Tíminn - 30.10.1920, Side 3
T i M IM N
169
Hótel Akureyri
Er til sölu með allri tilheyrandi lóð 1605. ferh. metrar.
Verð: Kr 75000,00.
Útborgun: Kr. 30000,00. Annars góðir borgun-
arskilmálar. A eigninni hvíla engar skuldir.
Vilji Norðlendingar sitja fyrir kaupum á þessari eign,
þurfa þeir að semja við mig fyrir 1. desember n. k.
Jónas H. Jónsson
Vonarstræti 11 B. Símefni »Báran Reykjavík«. Sími 970.
Reykjavík.
um formsbreytingu að ræða, held-
ur breytingu hið innra í mann-
eðlinu sjálfu. Samkepnin Iiggur nær
rándýrseðlinu og hlúir að sér sjálf,
þar sem siðleg menning er á lágu
stigi.
Samvinnumenn flestra landa í
Evrópu hafa nú fyrir allmörgum
árum mj'ndað alheimsbandalag.
Samband þetta hefir starfað að því
að tengja þjóðirnar saman, kynna
þær hver annari, og undirbúa
verklegar framkvæmdir. Stríðið dró
úr í bili, en sannaði hinsvegar á-
takanlega hvílíkt böl samkepnin
var. Og nú á næstu missirum
verður hafist handa. Sennilega
stofnuð einskonar allsherjar sam-
vinnukauphöll og banki í London,
sem yrði miðstöð allra framkvæmda
til eflingar samstarfi þjóðanna. Fyr-
ir þjóð eins og tslendinga, sem
eiga venjulega erfitt með að selja
vörur sinar, myndi þátttaka í slík-
urn félagsskap vafalaust hafa mikla
fjárhaglega þýðingu. En um það
mál alt mun fljótlega verða rætt
itarlega hér í blaðinu.
Verkefni alheimbandalagsins mun
verða að sameina þjóðirnar og
hindra styrjaldabölið. En innan-
lands í hverju þjóðfélagi verður
verkefnið að kenna einstaklingun-
um að starfa saman í bróðerni,
leita gæfunnar í samhjálp en ekki
í styrjöldum.
Hér á landi er verkefnið sér-
staklega mikið og erfitt. Samkepn-
in skilar landinu í rústum, því að
verri en fjárþröngin er pestnæmi
sú, setn hitaveiki styrjaldargróðans
hefir skilið eftir I hugum margra
manna og lengi mun eima eftir af.
Hinsvegar er alveg bersýnilegt, að
þegar fram úr rofar munu margir
þeir sein nú hafa rekið sig á og
lært af reynslunni, verða fúsir til
að byrja leitina eftir nýum vegum.
Regar talað er um samvinnu,
sem framtíðarúrræði, er vitanlega
eingöngu átt við þau samtök, sem
stefna hærra en að tómum fjár-
hagslcgum gróða. Þvi að sé gróða
vonin eina framkvæmdarhvötin í
hugum félagsmanna eru samtökin
í raun og veru engu réttmætari
heldur en »trust« auðmannanna.
Andinn er hinn sami. Sú hefir líka
orðið raunin á hér á landi, að þar
sem samvinnufélagsskapurinn hefir
leiðst út á vegi braskaranna hefir
hrunið og eyðileggingin ekki látið
lengi bíða eftir sér.
Rað sem mestu skiftir fyrir alla
landsmenn nú, er að skilja höfuö-
línurnar í fjármálaframþróuninni.
Samkepnin hefir nú íengið sinn
dóm. Úti i löndum ber hún ábyrgð
á hinu mesta böli sem mannkynið
hefir fært yfir höfuð sér. Hér á
til umbóta því, sem áfátt er. Á
hinu hef eg meiri trú, að leita að
því sem gott er í mönnum og
glæða það, til að yfirbuga hitt sem
ilt er og gagnstætt í þeim. Það
er kennurum mikils vert, að vera
fundvísir og næmir á það. Um
það er ágreiningur, hvort hér sé
gull í jörðu svo mikið, að kostn-
aði svari að leita þess. Um það
er eg ekki að fást. Hitt er víst,
að í fólkinu, sem byggir þetta land,
er gull, sem vert er að nema,
mannsefni, semverter að leita uppi,
mannkostir, sem vert er að glæða.
