Tíminn - 19.04.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1919, Blaðsíða 3
TíMINN 103 J3aer\da5kólirirt á Hólum kennir: A. Bóklegar greinir: Móðurmálið, sögu, stærðfræði, eðlis-, efna-, grasa-, líffæra- og jarðfræði, jarðyrkju, garðyrkju, trjárækt^ búíjárfræði, búfjárlækningar, mjólkur- og hagfræði. Auk þessa dráttlist, landmælingar, söng og leikfimi. B. Yerklegar greinir: Smíði, alla jarðabótavinnu, svo sem vinnu með hestum, sléttun, skurða- og flóðgarðagerð, girðingu, garðyrkju og fl. Skólinn hefir gott húsrúm, mikil kensluáhöld og ágætt bókasafn. Hann hvetur nemendur sína til dugnaðar og framtakssemi og venur þá við að koma fram og starfa sem sjálfstæðir menn. Umsóknir sendist til undirritaðs. Hólum í Hjaltadal 20. marz 1919. S. Sigarðsson. framúrskarandi mikil þröngsýni, að álíta markaðinn mjög takmark- aðann fyrir gráðaostinn. En það virðast svo margir af okkar leiðandi mönnum, jafnvel þingmennirnir sumir hugsa sér slíkt. Þó að 5milj. kg. af mjólk væri hér árlega notuð í Gráðaosta og á það þó lengra i land en nú er fyrirsjáanlegt, yrði framleiðslan á Gráðaosti ekki nema sem svar- aði því sem framleiðslan í Roque- fort óx síðustu 10 árin fyrir stríð- ið, en það auðvitað af vaxandi eftirspurn. Nú má telja víst að hún hafi minkað sem svarar miklu meiru. Réttan samanburð á smjörgerð og ostagerð er þó ekki hægt að gera sökum þess að ostagerðin er of ung tii þess að hægt sé að taka þær tölur, sem vissa er fyrir að gildi í framtiðinni, eða í hlutföll- um við smjörverðið þá. Jón Á. Guðmundsson. Smá-grei n ar úr bréfum frá Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót. III. Innílutningur gripa. Eg hef séð það i íslenskum blöðum, mér til mikillar ánægju, að allmiklar umræður eru nú orðn- ar um það heima, hvort ekki myndi hagkvæmt að flytja til ís- lands gripi, til kynbóta. Eg hef fyrir löngu, síðan eg kom hingað vestur, orðið sannfærður um að það myndi hagur fyrir ísland að fluttir væru kynbótagripir inn i landið, og eg er mjög í efa um, að betra væri að flytja þá inn annarsstaðar að, en héðan frá Canada. Tíðarfar og staðhættir likara hér og á fslandi, en víða annarsstaðar. Eg hef aldrei getað skilið að hún væri á rökum bygð þessi hræðsla um að sjúk- dómar flyttust inn með gripum. Mér finnst gripir hér yfirleitt fult eins hraustir og heima, og gripa- sjúkdómar geta eins flust heim t. d. með húðum, í heyrusli o. fl. eins og með gripum. Mér finst þessi hræðsla að flytja inn grip- ina, en leyfa að flytja alt annað inn, vera líkast því ef einhver ætlaði að varna öiiu óheilnæmi inn í hús sin, með þvi að ljúka aldrei upp dyrunum, en hafa alla glugga opna. — í minum augum er það sjáif- sagður hagur að flytja kyngóöa gripi heim til íslands. Og geta má þess i þessu sambandi að hér vestra er altaf lögð stund á að út- vega arðmeiri gripi frá öðrum löndum, og flytja inn bæði til Canada og Bandaríkjanna, bæði besta, nautgrípi og sauðfé. Pað mun enginn unna meira eða sakna meira islensku hestanna en eg, en samt er eg sannfærður um það, að þegar plægingar fara að aukast heima, og flutningar á vögnum, þá eru hestar héðan gagnlegri en íslenskir hestar, vegna þyngdar- innar. Hestar sem notaðir eru til hversdagsvinnu við búnað eru vanalega frá 1200 og upp í 1600 pd. að þyngd, (auðvitað nota sum- ir stærri hesta) en þessi þyngd tel eg að væri hæfileg fyrir islenskan landbúnað. Nautgripir eru hér miklu þyngri og holdmeiri en heima, og harðgerðir svo að nxar tvævetr- ir og eldri mundu ganga úti likt og hestar heima. Kindur eru hér líka miklu þyngri en heima. Besta aðferðin myndi vera að fá t. d. af nautgripum og kindum fáeina hreinkynjaða gripi, og blanda þeim við aðra gripi. Hestakyn ætti ekki að blanda við íslenska hestakynið. Eg sá nýlega giskað á í íslensku blaði, að meðalþyngd á kjöti af kú, (eg tók svo sem það væri mjólkurkýr) væri um 270 pd. — Eg hef því miður ekki eigin reynslu til að skýra frá um hreinkynjaða gripi, hef aldrei haft þá, nema það sem kallað er dálítið »bætta« gripi hér, og til samanburðar við þetta sem hér var getið um að ofan, um þyngd kjötsins af islensku kúnni ætla eg að geta þess að í des. síðastl. var lógað hér hjá mér kú, í meðailagi að stærð, sem hafði mjólkað í fyrrasumar fram í ágúst. Kjötið af henni af henni var 485 pd. (ensk) og hún var að eins fóðruð á heyi. Um kindurnar skal eg geta þess, að hjá mér var lógað á (sem varð fyrir áfalli) í nóvember og kjötið af henni var 60 pd. — Hún hafði um sum- arið gengið með tveimur dilkum, sem seldir