Tíminn - 07.08.1919, Page 4

Tíminn - 07.08.1919, Page 4
260 TlMINN í fjarveru minni — í o: þrjár vikur — hefir hr. Jónas Jónsson kennari frá Hriflu, ritstjórn blaðsins á hendi. Afgreiðsla blaðsins í Lauf- ási verður opin frá kl 10 til 12 og 1 ,til 6. Tr. Þórhallsson. til handa, frá þjóðinni. Hafa um það efni staðið langar sennur í þinginu og venjulega endað svo að bankinn hefir haft sitt fram, og það því fremur sem hann er nú orðinn stórveldi í landinu. Gróði bankans síðastliðið ár var hálf önnur miljón króna, og fer veldi hans sívaxandi. Á þing og stjórn undir högg að sækja til hans um lán ástundum, og á þá erfiðara með en skyldi, að halda stöðugt fram sjálfsögðum kröfum þjóðar- innar móti bankanum. Síðasta herbragð frá hendi vina íslandsbanka er það, að semja nú fyrir hans hönd við þing- ið, um það að landið fái aftur þann hlut af seðlaútgáfuréttinum, sem bankinn hefir talið sér fremur til byrði en hagnaðar (það sem er umfram 2J/2 miljón) gegn því að verða að kalla má óháður öllu eftirliti íslenskra stjórnarvalda og því nær gjaldfrjáls til landsþarfa. Nefnd sem stjórnin hefir sett til að rannsaka málið ræður til kaup- anna. í nefnd þeirri voru: M. Guðm. þm. Skagfirðinga, Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri og Pétur Ólafsson kaupm. Ef fylgt verður ráði þeirra, myndi stórt spor vera stigið í áttina til að gveiða fyrir yfirtökum erlendra fésýslumanna á gangur er og þá er sama af hvaða átt blæs úr því geilin er komin, en vetrarhlákur sjaldan svo langar að slíkar stórfannir fari í þeim. Til allrar hamingju hefir þetta þó ekki orðið nærri því á hverjuin vetri, sérstaklega hefir það ekki komið að neinni sök núna 2—3 síðustu veturna, enda hafa það verið sérstakir snjóleysisvetrar, og svo eru einnig áraskifti að því hvað snjóinn keyrir saman í stór- fannir og af hvaða áttum. En það hefir Sigurður á Haugum sagt mér, gamall maður og athugull, sem alið hefir mestan aldur sinn þarna með fram Gljúfurá, ýmist ofar eða neðar og er því allra manna kunn- ugastur ánni, að þó að leitað sé með henni allri frá upptökum að ósi, þá sé hvergi hægt að finna annað eins aðfenni og þarna. JÞetta segist hann hafa sagt verkfræð- ingnum, en það hefir þá ekki ver- ið tekið til greina. En hvað hefir nú mönnunum gengið til að hafa brúna þarna. Fyrir minum og eg held flestra kunnugra manna sjón- um, var þó völ á góðu og tryggi- íslenskum atvinnuvegum. Munu verða leidd rök að því í næstu blöðum. * * Vökur og ojjsreyta. Eftir tilmælum háseta á botn- vörpungunum íslensku, er lcomið fram frumvarp í þinginu, um að hásetar á skipum þessum eigi rétt á 8 stunda hvíld á sólarhring. Er þar vitanlega átt við, þegar um veiðar er að ræða, en eigi þegar sérstaklega stendur á, svo sem björgun skips úr háska o. s. frv. Ástæðan til þess, að hásetarnir óska verndarlaga um þetta efni, er sú, að þeir hafa verið mjög þrælkaðir á undanförnum árum. Timunum saman hafa skipstjór- arnir knúð mennina til að leggja saman nætur og daga við vinnuna, þar til vesalings mennirnir hafa hnigið niður örmagna af þreytu við vinnuna eða matborðið. Hjá þessum skipstjórum hefir þeirri reglu verið fylgt, að krefjast