Meira að segja, hvert barn hefir
gull að geyma, sem finna þarf.
Ef alt fer með feldu um ykkar
hagi, sem í þenna skóla gangið,
þá farið þið að náminu loknu út
um landið, eins og gullnemar, til
þess að leita að þessu gulli, gera
það skírt og arðbært fyrir íslenska
menningu. Hér eigið þið að búa
ykkur undir það ferðalag. Sjált
eigið þið öll saman gull í sál.
E»iö þurfið að leita að því, og
finna það og hreinsa. t*ið þurfið
að þekkja ykkur sjálf, læra að
greina gullið frá grjótinu, og leggja
rækt við að skíra það sem best.
Það mun gera ykkur fundvís á
gullið hjá öörum síðar. Eg vildi
óska, að skólavistin reyndist ykk-
ur holl og hjálpleg til þess, ekki
éinungis baekurnar, sem þið lésið,
landi ber hún ábyrgð á vandræð-
um þeim sem að steðja, og sem
ekki eru nema að litlu leyti nátt-
úruöflunum að kenna.
En samvinnan er vinur sem að
mennirnir leita til þegar í raun-
irnar rekur. Og svo mun enn fara
hér á landi, ef þjóðin sjálf vill
ekki fullkomna sína niðurlægingu,
með því að hafna þeirri stoð, sem
drjúgust gæti orðið til varanlegrar
viðreisnar.
En það verður fróðlegt að at-
huga hvernig forgöngumenn lands-
ins skilja aðstöðuna. Því að það
væri óneitanlega brosleg aðferð,
ef þjóðfélag, sem er að hnfga í
rústir sökum afleiðinga samkepn-
innar, vildi ekki þiggja stuðning
þess eina aðila sem getur bjargað.
En svo fer, ef löggjafarvaldið
beitir samvinnuna þeirri rangsleitni,
sem bersýnilega er framkvæmd til
þess að lama og helst að uppræta
samvinnustefnuna. J. J.
'Frá útlöii dum.
Eitthvert mesta áhugamál Þjóð-
verja er það að eignast aftur versl-
unarflota, í stað þess sem þeir hafa
orðið að láta af hendi. En auk
annara örðugleika í því efni, er
sá, í bili a. m. k. óyfirkvæman-
legur, að Þýskaland getur ekki,
sem stendur framleitt kol handa
stækkuðum verslunarflota, því að
kolakvaðirnar til Bandamanna,
einkum Frakka, taka svo mikinn
hluta framleiðslunnar.
— Englendingar hafa undanfarið
átt við mikla örðugleika að stríða
á Indlandi. Hefir legið við borð
víða að uppreist væri hafin. Verka-
mennirnir í the-héröðunum hafa
krafist hærri launa og haft hótanir
í frammi og víða hafa Norðurálfu-
búar orðið fyrir hættulegum árás-
um. Verkföll veröa æ fleiri og hefir
enska stjórnin gripið til þess ráðs
að banna það, að »DaiIy Herold«,
aðalblað enska verkamannaflokks-
ins, mætti flytjast til Indlands.
— Hollenska stjórnin mun ælla
að banna ostaframleiðslu þar í
landi. Er það í þeim tilgangi gert
að lækka mjólkurveröið. Hollend-
ingar eru einhverjir bestu ostagerða-
menn heimsins.
— The-verslun heimsins fer að
mestu leyti fram í London. Sem
stendur er alt of mikið the fram-
leitt í heiminum, enda hefir fram-
leiðslan aukist mikið hin síðari ár,
en eftirspurn minkað. The-kóng-
arnir ensku eru farnir að vinna að
og kenslan, sem þið njótið, held-
ur samveran öll, við kennara og
skólasystkin, og hvað annað út í
frá, sem þið fáið að heyra og sjá.
