Tíminn - 23.10.1920, Page 2
iGG
TIMINN
viiðist hann taka mjög vægt á
hugmyndahnupli og getur það eitt
sljóvgað dómgrein hans og því
skift máii. Og varla munu margir
aðrir ágirnast þessa starfsaðferð Á.
H. B. hvorki með nýjum eða göml-
um nöfnum,
Með þessum þætti var lokið
hinum »vísiudalega« kafla í skriíi
Á. H. B., þannig að hann hefur
elið ofani sig ádeiluna um lækna-
stéltiua, en borið mannskemmandi
óhróður á nafnkendan erlendan
fræðimann, án þess að fylgi snefill
af sönnunum eða líkum, enda hið
fyrja gum Á. H. B. um manninn
þröskuldur á veginum.
Síðan bætir Á. H. B. við ýinsu
smádóti. Hann dylgjar um að
engar sjúkraskýrslur séu til hér
á * hælinu og byrjar með sömu
orðum og sögusmeltur og óþrifa-
kindur nota í upphafi á lygasögum
»Heyrst hefir að enginn Journal
sé til á hæ!inu« o. s. frv. Prófes-
sorinn hefir oft sýnt það áður að
ósannindi eru honum ekki
ógeðfeld. Jeg hefi sýnt einum af
núverandi lærisveinum Á. H. B.
sjúluadagbækurnar, og mun hann
geta gefið meistara sínum upp-
lýsingar um þær. Vonandi að pilt-
urinn hafi aldrei ilt af því síðar-
meir.
Á. H. B. viðurkennir í byrjun
greinar sinnar að eg leggi lítið til sál-
argrenslanarinnar frá eigin brjósti.
Sannara er þó að eg lagði alls
elcki neilt til málsins sjálfur, en
birli dálítið af skoðunum Sidis.
En svo truílaður er Á. H. B. síðar
í greininni, að hann steingleymir
þessu, og leggur mér í munn orð
annara höfunda t. d. að eg tc.lji
cngum almennilegum manni sœm-
andi að fást við »sálargrenslan<.( og
að eg hafi hamast móti þessari
lœkningaað/erð. Á. H. B. skilur
ekki muninn á veiki höfundar og
þýðanda, og fer hér enn einu sinni
með helber ósannindi. Þá virðist
formálinn fyrir 3. útgáfu af bók
Stoddarts hafa ált að gera mig
ófúsan til að kenna lengur við
háskólann, en dómur Sidis um »sál-
argrenslanina« verður bragðdauf-
ur af því hann er í formála. Það
má nú segja, að ekki er öll vit-
leysan eins. Að lokum eru »gripl-
ur« Á. H. B. komnar í það ástand,
að hann afneitar Freud, talar um
»öfgar« hans og segist aldrei hafa
felt sig við orsákaútskýringar hans.
En þær eru aðalatrið. En í síðasta
hefti Iðunnar er annað uppi á
teningnum. þar er talað með fyrir-
litningu um þekkingarleysi Kvarans
á Freud — einmitt draumskýring-
unum, sem Sidis hafði hafði verið
svo bersögull um. Loks dróttar Á.
H. B. því að mér að eg muni
vera móti »sálargrenslan$ af því
að hún sé líkleg til að leiða í Ijós
liulin sannindi sem drági úr gildi
spiritismans. Sama aðdróttunin
um sviksamlega, mannspillandi
eigingirni gagnvart frjálsri sann-
sókn eins og í garð Sidis. Munur-
inn að eins sá, að eg hefi ekkert
um málið sagt frá eigin brjósti.
Latínan segir: »Semel mendax,
semper difiditur®.1) Hvað mætti þá
segja um Á. H. B. Nú er Boris
búinn.’ Freud hálffallinn í valinn
og nú ríður Á. H. B. gandreið á
getgáluin Harts.
Pórður Sveinsson.
Frá útlöndum.
