Tíminn - 30.04.1919, Side 2
114
TIMINN
5jálpaðtt utððnr þittni.
Dr. Frímann Koren ritar í »Morg-
unblaðið« norska mjög umhugs-
unarverða grein með þessari fyrir-
sögn. Fylgir hún hér á eftir í laus-
legri þýðingu:
Smá saga úr daglega lífinu:
móðirin á fimtugsaldri útslitin og
tauguð af vinnu sér um megn.
Faðirinn hraustur og unglegur, en
upptekinn af vinnu sinni. 3—4
börn, 2 til 12 ára, öll frísk og kát
og blómleg.
Hið eftirtektarverða er, að móð-
iriu ein er þreytt; útslitin svo sem
verða má. Öll hin bera vott um
lifsþróttinn. Hún hefir aldrei frí-
stund, — má aldrei hvíla sig.
Fyrst á fætur að hita upp og búa
til kaffið og matreiða. Og þegar
maðurinn er farinn til vinnunnar
og börnin í skólann, verður hún
að búa um, þvo gólfin, baka brauð
og fara til matfanga í búðina, —
matreiða dagverð og bera á borð.
Alt verður að lita snoturt og að-
laðandi út. Og eftir máltíðina —
meðan maðurinn og börnin hvíla
sig — verður hún að ryðja borðið
og þvo upp. Og að því loknu —
taka sokka og bæta eða gera eitt-
hvað af öllu því ótal marga sem
hvílir á herðum móðurinnar.
Að lokum er svo kvöldverður
með alt sitt vafstur og að honum
afstöðnum eru enn ótal snúningar,
svo klukkan verður 11 og enda
býsna oft 12 fyr en mamma dauð-
þreytt má leggjast til hvíldar.
Maðurinn og börnin eru ef til vill
fyrir löngu síðan búin með sín
störf, en mamrna má ekki hætta:
henni finst hún eigi með góðri
samvisku geta hvílt sig fyr en föt-
in handa þeim öllum til morgun-
dagsins eru í röð og reglu.
Og á síðustu stundu verður hún
að bursta skó allrar fjölskyldunnar.
—...........
Þannig gengur það á sunnud.
og alla daga: vor, sumar, haust
og vetur. Mamma hefir aldrei frí-
stundir.
Finst ykkur það nokkuð undar-
legt, þótt hún sé tekin til augn-
anna og fjörlaus í framgöngu: —
Lifandi ímynd þreytu og þrælkun-
ar? Oft tugum ára eldri að útliti
en hún raunverulega er?
Henni er ekki hlátur í huga og
þú munt sjaldan sjá bros leika
um varir hennar, — það er varla
lengur til. Nú er hún þreytt, —
dauðþreytt alt árið um kring.
Maður! Þú sem átt konu, er hef-
ir unnið þannig fyrir þér í mörg
ár; hugkvæmist þér aldrei, að hún
verði einnig að hafa frístundir og
hvíld og gleði í lífinu? Ertu búinn
að gleyma hve innilega þú hést
því með sjálfum þér, er þið lögðuð
samferða út í lífið, að þú skyldir
ávalt verða henni einlægur sam-
verkamaður og hjálpa í hvívetna.
Nú gerir þú ekki svo mikið sem
að bera inn brenni í eldinn eða
annað þvílikt. Samt heimtarðu
hrein föt, hreint gólf, góðan mat,
en gerir sjálfur eklti svo mikið
sem að þurka af skónum, er þú
kemur inn, — og burstað þá hef-
irðu ekki í mörg ár.
Blygðastu þín ekki?
Og börnin. Hvað er það sem
þið ekki heimtið af mömmu. Aldrei
má hún hafa hvíldarstund fyrir
ykkur. Þið hafið óhreinkað fötin,
slitið úr tölur og þið vanrækið að
læra lexíurnar. En á öllu ber
mamma ábyrgð. Og ætíð hugsar
hún með blíðu um ykkur, en
hugsið þið þannig um hana? Hlýð-
ið þið strax, og hún biður ykkur?