Má vera, að ykkur finnist ein-
hverjum þessar kröfur miuar und-
arlegar og koma lítt vió kennur-
um og skólum, en viljið þið hugsa
um þetta í kyrþey með sjálfum
ykkur, og vitið, hvort ykkur finst
þá ekki líka, eins og mér, lítið f
það nám og þá mentun varið, sem
ekki gerir ykkur um leið að betri
mönnum. — Eg vildi að við gæt-
um öll byrjað veturinn í dag með
þeim einlæga ásetningi, að hjálp-
ast að í þessu efni af allri alúð,
með skyldurækni í öllum okkar
störfum, grandvarleik í allri okkar
hegðun, einlægni og góðgirni í
öllum okkar viðskiftum. Við skul-
um biðja guð að vera i verki meö
okkur, að hjálpa okkur til þess,
jafnframt þvi er við felum honum
alt og alla, sem við unnum nær
og fjær, með bænarorðum sálms-
ins fagra, er nú verður sunginn.
Magnús Hclgason.
Bruni. Bæjarhús brann um síð-
ustu helgi í Flatey á Skjálfanda og
brann þar inni gömul kona.
því að minka tbe-akrana, til þess
að veðrið lækki ekki.
— Samvinnumennirnir dönsku
eru að stofna samvinnubrauðgerð-
arhús í Kaupmannahöfn.
— Fjármálaráðherrann franski
lagði fram fjárhagsáætlun ríkisins
11. þ. m. Umsetningin er áætluð
26 miljarðar franka næsta ár, en
var 22 miljarðar þelta ár. Skattur
á stríðsgróða er áætlaður 4 miij-
arðar og skaltur á umsetningu
kaupsýslumanna 5 miljarðar.
— J. C. Christensen hefir nú
látið af formannsstöðunni fyrir
vinstrimannaflokknum danska.
— Samvinnubankinn danski,
ásamt með samvinnuhúsagerðafé-
lagi verkamanna í Kaupmannaliöfp,
hefir látið reisa þar í borginni, á
hinum allra besta stað, vandað og
tilkomumikið stórhýsi oghófbank-
inn starf sitt í hinu nýja húsi
snemma í þessum mánuði. Húsið
hefir kostað um 10 miljónir króna
og er talið að vera það hús í
Danmörku sem best fullnægir þeim
kröfum sem gerðar verða til kaup-
sýsluhúsa. Enginn banki á Norður-
löndum býr við jafn fullkomið hús-
næði, né við jafnöruggar ráðstaf-
anir gegn innbrotum.
— Einn af helstu stjórnmála-
mönnum Ungverjalands, Julius
Andrassy, hefir nýlega ritað bók,
sem víkur að ýmsum atvikum rétt
fyrir stríðið. Segir hann frá þvi
meðal annars að nokkru fyrir
stríðið hafi hann átt tal við
Vilbjálm Þýskalandskeisara og bent
honum á þá nauðsyn að ná vin-
áttu Englands, eða a. m. k. hindra
það að England gengi í lið með
Frökkum í væntanlegru stríði, en
keisarinn vildi ekkert um það tala.
— Fáum vikum fyrir striðið hafi
og Poincaré Frakkaforseti átt tal
við mikilsmetinn stjórnmálamann
ungverskan og bent á að Ungverja-
land ætti að slíta sambúð við
Austurríki og styrkja Frakka í
væntanlegu stríði við Þýskaland og
gerði Poincaré þá ráð fyrir að það
stríð mundi verða háð 1916. Gat
hann þess og að í því striði myndi
Ítalía ganga úr þríveldasamband-
inu og berjast með Frakklandi.
— Hungursneyð vofir yfir í
Warsjá. Smjör, egg, kjöt og græn-
meti er nálega ófáanlegt og á
mjög skömmum tíma hefir brauð
fimmfaldast f verði.
— Hermálaráðherrann franski
leggur það til að herskyldutíminn
sé styttur úr þrem og í tvö ár.
— Vilhjálmur Þýskalandskeisari
er nú sagður við bestu heilsu.
Hann hefir bestu vonir um að
verða aftur keisari á Þýskalandi.
Þýskur aðalsmaður hitti hann ný-
lega og var hann þá í ákafa að
höggva tré. »Þannig skal öxin
höggva bæði til hægri og vinstri
handar, þá er eg kein aftur til
Þýskalands«, sagði keisarinn.
— Grikkjakonungur, Alexander,
er látinn af afleiðingum apabitsins.
Er mikið um það rætt hvað við
taki um stjórn á Grikklandi.
