Tíminn - 30.10.1920, Page 2
! 68
TÍMINN
í dag1, 25. okt. 1920,
hafa verið gefnir út einnar krónu seðlar fyrir ríkis-
sjóð íslands, samkv. lögum 18. sept. 1885 og 12. jan.
1900. Seðlar þessir eru einungis ætlaðir til þess,
að bæta úr skorti á skiftipeningum innanlands,
jff^jg5* en verða ekki leystir inn erlendis.
Landsbanki íslands.
fram yfir aðra, ekki sist þegar
tima skortir til gaumgæfilegs lest-
urs og samanburðar, eins og vildi
verða fyrir mér. Eg nefni hér
nokkurar sem eru mér öðrum
fremur minnisstæðar:
í þvi sem mins föður er — Auð-
mjúkir leiðtogar — Áhætta kærleik-
ans — Bænin — Sáning og upp-
skera — Dásamleg bjartsýni —
og Tómas, sem mér finst einhver
frumlegasta og meislarlegasta ræðan
i allri bókinni.
Ræðurnar eru stórauðugar að
samlikingalist og djúphugsuðum
dæmum.
Og mig hilf langar til að koma
með glepsu úr einhverri ræðunni,
til að sýna snild höf. En eg sleppi
því þó. Slíkar glepsur njóta sin
aldrei til fulls, slitnar úr öllu
samhengi, inngangs- og eftirmála-
lausar. Og einkum er þetta svo,
þegar eins fast er bygt og bundið
saman og i ræðugerð prófessors
H. N. Því að hversu margþættar
sem sumar ræðurnar kunna að
sýnast í fljótu bragði, er þó ætið
af einurn toga spunnið og allir
þættir samíléttaðir af miklum
hagleik í ræðulok.
En þó þykir mér ekki mest vert
um ræðubygging höfundarins.
Framsetningargáfa hans er al-
kunn. Og varla mun lof hennar
lækka eftir að þessi bók er út
komin. Hugsanir höf. eru skráðar
þar skýrt og glögt á prýðilegu og
kjarngóðu máli, sem oft er stór-
skáldlegt. Par sést varla blettur né
hrukka. Á fáeinum stöðum rak eg
þó augun í orðaskipun sem ekki
getur talist íslensk, s. s. »Lika þú
ert kominn« (bls. 21). — »Einnig
að þessu leyticc — »Líka þau voru
sanufærð um« (bls. 50). Slíkt
orðalag kemur að vísu afar óviða
fyrir, og reyndar eru þetta smá-
munir einir. En þó vildi eg ekki
ganga þegjandi fram hjá þeim. Því
að það er eina færið, sem eg sé
mér til þess að fetta fingur út i
það, sem í bókinni er. Að öðru
leyti er málið nálega allstaðar
afburðargott og stíllinn gersneyddur
allri mergleysu mælgi.
En þó þykir mér ekki mest vert
um stílgáfu höfundarins.
Fáum mun fræðslustarf ljúfara en
prófessor H. N. Hann virðist vera
fæddur kennari. Líf og yndi hans
er að miðla öðrum af þekkingu
sinni. Og hann er alt af að því.
Ræður hans bera ljóst vitni um
þetta. fær eru fullar af ágætum
nytsemdar fróðleik, sem hlýtur að
að laga og bæta trúarhugmyndir
manna. Og líklegt þykir mér að
þessi fróðleikur verði ein af höfuð-
orsökum til alþýðuvinsældanna
sem bókin á vafalaust vísar. Hún
flytur eitt eða annað fróleiks ný-
næmi fyrir flesta landsmenn eða alla.
En þó þykir mér ekki mesl
vert um fróðleiksatriði bókarinnar.
Eitt er það sem greip mig mest
og mér fanst göfugast við ræðurn-
ar: það er víðsýnið sem þar blas-
ir við, sannleiksástin og þorið.
Þar er alt svo heiðríkt og hrein-
legt og skýrt, engin minstu slitur
af réttrúarviðjum, engin trúar-
hroka belgingur. Engin væfluleg
vanabugsana-þoka. Höf. kúrir
ekki bundinn á neinu lága leyti.