Finnar taka þvi mjög þunglega,
íalli, eins og búist er við, úrskurð-
ur í Álandseyjamálinu Svfum í
vil. Segja sum finsk blöð að -finska
þjóðin hljóti þá að slíta öllu sam-
bandi við Svía, neijia að svo miklu
leyti sem um kurteysisskyldur er
að ræða. Óttast margir að lítið
kunni þá að verða um samvinnu
Finnlands við Norðurlönd.
— Kolaverkfallið enska hófst á
laugardaginn var. Höfðu námu-
1) Peim sem einusinni hefir sagt
ósatt er aldrei trúandi.
mennirnir greitt atkvæði um það
livort ganga ætti að miðlunartillög-
um stjórnarinnar og var það fell
með 635098 atkvæðum gegn 181428.
Sýnir þessi mikli atkvæðamunur
hversu einhuga verkamennirnir eru
um kröfur sínar. Stjórnin hefur á
hinn bóginn lýst því yfir að hún
sé hætt miðlunartilraunum í bili,
en gerir allar ráðstafanir um að
bæta úr hinurn alvarlegu afleiðing-
um verkfallsins. Úlflutningur kola
hefir t. d. verið með öllu bannaður,
matvæli skömtuð, dregið úr raf-
magnsframleiðslu og járnbrautar-
ferðum fækkað. Ýmislegt bendir
til þess að verkfallið verði Iangt.
Helstu leiðlogar aðila eru þess vel
vitandi að aðalágreiningsmálinu,
um eignarétt námanna, verður ein-
ungis frestað, um það verður aldrei
samkomulag. Báðir aðilar munu í
rauninni hafa viljað verkfallið nú,
til þess að láta til skarar skríða.
Mjög mikið er undir því komið
hvernig fer um aðra flokka verka-
manna. Er hvortveggja til, t. d.
um járnbrautarmenn, hvort þeir
hefji verkfall, til slyrktar námu-
mönnunum. Hitt er fyrirsjáanlegt
að standi verkfallið nokkra hríð
hlýtur að fara svo að hver iðn-
aðargreinin at annari verður að
stöðvast. Er búist við að eftir
þriggja vikna kolanámuverkfall
verði um þrjár miljónir verkamanna
orðnir atvinnulausir á Englandi,
auk þeirra sem kunni að hafa lagt
vinnu niður beinlínis til stuðnings
verkfallsmönnum. Ein afleiðing
verður sennilega sú að gildi fellur
á enskum peningum.
— Stungið hefir verið upp á því á
Pýskalandi að koma þar á nokkurs-
konar þegnskylduvinnu. Á aldrinum
18 — 25 ára ætlu allir karlmenn að
vinna alls eitt ár og konur hálft
ár. Einkum væri unniö að kola-
námi og ýmiskonar landbúnaðar-
viunu. Vitanlega ætti ríkið að hafa
allan arð af þessari vinnu.
-- Sennur miklar eru milli hinna
gömlu sambandslanda Austurríkis
og Ungverjalands. Fer jafnaðar-
mannastjórn með völd í Auslurríki
en hægrimannastjórn á Ungverja-
landi. Ungverjar bregða austurrísku
sljórninni um þaö, að hún styðji
undirróðuv Bolchewicka á Ungverj-
landi. Austurríkismenn. kvarta und-
an því að stjórn Ungverjalands
hafi veitt stórfé til að kaupa blöð
í Vín sem áttu að hjálpa konungs-
sinnum í Austurriki.
— Einn af bjdtingamönnum í
Budapest var þjónn á yeitingahúsi.
Er hann borinn þeim sökum að
hafa reynt að stofna félagsskap
meðal veitingaþjóna, og var það
markmiðið, að láta eitur í mat
ýmissa atkvæðamikilla andstæðinga
byltingamanna.
— Bifreiðakóngurinn ameríski,
Ford, hefir lækkað verðið á bif-
reiðum sínum ofan í sama sem
var fyrir stríði.
