Tíminn - 08.05.1920, Side 4

Tíminn - 08.05.1920, Side 4
82 TlMINN AOal-mloð á hlandi fyrir hina nafnkendu Gyldendals bókaverslun, í Kaupmannahöfn hef eg undirritaður nú fengið. Nýjar bækur verða mér sendar jafnskjótt og út koma, og forði af bókum ávalt fyrirliggjandi á staðnum. Bók- salar fá bækur til útsölu eftir vild. Fjölbreyttasta úrval á landinu af alls konar merkisbókum. Bókamenn, gerið svo vel og lítið inni Laug'aveg- 4. — Reykjavík. hvöt, og lýsingin á hverri hvöt fyrir sig fremur laus. Loks telur höf. stigin í þróun viijans þessi: eðlishvöt — fýsn — tilhneiging(l) og ástríðu, en gleym- ir þvl stiginu, sem einna mest er komið undir, hugðastiginu, svo og því, sem ætli að vera aðalviðfangs- efni hverrar uppeldisfræði, að sýna fram á, hversu eigi að fara að innræta börnum og unglingum hugðir þær, sem geti helst haft siðbætandi áhrif á hvatir þeirra og sveigt þær í »samfelt kerfi sið- ferðilegrar skapgerðar«. Raunar eru holl ráð og góðar bendingar um þetta víðsvegar um bókina, en hér hefði höf. þó getað lært mikið og margt af bók Mc. Dougall’s: Social Psychology, og bók hans sjálfs hefði þá orðið miklu betri, orðið veruleg uppeldisfrœði, ef hann hefði lagt aðaláhersluna á að sýna fram á þetta. Eg hefi nú með nokkrum orð- um bent á það, sem mér þólti áfátt við bók sr. Magnúsar. Er þetta ekki mælt af neinum kala til hans né bókar hans, heldur þvert á móti. Eg .vildi meira að segja óska, að bók sr. Magnúsar seldist upp sem allra fyrst, svo að honum entist heilsa og aldur til að endurbæta hana. Því að lengi getur gott batnað. Og satt að segja treysti eg engum manni betur en sr. Magnúsi til þess að skrifa upp- eldisfræði, er tali lil hjartnanna og hafi siðbætandi og göfgandi áhrif á liina upprennandi kynslóð. En það mun þessi bók vissulega hafa, livernig svo sem á hana er litið frá sálfræðilegu sjónarmiði. Læt eg svo af minni hálfu út- rætt um þetta mál. Ágúst H. Djarnason. ^OFgin eilífia eftir all j^ainÆ. »Já, en enginn veit neitt með fullri vissu, því að það urðu engin réttarhöld. En þeir breyttu allir um nöfn«. »Hvers vegna?«...........tautaði Rossí veikróma. »Hversvegna? Af því að það var búið að sakfella þá alla hér og þess var kralist að þeir yrðu fram- seldir. En þetta vitið þér miklu betur en eg. Gamli vinur yðar í London gekk líka undir fölsku nafni«. »Pað er mjög sennilegt — þótt eg haíi ekki vitað það«. »Sagði hann yður það aldrei?« »Ekki beinlínis. Hann gat ekki treyst öllum til fulls og lil þess að koma i veg fyrir svik og upp- ljóstan« .... »Það er öldungis rétt. Djöfullinn er alstaðar á ferð. En eg er hissa á því að þessi gamli vinur yðar, sem var yður eins og faðir, skuli ekki hafa trúað yður fyrir öllu áður en þið skilduð« .... »Pað kann að hafa verið ætlun hans og þá hefði eg ekki nú . . .« Davið Rgssi greip hendi um ennið og fór aflur að ganga fram og aftur. Blaðasali kallaöi niður á torginu og Brúnó skundaði ofan að ná í blaðið. Það var orðið alveg dimt. Stjörn- urnar skinu skært og í órjúfandi kyrð niður úr dimmblárri hvelf- ingunni. Davíð Rossí reyndi að láta frið næturinnar ná inn í sál sína, en það var árangurslaust. Endurminningarnar hertóku hann á ný. Hann stóð í London undir glerhvelfing járnbrautarstöðvarinn- ar og eimreiðarnar kvinu alt í kring um hann, Hann var að kveðja gamlan mann. »Vertu sæll, sonur minn. Eg mun skrifa þér, þá er tíminn er kominn og þú færð þá ef til vill það að lieyra, sem kemur þér á óvart. Verlu sæll. Guð fylgi þér«. — Og alt varð aft- ur kyrt, andlitið