Hann befir stigið upp hátt á
sjónarhól og rennir augum yfir
útsýni mikið og fagurt. Hann sér
Alföður opinbera sig um víða ver-
öld og með fleirum en kristnum
þjóðum. Hann sér að kristindóm-
ur og önnur göfug trúarbrögð eru
aðeins brotasilfur úr hinni miklu
ljósakrónu sannleikans. Honum
skilst að enginn maður og engin
trúarbrögð eigi sannleikann allan.
Og trú hans á máttugleika manns-
andans er björt og óbilug. Allir
eru guðsbörn og inst inni i brjóst-
um þeirra er fólginn guðdóms-
neisti, sem æ verður óspiltur og
og eitt sinn skal varpa af þeim
byrði girnda og glópsku. Kristur er
honum sönnun þess hve langt
mönnunum er unt að komast,
og talandi vottur um takmarka-
lausan Alföður kærleika. Höf.
hefir næmt og opið auga fyrir
erfiðleikum og þjáningum heims-
ins. En hann treystir því að jafnan
sé uppskeran svo sem til var sáð.
Og inni í járnhörðum hanska
örlaganna finnur hann æfinlega
hlýja föðurhönd guðs. —
Kreddur og hleypidómar hafa
ósjaldan krept að hugsunum og
útsýni prestanna. Stephan G.
Stephanson segir svo um einn:
wFótt skemtun mér væri aö viðræöu
hans
pví varist ei allénd eg gat,
að finna að hver sköruleg hugsjón var
hept,
að hálfkrept öll viðkvæmnin sat.« —
Sá prestur hefur verið alger and-
stæða Haraldar prófessors Níels-
sonar. Því að sá er mestur af
öllum kennimannskostum hans
að hann heldur á lofti stórum og
skörulegum óheptum hugsjónum, af
djörfung og heilu hjarta.
Og það gefur ræðum hans mesta
göfgi i minum augum.
Jakob Kristinsson.
ITI Haflð þér g«r«t kaupandi
að Eimreiðinni?
Samkepni og sanviua.
I.
íslenska þjóðin stendur nú á
vegamótum. Gullöld stríðsins er
liðin. Mögru árin sem eyða forða
hinna undangengnu góðu ára, virð-
ast vera að byrja. Samt er ekki
vandalími sá sem nú stendur yfir
nema að nokkru leyti náttúrinni
að kenna. Mest eru sjálfskaparviti
— mannanna verk.
Fram á síðustu mánuði hefir
mikill hluti íslendinga trúað á
heilsusamlegan mátt blindrar sam-
kepni. Hver hefir otað sínum, og
trúað að í því væri a. m. k. öll
hin tímanlega frelsun fólgin. Brask-
ið hefir orðið að þjóðarlesti. Brask
í víðustu merkingu. Allir vildu
kaupa og selja, láta hækka í verði,
vörur, hús og jarðir. Alt gekk vel
um stund. Allar tölur hækkuðu.
Einstaka menn voru orðnir miljón-
erar. Smærri spámennirnir reyndu
að feta í fótspor þeirra eftir megtii.
Á einu sviði hefir verið nýverið
sýnt fram á áhrif brasksins. Það
er í fjármálunum. Útlendu gróða-
félagi hefir verið leyft að braska
hér með eitthvað um 30 miljónir
af seðlum og sparisjóðsfé. Ávtxt-
irnir eru nú komnir í ljós. Fyrir
það hve bankinn hefir braskað
mikið getur hann ekki uppfylt
allra sjálfsögðustu skyldur gagn-
vart landinu. Ástandið orðið þannig
að það er neitað um leyfi til að
borgaðar séu póstkröfur til útlanda,
þó að þær nemi ekki tíu krónum.
Svo langt hefir hin blinda sam-
kcpni leitt landið.
Annað dæmi er síldar útvegurinn.
þar til í fyrra var síldin álitin
mesti auðgjafi í landinu. En hvern-
ig er nú komið? Ekkert nema
rústir. Allur gróði undangenginna
ára virðist vera horfinn. Sjálfir
sildarkaupmennirnir í megnustu
vandræðum. Bankarnir liklegir til,
áður en lýkur, að tapa stórfé á
þessari atvinnngrein. Sumir þeir
sem mest gæfubörnin voru framan
af, bölva nú þeirri stund þegar
þeir bjrrjuðu fyrst að fást við þetta
hættuspil samkepninnar. En und-
ir rústum þessa atvinnuvegar liggur
fjöldi fólks sem hefir troðist undir
meðan leikurinn stóð sem hæðst.
