Tíminn - 06.09.1919, Síða 4
292
TÍMINN
fínril \i\mln aainafiga.
í II. og III. hefti þ. á. sem nú er að koma út, birtist
ritgerð um verslunarmálin eftir Halldór Stefánsson bónda
í Hamborg í Fljótsdal. Sýnir hann þar fram á með ljós-
um rökum, að Rockdale-álagningin, þ. e. að selja með
dagsverði, en skifta ágóðanum um áramót, muni verða
ísl. samvinnufálögunum happadrýgst bæði í bráð og
lengd.
Verð 2 kr. séu keypt 50 eintök eða fleiri, kr. 2,25
fyrir alt að 50 eintökum. í lausasölu kostar árgangur-
inn 3 krónur. — Heftin eru 4 á ári.
Afgreiðsla Skólavörðustíg1 25.
Sími 749.
fyrirmynd, að hún ætti hvergi sinn
líka, svo mikill styrkur er í því
hvað stúdentarnir eru fáir og sjá
alt nærri sér, og fá að vera í og
með í öllu, sem fyrir kemur.
Kynsjúkdómar berast nú óðum
inn í landið, og mun þó fremur
fara vaxandi. Mundi nú ekki nær,
að einn af þessum tultugu yrði
fenginn til þess að takast á hend-
ur að kynna sér svo húð- og kyn-
sjúkdóma, að'hann gæti talist þar
sérfræðingur hvar sem væri í heim-
inum, kæmi síðan heim og yrði
settur á föst laun í Reykjavík og
kendi við háskólann. Nú er það
svo, að holdsveiki er tilheyrandi
þessari fræðigrein, húð- og kyn-
sjúkdómum. Ætti þessi maður því
að vera aðstoðarlæknir Sæmundar
Bjarnhéðinssonar fyrst um sinn
og læra af honum alla meðferð
holdsveiki, til þess svo að taka
við af honum. Nú mun það svo,
að Lauganes er orðið óþarflega
stórt fyrir þá líkþráu, því ekki að
hafa þar húð- og kynsjúkdóma-
deild a. m. k. fyrst um sinn?
Færi betur á þessu en hinu, sem
til orða hefir komið, að héraðs-
læknirinn í Reykjavík yrði látinn
taka að sér Lauganesspítalann.
Þætti manni betur fara, að mála-
fylgja (agitation) þeirra manna
sumra, sem um heilbrigðismál fást,
snerist nú fremur á þá sveif, að
bæta úr innlendri en erlendri þörf.
Zeta.
Kötlusjóður.
í 58. blaði Timans, 2. ágúst, er
gerð grein fyrir þeim samskotum
í Kötlusjóðinn, er Búnáðarfélagið
hafði þá veiít móttöku, var það
samtals kr. 9019,69.
Síðan hefir þetta bæst við:
Frá Eimskipafél. íslands 15,000 kr.
— kaupfél. Eyfirðinga . 2,000 —
— — Svalbarðse. - 1,000 —
— — Húnvetninga 1,000 —
19,000 kr.
Samskotaféð nemur samtals
28019 kr. 69 aurum.
Reykjavík 4. sept. 1919.
Búnaðarfélag íslands.
„Iírossinn“.
»Frón« biað sjálfstæðismanna
hefir fram að þessu farið lítið lof-
samlegum orðum um blöð »langs-
ara«, ísafold, Mbl. og Vísi. (Sbr.
»ísa, ísa«.) Sambúðin milli langs-
um og þversum hefir verið hin
versta. Og þversum mun hafa ver-
ið sammála hinum tveim flokkun-
um, að lið E. A. væri dreggjar
þingsins, sem allir hefðu ilt af að
hafa vinsamleg mök við.
En í síðasta »Fróni« er alt fyrir-
gefið. Því haldið fram að allir
gamlir sjálfstæðismenn eigi nú að
taka höndum saman og frelsa
landið. Far með er syndakvittunin
fullkomin, krossinn myndaður með
því að leggja þversum undir langs-
um. En sá má heita krossberi,
sem tekur sér á herðar þennan
þunga.
Ummæli blaðsins eru næg sönn-
un þess, að sumir þversummenn
hafa geð á að fallast í faðma við
Einar, Gísla, B. Kr., Síldar-Magnús,
Vigur-klerkinn o. s. frv. En fáir
munu trúa öllum flokknum til að
ganga undir þetta nýja krossins
tákn, fyr en skýrar sannanir koma
fram um að óhæf uppástunga sé
orðin að gerðu verki. a. + b
Fréttir.
Flogið var hér fyrsta sinni siðari
hiuta dags á miðvikudegi 3. þ. m.
Var þá flugvélin reynd. Um kvöld-
ið var fyrsta flugsýningin og var
samankominnmúgurog margmenni.
Var ánægjulegt á að horfa á flug-
sýninguna. Hafði Faber flugmaður
bersýnilega ágætt vald á vélinni.
Kvöidið næsta sýndi hann enn flug
og fór þá i loftköstum og ótal
sveigjuin og hringum, af hinni
mestu list. t*á tók hann með sér
á eftir hina fyrstu farþega upp í
loftið. Gefst mönnum kostur á því
að fá að fljúga næstu daga. —
Flugfélagið hefir sýnt hina mestu
rögg um allar framkvæmdir í þessu
efni, hefir á tiltölulega mjög skömm-
um tíma gert alt sem gera þurfti
og ekki er það minst um vert að
hafa fengið svo góðan flugmann
sem Faber virðist vera. Hann er
maður rúmlega tvítugur. — Marga
mun hafa dreymt fagra drauma
upp úr þessum flugsýningum, um
framtíðargagn af flugi hér á landi.