hvarf, röddin þagnaði; fangelsisdyrum er lokað fyrir lifandi manni og opnast aftur fyrir líki. — önnur mynd birtist. Hann var í Róm og maður sem verið hafði fangi á Elbu, hitti hann i þinginu: »Egflytyður síð- ustu orð deyjandi manns«, sagði sá og lét af hendi litinn böggul. »Hann mátti dveljast utan fang- elsisins, átti garð, ræktaði blóm og gaf börnunum, en hann mátti ekki skrifa bréf og það voru hafðar gæt- ur á póstinum«. Það var gammó- fónplata í bögglinum og var skrif- að utan á: »Fáist D. L. sjálfum í hendur — viti Davíð Rossí ekki hvar hann er, þá að gera að engu«. Tíber-elfan rann undir fótum hans með hraða sem líktist hinum órólegu hugsunum hans. Það sem barst með straumnum var svo ægi- legt að hann þorði ekki að skoða það. En um leið og klukkan sló átta, fanst honum hann heyra rödd sem sagði: »Vertu hughrausturl Kannaðu leyndardóminn til þrautar! Guð er öllu ofar!« Elena var að hátta Jósef litla þá er Rossí kom ofan. Brúnó var að lesa blaðið og las hátt ummælin um hina nýju Pompadour og ná- kvæma frásögn um ræðu Rossis á torginu. Davíð Rossí sneri við honum bakinu og gekk inn í dagstofuna. Eldur brann á arninum og vegna geðshræringarinnar hrökk hann við er hann sá logann speglast í glugg- anum og horfa á sig eins og gló- andi auga. Hann opnaði grammó- fóninn. Hann tók plötuna út úr skrifborðsskúlfu sinni og lét hana á grammófóninn. Síðan lokaði hann dyrunum og sneri lyklinum í skránni. VII. »Elene«, sagði Brúnó, »eg ætla ofan, til að lesa greinarnar fyrir föðurþinum.VesalingsDonnaRóma; eg er hræddur um að hún verði að hypja sig burt. . . En það er að sjá að hr. Rossí telji sig glæpa- mann, eftir andlitinu á honum að dæma. Það er langt síðan annað eins hefir við borið, að sjálf hetja dagsins skuli bera sig þannig . . .« Og Brúnó fór ofan, en Jósef litli var ófáanlegur til að fara upp að hátta, nema Davíð frændi bæri hann upp. Elena vonaðist eftir að Rossí kæmi aftur og Jósef lagðist á legubekkinn á meðan. Það leið og beið og drengurinn fór að dotta og sofnaði. Móðirin sat fyrir fram- an hann og breiddi ofan á hann. Hún hrökk upp við það að hún heyrði rödd innan úr dagstofunni. Pað var ekki Rossi sem talaði. Pað var veikari rödd og óskýrari. Var einhver inni hjá honum? Hver- vegna hafði hún ekki heyrt barið að dyrum? Hún reyndi að hlusta, en heyrði að eins orð á stangli. Pá heyrðist önnur rödd, sem hún þekti vel, og það var titringur og sársauki í röddinni: Eg sver það við Guð í himnunum!« Það var rödd Rossís. Það fór að fara um Elenu. Við hvern var hann að tala. Hann fór einn inn. Hann sat einn inni í myrkrinu og þó heyrði hún tvær raddir. Hávaðinn heyrðist aftur. Hún heyrði suð og því næst þessa ókunnu rödd. Nú skildi hún að það var grammó- fónninn. En henni var aftur órótt þá er hún heyrði sársaukann í rödd Rossís, er hann tók fram í hvað eítir annað. Hann var í mikilli geðshræringu. Ósjálfrátt læddist hún að hurðinni og hlust- aði, og heyrði mjög ógreinilega: »Davíð!« sagði röddin, .... »þá er þetta kemur þér 1 hendur . . . í hinni miklu sorg minni . . . . þú mált ekki misvirða bæn mína .... hvað sem þú afræður . . . vertu mildur við barn mitt . . . í Guðsfriði sonur minn . . . afmái dauðinn ekki .... lijálpara og árnaðarmann á himni . . . í Guðs- friði!« Rossí tók fram í klökkur við og við og endurtók: »Eg sver það viö alt sem heilagt er!« Elena þoldi ekki mátið lengur. Hún herti sig og barði að dyrum. Hún varð að berja aftur áður en hún fékk svar. »Hver er þar?« »Pað er eg, Elena. Er eitthvað að yður, Eruð þérveikur, hr. Rossí?