Tíminn - 04.11.1919, Side 1
TÍMINN
aó minsta kosti 80
blöð á ári, kostar 5
krónur árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Reykjavik Laugaveg
17, simi 286, út um
land i Laufási, sími 91.
III. ár.
Reyijavífe, 4. nóvember 1919.
80. blað.
Uokkur orð ui kosumgamar.
T.
Tvser steí’nnr.
Gömlu flokkarnir eru dauðir.
Jafnvel Bjarni Jónsson viðurkennir
að hér hljóti að koma fram ný
flokkaskipun. Bæði Heimastjórn og
Pversum áttu erfitt með að halda
saman í sumar. Vanafesta og
persónulegur kunningsskapur helst
haldið flokksleyfunum saman, þegar
ekki reyndi á stefnumun eins og i
legátamálinu og kosningu í lög-
jafnaðarnefnd.
Samvinnumenn landsins hafa
skilið þetta fyrir löngu. Beir hafa
myndað sér frjálslynda stefnuskrá,
bygða á samvinnu fjölmargra and-
lega skyldra manna viðsvegar um
land. Sú stefnuskrá var til þegar
Tíminn hóf göngu sína, þótt eigi
væri hun birt fyr en ári síðar.
Þingvallafundurinn í vor gerði á
þeim grundvelli starfsskrá fyrir
flokkinn til næstu ára.
Stefna samvinnumanna er að
lyfta þjóðinni með alhliða fram-
jörum. Láta atvinnuvegina haldast
i jafnvægi. Gera sterkt eimskipafélag
úr brotunum, sem nú eru til, sem
bæði getur annast siglingar til út-
landa, og með ströndum fram.
Tengja öll helstu undirlendi iands-
ius saman með sterkum akvegi.
Koma meginhluta verslunarinnar í
hendur samvinnufélaga, svo að
sem flestir landsmenn njóti ávaxt-
anna af sínu erfiði. Gera Búnað-
arfélagið svo öflugt að það geti
komið hagkvæmum verkvélum að
við jarðyrkjuna og heimilisstörfin.
Efna til fasteignabanka á sam-
vinnugrundvelli eins og Böðvar
Bjarkan hefir ritað um hér i blað-
inu. Koma á vikulegum póstferð-
um um alt land og skólum sein
séu í samræmi við kröfur og lífs-
kjör þjóðarinnar.
Móti þessum flokki hefir risið
upp önnur stefna. Blöð miljónar-
fjórðungsins eru boðberar hennar.
þjóðin er farin að kannast við
hvað þeir menn ætla fyrir sér.
Þeir vilja halda sveitunum í and-
legri ánauð. Þeir hrakyrða bænda-
stéttina í heild sinni og þó einkum
forgöngumenn hennar, þingmenn
úr bændastétt o. s. frv. Þeir vilja
eyðileggja samvinnufélögin ogkoma
verslunni í hendur óþarfra milli-
liða. I>eir hugsa ekkert um sam-
göngubætur á sjó eða landi. En
þeir vilja veita vininu yfir landið
og gera umbætur Búnaðarfélagsins
að engu. Til að koma þessum
stórvirkjum i framkvæmd eyða
þeir fé, sem skiftir tugum þúsunda
til að halda úti hinum mörgu
blöðum sínum.
II.
Síngirni — samvinna.
Bessi tvö orð einkenna stefnurn-
ar. Annars vegar er sett hæst eigin
hagræði. Hins vegar alþjóðargagn.
Síngirni þessara manna kemur fram
í þrem mismunandi myndum i
félagsmálum hér á landi.
1. í misbeiting kaupmannavalds-
ins. Síngjarnir milliliðir vildu nota
sér neyð almennings á stríðsárun-
um, þóttust hafa rétt til þess. Höt-
uðu og rógbáru alla þá sem báru
uppi landsverslunina, sem bjargað
heíir þjóðinni frá hungri og ör-
birgð. Vísir, Morgunblaðið og ísa-
fold ráku erindi þessara spiltu og
eigingjörnu manna. Ennfremur
nokkrir þingmenn.
