Tíminn - 13.09.1919, Blaðsíða 3
TIMINN
295
hvernig þingmenn fara með um-
boð sín. Það aðhald er ómissandi
í Iýðfrjálsu landi. Það er ómögu-
legt að spá um hvað af því gæti
leitt, ef því aðhaldi væri kipt burtu.
í skjóli þess aðhaldsleysis gæti
mörg svívirðing blómgast, sem nú
er þó niðri haldið.
Á alþingi 1909 kom fram frum-
varp sem fór í líka átt og þetta,
einungis nokkuð lengra, þar eð
með því var leyft að hætta og
að prenta þingskjölin. Leit svo
út í fyrstu sem mál þetta ætti að
verða flokksmál, en svo fór að
frumvarpið varð ekki útrætt. í
mjög rækilegu nefndaráliti minni
hlutans, (Alþt. 1909, A. bls. 375—
380) eru þessi niðurlagsorð:
»Eins og tilhagar hér á landi
þarf ekki að ganga gruflandi að
því, að gangi frumvarp þetta fram,
þá er miklu verra verk unnið og
skaðvænlegra þjóðinni, heldur en
þó að ákveðið væri að heyja al-
þingi fyrir luktum dyrum. Þar sem
hér eru engin blöð til, sem með
besta vilja gætu fiutt einn tíunda
hluta úr tuttugustu hverri ræðu,
sem hér er haldin, þá hefði þjóðin
eiga vitneskju um, hvað fram fer
á þingi, nema meir og minna hlut-
drægar og ósannar frásögur ein-
hliða flokksblaða um einslök mál.
Og svo framarlega sem ósannindi
eru verri en engin vitneskja, þá
yrði þjóðin ver farin en algerlega
vitneskjulaus um alla framkomu
alþingismanna.
Þá yrði alþingi íslendinga Ijós-
fœlið pukursþing sem engan œtli
sinn líka meðal pingfrjálsra þjóða
heimsins*. —
Þótt nú sé ekki eins langt geng-
ið og 1909, þar sem einungis á að
fella niður að gefa út ræðupart-
inn, verða þó þau orð sönn sem
að ofan greinir, og ef þjóðin hefir
ráð á því að stjórna sér sjálf,
verður hún og að hafa ráð á að
Hlutleysi í verslunarmálunum er
ekki til. Jafnvel hinar fáfróðu og
eigingjörnu bitlingasnikjur og marg-
hrjáðu flokkssvikarar, sem standa
að þessu frumv., vita það. Þeir
ætla sér að gera kaupmannaskól-
ann að landsskóla og spilla fyrir
almennri sjálfseignarverslun.
Hvorki erlendum né innlendum
mönnum, sem vit hafa á þessum
málum, dettur í hug að hægt sé
að sameina þessar tvær andstæð-
ur. En aðferð kaupmannasinna
og samvinnumanna er ólík í þessu
sem íleiru. Samvinnumenn vita, að
þeir þurfa sinn eigin skóla. Þeim
er það svo mikil alvara, að þeir
tryggja sér hans vegna dýrt og
vandað húsrúm, og vita að rekstur
hans kostar félögin mikið, þó að
þau fái nokkurn styrk af landsfé.
Samvinnumenn fara að eins fram
á jafnrétti, vilja unna kaupmönn-
um meir en þeir eiga skilið, þ. e.
að fá opinbert fé til að efla stétt,
sem vaíi leikur á að sé nytsöm.
En af riddaraskap hafa þeir viljað
unna andstæðingum jafnréttis. En
kaupmannasinnar fara gagnslætt
afla sér þess aðhalds sem nauð-
synlegt er með fulltrúum sínum.
Kolamálid.
ii.
Nú er komið fram frumvarp i
þinginu um að landið haldi áfram
einkasölu á kolum fram á næsta
sumar. Og halda þá áfram með
20 kr. toll á smálest, þar til upp
er unninn skaðinn á birgðum lands-
ins, sem keyptar voru til að tryggja
útveginn.
í öðru lagi reyna útgerðarmenn
að fleyga málið með því, að tryggja
sér sérstöðu með þau kol, sem
þeir flytja heim á veiðiskipum
sínum.
Báðar þessar aðgerðir miða að
því, að koma kolaversluninni aftur
í hendur þeirra fáu »hringa«, sem
versla myndu með þessa vöru.
Fyrir neytendur yrðu kolin dýrari
en ella. Fyrir landsjóð tapaður
nauðsynlegur tekjuauki.