— Borgarstjórinn í Cork er nú
loks sálaður af hinni löngu frí-
viljugu sveltu i fangelsi Englend-
inga. Það var 12. ágúst sem Eng-
lendingar vörpuðu honum i fangelsi.
— Bændur í Ioxvafylki í Banda
rikjunum hafa í hótunum um það
að nota hveiti til eldsneytis verði
verðið á kolum ekki lækkað.
Bændurnir þurfa að borga um
það bil þriðjungi hærra verð fyrir
kolasmálestina en þeir fá fyrir
smálest af hveiti, en telja að hita-
magn hveitis til eldsneytis sé hið
sama og kola.
— Tvö járnbrautarslys urðu ný-
lega á Frakklandi. Létu 45 manns
lífið við annað, en við hitt höfðu
um 30 hlotið mikil meiðsli.
— Eftir stríðið hafa Englending-
ar lagt áherslu á það að fella burt
úr flota sínum þau skip sem telj-
ast orðin úrelt. Hafa 15 stór skip,
20 minni og um 200 tundurspillar
verið numdir burt úr flotanum og
auk þess mjög margir togarar, sem
notaðir voru til þess að leila að
tundurduflum, og hafa þeir verið
seldir útgerðarfélögum., Sum þessi
gömlu herskip hefir Ástralia fengið,
önnur hafa verið seld til annara
landa, eða eru enn á boðslólum.
Á stríðsárunum var hermannatalan
á flotanum um 400 þúsund. Nú
eru það um 136 þúsund hermenn
sem eru á flotanum. Eins og fyrir
slríðið er flotinn nú dreifður um
öll höf: í suðurhluta Atlantshafs,
við Kína, við Austur-Afríku, Ind-
land og í Austursjónum, en á
stríðsárunum var flotinn nálega
allur á einurn stað, reiðubúinn
hvenær sem var að leggja til höf-
uðorustu.
— Tyrkir hafa enn einu sinni
ráðist inn í Armeníu með her
manns.
— Bandaríkjastjórn lét smíða
mikið af seglskipum úr tré á striðs-
árunum, sem ætluð voru til flutn-
inga í hernaðaðþarfir. Þessi skip
selur hún nú amerískum borgurum
fyrir mjög lágt verð.
— Franskur verkfræðingur, Loth
að nafni, hefir birt nýja uppfynd-
ingu, um að stýra skipum til hafn-
ar í hversu miklu myrkri og þoku
sem er. Sæsími er lagður út frá
höfnunum og geislar út frá honum
rafmagnsstraumur sem nær yfir
ákveðið belli. í skipunum eru svo
áhöld sem gefa bendingu um legu
símans og þar af leiðandi stefnuna
til hafnar. Er það í ráði að leggja
þegar slika sæsíma um Ermasund,
því að þoka hefir oft orðið lil
hins mesta trafala um siglingar
milli Englands og Frakklands.
— Fólkstal i Bandaríkjunum
er samkvæmt síðasta manntali
105,683,106 manns og er það ná-
lega 15°/o hærra en við síðasta
manntal.
Nýjar bækur. Á forlag Guðm.
Gamalíelsonar eru þessar bækur
komnar út. Heilsfræði, eftir Stein-
grím Matthíasson læknir, önnur
útgáfa, Landafræði eftir Karl
Finnbogason í nýrri útgáfu, Rúm-
fræði eftir dr. Ólaf Dan Daníelsson,
Æðri heimar, eftir Leadbeater, i
þýðingu eftir Sig. Kristófer Péturs-
son, Sálmasöngsbók Sigfúsar Einars-
sonar í nýrri útgáfu og sögur eftir
Benedikt Þ. Gröndal sem hann
kallar Öldur. — Á forlag Þór B.
Þorlákssonar eru komnar út sögur
eftir frú Theódóru Thóroddsen
sem hún kallar: Eins og gengur.
— Þá gefur Iðnfræðifélagið út nýtt
tímarit sem heitir Sindri. — Bóka
þessara verður nánaT getið.
^orgin oilífia
eftir
J||fall ||ain<j.
Það varð löng þöng og þá talaði
Davíð Rossí lágum rómi.
