Tíminn - 23.10.1920, Page 1

Tíminn - 23.10.1920, Page 1
TIMINN um sextíu blðð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGRIEÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssgni, Hverfis- götu 3í. Simi 286. IV. ár. Sparnaður. í Noregi. Hennar hefir verið getið við og við hér í blaðinu sparnaðarhreyf- ingarinnar í Noregi. Verður hér að henni nánar vikið, okkur íslend- ingura til fyrirmyndar og eftir- breytni. Sparnaðarhreyfingin hefir þegar náð tökum á öllura þorra manna í Noregi og nær til allra stétta. Kjörorðið er: »Minni eyðsla«. Fé- lagar sparnaðarfélagsins skifta orð- ið þúsundum. Fulltrúar allra stétta skipa yfirstjórn þess. Skipulag fé- lagsins er orðið afar sterkt. Al- menningsálitið, um að menn eigi að spara, er þegar orðið svo sterkt, að það er að verða beinlínis þjóð- arsiður. Það sem mest hefir um munað, um að gefa þessari hreyfingu svo mikinn byr undir báða vængi er það, að fjöldi hinna kunnustu og áhrifamestu karla og kvenna í rik- inu, hafa tekið drjúgan þátt í hreyf- ingunni. Það hafa verið haldnir afarfjölmennir fundir um málið og á þeim fundnm hafa helstu ræðu- mennirnir verið t. d. Gunnar Knud- sen, sem var öll stríðsárin forsætis- ráðherra í Noregi og er enn áhrifa- mestur maður þar í landi og Frið- þjófur Nansen, heimskautafarinn nafnkunni. Fer hér á eftir kafli úr ræðu Gunnars Knudsens á einum slík- um fundi og gætu þau orð, uin flest, eins vel átt við um ástandið á íslandi: iiÞað er vart hægt að koma í veg fyrir þá erfiðu tíma og þær fjármálakröggur sem yfir vofa. Við höfum lifað um efni fram og lif- um um efni fram. Við erum að eta upp miljónirnar sem runnu til okkar svo léttilega á stríðsárunum. Aðrar þjóðir missa traust silt á okkur, ef við læruin það ekki að eyða eftir því sem efnin leyfa. Öll getuin við sparað eitthvað. Já, mjög mörg okkar geta sparað mjög mikið. Eg þekki konu sem keypti sex lcjóla í einu og hún átti víst marga fyrir. Eg kalla þetta ógeðs- lega eyðslu. Eg skora á konurnar að laga kjólana sína og nota áfram þá sem þær eiga, Og eg segi við karlmennina: Látið snúa fötunum ykkar og nolið þau aftur. Það verður að láta staðar numið um hina heimskulegu eyðslu. Er best að það megi verða af frjálsum vilja, en ef ekki á þaun hátt, verður það að verða með valdboði«. Forsætisráðherrann lauk máli slnu með ályktarorðum í þrem liðum: 1. »Sparið eins mikið og unt er og látið fé yðar á vöxtu í banka. 2. Kaupið innlendar vörur að svo miklu leyti sem unt er. 3. Aukið framleiðsluna af fremsta megni«. Einn ráðherranna norsku hélt og ræðu á hinum sama fundi. Hann kom með ýms dæmi um það, um hversu stórar upphæðir væri að ræða er saman kæmi, væri sparnaður almennur, þótt í smáum stýl væri hjá hverjum ein- stökum. Ef hvert heimili í Noregi spar- aði t. d. prjá sgkurmola á dag, þá sparaði landið í heild sinni, tíu miljónir króna á ári. Ef hvert heimili sparaði 76 Iir pundi af kaffi á viku, þá spöruð- ust við það sjö miljónir króna á ári. Ef hver reykingamaður sparaði eina öskju af >sigarettum«. á vikn, þá spöruðust fjórar miljónir kröna á ári. Ef hvert heimili sparaði toœr brauðsneiðar á dag, þá væri það, fyrir ríkið tólf miljón króna sparn- aðnr á ári. Tölur þessar hafa nákvæmlega verið reiknaðar og eru ábyggilega réttar. Friðþjófur Nansen talaði enn- fremur á þessum sama fundi og mælti meðal annars á þessa leið: »Harðfengi og nægjasemi voru fyr meir liöfuðdygðir norsku þjóð- arinnar. Er svo að sjá sem svo sé ekki lengur, a. m. k. ekki um nægjusemina. Við hugsum um það alt of mikið, hvað öðrum gott þykir. Það er eins og mönnum þyki skömm að því að gera ekki eins og sumir aðrir gera. Mundum við ekki geta lært það að segja: »Nei, þakka yður fjnir, eg hefi ekki ráð á því!