— Prentaraverkfall stóð yfir í
Berlín um hríð en er nú lokið.
Komu einungis út blöð jafnaðar-
manna meðan á verkíallinu stóð.
— Alexander Grikkjakonungur
átti apa sem hann hafði mikið dá-
læli á. Nýlega beit apinn konung-
inn svo hastarlega að tvísýnt er
talið um líf konungs. Er um það
rætt að Grikkland verði lýðveldi,
deyi konungurinn af apabilinu,
— Byllingar miklar eru á Ítalíu.
Náðu nokkrir jafnaðarmenn ráð-
húsi Rómaborgar á vald sitt og
reyndu að draga þar við hún hinn
rauða fána byltingamanna. í íleiri
borgum Italiu eru háðir bardagar
mTIli lögreglunnar og byltinga-
manna. ^
— Fréttaritari enska stórblaðs-
ins Manchester Guardian hefir átt
tal við Trotskí, hermálaráðherra
Rússa, um ástandið í stríðinu
milli Rússa og Pólverja. Segir
Trotskí að rússneski herinn sé alls
ekki gjörsigraður, þótt hann hafi
orðið að hörfa aftur og sleppa
landflæmi nokkura. Fyr í sumar
hafi pólski herinn verið á undan-
haldi, þá hafi Rússum ekki tekist
að gersigra hann. Ástandið sé nú
hið sama um rússneska herinn.
5
Krisíjaníu, Noregi.
Allar venjulegar líftryggingar,
barnatryggingar og lífrentur
ÍSLANDSDEILDIN
löggilt af stjórnarráði íslands í desember
Ábyrgðarskjölin á íslensku! Varnarþing í
11
1919.
Rvík!
„ANDVAIíA“ hefir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest önnur
líflryggingarfélög.
„ANDVAKA“ setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða engi'n
aukagjöld).
„ANÍ)VAKA“ gefur úl líftryggingar, er eigi geta glatast né gengið úr gildi.
„ANDVAKA“ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi.
ANDV0KU“ má með fullum rétti lelja líftryggingarfélag ungmenna-
félaga, kennara og bænda i Noregi. Enda eru ýmsir stofn-
endur. félagsins og stjórnendur og mikill fjöldi bestu
starfsmanna þess úr þeim flokkum.
Reykjavík.
Helgi Valtý880n,
(Forstjóri íslandsdeildar).
»
Styrktarsjóðs sjúklinga á Vífilsstöðum:
1. vinningur nr. 7900
2. vinningur nr. 4351
3. vinningur nr. 6251.
Iiandhafar þessara miða sendi þá í Iokuðu umslagi til Styrktar-
sjóðsnefndarinnar á Vífilsstöðum í siðasta lagi 1. janúar 1921.
,, Austupland4i á Seyðisfirði og „Islendingui**4 á
Akureyri eru beðin að birta þessa auglýsingu 3 sinnum hvert.
Rússar munu sem einn maður
veita viðnám innrás Pólverja og
virtist Trotski hvergi kvíðandi um
úrslitin.
Eiöaskólinn.
Skýrsla um alþýðuskólann á
Eiðum 1019—1920 hefir borist
hingað. Skýrir skólasljóri síra Ás-
mundur Guðmundsson þar frá
setningu skólans, hinni fyrstu, 20.
okt, 1919 og allri starfsemi hans, í
stuttu og skýru máli. Hefst skýrsl-
an á útdrætti úr ræðu skólastjórans
við setningu skólans. Ber útdrátiur
þessi greinilega með sér að skóla-
stjóra er meira en hugleikið, að
vel sé af stað farið, og bendir
fagurlega á, hver séu ráðin til
þess heillavænlegust, enda mun
reynsla þessa fyrsta skólaárs hafa
orðið sú, að vænta megi hins besta
um blómgun hans framvegis.