Af því, sem áður var sagt hér í
blaðinu, vita menn, að kolamálið
á Englandi er meir og meir að
færast í það horf, sem gerir í einu
auðvelt, arðvœnt og hœttulaust, að
halda áfram með landsverslun á
kolum. Ef önnur ríki víta einka-
sölu okkar, þá er á tvent að benda:
straumana í hinu mikla kolalandi,
og þá staðreynd, að kolin þurfa
ekki og mega ekki vera dýrari hér
fyrir innlenda og útlenda menn,
beldué en þótt frjáls samkepni væri.
Gagnvart öðrum þjóðum þarf að
halda tvö boðorð. Fyrst að selja
kolin jafnan með hóflegri kaup-
manns-'&lagningu, og í öðru lagi,
að láta lögin ganga jafnt yfir alla.
Veita engum innlendum mönnum
forréttindi á þessu sviði fram yfir
útlenda. Sé vel gætt þessara tveggja
að. Gera miklar kröfur sér til
handa og að hefnst sé á keppi-
nautunum.
En þetta er varasamt spil. Sam-
vinnumenn hafa bjujað með jafn-
réttisboði, en þeir geta líka látið
vopnin skera úr, ef í það fer. Ef
þingið samþykkir landsskóla í
verslunarfræðum, þá gæti annað
eins viljað til og það, að sam-
vinnumenn næðu yíirtökum á skól-
anum. Yíirleitt myndi að eins
harðsnúin Fáfnisstjórn afhenda
skólann þeirri stétt, sem notar
hann móti alþjóðar-hagsmunum.
En takist eltki að koma frumv.
fram, þá er einsætt að samvinnu-
menn muni á komandi árum hafa
bæði mátt og vilja til að launa
þjónum kaupmanna tilraun þeirra
nú, með því að svifta kaupmanna-
skólann öllum opinberum styrk.
Mætli þá svo fara, að kaupmenn
óskuðu þess, að þeir hefðu aldrei
reynt að nota sér þá þjóna, sem
nú reka erindi þeirra í þinginu.
Samvinnumaðar.
atriða er áhugsandi að fram komi
kærur frá öðrum ríkjum, svo að
mein verði að.
Tilgangurinn með einkasölu á
kolum er sá, að halda verðinu
niðri, en tryggja þó landsjóði nokk-
urn hluta af þeim gróða, sem
runnið hefði úr vösum almennings
til hinna fáu kolakaupmanna. —
Baráttan verður því um það hvort
betra sé að arður af kolaverslun-
inni renni í landsjóð, eða til þeirra
3—5 kolahringa, sem annars
myndu fást við þessa atvinnu.
Mitt í glundroða þeim, sem nú
ríkir í skattamálunum, er allur
þorri hugsandi manna í landinu,
kominn að þeirri niðurstöðu, að
halda eigi áfram með einkasölu á
kolum. Kaupmannsgróðinnafþeirri
vöru eigi að fara í landssjóð. Þar
sé hans fullkomin þörf, og gjald-
stofninn réttmætur, ef gætt er hófs
um álagningu.
Aftur á móti getur ekki komið
til mála, að halda við kolatoll,
eftir að bættur væri halli lands-
verslunar á birgðunum. Tollurinn
myndi hækka verðið óeðlilega.
Kaupmenn legðu fyrst á vöruna,
og síðan á tollinn fyrir að inn-
heimta hann. Og þar sem ko) eru
engan veginn óhófsvara, nær engri
átt, að þjóðfélagið geri þau að
gjaldstofni pieð varanlegum tolli.
Þeir þingmenn, sem fylgja fram
bráðabirgðartolli á kolum, eða
undanþágu fyrir suma ísl. borgara,
þurfa að gæta þess í tíma, að þeir
eru að kasta burtu úr höndum
þings og stjórnar álitlegri tekjulind.
Þeir eru að vinna að því, að hækka
kolaverðið óeðlilega. Þeir vinna
fyrir hagsmuni sárfárra manna,
innlendra og útlendra, móti hags-
munum landssjóðs, og því nær allra
þeirra manna hér á landi, sein
nota kol. (Frb.).
SíðastaafrehatDsránsiaia.