Hlýðir þú henni, 12 ára drengur,
er hún bannar þér að reykja vindl-
inga? Hlýðir þú henni, 14—15 ára
telpa, er hún bannar þér að vera
út um götur í myrkrinu, þar sem
ekkert er að hafa annað en myrk-
ur og myrkraverk. Og þú unga
og fríska 20 ára dóttir, sem vinn-
ur ulan heimilisins, — sérðu ekki
hve þreytt og útslitin móður þín
er? Hvers vegna hjálpar þú henni
ekki að þvo upp? Hvers vegna
ertu aldrei heima á kvöldin, þar
sem mamma reynir að gera alt
eins aðlaðandi fyrir ykkur öll og
henni er auðið? Hversvegna endi-
lega að vera úti á hverju kvöldi
með unnustanum, en aldrei hjá
mömmu? Hugsaðu til þess, að eftir
nokkur ár ert þú sjálf gift og situr
e. t. v. með smá börn, — þá
muntu sjá — en altof, altof seint,
— live skammsýn og fávís þú
varst, að hagnýta þér ekki reynslu,
visku og elsku móður þinnar. —
Vertu nú sjálfstæð stúlka og segðu
unnusta þínum: »Nú vii eg vera
heima í kvöld og hjálpa mömmu,
hún er svo veikluleg og þreytt og
þarf að ganga snemma til hvíldar.
Og eg vil einnig hátta snemma, til
að geta farið á fætur á undan
mömmu; kveikt upp, hitað kaffið
og gefið pabba að borða áður en
hann fer til vinnu sinnar«.
Og unnustinn mun verða þér
hjartanlega samþykkur í þessu, sé
hann á annað borð maklegur þess,
að trúa lionum fyrir framtíð þinni.
— — I— Þannig er það á
þúsundum heimila. Móðirinn ger-
ir alt, börnin ekkert. En þannig
ætti það ekki að vera og þannig
þarf það ekki að vera, ef maður-
inn sjálfur vill ganga á undan með
góðu eftirdæmi. Fyrst af öllu er
það skylda hans að sjá um nægt
eldsneyti. Og börnunum er þau
vaxa. Allir eiga að hirða sína eigin
skó og munu þeir þá fljótt læra
að fara betur með þá. Dæturnar
eiga frá fyrstu æsku, að hjálpa
móður sinni í öllu. Ætíð að þvo
upp og þ. h. Öll börn þurfa að
skilja, að móður sina verða þau
ávalt að virða og elska og hjálpa
svo sem auðið er. —
Heimili þar sem móðirinn er út-
tauguð, er ekkert heimili. Hún
megnar ekki að vera lifsandi þess
lengur. En einmilt þegar dæturnar
eru 16 til 20 ára er þörfin brýn-
ust, að eiga elskulega móðar fulla
af lífskrafti, sem þær hlýða í gleði,
vitandi vel, að það sem hún segir
er hið besta fyrir þær, þótt þeim
finnist það jafnvel ekki aðlaðandi
í bili.
Framtið hverrar þjóðar hvíiir
án efa að mjög miklu ieyti á því
hvað ungu stúlkurnar hafa lært af
heimilisstörfum. Læri þær ekki á
æsku-heimilinu að fegra og prýða
fyrir föður og móður, munu þær
þráfaldlega aldrei læra að skapa
aðlaðandi heimili fyrir sína eigin
menn. En á þeim grundvelli, að
fá húsið til að »hlakka og hlæja«
víð manninum, hvílir ef til vilí
leyndardómur hins hamingjusam-
asta heimilis. — — —
— — — Staðráðið það nú með
sjálfum ykkur, að hjálpa móður
ykkar í öllu, sem þér getið, hér
eftir.
Einmitt frá þessari stundu.
Byrjið strax.
Og sannið til, að það mun veita
ykkur sjálfum mesta gleði og ham-
ingju — eins og alt sem vel er
gert.
Á páskunum 1919.
Björn Guðmundsson.
Við | avðai,íöi*.
Síra Bjarni Jónsson hefir sent
»Tímanum« eftirfarandi kafla úr
líkræðu eftir Guðm. skáld Guð-
mundsson, í tilefni af grein í 22.
tbl. »Tímans«, með sömu yfirskrift
og þessi.
„jjikasajn a!þýða.“
Sig. Nordal hefir ritað í síðasta
Skírni grein sem hann nefnir Pýð-
ingar.
Það er ýmislegt nýátárlegt við
þessa grein. Hún leiðir hug lesar-
ans inn á nýjar brautir, og þó
finst honum alt sem fyrir augun
ber vera gamalkunnugt. Fram-
kvæmd þessarar nýjungar myndi
kosta mikið fé úr landssjóði. Og
slíkar uppástungur eru vanar að
mæta þéttings andmæium í byrj-
uninni. En þar sem til spyrst, þá
fer þýðinga hugmynd Sig. Nordals
sigurför um landið. Menn sem
annars koma sér ekki saman um
nokkurn skapaðan hlut, virðast
vera ásáttir um að tillaga S. N. sé
góð, og að það ætti að framkvæma
hana sem fyrst.