Þar er lausafólkið sem búið er að
slíta böndin við átthagana. Þar eru
aðrir atvinnurekendur sem ekki
gátu kept um stuhd og eru nú
lamaðir eftir. Þar eru allir þeir
sem nú eru að sligast undir þeirri
almennu dýrtíð, sem hin blinda
samkepni skapaði.
Það er alveg bersýnilegt, að ef
haldið er áfram eftir vegum brask-
aranna, verður ísland orðið sumar-
verstöð fyrir erlendan skríl, eftir
nokkur ár. Og annars tómar rústir.
íslendingar eru á vegamótum.
Hingað til hafa flestir trúað blint
á samkepnina. Ávextirnir eru komn-
ir f ljós. Ýtarlegar lýsingar eru
óþarfar. Flestir munu nú finna
hvar skórinn kreppir. En til er líka
önnur leið, sem líka er búið að
reyna og með gagnólíkum árangri.
Það er samvinnan. Og ef nú á ekki
að leggjast alt í kaldakol hér á
landi verður að fylgja hennar veg-
um, miklu meir en gert hefir verið
áður.
II.
Áður en komið er að því efni
skal lauslega bent á, hversu hugir
manna hneigjast nú til samstarfs
meir en áður var, jafn vel á þeim
sviðum, þar sem ekki er um eigin-
lega samvinnu að ræða.
Tökum síldina aftur. Útgerðar-
mönnum og bröskurum er það
Ijóst að þeir þurfa að hafa sam-
tök. Á móti þeim stendur hringur
í Svíþjóð. Og ef íslendingar eru
sundraðir, leiðir hinn sænski hring-
ur íslensku braskarana til höggs,
eins og Hólmverjar voru leiddir
samkvæmt Harðarsögu. Og að sögn
sumra þessara manna er likingin
alt of nákvæm. íslensku síldareig-
endurnir urðu að selja sænsku
hringunum sjálfdæmi. Þar var ekki
spurt um grið. Hundruð þúsunda
af verðmæti gekk í súginn fyrir
fytir íslensku þjóðinni, og þessi at-
vinnuvegur virðist dauðadæmdur,
þar til þeir sem hann stunda kunna
að beita samheldni í stað þess að
keppa hver við annan. Samtök
voru reynd bæði i fyrra og nú.
Meiri hluti þeirra sem hlut áttu
að máli vildu hafa samtök móti
erlendu samtökunum.
En altaf skárust einhverjir úr
leik. Og þá voru öll sömtökin ónýt.
Nú sjá þessir menn, að um síldar-
verslun héðan frá íslandi sé varla
að tala nema sem landsverslun, þ.
e. þjóðfélagið neyði þessa atvinnu-
rekendur til samstarfs. Þjóðfélagið
gerir þetta í sjálfsvarnarskyni. Ó-
beinu áhrif brasksins orðin alt of
vel þekt.
Það er eftirtektarvert að minnast
nú á tillögur Böðvars Bjarkans um
sildarmálið. Grein hans sem er
skrifuð 1916 er í öllum aðalatrið-
um nákvæm lýsing þess vandræða
ástands sem nú er orðið og úrræði
hans, landsverslun mað síldina,
sem þá var talið goðgá, einkum
af spekúlöntunum sem trúðu á
samkepnina, fer nú að verða al-
viðurkend þjóðarnauðsyn.
Annari viðhót, eða viðaukatil-
lögu, mjög álitlegri, hefir nýlega
verið skotið fram af Héðni Valdi-
marssyni. Þar er gert ráð fyrir
landsverslun með alla sild sem
veiðist hér við land. Þriggja
manna stjórn stýrir fyrirtækinu.
Velji útgerðarmenn einn, verklýð-
urinn annan, landsstjórnin hinn
þriðja. Þessi stjórn ráði síðan
framkvæmdarstjóra, sem annast
um dagleg störf fyrirtækisins. Til-
lögumaðurinn gerir auðsjáanlega
ráð fyrir að sildarsalarnir muni
tæplega ráðast í að mynda starfbæf
samtök. Þjóðfélagið verði að benda
á hina réttu leið. Og formið sem
valið er myndi eftir því sem hægt
er að sjá, hafa flesta þá kosti sem
hægt er að sameina — þar sem
félagsskapurinn er lögboðinn en
ekki myndaður af frjálsum vilja
þátttakendanna.