Virtist þeim er þetta ritar það
einna eftirtektaverðast hve lítinn
flöt vél þarf til að lenda á. Það er
nærri því að maður geti sagt að
hún setjist eins létt og fugl. En
veður gat ekki verið betra en var
þessi tvö kvöld.
Nýjar bækur. »Tímanum« hafa
verið sendar þessar bækur:
Einar Kvaran: Trú og sannan-
ir. Hugleiðingar um eilífðarmálin.
Útgefandi Þorsteinn Gíslason.
Haraldur Níetsson: Kirkjan og
ódauðleika sannanirnar. Fyirlestrar
og prédikanir. Önnur útgáfa auk-
in. Foriag ísafoldar.
Indriði Einarsson: Reykjavík
fgrrum og nú. Sérprentun úr ísa-
fold.
Sigurður Nordal: Fornar ástir.
Forlag Þór. B. Þorlákssonar.
Charles L. Tweedale: Út yfir gróf
og dauða. Þýtt hefir Sig. Kristófer
Pétursson. Gefin út að tilhlutun
Sálarrannsóknarfélags íslands. Út-
gefandi Þorsteinn Gíslason.
Verður bóka þessara rækilega
getið síðar í blaðinu.
Jarðarför Jóhanns skálds Sigur-
jónssonar fór fram 5. þ. m. Hafa
fjölmargir haft orð á, að vel hefði
farið á, að lík hans hefði verið
flutt heim og íslenska rikið séð
um það. Ætti það að geta orðið
að ráði enn.
Landshankamálið.
Eins og áður hefir verið tekið
fram hér í blaðinu, reyndu þeir
Eggert Pálsson og Halldór Steins-
sen, að gera að engu forgangsrétt
Landsbankans til opinberra sjóða
með breyt.till. Þar sem sett voru
inn orðin »að öðru jöfnu«. Þetta
var blekkingartilraun af versta tagi.
Leit út sem réttlæti, en var ein-
göngu ætluð, til að gera lögin að
engu. Ræða Magnúsar Torfasonar,
sem birtist í síðasta blaði, var svar
gegn yfirborðs-röksemdum þeirra
kumpána og fjármálaráðherra. —
Því miður hafa slæðst inn í ræð-
una fáeinar prentvillur, en eigi svo,
að meining haggist. Þeir sem ann-
ars fá þingtíðindin ættu %ð kynna
sér framkomu þingmanna bæði í
seðla- og sjóðamálinu. Þar varð
það átakanlega bert, sem sumum
Norðlendingum hefir ekki verið
ljóst, að Þórarinn á Hjaltabakka og
Magnús Guðmundsson eru einlægir
fylgismenn Einars Arnórssonar.
„Eyðuspillir^.
Nýr spámaður hefir risið upp á
meðal vor og fyllir eyður í blöð-
Fjármörk STematimgabúsiiis
Morðurárdal, Mýrasýslu:
Blaðrifað aftan hægra, hangfjöð-
ur aftan vinstra; stýft og gagnbitað
hægra, miðhlufað vinstra; stýft og
biti framan hægra, sýlt biti framau
vinstra.
Jón Á. Guðmundsson.
Barnakenna ra
vantar í fræðsluhérað Borg-
arhrepps í Mýrasýslu. Laun
samkv. fræðslulögunum.
Umsóknir sendistfræðslu-
nefnd hreppsins.
Pdll Jónsson
Einarsnesi
(formaður).
Tilkynning.
Hér með tilkynnist sjálfseignar-
bónda Ólafi Stefánssyni í Kalmans-
tungu, að með því að eg nenni
ekki oftar að kalla eftir þessum
38 kr., sem eftir standa af kaupi
mínu fyrir sumarið 1918, þá gef
eg honum þær.
En sýnist Ólafi svo, að krónum
þessum verði á annan hátt betur
varið, en að hann sjálfur njóti
þeirra, þá vil eg benda honum á,
að leggja þær í sjóð Dýraverndunar-
félagsins.
Hvanneyri 27. ágúst 1919.
Porlákur Björnsson.
um miljónarfjórðungsins, ísafoldar
og Morgunblaðsins, og ríður geyst
úr hlaði. Er nafns hans ekki getið
í blöðunum og verður hann því
að fá nafn af verkum sínum, sem
að ofan segir. Hann hefir nú
skammað nálega allar stéttir Iands-
ins og félög manna, aðrar en kaup- •
menn og útgerðarmenn og þeirra
félagsskap og andbanninga. Harð-
orðastur hefir hann verið um
bændur og sjómenn. Þeir eru hvorir-
tveggja óalandi og óferjandi. Þá
kemur röðin að templurum og
ungmennafélögum. Þær stofnanir
fyrirlítur »Eyðuspillir« hastarlega.
Og þó er honum allra verst við
samvinnufélögin og Tímann. —
Er það frá einu sjónarmiði séð
dugnaðarmerki, hversu manni þess-
um hefir tekist að koma frá sér
miklum skömmum um þessar stofn-
anir á örstuttum tíma. En eyðurnar
í blöðunum eru miklar, og hrökkva
uppprentanir úr Vesturheimsblöð-
unum lítt til að fylla, og sinni
náttúru er hver fúsastur að fylgja.
Mun vera fylsta ástæða til þess,
að óska miljónarfjórðungnum til
hamingju um að hafa fundið hinn
rétta mann.
Ritstjóri:
Tryggvi Þórtaallason
t Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Gutenberg.