fela einum nafnkendasta atorkumanni meðal íslenzkra mál- fræðinga forstöðu við orðabókar- gerðina. Það er dálítið erfitt að skilja að- stöðu þessara manna. Allir vita að orðabókin var upprunalega ekki nema bitlingur, sem bæði var til minkunar þeim sem gáfu og manninum sem þáði. Margt benti í þá ált að svo ætti að halda fram stefnunni. Fjölmargir menn vissu að þetta var rangt. Vissu að annaðhvort var að fá verkið i hendur manni, sem mikið traust var borið til, fá hon- um nægilega mikið fé til umráða og krefjast þess eins að verkið væri myndarlega unnið, eða þá að láta orðabókina vera framvegis einskonar Gósenland fyrir þá sem ekki komust fyrir á öðrum stöðum undir sólunni. Smári sjálfur viðurkennir að Jón Ófeigsson hafi ekki sótt um orða- bókina. En hann gefur í skyn að til muni vera þeir menn í heim- spekisdeild háskólans, sem einmitt vilji fá hann. Smári virðist auð- sjáanlega kviða þvi, að þeir kunni að bjóða J. Ó. starfið og að hann muni þá ef til viJI þiggja. Smári heíir ennfremur, að því er hann sjálfúr segir, talfært sina beiðni við þann manninn við háskólann, sem mest kemur þetta mál við, þ. e. íslenzku kennarinn. Og undirtekt- irnar eru þar, að sögn Smára, ekki beinlínis vænlegar fyrir umsækj- anda. Smári tekur þetta svo óstint upp, að hann tilfærir einkásamtal þeirra iVnstnrríki. Nú eru friðarsamningarnir byrj- aðir, má búast við því að þeir standi lengi yfir, því mjög er heimurinn úr skorðum genginn. Þrjú stórveldi — þau sem fyrst gengu í ófriðinn — eru liðin und- ir lok og risa varla upp aftur í sinni fyrri mynd. Hvernig sem alt fer, má telja víst, að Rússland og Þýzkaland verði aftur stór og voldug ríki, en með öðru sniði en fyr, með annari stjórnarskipun og öðrum landa- mærum. * Öðru máli er að gegna um Austurríki. Það er algerlega lír sögunni og rís ekki upp aftur að eilífu. Austurríki var ekki bygt á grundvelli þjóðernis eða trúar- bragða eins og ílest önnur ríki. Sameiginlegir hagsmunir voru ekki heldur til - að halda þvi saman. Mörg sundurleit öfl toguðust á innanríkis, en það sem hélt öllu saman var keisaraættin ein. Austurríki á, eins og Þýzkaland, rót sína að rekja til Karls mikla. Hann stofnaðl árið 795 Markgreifa- dæmið Aústurríki (Austria) til varnar gegn árásum mongólskra þjóða. Eftir að ríki Karls skiftist 843, fylgdi Austurríki hinum þýzka hluta, en varð bráðlega því sem næst sjálfstætt ríki, undir hertoga- ættinni Babenberg. Ríkið stækkaði töluvert, héruðin. Steiermark og Krain sameinuðust því og þýzk menning og tunga breiddist þar út. Árið 1246 dó ættin Babenberg út og Austurríki sameinaðist kon- ungsríkinu Böhmen, en brátt hófst ófriður milli þessara ríkja og ætt- arinnar Habsburg, sem 1273 hafði náð konungs og keisaratign í Þýzkalandi. Lauk þessari deilu þannig að eftir næstum því 200 ára baráttu náðu Habsborgarar öll- um löndum Austurríkis undir sig. Hafa þau síðan verið erfðalönd æltarinnar og grundvöllurinn und- ir valdi hennar. Saga Habsborgar- ættarinnar og Austurríkis hefir siðan að rnestu leyti verið ein og hin sama. Habsborgarættin varð aldrei miklu ráðandi í hinu þýzka ríki, þótt keisaranafnið fylgdi henni oft- ast, en þvi meira kapp lagði hún á að áuka erfðalönd sin. Gegnum erfðir og giftingar jókst