III.
Út í löndum vex þeirri skoðun
fylgi, því meir sem skýrast upp-
tök styrjaldarinnar, að samkepni
auðmanna og braskara hafi verið
höfuðorsökin til hins mikla ófriö-
ar. Hefði samvinna í verslun og
iðnaði verið komin lengra á veg,
myndi engin slík styrjöld hafa átt
sér stað. Þetta vita hinir fremstu
samvinnumenn erlendis. Þessvegna
leggja þeir alla stund á að brúa
gjárnar sem aðskilja þjóðirnar.
Tengja samhjálpar og samúðar-
bönd yfir höfin, í stað eiturörva
samkepninnar. En þessi breiling,
sem lff þjóðanna liggur við að tak-
ist, er erfið, af því að hér er ekki
H æða
tið netning Kennaraskólans
fyrsta * vetrardag 1920.
Við komum hér saman til þess
að seíja Kennaraskólann 112. sinn.
Býð eg ykkur öll velkomin og óska
að við hittumst hér góðu heilli,
bæði í dag og alla tilvonandi sam-
vinnudaga. Það var fyrir ýmsra
hluta sakir óvenju ömurlegt hér
um prófið í vor er leið. Ollu þar
mestu um veikindin, sem þá gengu
og lömuðu frá prófi helst til margt
úr okkar fámenna hóp, i viðbót
við skörðin, sem komið höfðu í
hann um veturinn. Eg sakna þess,
hversu fá við heimtum nú aftur
þeirra er þá lömuðust frá. Tvö af
átta eru komin. Af hinum er að
visu bata að frétta, en þau hafa
ekki viljað leggja út í nám hér i
vetur. Það er vafalaust rétt ráðið,
Nám heimtar fulla heilsu, engu
siður en önnur vinna, ef vel á að
vera. Eg veit að þau hugsa hingað
til skólans í dag, og þegar eg heilsa
ykkur hinum, sendi eg þeim líka
kæra kveðju, og svo munuð þið
og gera öll, sem þektuð þau. Eg
vildi gjarna óska, að skólinn heimti
þau öll heil aftur, þó að seinna
verði. — í stað þessara, sem ekki
eru væntanleg, og þeirra, sera luku
kennaraprófi i vor, eru nú þegar
komnir 22 nýir nemendur og 2
eldri, sem ekki voru í fyrra, en
hafa þó tekið hér áður fyrri hluta
kennaraprófs. Skólinn byrjar nú
með 12 i 3. bekk, 16 í 2. og 12
i 1., en von enn á 12. Að líkind-
um verður skólinn þvi miklu fjöl-
mennari en i fyrra.
Á kennaraliði skólans verður
mikil breyting. Þar er fyrst að telja
að dr. Ólafur Danielsson er nú
orðinn fastur kennari við Menta-
skólann. Er eg þá einn eftir þeirra
kennara, er skipaðir voru i upp-
hafi við þennan skóla. Þó að við
söknum hans mjög, má okkur þó
vera það ánægja, að hann fær
starfa, sem betur er viö hans hæfi
og þar sem betur nýtur yfirburða
hans. Það mun ykkur eldri nem-
endum einnig finnast mikil bót
í máli, að svo er til ætlað, að
hann kenni hér enn í vetur stærð-
fræðina í 2. og 3. bekk. Og þá er
það enn til bóta, að við höfum
fengið að skólanum í staðinn dr.
Helga Jónsson, sem er yfirburða-
maður á öðru sviði, eins og þið
kannist við. Hann er enginn ný-
liði í kenslustörfum og það ekki
heldur hér við skólann. En fleir-
um eigum við á bak að sjá.