2. í stjórnmálum, þar sem full-
trúinn notar sér trúnaðarstarfið til
að reka kaupskap undir helgifána
embættisins. Síldarþingmennirnir
þrír og Fáfnismennirnir í stjórn
Eimskipafélagsins, eru dæmi af
þessu tægi, sem alþjóð þekkir og
metur að verðleikum.
3. Þar sem Irúnaðarstarfið er
notað til að afla þingmönnum
bitlinga úr landssjóði. Hefir sá ó-
siður mikið farið i vöxt á síðari
árum. Þingmenn spyrja fyrst: »Hvað
á nú að gera fyrir mig?« og skamta
sér siðan sjálfir, þó að féhirslan
sé með tómahljóði og ótal verk-j
efni vanrækt við bæjarvegginn.
Dæmi skulu færð þessu til sönn-
unar. Síðan íslandsbanki var stofn-
aður hefir bankaráðið þar — mikil
laun fyrir enga vinnn — verið að-
alhnossgæti þingskörunga gömlu
flokkanna. Áhuginn of oft sýnst
mestur nm þau sigurlaun. M. Pét-
ursson byrjaði þingvist sina með
að heimta bankaráðið sér til handa
af flokknurn. Hótaði annars að
hlaupa yfir í hinar herbúðirnar.
Einar Arnórsson gerði dr. Jón
Þorkelsson konungkjörinn. Og Jón
notaði þingsetuna til að hækka
laun sín eftirminnilega. Einar Arn-
órsson notaði þingsætið lil að afla
sér ráðberraeftirlauna með venju-
legum prófessorslaunum, og nú
mun hann í þann veginn að kom-
ast á 6000 kr. eftirlaun sem upp-
gjafaráðherra jafnframt, þvíaðhann
leigir milliliðunum sig fyrir 15—
20 þús. kr. á ári. Lengi tekur sjór-
inn við. B. Kr. er líklega einhver
efnaðasti maður á landinu. En
hann sagði þingbræðrum sínum að
hann væri öreigi, og er nú kominn
á c. 8000 kr. eftirlaun á ári. Bjarni
Jónsson er þó lilþrifa mestur á
þessu sviði. Hjá honutn eru sverð-
in fimm á lofti i einu. Síðasta af-
rek hans og vinar hans E. Arn-
órssonar er að troða sér í lögjafn-
aðarnefndina (til 7 ára) og heimta
2000 kr. laun á ári fyrir nokkurra
daga vinnu, auk ferðakostnaðar og
annara óvissra útgjalda.
Allar þessar þrjár tegundir manna
eru andlega skyldar. Síngirnin er
hugsjónin. Aurarnir takmarkið. Al-
þjóð manna borgar skuldareikn-
inginn fyrir þessa föðurlandsvini,
og á svo að falla fram og tilbiðja
þá í ofan á lag. Það á að líkja
þeim við Jón Sigurðsson. Þeir vilja
heita sómi landsins, sverð þess og
skjöldur.
Samvinnumenn fara aðra leið.
í verslun heimta þeir réttlæti.
Hver á að búa að sínu. Enginn að
kúga eða féfletta annan. Þeir færa
þessa einföldu reglu yfir á stjórn-
málasviðið. Þeir heimta að trún-
aðarmenn þjóðarinnar hætti að
spyrja: »Hvað á að gera fyrir
mig?« Þeir fordæma sjáifskömtun
og aukabita þingmannanna. Þeir
álíta siðspillinguna og andlegu
rotnunina, sem fylgir bita-veiðun-
um, verri en fjárlát landsins, þó
að það sé mikið.
Þegar Bjarni Jónsson fékk banka-
ráðið, átti samvinnuflokkurinn
kost á öðru sætinu. En enginn i
flokknum vildi lítillækka sig á að
þiggja bitann. En sr. Eggert greip
beinið á lofti. Sami ílokkur lagðist
á móti þvi að fjórir væru menn í
lögjafnaðarnefnd, þótt hann hefði
með því trygt sér eitt sæti. Menn
vissu að þar var verið að búa til
feitan bita handa vesulum sál-
um. Næsta sporið er að heimta að
þingið neiti að borga lögjafnaðar-
nefndarmönnum nema útiagðan
kostnað við ferðalög. Miklir föð-
urlandsvinir ættu að geta fórnað
fáum dögum fyrir landið sitt, sem
þeir unna svo heitt. Takist þetta
sparar það landinu um 60 þús. á
hverju kjörtímabili nefndárinnar.