voru undan henni í seplember og þegar henni var lógað, voru í henni tvö lömb. í annað skifti hafði eg á með tveim dilkum (hrútum) þeir voru vigtað- ir Inn haustið (voru bornir í mars) og þó vigtaði annar 120 pd. hinn 105. — Þessar ær báðar áttu kyn sitt að rekja til islenskra kinda í aðra ætt, voru út af ánum sem Sigurður Christophers- son flutti hingað vestur. — Gæti þetta dæmi því verið sönnun þess að gott væri að blanda saman hreinkynjuðu fé hér og íslensku fé. Það er nú víst litið um svina- rækt heima, enda hef eg ekki heyrt um þyngd á svínum heima. Min reynsla er þessi (og eg hef þó ekki haft hreinkynjuð svín). Ef vel er gert við svín þá gerir 6 mánaða gamalt svin 175 pd. af kjöti. Eg held það mætti hafa meiri svina- rækt heima. Á flestum heimilum fellur til ýmislegt, sem litt er not- að, sem væri ágætt svínafóður (t. d. sýrugutl og ýmiskonar matar- úrgangur). Turkey (Kalkúnsk hæns) heid eg væri gott að hafa heima, þau Vestan um haf. Kaflar úr bréfi frá frk. Hólmfriði Árnadóttur. Kvennfólkið hérna er ekki að- gerðalaust þó það sé svo efnum búið að það þurfi ekki að vinna fyrir sér. Það virðist einnig vera búið að læra það, að wmargar hend- ur vinna létt verk«, því félags- skapur er mjög öflugur meðal þeirra. Margar konur ofl'ra öllu sínu starfi fyrir meðbræður sína og systur, án þess að láta sér detta i hug endurgjald. Þær eru öfundsverðar sem geta það. Kvenn- félögin eru á ýmsan hátt góðgerða- félög, sum til að bæta úr böli, önnur til að grafast fyrir rætur eymdar og syndar og lækna þær. Fiest eru þau að meira eða minna- leyti uppeldisstofnanir fyrir félaga sina, og það engu siður þau félög, sem eru fyrir fullorðið kvennfólk en hin, sem eru fyrir yngra fólk. Það verk er unnið með ræðum og ritgerðum, samlestri bóka í bundnu og óbundnu máli og söng, ýmist samsöng eða einsöng. Mestmegnis er starfið unnið af félagskonum sjálfum, þó eru stundum fengnir fyrirlesarar eða söngmenn til að skemta á fundunum. Oft og tiðum er bæði söngur og ræður það sem við myndum kalla audlegs efnis. Tilvitningar í guðsorð, andlegar hugleiðingar, og guðleg ljóð þykja eiga víðar við en í kirkjunum. t*ó er enginn »pietista« blær á samkomum þessum, heldur ríkir þar heilbrigður kærleikans bróðurandi, sem fyrirverður sig ekki fyrir að bera vitni um Hann, sem er undirstaða og viðhalds alls í heiminum og á að vera í öllum okkar athöfunum. Eg hefi fundið svo sárt til þess, hvað félagsskap okkar heima er ábótavant, við það að kynnast ýmsum kvennfélögum hér. Þar er, þvi miður, svo oft unnið í því skyni að hljóta lof fyrir, og sýni einhver sig öðrum hæfari til þess að hafa forustu á hendi í fyrir- tækjum og félagsskap, eiga systur hennar svo undur bágt með að þola það og láta hana njóta sín. En þetta batnar með vaxandi menning, það er að segja, sé sú menning á réttum grundvelli bygð. Kvennfélögin hérna í borginni (New-York) eru í bandaiagi, eins og Reykjavíkur kvennfélögin. Pau höfðu ársfund sinn 7. febrúar. ís- landi var sá sómi sýndur að einni af dætrum þess var boðið sem heiðursgesti á þetta kvennaþing, sem var það 48. í röðinni. ' Á fimta þúsund konur voru þarna samankomnar frá hinum ýmsu kvenfélögum. Fundurinn var haldinn á hótei Astor, sem er talið eitt helsta hótel borgarinnar. Salurinn var allur skreyttur fán- um. Þar vantaði illa flaggið okkar, en engin tök voru að bæta úr þvi, þar er það er hér ófáanlegt. Á palli inst í salnum sat forstöðu- kona bandalagsins ásamt með- stjórnendum hennar, gestum fund- arins og ræðumönnum og konum. Forstöðukonan heitir frú Reta A. Yawger og er hún merkur lög- fræðingur. Tima vantar mig til að lýsa ná- kvæmlega fundi þessum, sem fór fram með hinni mestu reglu og siðprýði. Þess vil eg þó geta, að ekki var sparað lófaklappið þegar þess var getið, að% ísland væri nú fullvalda ríki með eigin flaggi, þó þjóðin væri smá. Sem við er að búast vita New-York-búar ekkert um okkur og það er hreinasta uhdantekning hafi þeir séð ís- lending, þeim er það jafn nýstár- legt eins og að sjá veru frá öðrum heimi, eins og einn Ameríkumaður komst að orði við mig. En það er engin hætta á að ekki sé hlustað með athygli á, ef frá íslandi er sagt, hvort heldur er á samkomum eða einstaklingum, og væri nokkuð til þess gert, væri líklegt að skernti- ferðir yrðu tiðar héðan til íslands þegar timar liðu og.menn væru búnir að svala forvitni sinni í löndura þeim, sem ófriðurinn stóð í; þangað virðist nú ferðamanna- straumurinn beinast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.