« — Við eigum að byrja nýlt líf, og keppa að ná þeim hugsjónum sem dýrmætari eru en þær sem fást fyrir peninga. Við eigum að gera minni kröfur um umhverfið, en meiri um sjálfa okkur«. Á íslnndi. Það er algengt á Norðurlöndum um þessar mundir að tala um Noreg og ísland í senn, um fjárhags- ástandið. Þau séu verst komin Norðurlandanna. Ber þó á milli það, að alla tíð hafa Norðmenn gelað annast greiðslur við aðrar þjóðir. Vissulega á það ekki síður við um okkur en Norðmenn að nú eyðum við meira en við öilum og að við þurfum að grípa til alvar- legra ráða, eigi ekki við að taka enn meiri fjárhagsvandræði. En mjög skiftir í tvö horn um bendingar og hvatningar ofan að, frá helstu leiðtogum þjóðarinnar hér og í Noregi. Að eins úr einum stað hefir lieyrst alvörurödd og áskorunar. Það var frá stjórn Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og birtisl það ávarp hér í blaðinu. Að sjálfsögðu taka allir góðir samvinnumenn vel þessari áskorum og vita, að því að eins er frara komin að full þörf er á. En í öðrum herbúðum er þessu ávarpi snúið á versta veg, þótt ekki komi þær raddir opinberlega fram. Sumsstaðar á landinu er verið að smeygja þeim grnn inn hjá mönnum, að þessi sparnaðar- áskorun stjórnar S. í. S. stafi af þvi, að sambandið sé orðið illa statt fjárhagslega. Er þetta vitan- lega sprottið af hatri til samvinnu- stefnunnar og löngun lil að vinna lienni tjón. En því næst vaxið af þeim hugsunarhætti að meir sé um vert að sgnast en vera, það sé æðsta skylda kaupsýslumannsins að telja sig æ ríkari en hann er í raun og veru, að það sé meir um vert að tala fagurt um fjárhag sinn, en að reka verslunina í raun og veru á heilbrigðum grundvelli, þannig að æ sé að fullu staðið við gefin loforð. Styrkasta stoðin, undirstaðan, undir allri starfsemi S. f. S. er hið óbilandi gagnkvæma traust stjórn- ar og félagsmanna og jafnframt það að félagsmönnum sé sem best kunnugt um allan rekstur félags- skaparins, bæði þá er hallar und- an fæti og þá er erfiðleikar verða á veginum. Þess vegna var það bein skylda Reykjarík, 23. október 1920. stjórnar S. f. S., þá er svo alvar- legir hlutir bera við, að islenskar afurðir falla svo stórkosllega, en útlendar vörur stíga, að láta félags- mennina vita, að til þess að félags- skapurinn -geti staðið með sama blóma og við sama óskerta traust, þá væri nú til þess ætlast af hverj- um einstakling félagsskaparins, að hann rækli sem best skyldur sínar við félögin, og færi að sníða sjálf- um sér stakk eftir efnum sínnm og hinum breytt áslæðum. Ávarp stjórnar S. í. S. er því fram kotnið vegna trausts á félags- mönnum, vegna umhyggju fyrir þeirra hag samhliða hag féiaganna. Frá hygnum og samviskusömum mönnum er það kornið, mönnum sein finna til þess að þeir eiga mjög að bera umhyggju fyrir af- komu hinna fjölmörgu íslensku samvinnumanna, og fjrrir hinum þjóðnýta félagsskap. Það er stýlað lil hygginna manna, frjálsra félags- manna i sjálfbjargarstarfsemi, manna sem ætlast til þess að fá bendingar frá fulltrúum sinum, manna sem fúslega vilja það á sig leggja sem fulllrúar þeirra telja þeim nauðsynlegt og félagsskapn- um til lieilla og þrifa. Þær illgirnis og grunsemdarað- drótlanir sem nefndar bafa verið eiga heima í alt öðrum lieimi, en heimi samvinnumanna. Þær eiga beima þar sem óheilbrigði ríkir í hugsunarhætli og kaupsýslu. Þær eiga ekki heima þar sem ábyrgðar- tilfinningin er rík um framtíð ís- lands og farsæla afkomu landsins barna. Samband íslenskra samvinnufé- laga er sem sé rekið á alt öðrum grundvelli en heildsölurnar og kaup- mannabúðirnar. Það er ekki æðsta