»Mér þykir fyrir, en þetta sem
yðar hágöfgi stingur upp á, er
með öllu ógjörlegt. Flokkur okkar
er veikur og réttindi okkar eru í
hættu, en eg væri ekki heiðarlegur
maður, ef eg samþykti það að
veita viðtöku hjálp yðar«.
»Hversvegna ekki?« spurði kar-
dínálinn.
»Vegna þess að munurinn er
ekki annar en að forminu til á
þeirri stefnu sem eg ræðst á og
þeirri sem þér biðjið mig um að
verja — vegna þess, að eini mun-
urinn á konungsfylgdinni í gær og
skrúðgöngu páfans fyrir mánuði
síðan, er munurinn á búningi
persónanna«.
Kardínálinn hóstaði og undan
svartri hempunni sást í fót sem
klæddur var í rauðan sokk og á
var gullspenna og sparn fólurinn i
gólfið óþolinmæðilega.
»Við fengjum páfann í konung-
sins slað — annað væri það ekki«,
sagði Rossí.
»Væri ekki nokkuð við það unnið
að fá óskeikulan stjórnanda og
þann er ekki lætur kaupa sig, i
stað hinna spiltu sljórna?«
»Eru páfarnir í öllu óskeikulii ?«
sagði Rossi.
»Páfarnir«, svaraði kardínálinn,
»eru einungis óskeikulir um trúmál
og siðferðis, en hið tímanlega og
andlega er svo náskylt, að sumir
guðfræðingar álíta að erfitt sé að
segja hvesru langt óskeikulleikinn
muni kunna að ná, ef páfinn fari
með stjórn ríkisins«.
»Þetta», svaraði Rossí, »er einmitt
það sem heiðni heimurinn sagði
um keisara og konunga. Þeir þótt-
ust ekki einungis hafa i sér anda
guðanna, heldur og blóð þeirra.
Sé páfinn gerður að stjórnanda,
vegna þess að hann er páfi, þá
verður hann að stjórna eins og
Guð. Ef ekki, þá er þelta alt hugs-
unarrangt og vitlaust. En sá sem
ætlar sér að stjórna heiminum eins
og Guð, verður að vera óskeikull
fyrst og fremst, en þar að auki
syndlaus og hafinn yfir freistingar.
En það er ekki nema einn sem er
slíkur — sjálfur Guð. Það er
skuiðgoðadýrkun að setja mann í
Guðs stað. En það er takmark
kristindómsins að afnema skurð-
goðadýrkunina. Og þó heimtar
kirkjan að að henni sé aftur hnígið.
Það mun aldrei verða — og skal
aldrei verðal Heimurinn er vaxinn
upp úr slíkri skurðgoðadýrkun«.
Kardínálinn dró stól sinn eilítið
aftur á bak og sagði í mildum
róm.
»Þér álítið þá, þér sem ráðist á
hina mútuþægu hermenskustjórn
konunganna, að veraldaryfirráð
páfanna mundu ekki verða betri?«
»Þau myndu verða miklu verri,
yðar hágöfgi. Kristindómurinn hefir
unnið það á, á tveim aldartugum,
að úlrýma þeim skoðunarhætti að
vilji konunganna sé vilji Guðs og
óttalaust afsetjum við rangláta og
illa konunga. En sé í hásætið settur
sá, sem gerir kröfu til að vera
óskeikull — þótl aðeins sé stutt með
trúargrein — þá er um leið hlaðið
svo mjög undir hjátrúna, að það
mun virðast jafnægilegt að rísa
UPP 8eSn hinum löglega páfa, sem
á móti sjálfum Guði«.
»Þér getið þá ekki hugsað 3'ður
að páfinn væri réttlátur maður,
faðir allra — maður sem ekki
hefði á öðru hug en heill alþjóðar?«
»Enganveginn. Páfinn er maður,
og hugsar, sem maður, fyrst og
fremst um sjálfan sig«.
»Þér viljið heldur ekki álíta, að
hið göfuga líferni hins heilaga
föður mundi geta unnið bug á
eigingjörnum hvötum hans?«
»JúI En eg get ekki komist hjá
þeirri staðreynd að sá, sem hefir
ótakmarkað vald, lifir æ í þvi um->