Kenslukraftar hafa yfirleitt verið í
besta lagi, að minsta kosti munu
allir þeir er áður voru kunnugir
hæfileikum og manngildi skóla-
stjóra, hafa gengið að því sem
vísu að honum mundi láta bæði
kensla og skólastjórn hið besta.
Mun og sú hafa orðið raunin á
þ^nnan fyrsta vetur skólans. Svo
múnu og hinir kennararnir, Guð-
geir Jóhannsson, Ben. Blöndal og
Sigrún Biöndal hafa þegar áður
getið sér góðan orðstýr.
Eitt mikilsvert og eftirtektarvert
atriði í skýrslunni er Iýsingin á
skólalífinu. Fyrstu orð skstj. um
þetta efni eru svo: »ÁlIir litu á
skólann eins og heimili sitt og
þólti vænt um hann; því varð
skólalífið heilbrigt og gott«. Og
enn segir hann: »Samlif var yfir-
leitt mikið milli kennara og nem-
enda, og studdi sameiginlegt borð-
hald einnig mjög að því. Reyndist
það góður þáttur i heimilislífinu«.
Með þessu er — auk ýmislegs
annars er þarna er tekið fram —
gripið á því, sem hlýtur að færa
hverjum skóla hina mestu blessun.
Skólinn heimili, fgrirmgndarheimili.
Hvað er líklegra til að skapa fgrir-
myndarmenn, en einmitt slíkur
skóli T
En þó kenslukraftar séu góðir
og skólalif gott og heilbrigt til að
byrja með getur eitt komið kyrk-
ingi í skólann og staðið honum
stórlega fyrir þrefum. Pað er fjár-
skortur. Húsakynni eru svo ónóg
á Eiðum, en hins vegar áhugi svo
ríkur að sækja skólann, að gera
varö nú þegar í byrjun nálega
helming umsækjenda afturreka. Úr
þessu átti að bæta í sumar með
nýrri skólabyggingu, en fjárveit-
ingarvaldið treystist ekki til að
leggja fram féð þegar lil kom.
Þetta er illa farið. Petta er hörmu-
legt, þar sem öll veðurmerki benda
skýrt til þess, að þarna að Eiðum
fái vaxið upp og blómgast fyrir-
myndar alþýðuskóli. Féð verður að
fást. Annað er óhæfa. Fjárveiting-
arvaldið og landssljórnin verða að
gera i þessu efni sitt ýtrasta.
Og ekki mega Austfirðingar sjálf-
ir liggja á liði sínu. Þetta er i
fremstu röð þeirra skóli, þó einnig
megi með sanni segja að hann
hafi þýðingu fyrir alt landið. Skól-
inn á að verða og vera augasteinn
Austfirðinga, og að honum ber
þeim að hlúa með drengskap og
dugnaði. Veit eg að allir góðir
menn og konur austur þar skilja
þetta glögt. Og mun þá vel
fara.
Eins og mörgum mun kunnugt
tókst skólastjóri ferð á hendur er-
lendis í maílok í þeim erindum að
kynna sér lýðskóla á Norðurlönd-
um. Lagði hann leið sina fyrst til
Danmerkur og sótti þessa lýðskóla
heim: í Fridriksborg, Hróarskeldu,
Vallekilde og Lyngby á Sjálandi,
Ryslinge á Fjóni og Askov á Jót-
landi. Þótti honum fyrirlestrar
bestir í Askov, en leist best á
skólalif í Friðriksborg, Vallekilde
og Ryslinge. En er yfir um kemur
til Sviþjóðar þykir honum birta
enn betur til. Sigtúnaskólann, þar
sem hann dvaldi mánaðartíma,
tekur hann fram yfir, jafnvel langt
fram yfir dönsku skólana og yfir-
I leitt alla samskonar skóla, er hann
hafi komið í.
Annars skal ekki fjölyrt um
þessa ferð skólastjóra, því að eg
tel sjálfsagt að skýrsla hans muni
bráðlega birtast almenningi og
stjórnarvöldum. Og þarf ekki að
efa að Eiðaskóli muni njóta góðs
af fenginni reynslu hans í þessari
ferð.