boðorð þess að reka sem stærsta verslun, að »koma sem mestu út« af vörum sínum og græða þannig sem mest á sem mestum viðskift- um. Annað boðorð er því æðra: að sjá hag félagsmannanna sem best borgið. Þessvegna skorar það á félagsmennina að minka viðskift- in, þótt sambandið, sem slíkt, hafi þá rninni hag viðskiftanna. Er þetta hinn geiólíki andi sem ríkir í samvinnu og kaupmannaverslun. Samvinnuverslunin er rekin vegna fclagsmanna. Kaupmaðurinn rekur verslunina til þess að grœða sjálfur. Þessvegna þykjast kaupmannasinn- arnir ekki skilja það, að S. í. S. ber meiri umhyggju fyrir einstak- lingunum en eigin gróða. — Hvor stofnunin er þjóðfélaginu farsælli? Sainband íslenskra samvinnufé- laga er í senn lieilbrigðasla og traustasta verslunarfyrirtækið sern rekið er á þessu landi, af því að það grundvallast ekki fyrst og fremst á þeim hlutum sem mölur og ryð granda, ekki á fjársafni né gróðafíkn, heldur á lifandi persón- um, á háleitum hugsjónum, á áhuga hinna einstöku félagsmanna um heilbrigðan verslunarresklur, á vilja um drengilega sambúð félagsmanna inubyrðis, gagnkvæmri hjálp um að standast erfiðleikana og njóta sigranna, og óbilandi trausti á hið góða í manneðlinu og sigur göfugs málefnis. — Vitanlega er það ekki nema á fáum stöðum sem þessari einu alvarlegu áskorun urn sparnað og skynsamlegt liferni er tekið með slíkri kaldhæðni. Allur þorri íslendinga veit að ávarp stjórnar S. í. S. er í fylsta skilningi orð 1 tima talað. í sumum kaupfélögum hafa leiðlogarnir þegar átt viðræður við félagsmenn og skorað á þá að spæra við sig. Tíminn liefir og frétt að á einstaka stað hafi sveit- arfélögin gengist fyrir almennum samtökum i þessa átt. Þarna eru dæmin sem þurfa að verða almenn. Það þarf, ekki síður en í Noregi að slofna til almenns fjélagsskapar um að stofna til meiri sparnaðar á hinum rándýru erlendu vörum — matvörum ekki síður en öðrum. Það eru þegar til sveitir hér á landi sem sama og ekkert verður flult í í haust af sykri og kaiTi. Þáð ælli að verða reglan um allar sveitir á landinu, að bæði þær vörur og fjölda margar aðrar yrðu sparaðar í stórum stýl. Það mætti reikna það út, eins og gert var í Noregi, hversu mikið fé landið í heild sinni kæmist hjá að greiða til útlanda, yrði sparnað- ur einstakra vörutegunda almennur. Það kæmu út jafnáþreifanlegar lölur og þar, lilutfallslega við íbúa- töluna. Það verður ekki að sitini gert, enda er nægileg hvatning fólgin í norsku tölunum. Það er almenna þátttakan sem er aðalatriðið. Það er almennings- álitið sem á að hjálpa til: fordæma óhófið og hina ábyrgðarlausu eyðslu, en telja það dygð að stiíða sér stakk eftir vexli, að afla meir en eytt er, að meta það mikils að leggja og sinn litla skerf, um að bjarga l'ósturjörðinni úr hinni al- varlegustu fjárlcreppu. A H. B. um Boris Sidis »Lítið vit lamast fljótt af reiði«. í grein minni í 40. tbl. Tímans sýndi eg fram á tvent: Fyrst hve kynlegt það væri, að Á. H. B. færi að blanda sér í lækningar og áfella með órökstuddum stóryrðum alla læknastétt landsins. Og í öðru lagi hvert álit Boris Sidis og fleiri merkir erlendir sérfræðingar hefðu á þessum »elexir«, sem Á. H. B. mælir svo fast með. Prófessorinn hafði áður lofað Sidis með háurn tónum. Eg lét þá eigast við og Iagði ekki eitt orð lil málanna. Þótti nóg um leið og eg vakti eftir- lekt á átás Á. H. B. á Iæknaslétt- ina, að láta hans eigið átrúnaðar- goð, Sidis, lesa prófessornum pist- ilinn. Að eins ein leið var opin fyrir Á. Ii. B. Að sanna með rökurn áburð sinn á læknastéttina, og finna sanna skýringu á því hvers- vegna sérfræðingurinn Sidis for- dæindi »elexirinn« svo gersamiega. En þessi eina leið