Sjálfsögð skylda fossanefndar var
að hafa lokið störfum um nýár i
fyrra, senda álitið þá tafarlaust út,
svo að allir hugsandi menn gætu
kynt |pr rök og málavexli. Taka
málið síðan til meðferðar á þing-
málafundum og þingi, án þess að
binda enda á lagasmíðina. Þá var
allvel búið í haginn fyrir kjósend-
ur að átla sig á málinu nú um
kosningarnar í haust. Ný-kosna
þingið hafði þó réttfengið umboð
°g eðlilegt, til að leggja grundvöll
að fossalöggjöf. Hin miklu útgjöld,
tugir þúsunda vafalaust, sem fossa-
nefnd og útgáfa nefndarálits kosta
landið, hefðu þá borið þann á-
rangur, sem gert var ráð fyrir.
En hvað skeður. Meiri hlutinn
dregur verk sitt á langinn. Er ekki
búinn um páska, þegar J. M. siglir
með stj.frv. Er ekki búinn í þing-
byrjun, en er að sögn búinn nú,
laust fyrir þinglok.
Sv. Ól. er að þakka, að alt starf
nefndarinnar varð ekki ónýtisverk.
Hann klauf nefndina í tíma, lauk
við álit sitt svo snemma, að það
gat orðið stjórnarfrumvarp, og lét
ekki á sig fá, þó að meiri hlutinn
rændi einni aðal-ritgerð hans og
innlimaði í vatnsránshelming álits-
ins. E. A. hefir þá ekki verið að,
hugsa um, að spara landinu prent-
kostnað. Síðan birti »Tíminn« álit
Sveins, svo að öllum landslýð er
nú kunnugur sá hluti fossanefndar-
starfsins, sem líklegur er til að hafa
nokkra þýðingu
En hvernig rækir meiri hlutinn
skyldu sína? Hann þiggur stórfé
úr landsjóði fyrir verk sitt, eyðir
óhemju fé í að moka út al-óþörf-
um skýrslum og ritgerðum, en gerir
svo sitt ýtrasta til að leyna þessu
fyrir þjóðinni. — Trúin á málstað
vatnsránsmanua er ekki meiri en *
svo, að G. B., E. A., Bj. Jónsson
og J. Þorl. fela stóru, dýru bókina
fyrir kjósendum, eins og um þýfi
væri að ræða.
Nú er vitanlegt, að kosningar
verða í haust. Ekki nema nokkrar
vikur þangað til. Og það verður
fyrst og fremst kosið um fossa-
málið.
Meiri hlutinn er búinn með sína
bók. G. B., formaður hefir útvegað
afgreiðslum. til að senda bókina
út um land. Meiri hlutinn ákveður
verð á bókina 10 kr., og að ekk-
ert skuli vera sent ókeypis í hrepp-
ana, eins og venja hefir verið til
um slík álit. Meiri hlutinn ákveð-
ur enn fremur, að þótt bækurnar
séu tvær, minni og meiri hluta,
þá verði að kaupa bæði álitin, þó
að ekki sé óskað nema eftir öðru.
»Sterling« er nú að byrja hring-
ferð. Með þeirri ferð voru seinustu
forvöð að senda álitið, ef gera átti
tilraun lil að þjóðin fengi að sjá
það fyrir kjördag.
En álilið er ekki sent með
»Sterling«.
Og meir en það. Einn þingmaður
biður afgreiðslumann bókarinnar
að selja sér 10 eint. til að senda
i átthaga sína með »SterIing«. En
afgreiðslum. neitar því. Segir að
það muni spilla fyrir sölunni!
Væntanlega sjá kjósendur nú
aðferðarmuninn í fossamálinu.
Minni hlutinn og aðstandendur
hans gera sitt ítrasta bæði til að
hraða rannsókn málsins, og til að
kynna þjóðinni niðurstöður sínar.
Meiri hlutinn dregur alt á langinn,
bæði með vinnubrögðin og birt-
inguna. Breytir venju urn að senda
út eintök ókeypis, setur óvanalega
hátt verð á verkið, og lætur jafn-
vel neita þingm. um eintök, þó að
full borgun komi fyrir. Ritið á
ekki, að því er virðist, að koma
fyrir almenningssjónir fyr en eftir
kosningar.
Vitanlega verður þessi aðferð
eindregið til að spilla fyrir meiri
hlutanum. En manni finst einhvern-
veginn, að þarna sé verið að bera
í bakkafullan lækinn. Það var
mikið komið áður af því, sem fór
miður, en þó má segja, að þessi
viðbót sé í samræmi við alt, sem á
undan var gengið. J. J.