Tíminn - 24.12.1919, Blaðsíða 2
370
TÍMINN
að Guð hefir sent sinn eingetinn
son i heiminn, til þess að vér
skyldum lifa fyrir hann«.
»Sinn eingetinn son«. Finnið þið
hversu hinn elskaði lærisveinn, er
að berjast við að finna hin réttu
orð, sem gæfu rétta mynd um
þessa dýrðlegustu gjöf Guðs. Þessu
dýrðlega heiti hefir verið slitið,
með margra alda misnotkun —
eins og gullpeningi, sem í fyrstu
ber skýra og prýðilega mynd og
letur, en verður svo máður og
óskýr af því að fara um alt of
margar óhreinar hendur. Hefðu
kristnir menn haft skilning til þess
að halda þessu nafni utan við
guðfræðingadeilurnar og varðveitt
það einungis handa jólunum, þá
hefðum við ekki þurft að segja,
til þess að gera öllum Ijósa elsku
Guðs með fæðing Jesú, nema þetta
eitt: »sinn eingetinn son«. Það sem
Guð hafði áformað frá upphafi,
var eins og lifandi hugsún, »Orð«,
hjá honum, það birtist nú í fyll-
ing tímans í mannlegri veru og
við sjáum í auga Guðs og horfum
inn í hjarta hans, þá er við dirf-
umst að sjá .Jesúm. — Það kom
einu sinni dálítið undarlegt fyrir
mig. Eg heimsótti einu sinni æsku-
vin föður mins og þeir höfðu ekki
sést í fjölda mörg ár. Eg barði
að dyrum hjá honum og gekk inn.
Hann horfði á mig spyrjandi eitt
augnablik, því næst skundaði hann
til mín, faðmaði mig að sér og
sagði: »Elskulegi gamli vinur minn«
— og nefndi mig margsinnis með
nafni föður míns. — Sjá, þannig
er því varið um sálir okkar, sem
þyrstir eftir hinum kærleiksríka
Guði. Vér sjáum föðurinn í syn-
inum. Orð Jesú — eru rödd Guðs.
Verk Jesú — hann hefir eingöngu
unnið þau verk sem hann hefir
séð föðurinn vinna. Kærleikur Jesú
— í honum og einungis í honum,
sjáum við án truflunar, þann kær-
leika sem sálu vora hungrar og
þyrstir eftir, kærleika Guðs.
Það er eðli ljóssins, að ekki ein-
ungis það sjálft er sýnilegt, heldur
lýsir það og í myrkrinu. Jesús er
í heiminn kominn; ljósinu er
brugðið upp og það »skin i myrkr-
inu«, en ekki til þess að nóttin
haldi áfram að verða nótt, heldur
til þess að Ijósgeislarnir skíni um
nóttina og breyti henni í dag.
Ljósið fellur frá Jesú Kristi á okk-
ur — »til þess að v'er skgldum lifa
fgrir hann«.
III.
Hvað er »að lifa«? — Jarðveg-
urinn er lífvana, en grenitréð sem
festir rætur i honum er lifandi.
Það skilur, um tréð og jarðveginn,
að hann breytist ekki sjálfur; ut-
anaðkornandi öfl verða að komast
að, um að breyta honum. Hið lif-
andi tré breytist án afláts. Það
tekur æ á móti áhrifum frá jörð-
unni, loftinu, vatninu, ljósinu og
trjánum í kring um það. Það
stendur í sífeldu sambandi við um-
hverfið og hagar sjálfu sér eftir
því. Það vill stækka og ná þroska
og búa til lif úr öllu hinu lífiausa
efni, sem er í umhverfinu, i lofti
og í jörðu. Það andar með nálun-
um og sýgur næringu með rótar-
öngunum og breytir í það, sem það
er sjálft, i tré, sem lifir og vex,
ber blóm og ávexti — Við lifum
á sama hátt og tréð, og ef hlut-
verk okkar væri ekki annað og
meira en það, að þroska hæfileika
okkar, á sama hátt og tréð ber á-
vexti, þá þyrftum við ekki á neinni
sérstakri hjálp að halda. En — er
þetta ytra líf, þessi jarðneska til-
vera — er með henni talið alt sem
okkur er ætlað að verða ? Þeir eru
margir sem líta svo á. Lífsferill
þeirra er allur sagður með þrem
orðum: fæddist, kvæntist, dó. Vilji
slíkur maður spyrja sjálfan sig
alvarlega, hvers vegna hann hafi
komið í heiminn, og hvert stefni
um líf hans, getur hann engu
svarað.
