Tíminn - 07.08.1919, Side 2

Tíminn - 07.08.1919, Side 2
258 TÍMIN N r 1 í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist ritgerð um verslunarmálin eftir Héðin Valdimarsson, þar sem Ijóslega er markaðar aðallínur í verslunarmálum samtíðarinnar erlendis og þó einkum hér á landi. Eng- inn sem vill fylgjast með í því sem er að gerast í íslenskum verslunarmálum, getur komist af án þess að kynna sér þessa grein. Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25 fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur- inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári. Algreiðsla Skólavörðustíg' 25. Sími 749. neitt. Og stjórn og landlæknir gera ekkert. Og nú koma nýjar talandi tölur, áberandi tölur, enn þyngri dómur en nokkru sinni hefir áður verið kveðinn upp. í ár ætlar innflutningur áfengis »til lyfja« að fara enn langar leið- ir fram úr því sem var í fyrra. Tollurinn af þessum varningi fyrir það sem liðið er af þessu ári, er þegar orðin 10 — tiu — þúsund krónum hœrri en fgrir alt árið i fyrra, og auk þess er fullgrt að 16 — sextán — þúsund litrar áfengis séu vœntanlegir i þessum mánuði. Er þá svo komið að um hendur lyfjabúða og lækna, fer nú »til lyfja«, talsvert meir en helmingur af venjulegum ársinnflutingi af áfengi, áður en bannlögin gengu í gildi fað er dáfalleg heilbrigðisráð- stöfun af læknum landsins. Hér í blaðinu hefir ávalt verið sagt og skal enn sagt, að mjög margir læknar eru saklausir af því að misnota sjálfir þessa heimild. En þar eð læknastéttin hefir ekki tekið það í sínar hendur að bæta úr þessu reginhneiksli, þá verður hún öll samsek um að ekki er úr því bætt. Og þyngsta ábyrgðina ber sá læknirinn sem barði þessa heim- ildví gegn á alþingi 1915, gegn vilja landlæknis, og er það Magnús læknir Pétursson. Hann kvaðst þá vera að gera bannlögin »vinsælli, réttlátari og framk væm anlegri«. Þetta eru hans eigin orð. Hann sagði að það ætti að refsa þeim íæknum sem misnotuðu heimildina. Hvað gerir haun nú? Það berast að honum böndin fyrstum manna. — Frumvarp um bannlagabreyt- ingar liggur fyrir þinginu. Verður það að koma þar með að hrinda þessu máli í lag. Eru menn þó vondaufir um að þetta glundroðaþing beri nokkra gæfu til að leiða þetta til lykta. En þá koma kosningar og þá sker þjóðin úr um þetta. Og ekki er það það versta að lögbrjótarnir gangi svo langt í lög- brotunum að ekkert undanfæri verði að taka í taumana. Má svo brýna deigt járn að bíti. Frá Englandi. London 29. júlí 1919. I. »Friður á vígstöðvunum, strið heima fyrir« segja ensku blöðin að séu þau orð sem best lýsi ástandinu á Englandi nú sem stendur. Og vissulega hefir ekki í nærfelt 100 ár verið jafn mikil ókyrð í hinu enska þjóðfélagi og uúna. Allir sjá að nú eru að koma aldahvörf í sögu hins breska ríkis, en engin veit hvert stefnir. Pegar útlendingur kemur til Englands nú á dögum, eru verk- föllin eitt hið fyrsta sem hann verður var. I ótal atvinnugreinum eru verkföll, stundum út af engu, að því er best verður séð. Verka- mennirnir koma ekki til vinnu einn góðan veðurdag, og gera enga grein fyrir hvernig á því standi. Vinnuveitendur þegja og bíða einn eða tvo daga. Svo koma verka- mennirnir aftur og verksmiðjan tekur til starfa á nýjan leik. Eftir skamman tíma koma svo ný verk- föll og ný barátta. Orsakir verkfallanna eru vafa- laust margar og mismunandi, en víst er, að Bolschevickar vinna kappsamlega að því að útbreiða skoðanir sínar meðal breskra verkamanna og eiga þeir án efa sök á nokkrum hluta af þeirri ókyrð, sem nú ríkir hár. Annað mikilvægt atriði er í þessu máli, er að á meðan á ófriðnum stóð knúði Lloyd George verkamenn- ina til að vinna sem mest að mögulegt var, en sá þeim fyrir afar háu kaupi. Nú eftir að ófrið- urinn hætti og stjórnin hætti að hafa eftirlit ineð atvinnurekstrinum^ hefir kaupið ekki lækkað, en vinnutíminn verið styttur í mörg- um atvinnugreinum og flestar lífs- nauðsynjar lækkað eitthvað í verðL Verkamenn hafa alment miklu meira fé milli handa, en þeir þurfa á að halda til sinna daglegu út- gjalda, en í staðinn fyrir að leggja skildingana í sparisjóðinn, ‘taka þeir sér nokkra daga frí frá vinnu, og þegar þeir eru búnir að eyða því sem þeir höfðu, þá taka þeir aftur til vinnu. Svona gengur það koll af kolli. Öllum ber saman um að þetta háttarlag sé mjög algengL einkum meðal hinna lægstu stétta. Lang hættulegast af þessum verk- föllum er hið mikla kolaverkfall í Yorkskíri, sem enn stendur yfir. Orsök þess var sú, að þegar vinnu- tíminn í námunum var styttur í