var honum lokuð, enda bar nú flóttinn hann í alt aðra átt. Megin hlutinn af grein Á. H. B. snýst um alt annað efni, persónuskifti. í umræðunum um þau hafði hann orðið alger- lega undir í velur sem leið. Þar var engu við að bæta. En lang- lolcuna um persónuskiflin spinnur Á. H. B. nú til að dylja fyrir grunnfærum lesendum frumhlaup hans á læknasviðið. Til að hafa gleggra yfirlit er gott að minnast tveggja atriða. Fyrst að Á. H. B. hefir fyr hafið Sidis til skýja. Sagt að Sidis hafi stundað sálarrannsóknir æfilangt, sé einna fremstur í hópi mestu manna á 42. blnð. því sviði. Nefnl eina af bókum hans, sem frábærlega góða. Ráð- lagt að lesa rit hans á Landsbóka- safninu. Lof James um Sidis talið honum til gildis o. s. frv. í öðru lagi. Sidis er einmilt sér- fræðingur á því sviði, þar sem Á. H. B. vill fá að tala með, þ. e. um Iæknun taugaveiklaðra og geð- veikra. Eg lét þennan mann tala um lækningaaðferð þá, sem Á. H. B. mælir með. Lesendur muna iýs- inguna. Sterkari áfellisdóm er ekki hægt að hugsa sér. Aðferðin spilli lækni og sjúklingi, auki kynvillu og siðspillingu. Gagnið sé svipað og að lófalestri og stjörnuþýðingum. Hér er ekkert um að villast, »að af er fóturinn«. Dómur þessa sér- fræðings, sem Á. H. B. hefir viður- kent svo ósleitlega, snýst eingöngu um árásarefni Á. H. B. »sálar- grenslanina« sem lækningaaðferð. Skilst mönnum nú hve kyndugt er að sjá og heyra Á. H. B. blanda sér í umræður um lælmingar — og þær ekki þær einföldustu? Svona lá málið fyrir þegar Á. H. B. ritaði í síðasta blað Tímans. Þá dregur hann inn seglin gagn- vart læknastéltinni. Eg á að vera sá eini fáfróði. En hælið á Iíleppi rúmar ekki nema lítinn hluta af öllum geðveikum og taugasjúkling- um í landinu. Þessvegna verður svo að segja hver einasti læknir út um land að stunda slíka sjúklinga og sumir marga. Áður hafði Á. H. B. sagt að y>fœstir« þessir sjúklingar íái neina bót hér, en þúsundír er- lendis', þar sem »sálargrenslan« sé notuð sem læknisaðferð. En um leið og aðdróttunin til læknastéttar- innar var tekin aftur, þá var ákær- an orðin markleysa — líka að forminu til. Með uppgjöf aðalmálsins var prófessorinn búinn að loka öllum brúm að baki sér. Að eins eftir skiftin við Ameríku læknirinn, Boris Sidis. Eg gerði ráð fyrir því, sem nú er orðið, að Á. H. B. mundi ráð- ast á Boris Sidis í von um að bjargast út úr lækningaklípunni. Nú kallar hann alvarlegan dóm Sidis um oflnefndar lækningar: skammagrein um Freud. Segir að persónuleg óvild ráði dómnum. Raunar sé Sidis samdóma Freud að mestu. Noti sömu aðferðir. En af persónulegri óvild uppnefni liann aðferðir Freuds, og komi með önn- ur nöfn á sömu aðferðinni, sýni- lega gert að eins til að blekkja. Ekki er nú lýsingin falleg á vís- indamenskunni. Og þetta er hið margloíaða átrúnaðargoð Á. H. B. Einn hinn mesti af þeim mestu. Og þella er sagt um mann í fjarlægu landi, sem ekki gelur borið hönd fyrir höfuð sér. Skeð getur líka aö honum findist ekki taka því, ef hann væri nærstaddur og þekti nýja »sálsýkisfræðinginn«. En samt er aðdróttunin ósæmileg rógmælgi. Því hvað væri meira vansæmandi vísindamanni en að hnuþla aðferð frá samverkamanni sínum, nefna hana öðru nafni, segja hana alt aðra en hina upp- runalegu, þykjast lrafa fundið hana sjálfur. Ráðast síðan á höfundinn og sjálfa ^iðferðina með beiskustu stóryrðum, sumpart af öfund og sumpart af ógöfugu hatri til manns- ins, sem í hlut á. Líklega færi hrollur um prófessorinn, ef hann ælti í raun og veru að bera ábyrgð á þessum aðdróttunum sínum um Boris Sidis. En þó að varla komi til þess er söm hans gerð. Sjálfur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.