í þennan heim var Jesús borinn.
Hann er höfundur annars, nýs og
óendanlega miklu æðra lífs. Ef við
vildum líkja honum við tré, þá
væri það tré, sem ekki einungis
sendir rætur sinar niður í jörðina
og breiðir greinar mót lofti og
sólu — því að ósýnilegir angar
rótarinnar ná niður í óumræðilega
dýpt og leyndardómsfullar greinar
krónunnar vaxa upp í óendanlega
hæð. Umhverfi hans er ekki þröngt
eins og okkar, það er ekki ein-
ungis vítt eins og veröldin, það er
óendanleikinn, í allri fyliingu sinni.
Þaðan kemur honum þróttur lifs-
ins, þaðan kemur honum sú fæða
sem hann nærist af: hann er í
óaflátanlegu og órjúfanlegu sam-
félagi við Guð, það er leyndar-
dómur lífs hans. Hann helgar sig
til fulls þessu eina og ógmræðilega
— samfélaginu við föður sinn í
himnunum, án þess að láta glepj-
ast af þeim þúsundum fánýtanna,
sem slita sundur líf okkar, og
hindra rótaranga okkar frá því að
komast niður í dýptiua. Og þannig
vex hann, eins og paradísartré,
gnæfandi hátt yfir öll hin trén,
gerandi þeim öllum kynroða, en
boðandi þeim um leið: Litið á mig,
þá mun ykkur renna grun í, hvað
það er »að lifa«.
Við munum lifa fyrir hann. Það
er ákvörðun okkar, það er markið
sem Guð hefir sett okkur á öllum
æfiferli okkar, frá hinum fyrsta
gráti, til hins síðasta andvarps.
Bíðið, þangað til barnið í jötunni
er orðinn þroskaður maður, þá
mun hann sýna hverjum einum,
að hverju hann á að keppa —
hann mun hvetja þá og vara þá
við, hann mun ögra þeim, hann
mun sveifla sverði yfir höfði þeirra,
hann mun þau orð mæla sem falla
eins og dögg i sálinni og önnur
sem smjúga eins og ör — alt til
þess að gefa mönnunum, bræðrum
sínum og systrum, lifið, lífið sem
býr í honum sjálfum. Þú spyrð
undrandi hvort þetta sé opinberun
um kærleika Guðs? Já, öldungis
áreiðanlega, þvi að Guð ann okkur
aldrei meir, en þá er hann þrengir
kosti okkar og ýmist laðar okkur
eða hirtir — alt í einum tilgangi,
óendanlegs kærleika, til þess að
við verðum það sem við eigum
að verða, til þess að við fáum
hlutdeild í lífi Jesú, til þess að við
getum látið að baki okkar hraun
og eggjagrjót, alla skóga sem við
höfum vilst í, alt kuldahjarn sem
við höfum lagt leið okkar um, get-
um horft yfir það brosandi og borið
fram játninguna, um ávöxt hinnar ,
guðdómlegu elsku í okkur —:
»Eg lifi«.
Þá er lifið er í okkur, þá er
okkur ekkert annað raunverulegra
en lífið. Það er þar og öðruvísi
getur það ekki verið, það er orð-
in hin eðlilega tilvera. Já — þegar
það er fengið! En mun þá ekki sú
hugsun spilla gleði okkar, að það
er ekki okkar verk, að við eigum
það, að það er Guð sem hefir
opnað augu okkar með lífgjöfinni.
Eg er á gagnstæðri skoðun: Þar eð
Guð hefir ætlað sér það verk, að
gefa okkur hlutdeild i lífi Jesú, þá
er alt í hinum bestu höndum, og
við höfum nóg starf og nóg til að -
bera umhyggju fyrir: að ekkert,
engin ástríða, enginn falskur kær-
leiki. ekkert af hinu marga, marga
fánýli, geri að engu starf hans í
okkur. Sál okkar er eins og harpa,
til þess gerð að Guð leiki á hana.
Það sem eigum að sjá um er það
að strengirnir sér strengdir — þá
grípur fingur Guðs í hörpuna og
leikur lagið. Sál okkar er eins og
skip sem á að sigla fyrir vindi.
Ritfregn.
Páll Eggerl Ólason:
Monn og mentir siða-
gkiftn-iildarinnar á
íslandi. I. bindi.
Jón Arason.