þess, að hásetarnir ynni, meðan þeir gætu staðið uppi, ef að útgerðinni væri hagur að slíku áframhaldi. Skipstjórarnir hafa því nær ó- takmarkað vald yfir hásetunum, meðan verið er á sjónum. Dugir því ekki að mögla. Hraustir menn þola slíka vinnu nokkur missiri. En þegar heilsan er farin, þá er skift um. Kaupið lækkar og nýir menn fylla skarðið og fara sömu för. Stundum verður óánægjan með þessi vinnubrögð svo mögnuð, að h.eilar skipshafnir ganga af skipi, til að forða fjöri úr beinni hættu. Gerðust dæmi af því tægi nú s. 1. vor, enda mun vökuánauðin sjaldan hafa verið meiri en þá. Sagt er að mál þetta muni eiga fleiri andstæðinga en vini í þinginu. leglegu brúarstæði nokkru neðar og það víðar en á einum stað. Ef brúin hefði verið höfð þar, hefði verið sloppið við aðfennið og aðra áðurnefnda annmarka. Vera má að brúin hefði orðið lítið eitt dýrari þar. En eg get ekki trúað því að það hefði munað svo rniklu að ekki væri það margfald- lega tilvinnandi. Eg segi þvi sama hér og um Eskiholtssneiðina að það er að eins límaspurning hve- nær brúin verður færð þaðan í burtu, eða þá ef það álíst betra, að hækka hana svo mikið að vegurinn frá henni gæti legið beint yfir holtið að austaverðu, ofantil við skaflinn, með þvi mætti líklega einnig losna við svellbunkan að vestanverðu. Annaðhvort af þessu tvennu verður að gera, en hvert ódýrara verður skal eg ekki um segja, þó þykir mér sennilegra að úr því sem komið er muni það verða ódýrara að hækka hana þar sem hún er. En þessi umbót bíð- ur ef til vil þeirrar áherslu að manntjón verði þarna í gljúfrinu, og margt hefir eins ólíklegt borið við eins og það, að þess þurfi ekki lengi að bíða. (Frh.) Kennslustarfið við fræðsluhérað Mosvallahrepps, í Vestur-ísafjarðarsýslu, er laust til umsóknar fyrir næstkomandi skólaár. Laun samkvæmt gildandi lögum um laun barnakennara. Um kenslustarfið geta sótt tveir kennarar. Umsækjendur snúi sér til við- komandi fræðslunefndar, skriflega eða simleiðis, fyiir 10. sept. næst- komandi. 21. júlí 1919. Fræðslunefnd Mosvallahrepps. Gengur sumum til ókunnugleiki á málinu, og muni þeir ílestir. En þar að auki eru til í þinginu menn, sem eru fylgjandi þessum þræla- dómi af eigingjörnum hvötum. Kröfur sjómannanna eru full- komlega réttmætar í alla staði. — Meðferðin á hásetunum hefir verið ill og óiúannleg. Þó ekkert mælti með kröfum þeirra um slcaplega hvíld annað en almennar mann- úðar- og drengskapar-hugmyndir, þá væru þær meiri en nógu þungt lóð á metuuum hjá öllum sæmi- lega hugsandi mönnum, til að vera með frumvarpi þessu. í*ar við bætist, að alheims- reynsla og vísindalegar tilraunir hafa sannað, að það er vinnu- veitendum mestur gróði, að unna starfsfólki sínu hæfilegrar hvíldar og aðbúðar. Langur og óreglulegur vinnutími og ónógur svefn, dregur fjör Og þrótt úr hverjum manni, og sé þannig haldið áfram árum saman, er heilsan farin, og úr- kynjunin handviss í afkvæmunum. Þannig mæla þrjár höfuð-ástæður með verndarlögum fyrir hásetana á togurunum. Fyrst eru almennar mannúðarkröfur. í öðru lagi sú margsannaða staðreynd, að reglu- leg hvíld og svefntími er óhjá- kvæmilegí skilyrði þess, að vinnan verði