og marg- faldaðist ríki Habsborgara og sá tími kom að þeir áttu yfir stærra ríki að ráða en nokkur önnur þjóðhöfðingjaætt í álfunni. Það hefir oft verið sagt um Austurriki að það væri samangift ríki. Þjóðirnar hafa ekki verið spurðar til ráða, þjóðhöfðingjarnir höfðu öll ráð. Þannig erfði Habs- borgarættin í byrjun 16. aldar konungsríkið Böhmen og Ungarn og sömuleiðis Tyrol. Maximilian keisari (d. 1519) giftist Mariu af Burgund, sem réði yfir Búrgund, Hollandi og Belgiu. Sonur þeirra, Filippus, giftist Jóhönnu einkadótt- ir Ferdínands Spánarkonungs, og sonur þeirra, hinn mikli keisari Karl fimti, erfði þannig Austurríki með Ungarn og Böhmen, Búrgund, Niðurlönd og alt hið spánska ríki. Hér við bætist svo keisaratignin þýzka. Enginn þjóðhöfðingi í Ev- Vísir og UsísverzlnaiB. Ein af þrautum Herkúlesar var að vinna orminn í Lernuvatni. — Voru á honum níu höfuð og uxu jafnan tvö í staðinn, er eitt var af höggið. Bar Herkúles af ormin- um, með því að hann sveið fyrir strjúpana með glóandi eikarstofn- um. — Vísir er likt farið ogorm- inum í Lernuvatni. Undir eins og ein ósannindi eru rekin ofan í hann vaxa önnur í staðinn og er Vísir það magnaðri en ormurinn. að oft vaxa fleiri en tvö ný ó- sannindi, er ein eru kveðin niður. Að halda áfram að kveða niður ósannindi blaðsins um einstök at- riði, er því óvinnandi vegur, það verður að vera undantekning — en nú skal sviðið fyrir strjúpana með nokkrum almennum aðalat- riðum: 1. Kolaverzlunin var algerlega frjáls allan þann tíma sem Vísir segir að landsverzlunin liafi lagt svo óhæíilega á kolin. Hvers vegna var hún þá 1 átin ein um hituna ? — 2. Aðalkolaverzlunin hér í bæn- um »Kol og Salt«, leyfir að hafa það eftir sér, að þau kol sem hún hafi keypt, á þeim tíma sem hér um ræðir, hafi síst orðið ódýrari. en kol landsverzlunarinnar, sam- kvæmt því sem forstjórarnir gáfu upp verð á þeim. Vísir getur ekki talað við aðra en sjálfan sig hér eftir um kolaá- lagninguna. Ofan á upplýsingar for- stjóranna sjálfra bætist nú stærsta kolaverzlun bæjarins, sem segir hið sama. Lítill ,vafi á að Vísir gerir sér hægt fyrir enn og segir alla fara með ósannindi — alveg eins og hann fer með þau raka- lausu ósannindi að ræðismenn Eng- lendinga og Frakka hafi krafist þess að kolaverðið yrði lækkað. — Hvað munar Vísi um hver það er rópu hefir síðan átt yfir slíku ríki að ráða. Ríki sem byggist að eins á vilja konunga en ekki á þjóðarvilja eða hagsmunum, stendur jafnan á völtum fæti. Svo reypdist og hér. Hið mikla ríki Karls féll með honum sjálfum. Spánska ríkið fór sinna ferða og varð jafnvel hættu- legur keppinautur fyrir Austurríki. Vonir Habsborgara um að verða öllú ráðandi í Vestur-Evrópu urðu að engu. Nú hófst nýr þáttur í sögu Austurríkis. Hingað til hafði það ekki haft annað hlutverk en að ala Habsborgaræltina. Nú hófust árásir Tyrkja og Austurríki varð forvörður kristindómsins og evrópu menningarinnar gegn Múham- meðstrúnni. Þessum stríðum lauk þannig að Austurríki vann alt Ungarn, Siebenburgen, Bukovinu Slavóníu og Króatiu og að veldi Tyrkja í Norðuálfu var á bak brotið. Nú var Austurríki orðið stór- veldi og stefna þess varð sú sama og fyr. Það gleypti hvern land-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.