Páll Eggert Ólason færist ekki
lítið í fang, þá er hann byrjar
sagnaritun sina á stórri bólc, sem
þó á ekki að vera nema einn lið-
ur úr sögu heillar aldar, og velur
sér það að rita fyrst um þann
mann, sem áður hefir mest verið
ritað um á þeirri öld og þar af
leiðandi er erfiðast að rita um á
ný, svo að úr skeri. Þegar byrj-
andinn færist slíkt í fang, er vart
nema um tvent að velja: að hann
verði þegar viðurkendur góður
sagnfræðingur, eða að hann falli
svo mikið fall, að hann rísi trauðla
upp aftur. Dómurinn er kveðinn
upp yfir Páli. Háskólinn hefir gert
hann að hinum fyrsta íslenska
doktor fyrir bókina. Verður ekki
annað sagt, en að vel færi á því,
að fyrsta doktorsnafnbótin væri
gefin fyrir bók um Jón Arason.
Það dylst engum sem les bók-
ina, að Páll Eggert er efni í og
er þegar orðinn ágætur sagnaritari.
Hann er bersýnilega búinn flestum
hinum nauðsynlegustu hæfileikum
sagnaritarans. Vil eg það fyrst
nefna, sem íslendingar gera líklega
strangari kröfur um en aðrar þjóðir,
og eiga að gera strangari kröfur
um en aðrar þjóðir, en það er,
að hann skrifar ágætt mál. Það
er hreisti og dugnaður í setning-
unum og mátulega mikill fyrnsku-
blær í orðatiltækjum á köflum.
Setningarnar eru yfirleitt stuttar,
skýrar og ákveðnar. Framsetning
og skipulag efnis í besta lagi, með
þeirri einu smávægilegu útásetn-
ingu, að hann segir nokkuð oft á
þessa leið: »En að þessu mun
verða vikið síðar í þessu riti«. Er
lesandinn ekki ofgóður að afla sér
þeirrar vitneskju sjálfur. Annar
höfuðkostur Pals er sá — og það
er langmest um vert — að hann
gagnrínir heimildirnar hispurslaust,
kveður -niður ýmíslegt það, sem
sannanlegt er af áreiðanlegri heim-
ildum að er rangt, og er glöggur
í þeim dómum. Er það nú fyrst
með útgáfu fornbréfasafnsins, að
hægt er að hafa töluvert eftirlit
með annálunum og öðrum því-
líkurn heimildum, og mun mörg
sögnin falla við það eftirlit. Hefir
Páll þar rutt nýja braut á þessu
sviði, þótt sá er þetta skrifar, álíti
að Páll kunni fremur að hafa
gengið of skamt en of langt í því,
að hafna »gömlum kenningum
feðranna«. Samhliða þessu virðist
Páll ekki ætla að lenda út á þá
hálu braut, sem mörgum sagna-
ritaranum hefir orðið hált á, um
að segja sanna og rétta sögu, sem
er að gera dýrðlinga úr helstu
söguhetjunum, breiða um of yfir
bresti þeirra, en halda kostum of
á lofti, og gera söguna sögulegri
en hún er í raun og veru. Þriðji
höfuð-kostur Páls kemur og í ljós
af bókinni og er öllum vitanlegur
sem þekkja hann, það er sá af-
burða dugnaður og starfsþrek sem
hann er gæddur. Mega allir sögu-
elskandi íslendingar óska þess, að
honum endist líf og heilsa, og að
hann geti að mestu leyti gefið sig
við sagnfræði íslands, því að verk-
efnin eru þar ærin.
Um efni bókarinnar verður ekki
rætt hér nema lítið eitt. Tveir
næst-síðustu kaflarnir eru þeir,
sem höf. virðist hafa lagt mesta
vinnu í, sem mest er og nýtt í,
enda á því sviði, sem höf. hefir
mesta rækt lagt við. Það eru bók-
fræðilegu kaflarnir, um upphaf
prentaldar og skáldskap og ritstörf
Jóns biskups.
Það fer ekki hjá því, þar sem
um svo mikið etni er að ræða og
svo margvíslegar heimildir, að menn
greini á um ýms einstök atriði
frásagnarinnar. Skal hér að eins
vikið að tveim, sem eg verð að
vera á annari skoðun um en Páll.
Er hið fyrra um síra Jón Einars-
son, prest í Odda, sem Ögmundur
biskup hélt fram á móti Jóni Ara-
syni til biskupskjörs á Hólum.
Fylgir Páll í flestum greinum gömlu
sögnunum um það efni. Telur
meðal annars, að Jón Einarsson
fari utan sumarið 1523, sama ár