vor, þá voru samin lög (eða reglu- gerð) um hver skyldi bíða hallann við, að framleiðslan minkaði. Sumir héldu því fram að bæði námueigendur og verkamenn ættu að bera hallann, og reglurnar hafa verið stöðugt þrætuepti í alt sum- ar. Núna um miðjan mánuðinn heimtuðu kolanámumenn í York- skíri, að stjónin viðurkendi skiln- ing þeirra á reglunum. Ráðherrann sem málið heyrði undir neitaðL og næsta dag lögðu 100,000 verka- menn niður vinnuna fyrirvaralaust og án þess að leita frekari samninga. Verkfallið breiddist nú út um ýms kolahéröð annarstaðar á Eng- landi. Skip stöðvuðust hundruðum saman í höfnum af kolaleysi. Stjórnin neyddist til þess að banna útflutning af kolum. Var þetta all- Um vegagerd. Eftir Guðmund Ólafsson á Lundum. Pá gera skal nýjan veg getur meðal margs annars komið til í- hugunar, hvort af tvennu skuli gera, að vanda hann sem best þegar í upphafi, eða hitt, að gera hann að eins viðunanlegan til bráða- birgða. Með hinu fyrra mælir það, að vegurinn endist betur og við- hald hans verður ódýrara, enda alt af ánægjulegra og fegurra, að leysa verk vel af hendi, heldur en illa. Kostnaðarmunurinn á því, að gera vandaðan veg og hinu, að gera laklegan veg, mun og oft ekki þurfa að vera meiri en svo, að hann er vel tilvinnandi og marg- borgar sig í ódýrara viðbaldi, ef um það er hugsað frá byrjun. Pó getur það komið fyrir, að áslæða sé til að hafa síðari aðferðina og er það þá er bráðþörf er á vegi, en of lítið fé fyrir hendi til þess, að geta gert hann bæði fljótt og vel. Hvor aðferðin, sem höfð er í það og það sinnið, er þó einsætt, að gera allar brýr og meiri háttar rennur svo vandaðar og tryggilegar, að þær séu hagkvæmar til notk- unar og varanlegar, og einnig það að leggja veginn þar sem hentugast er, kostnaðarminst og lögulegast. Samkvæmt vegalögum vorum eru sumir vegir lagðir á kostnað lands- sjóðs, en síðan taka sýslurnar við þeim til viðhalds. Sanngjarnt hefði verið, að sýslunefndir hefðu ein- hverja umsjón yfir lagningu þeirra vega. En það er ekki. Petta gerði þó ekki mikið til, ef vegirnir væru að upphafi gerðir svo, að vel væri viðunandi, þótt ekki væri meira ílagt. En út af þessu sýnist mjög hafa borið, og það jafnvel án þess, að nokkuð hafi við það sparast, og þá er sýslubúum þeim er hlut eiga að máli vorkun, þótt þeir þykist ósanngirni beittir og þyki hart undir að búa, svo þakklátir sem þeir annars væru fyrir það, að hafa fengið veg. Til þess að finna þessum orðum mínum stað, skal eg nú nefna nokkur dæmi hér á Borgarfjarðarbrautinni, ekki af því, að eg álíti hana neitt ver gerða en aðra vegi, heldur af því, að eg er henni best kunnugur og ætla mér ekki að segja annað en það, sem eg ætla að standa við, og býst við að geta sannfært hvern heilskygnan og óvilhallan mann um, ef á þarf að halda. Eg byrja þá á svokallaðri Eski- holtssneið. Par hagar svo til, að þegar komið er yfir Gufuá, blasir við slétt mýri, hið álcjósanlegasta vegarstæði, og virðist því hefði átt að vera einsætt að halda veginum þar áfram beina stefnu á Galtar- holtsmela, þar sem vegurinu nú liggur um þá, en í staðinn fyrir það hefir verið lögð lykkja á leiðina, suður fyrir mýrina og þar upp á allhátt holt, en norðan í því holti, þar sem niður af því þurfti að komast, voru standklettar efst og snarbrött skriða frá þeim niður á jafnsléttu. Skarð var í kletta þessa vestan til, sem komast mátti'um, varð svo að fikra sig með veginn fram með klettabeltinu efst í skrið- unni, en hún var of brött og of mjög uppslegin að klettunum tii þess, að þar gæti fengist nóg rúm fyrir veginn, var þá það ráð tekið að sprengja úr klettunum og breikka með því skriðuna, þar til nægilegt rúm fekst undir veginn, og þar með var þá komin hin nafnfræga Eskiholtssneið og sú brattasta brekka, sem til var á allri braut- inni, og hefir hún auk brattans og króksins þann mikla ókost, að í hverri sunnan og útsunnan kaf- aldsgusu verður hún illfær af fönn og oft ófær, ef upp hana þyrfti að fara með þung æki. Hvað mikið þessi sneið með sprengingu hefir kostað, veit eg ekki með vissu, en æði mikið hlýtur það að hafa verið, því verkamanna-flokkurinn milli 10 og 20 manns, mun hafa verið í henni meiri part vorsins, eða alt til sláttar. Hér hefir því vegurinn, að því er eg fæ séð, al- veg að þarflausu verið gerður dýr- ari, verri, ljótari og lengri en á- stæða var til, og er eiginlega alveg óskiljanlegt hvað valdið hefir. Og eins og sneið þessi er oft ill yfir- ferðav á vetrardag, þá getur það

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.