arðsöm. Lögverndunin er þess vegna sérstaklega eftirsóknarverð fyrir vinnuveitendur. í þriðja lagi er þjóðfélagið aðili. Það er því fá- tækara og veikara, sern fleiri hraustir menn eru gerðir heilsu- veiklaðir með heimskulegum vinnu- aðferðum. Á þess herðar kemur byrðin, þegar sjúkdómar og úr- kynjunin fer að herja á landið. Og vegna þjóðfélagsins er það skylda Alþingis, að taka i taumana og samþykkja lögnemdan svefntíma fyrir háseta eins og frumv. mælir fyrir jafnvel, þó að mannúð og þjóðhagslegar ástæður viðvíkjandi afrakstri vinnunnar kunni að vera léttar á metunum hjá sumum sem þar eiga hlut að máli. Erlendis hafa fyrir löngu verið sett lög um þessi efni, hjá öllum siðuðum þjóðum. Fyrir 10 árum var lögbannaður lengri vinnutími i bresku kolanámunum en 8 stundir á sólarhring. Þótti það þá hámark þeirrar áreynslu, sem Ieggja mætti að skaðlausu, á hrausta menn, við þá erfiðu vinnu. Drenglundin og hagsýnin hafa alstaðar nema á íslandi leitt löggjafana inn á þá braut, að setja nákvæmar reglur til að vernda heilsu og starfsafl þjóðarinnar. J. J. Fréttir. Tíðin. Endalausar úrkomur og kuldar. Eru þeir teljandi sólskins- dagarnir á þessu sumri. — Afar- mikil síldveiði alt af fyrir norðan. Dönskn knattspyrnumcnnirnir komu með Gullfossi á mánudags- kvöld. Var þeim fagnað með sam- komu í Iðnaðarmannahúsinu um kvöldið. Fyrsti knattspyrnuleikur- inn fór fram í gærkvöldi, og léku menn úr félögunum Val og Víking á móti Dönum. Var veður svo ilt að trauðla var unt að leika, út- synningshrynur og kuldi. Fóru svo leikar, að Danir unnu og skoruðu 7 mörk en íslendingar ekkert. — Var sá munur síst meiri en verð- skuldaður. Leikurinn var afbragðsgóð lif- andi mynd af muninum á viti og striti. íslendingarnir lögðu mikla meira á sig, hlupu miklu meira, keptust miklu meira við og lögðu sig sannarlega alla fram. En það kom fyrir ekki. Danirnir léku af svo miklu meira viti, að svo hlaut að fara sem fór. Þeir gáfu sér tíma til að heyra og at- huga hvert þeir ættu að koma hnettinum næst og það brást varla að hver maður var ávalt á hinum rétta stað, og þeir kunnu vel að skifta með sér verkum. Það er íslendingum engin skömm að bíða lægri hlut fyrir þessum lcnattspyrnumönnum, því að þetta eru afbragðsgóðir leikmenn. Að vísu má búast við því, að úrvals- liðið, sem keppir á föstudaginn, haldi betur velli, en það munu flestir telja öldungis víst, sein sáu leikinn í gær, að það muni bíða greinilegan ósigur. Og það á að bíða ósigur, því að það er ekki eins vel viti borið um knattspyrnu eins og þessi danska sveit. Knattspyrnan er einhver hin besta allra íþrótta, vegna þess, að hún á eigi síður að æfa hug- ann en Iíkamann. Höfuðlærdóm- urinn, sem islensku knattspyrnu- mennirnir eiga að nema af Dön- um í þetta sinn er að leika með meira viti. Þá hliðina af knatt- spyrnu-uppeldinu eiga þeir eftir að nema að miklum mun. Og þegar það er numið megum við gera okkur bestu vonir um knattspyrnu- menn okkar, því að þeir sýndu það, að þeir hlupu ágætlega, eru ótrauðir, óragir og þolnir í besta lagi. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Simi 91, Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.