Þessi vinsæla nýung er sú, að
það myndi bæði til gagns og
sæmdar fyrir íslensku þjóðina ef
landið gerðist bókaútgefandi.
Gæfi út 7—10 vandaðar þýðing-
ar af útlendum skáldritum og fræði-
bókum árlega. Bækur þessar skyldu
seldar undir sannvirði. Landssjóð-
ur bæri hallann. Tilgangurinn sá
að fá sem flesta til að kaupa og
lesa góðar bækur.
Röksemdir höf. eru hérumbil á
þessa leið:
Sjálfmentun íslenskrar alþýðu er
merkilegasta einkenni þjóðarinnar.
Skólar okkar, Qármál, atvinnufram-
farir, listir og vísindi hljóta jafnan
að eiga erfitt í samkepninni við
slóru þjóðirnar. MannQöldi og auð-
legðarmunur gerir þann leik ójafn-
an. En um sjálfmentun eröðru máli
að gegna. Fyrst er hún lífsnauð-
syn fyrir litla þjóð. Sé alþýðan í
fámennu landi illa ment, er líf
þjóðarinnar glatað. Fámenn »yfir-
stétt« getur ekki bjargað við menn-
ingunni. í öðru lagi er reynslan.
íslensk sjálfmentun er jafngömul
og saga landsins. Lestrarfús og
fræðafús alþýða hefir haldið við
málinu, og geymt menningarfrjó-
anga, sem blómgast hvenær, sem
lifsskilyrðin batna. Sjálfmentun al-
þýðunnar íslensku er þvi að dómi
höf. sá dýrgripur, sem þjóðin gæti
helst lagt á melin, frammi fyrir
hinum mikla dómara, þegar ailar
þjóðir, stórar og smáar gera skil
á því, hversu þær hafa ávaxtað
sitt pund.
Höf. gerir ekki mikið úr skól-
um okkar. Vafalaust rétt athugað,
en sú ályktun vafasöm, að við
þurfum jafnan að hafa lélega skóla,
þó að við höfum byrjað þannig.
Sennilega veikasti þátturinn í grein-
inni. Varla gert nægilega ráð fyrir
því, að þjóðin myndi geta haft
óvanalega mikil not góðra slióla,
eins og góðra bóka, ef hún ætti
þeirra kost. En þó svo væri, þá
spillir það ekki fyrir frumhugsun
höf. um gildi bókaútgáfu, ;eins og
þeirrar sem hér er um að r*ða.
Tímarnir breytast. Kröfurnar
vaxa. Ótal ný viðfangsefni birtast
í skáldskap og vísindum. Sjálf-
mentun verður því erfiðari, sem
viðfangsefnum Qölgar. Að minsta-
kosti þarf bókakostinum að fara
fram að sama skapi. Höf. sýnir
fram á að svo er ekki hér á landi.
Því veldur fámennið. Bókaútgef-
endur, sem stunda þá iðju sér til
atvinnu og gróða, verða að taka
tillit til þess, hvað borgar sig. En
það er stundum nokkuð annað, en
það sem er holt og gott fyrir þjóð-
ina. Reyndin verður: Of lítið úr
að velja á íslensku. Sumt af þvi
minna en einkis virði. Afleiðing að
sjálfmentun hnignar, húu veslast
upp. Dýrasta hnoss þjóðarinnar í
hættu.
Úrræði höf. er að bæta úr þess-
um ágalla með stórfengilegri útgáfu
góðra bóka. Landsútgáfan væri
einskonar skotgagnaverksmiðja.
Þaðan kæmu stöðugt nýjar birgð-
ir góðra og vel útgefinna bóka,
nokkuð af því sem fortíð og sam-
tíð hafa best að bjóða. Þessi örva-
drífa helir svipuð áhrif eins og
stórskotahríð á fjandmannaher.
Hér er barist við deyfðina, áhuga-
leysið og þröngsýnina. Bækurnar
koma með hugsjónir og nýungar.
Þær eru alstaðar náiægar.
Þær þrengja sér inn í hrörlegustu
afdalabýli. Þær berjast víð lélegu
bækurnar og afvegaleidda smekk-
inn. Þær bíða stundum ósigur, en