Matlhías Þórðarson þjóðmenja-
vörður og Þórarinn Þorláksson
málari, sem hafa kent hér skóla-
smíði og teiknun frá því er skól-
inn var stofnaður, verða nú að
hætta því sakir annríkis við önn-
ur störf. Verður skarð þeirra vand-
fylt, og ekki get eg enn sagt með
vissu, hvernig það verður skipað
í vetur. Flyt eg þessum mönnum,
er nú hverfa frá kenslustörfum hér,
alúðar-þakkir frá minni hálfu og
skólans fyrir vinnu þeirra og alla
framkomu. Það er aftur á móti
gleðiefni, að nú heimtum við aftur
söngkennarann okkar, Sigfús Ein-
arsson. Um þessar þrjár náms-
greinar, er eg nú hef nefnl síðast,
er mér mjög ant, þær þurfa allar
að ná sér betur niðri í okkar al-
mennu barnafræðslu, en það verð-
ur því að eins, að Kennaraskól-
inn leggi mikla rækt við þær, og
er ilt til að vita, ef skorta skyldi
menn lil þess. — Þá stendur hér
til breyting nokkur á æfinga-
bekknum frá því sem verið hefir
að undariförnu. Frá upphafi hefir
skóla þessum verið þröngur stakk-
ur skorinn, en einkum hef eg alt
af fundið til þess um kenslu-
æfingarnar. Skólann vantar æfinga-
skóla, sem er brýnasta nauðsyn
hvers kennaraskóla. Ein stofa, miðl-
ungi vel úr garði ger, í því skyni,
er i alla staði ónóg. Eg hef ár
eftir ár mint stjórnarráðið á þessa
vöntun, en komið fyrir ekki. Er
það að vísu vorkunn, þar sem
gagnger endurskoðun kenslu-
fyrirkomulags var fyrir hönd-
um og fjárhagurinn eins og hann
er. Nú er þetta mál í góðum hönd-
um, þar sem mentamálanefndin er.
Breytingin i vetur verður ekki nema
spor í áttina; við skiftum æfinga-
bekknum í tvær deildir, sem er
unt með því, að tvisetja í kenslu-
stofuna, og fáum nýjan æfinga-
kennara í viðbót, Steingrím Ara-
son, sem nokkur undanfarin ár
hefir dvalið vestan hafs í einhverri
mestu miðstöð slíkra iðkana, og
safnað sér þekkingu og æfingu i
barnakenslu. Er maðurinn mér
áður að góðu kunnur, og vona
eg og óska, að skólinn fái að njóta
hans vel og lengi. Svo er til ætlað,
að kensluæfingar verði meiri en
að undanförnu. Kemur það eink-
um niður á 3. bekkingum án þess
þó, að slakað verði á öðrum náms-
greinum. Skólatíminn er of naum-
ur. Hann hefir verið svo frá upp-
hafi, en meðan kennarastarfið var
lítils virt og illa launað, var ekki
unt að auka kröfurnar um kenn-
aramentun og kostnað til hennar.
Nú er öðru máli að gegna. Staða
þeirra og kaup er stórum bætt,
og því er von, að kröfurnar til
þeirra hækki. Það vona eg að
kennarar og kennaraefni láti sér
vel skiljast og hagi sér eftir þvi.
»Sem mest kaup og sera minst að
gera«, kveður [nú við hátt viða
um heim. Rétt eins og það sé
leiðin til farsældar, að heimta sem
mest af öðrum en minst af sjálf-
um sér, leggja sem minst á sig,
en láta sem mest eftir sér. En
það er fjarstæða; slíkt er sam-
tvinnuð síngirni og fáviska. Hugs-
unarhátturinn, sem þetta óp stafar
frá hefir numið hér land og breiðst
út, sem við er að búast; mér
finst eiga all-mjög skylt við þær
»læpuskaps-ódygðir«, sem Bjarni
talar um í kvæðinu sínu fræga,
að kunni að vilja læðast hingað
til okkar utan um haf. Eg vildi
að hamingjan gæfi, að hann legði.
aldrei kennarastéttina undir sig, svo
að hann kendi henni þær. Eg vildi
óska, að hún yrði þvert á móti
landinu öflugur vörður, landvarn-
arlið, gegn honum og ódygðunum
og ógæfunni, sem hann hefir í för
með sér. Bjarni ofrar í skáldleg-
um vígamóði »geigvænum log-
bröndum Heklu« móti því illþýði,
en það hefir nú sýnt sig, að þess
konar vopn duga ekki. Katla hefir
, reynt sig, með litlum árangri —
að mér skilst. Heklu mundi líklega
ekki takast betur. Yíirleitt hef eg
ekki mikla trú á ógnum og hræðslu
til að bæta hugsunarhátt fólksins
og ódj'gðir, né heldur einstakra
manna. Mundi eg aldrei ráða kenn-
urum til að beita þeim vörðum