Loks skal þess getið að i baust
urðu umsækendur svo margir að
eigi var unt að veita viðtöku nema
Tíelifænstaii.
Ein af allra bestu bújörðum i
Mýrasýslu fæst til kaups og ábúðar
frá næstu fardðgum. — Byggingar
góðar, slægjur 1000 hestar. Beiti-
land ágætt (skóglendi). Akvegur
og simi.
Semja ber við
Kristjón Magnússon,
Óðinsgötu 15, Reykjavík.
Vs hluta þeirra og þó með herkj-
um. Sjá allir að við slíkt er með
engum móti unandi. S G.
Til kaupenda.
Það mun vart lcoma neinum at-
hugulum manni á óvart, að sjá
það, að þetta tölublað af Tíman-
um er að eins tvær síður i slað
fjögurra. Lögrétta hefir æ við og
við komið þannig út. Fyrst um
sinn mun Tíminr. og koma þannig
út, um það bil I annaðhvort sinn.
Erfiðleikarnir um blaðaútgáfu
eru æ að aukast. Það xem alvar-
legast er, er útlitið um að hafa
nógan pappir. Er ekki áhorfsmál
að minka heldur útgáfuna í tíma,
en að eiga á hættu að fá ekki
pappír handa blaðinu.
Tíminn gerir hiklausl ráð fyrir
því að kaupendur skilji þessa ráð-
stöfun og að það er ekki að ástæðu-
lausu gert að láta þá fá minna les-
mál en lofað var við byrjun ársins.
Fréítir.
Einar H. Kvaran skáld er ný-
kominn aftur til bæjarins úr ferð
á hástúlcuþing Templara í Kaup-
mannahöfn.
Helgi Valtýsson kennari auglýsir
blaðinu í dag lífsábyrgðarfélag
iað sem hann er umboðsmaður
yrir. Félag þetta starfar algerlega
sem íslenskt félag. Það leggur öll
iðgjöldin óskert inn í Landsbankann
og fer ekki einn eyrir þeirra út úr
landinu. Ábyrgðarskjöl félagsins
eru öll á íslensku og íslenskur
gerðardómur, skipaður læknum,
sker úr, ef deilur rísa um slys
eða örkuml og fer sá úrskurður
fram í Reykjavík. Enn er það ákeð-
ið að hluthafar félagsins fá aldrei
meir en 5°/o vöxtu af hlutfé sinu, en
9/io hlutar af hreinum ársarði eru
útborgaðir í »bonus« til þeirra sem
trygðir eru. — Munu það vera
margir, ekki síst ungir menn og
konur, sem gjarnan munu fremur
öðru vilja láta H. V. sitja fyrir
viðskiftúm sínum, þar eð félag
hans býður og svo góð kjör. Það
ætti og að verða miklu almennara
en er, að menn trygðu líf sitt og
sömuleiðis að menn trygðu sig
gegn slysum og örkumlum.
Einn clónskn lögjafnaðarnefndar-
mannanna, Kragh rektor, hefir
látið dönsku blöðunum í té ýmsar
fréttir af íslandi og þykir okkur
íslendingum sem ekki sé vel borin
sagan. Gerið hann mjög lítið úr
íslandi að Ílestu lejúi, án þess þó
að fara með kórlygar.
Prófessorsembættið við háskól-
ann, í íslands sögu, er enn óveitt.
Mæltist það vel fyrir að heims-
spekisdeildin bauð Hannesi Þor-
steinssyni skjalaverði embættið, en
Hannes skoraðist undan. Verður
nú embættið auglýst laust til um-
sóknar og sennilega verður um
það háð samkepnipróf.
Ritstjóri:
Tryggvi I’órliallBgon
Laufási. Sími 91,
Prentsmiðjan (íutenberg,