« Hún heyrði að skúffa var opnuð og lokað aftur og Davíð Rossí opnaði dyrnar og kom fram. Hann leit við um leið og hann kom út eins og hann ælti von á ósýnilegri hönd innan úr mjnkrinu. Hann var mjög fölur og slórir svitadrop- ar voru á enni honum, en hann brosti og sagði: »Hefl eg gert yður hrædda, Elena?« »Pér eruð veikur! Setjist og fáið yður að drekka«. »Pakka yður fyrir, . . . þetta er gott. Nú líður mér vel, en það var leitt að eg gerði yður hrædda. Eg bið yður að brjóta ekki heilann um þetta. Og verði eg stundum eitthvað undarlegur bið eg yður að hafa ekki orð á því«. »Pér þurfið ekki ' að biðja mig um það«. Elena reyndi að hugsa um annað. »Litið á Jósef. Hann var aftur óþekkur og vildi ekki hálta fyr en þér kæmuð og bæruð hann upp«. »Vesalingur litli«, sagði Rossí og gekk að legubekknum. En það var eilthvað raunalegt i svipnum og hann sneri sér við: »Hvar á Donna Róina heima?« »í Trinila de Monli nr. 18«. »Hvað er klukkan?« »Hún mun vera yfir hálf niu«. »Við skulum koma barninu í rúmið«. Hann tók hendi undir hinn sof- andi dreng og ætlaði að fara að lyfta honum upp, þá heyrðist fóta- tak í stiganum og hratt barið að dyrum. Pað var gamli Garíbaldistinn, berliölðaður og móður. »Pabbi!« kallaði Eleua. »Pað er húnl Hún er að koma upp sligann«. Á næsta augnabliki stóð skrúð- klædd kona f ganginum; það var Donna Róma. »Get eg fengið að lala við lir. Rossí«, sagði hún, en svo kom hún auga á hann og það var eins og hana sundlaði. Davíð Rossí roönaði út undir eyru. Hann gekk áfram eitt skref og hneigði sig og gekk á undan henni inn í dagstofuna. »Gerið svo vel að koma inn. Elena kemur þegar með lampann. Eg kem aflur að vörmu spori«. Pví næst tók hann Jósef í fang sér og bar hann í rúmið, hlúði vel að honum sló krossmark yfir enni honum, gekk þvi næ*t aftur í stofu sina og var því likasl sem hann gengi í svefni. Frá útlönduin. Verkföll eru enn töluverð í Dan- mörku, einkum meðal sjómanna og þeirra verkamanna, sem vinna að fermingu skipa. Heflr það eink- um komið hart niður á bændum, þar eð margar vörur þeirra þola illa geymslu. Hafa samvinnufélögin það við orð, að annast sjálf út- flutninginn, ef ekki linnir verk- föllunum. — Málaferli hafa staðið lengi í Frakklandi gegn Cailleaux fyrver- andi forsætisráðherra. Var hann sakaður um landráð. Var hann sakfeldur og dærndur í 3 ára fang- elsi, en var talinn hafa afplánað það í gæsluvarðhaldinu og var þvi látinn laus. — Kapp prófessor, sá er var annar aðal-maðurinn í þýsku gagn- byltingunní, ílýði til Sviþjóðar og hefir fengið leyfi fyrir landvist. — Danir eiga að taka við yfir- ráðum i nyrsta atkvæða-umdæmi Suður-Jótlands hinn 5. þ. m. — Annað umdæmið, Flensborg, verð- ur látið fylgja Pýskalandi áfram, eins og atkvæðagreiðslan gaf úr- skurð um. — Ráðstefna Bandamanna hefir nú skorið úr um skipun ýmissa landa í Austurlöndum. Gyðinga- land og Mesopótamía, eiga að hverfa undir enska forsjá, en Sýr- land undir franska. Þá eiga Grikkir að hirða Tyrkjalönd i Norðurálfu, önnur en sjálfan Miklagarð og er ekki úr þvi skorið enn hvað um hann verður. Loks hefir einstök- um ríkjum verið leyft að semja sérstaka friði við Bolchevicka. — Amundsen heimsskauta- farinn norski er sagður hættur við för sína til norðurheims- skautsins. — Stór ráðstefna er nú haldin í Lundúnum um endurreisn Mið- Evrópu. Hafa Bandamenn sam- þykt að lána Þjóðverjum hráefni og peninga til að styðja þýska iðnaðinn. Aftur á móti er hert á kröfunum um að Þjóðverjar af- vopni