Viðyíkjandi bankaráðinu hefir sain-
vinnuflokkurinn ákveðið að þegar
hann ráði yfir sæti einn saman,
skuli sá sein kosinn er gefa hvern
eyri til alþjóða stofnana: Heilsu-
hælis, Landsspítala o. s. frv.
Munurinn er auðsær. Kaup-
menskan í verslun- og stjórninál-
um er full af síngirni, og sjálfs-
elsku. Samvinna í verslun og stjórn-
málum heimtar réttlæti og hreinar
hendur. Ekki mun tiltakanlega
erfitt að giska á hvorurn flokkn-
um má treysta betur lil að mis-
nota ekki trúnaðarstöður. Þeim
sem hggja flatir fyrir seiðmagni
peninganna, eða hinum sem setja
réltlæti og hugsjónir hærra en
hagnað augnabliksins.
III.
Hvað segja þessir flofefear um
vatnamálið?
Forsprakkar singirnisflokksins á
því sviði eru Bjarni frá Vogi og
Einar þjónn miljónafjórðungsins.
Þeir hófu vatnsránið. Þeir fundu
fyrstir að landeigandi eigi ekki
rennandi vatn á sínu eigin landi.
Þeir teygðu úr lagi forna og
nýja lagastaði til að sanna þetta.
Samkvæmt rökum þeirra gæti ríkið
slegið eign sinni á allt þurlendi
líka, með því að vegalögin leyfa
að taka ofaníburð úr melum og
o. fl. af því tægi, án endurgjalds.
Þeir félagar gerðu um þetta
stóra bók, sem kostar eins mikið,
þótt ónýt sé, eins og brú yfir með-
alstórt vatnsfall. Sú bók er að
langmestu leyti um ágæti vatns-
ránsins. Þeir ætluðu að lögleiða
þessa nýjung í vatnalögunum sín-
um. En þjóðin reis upp og mót-
mælti farganinu. Einar Arnórsson
fekk sitt pólitíska banasár. Enginn
maður í Árnesþingi mælti honum
bót. Hann blygðaðist sín fyrir að
láta þá sem höfðu trúað honum
sjá andlit sitt, hætti við þing-
mensku, og sté niður á við það
eina þrep, sem hann átti eftir af
stiganum.
Jón Þorláksson var kjarkmeiri.
í sumar héll hann því fast fram
að lögleiða vatnsránið. Hefir máske
hlakkað til að verða vatnamóla-
stjóri og geta skaintað bændum
og búalýð vatnið úr þeirra eigin
ám og lækjum.
En Bjarni misti kjarkinn. Hann
segist trúa.á vatnsránið. Hann seg-
ir að landeigendur hafi aldrei átt
vatnið á sínum jörðum. Mikill ætt-
jarðarvinur, sem trúði á gildi mál-
staðar sins hlaut þá að halda fast
við eignarrétt ríkisins. Bjarni var
löggjafi, átti sæti á þingi. En þeg-
ar hann finfiur almenna mótstöðu
kjósenda sinna, þá hopar hann,
þykist ekki vilja iögleiða hinn eld-
gamla rétt þjóðfélagsins. Hann
reynir að fara sniðgötur. Þykist
falla frá að lögleiða vatnsránið, en
vill freista að hrifsa vatnið með
dómi. Um þá aðferð hefir einn
hinn mætasti maður í kjördæmi
Bjarna sagl, að sú tilraun væri
niðingsverk. Þingið í sumar for-
dæmdi líka þessa tegund af vatns-
ráni. Bjarni og Einar fengu ekki
með sér nema vesölustu síngirnis-
postulana: M. P., G. Sv., B. Kr.
og Jón á Hvanná. Þar tneð hafði
þing og þjóð dauðadæmt vatnsrán-
ið, afkvæmi Einars og Bjarna.
Einar hafði skilið áhrif þessa dóms-
orðs á aðstöðu hans til kjósenda.
Bjarni á enn eftir að skilja þau
einföldu sannindi.