herinn. Fréttir. Tíðin. Brugðið er til betri tíðar, í bili a. m. k., froslleysur og still- ur siðustu dagana, en úrkomu- laust. Afladrögð hafa verið ágæt viðast undanfarið. í Veslmanna- eyjum t. d. heiir aldrei annar eins afli borist á land í einni vertíð. Skipaforðir. Gullfoss er á leið- inni frá New-York. — ísland fór til Englands í fyrradag. Umsækjendur um Helgafells- prestakall eru prestarnir, sfra Páll H. Jónsson á Svalbarði í Pislil- I>akbarorð. Eg sem hefi orðið fyrir þeirri sáru sorg, að missa fyrst mann minn og svo uppkomna einkadótt- ur á eftir, finn mér bæði ljúft og skylt, að votta hér með hr. hjálp- ræðisherformanni á ísafirði Oddi Ólafssyni, mitt hjartanlegasta þakk- læti fyrir þá velvild og gjafir er hann hefir auðsýnt mér, og bið góðan Guð að launa honum fyrir mína hönd, þegar hans alvíska sér honum það lientugast. í sama máta bið eg Guð að launa öllum þeim skildum og vandalausum sem hafa sýnt mér hluttekningu og hjálp. Súðavík 6. apríl 1920. Guðbjörg Halldórsdóttir. firði, síra Þorsteinn Kristjánsson á Breiðabólsslað á Skógarströnd og kandfdalarnir Sigurður Ó. Lár- usson og Magnús Guðmundsson. Jóu H. Þorbergsson bóndi á Bessastöðum er ný-kominn úr Skotlandsför. Var aðal-erindi hans að kynna sér nýjustu búnaðar- framkvæmdir þar í landi. Hefði hann getað fengið fé til kynblönd- unar með góðum kjörum, en það strandaði eins og áður á þvi, að inuflutningsleyfi fékst ekki á Iand hér. Hann hafði heim með sér meðal annars skoskan fjárhund af besta fjárhundakyni heimsins (Schottish Colljó- Segir Jón á- gæla velmegun skoskra bænda yfirleilt og hafi hagur þeirra blómg- ast í stríðinu, enda verið góðæri hvað tíð snerlir, veturinn í vetur t. d. verið með þeim bestu, kart- öflur settar niður nálægt Edinar- borg í byrjun mars, en blóm sprungin út áður í kringum hús. Daufari svipur var þó yfir sveit- unum, ungu mennirnir sem fóru í stríðið eru tregir að fara i sveit- irnar aftur nema þeir fái sjálfstæð býli. Gengur hið opinbera svo langt sem unt er í því, að fjölga býlum, með þvi, að taka af stærstu jörö- unum og með öðru móti, og styrkir menn ríflega til að koma upp sjálf- stæðum býlum. Kynbótagripir hafa aldrei verið í eins gifurlegu verði og nú, enda auka Skotar jafnt og þétt kynbætur búfjár. Verkfæra- notkun við landbúnað hefir tals- vert aukist, dráttarvélar víða not- aðar við plægingu, bindingu og ýmsa aðra vinnu. Sparnaður og aðgæsla i viðskiftum hefir aukist að miklum mun; sykur var t. d. svo skamtaður um tíma í vetur, að heimilin voru sykurlaus þrjá daga vikunnar, og var ekki mikið fengist um. — Stakk töluverl í stúf um ástandið í bæjunum. Fólkið orðið það talsvert fleira. Kvartað um húsnæðisleysi og vinnuleysi og drykkjuskapur meir áberandi en áður var, einkum hjá kvenþjóðinni. Er það farið að liggja í loftinu, að lcoma þar á vínbanni. Ein aðal- ástæðan, sem þar er færð á móti banni, er sú, að svo margir missi atvinnu, ef vínframleiðslan og salan leggist niður. Sálarrflnnsóknarfélftgið á von á enskum miðli hingað í sumar, sem heitir Mr. Vout Peters. Soxtngsflfmæli átti Bogi Th. Melsted meistari 4. þ. m. Mjólbnrfélflg Reykjavíknr hefir keypt hús inn á Lindargötu og ætlar sér að hafa komið þar upp fullkominni mjólkurmeðferðarstöð fyrir haustið. Á að gerilsneyða (pasteurisera) alla mjólkina og setja hana á flöskur. AVI Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiöinni? Ritstjóri: Tryggvi Pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmlöjan Gulenberg.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.