Tíminn - 30.10.1920, Side 4

Tíminn - 30.10.1920, Side 4
170 TlMINN T&pa«t hafií móbrúnn reiðhestur 7 vetra. Mark: heilrifað vinstra og klipt f* á aðra síðu, sem sennilega er orðið óskýrt. Finnandi beðinn að gera aðvart Porgrími Guðmundssgni. Hverfisgötu 82. Sími 142. hverfi sem hlýtur að gjöra óeigin- gjarnan mann eigingjarnan, yfir- lætislausan mann stoltan og góðan mann illan. Loftið umhverfis há- sætið er þrungið skriðdýrshætti og smjaðri. Það býr til jarðarveg fyiir hinar illu hvatir. Enginn verður betri við það að verða páfi og sá sem réttlátur er verður við það minna réttlátur«. t>að brakaði i stól kardinálans, því að af óþoli gat hann ekki setið rólegur og gullkrossinn hafði losnað af hálsi hans. »Hvar viljið þér þá leita hins guðdómlega stjórnara, úr því hann er hvorki í hop pafa nekonunga?« »í manneðlinu« svaraði Davíð Rossí. Kardínálinn ypti öxlum og gerði ekki tilraun til að fela háðbrosið á andlitinu. »Hví ekki? — áslin til mann- kynsins er hin heilagasta tilfinning sem til er í heiminum. Hún er einasta sönnunin um tilveru Guðs, kennir oss að greina relt fra röngu og gott frá illu«. »Vesalings manneðlið 1 Hvað segið þér um hin óumræðilegu misgrip manna, sem stundum eru eins og illvirki frá sjálfu helvíti?« »Ekkert«, svaraði Davíð Rossi, »annað en það, að upptök þeirra eru ávalt á himni. Hið allra versta var af góðum hvötum sprotlið og afleiðingarnar urðu að lokum góðar. Manneðlið er hið eina guðdómlega á jörðunni« »Vesalings, auma manneðli«, sagði kardínálinn. Það hvarflar frá einni til annars, nú eins og áður. Hversu er þesu varið um heiminn, að það á að fara að gera manneðlið að Guði! — En eg má ekki tefja yður lengurw, bætti hann viö og stóð upp. »Hinn heilagi faðir gerði sér svo háar hugmyndir um yður, hr. Rossí, að það mun hryggja hann að heyra, að þér hindrið það að sálirnar öðlist frið i skauti fagnaðarboðskaparins með því að flytja rangar lýðfrelsiskenn- ingar«. »Fagnaðarerindið«, svaraði Rossí, »birtist í mörgum myndnm, yðar hágöfgi. Það klæddist i fyrsta sinni mannlegu holdi í Gyðingi og með gyðinglegu sniði. Það var Páli postula að þakka að það fór viðar og í næsta sinn bjó það í róm- verskum keisara. Um katólsku kirkjuna verð eg að segja það, þvi iniður, að hún liefir ekki lálið fagnaðarerindinu mikinn vöxt í té, með páfunum og fylgd þeirra. En fagnaðarerindið klæðist holdi í rýmri merkingu — í manneðlinu. Fað er það sem nú er að bera við ura heim allan. Manneðlið er páfi tuttugustu aldarinnar. — Páfinn sem mig dreymir um, æðstiprestur framtíðarinnar, mun ekki láta sér það nægja að vera rómverskur keisara-smurlingur. Hann mun víkka bústað sinn, þannig að spenni um alt manneðlið. Hann mun skilja að hruninn er hinn gamli heimur konunganna, en heimur þjóðanna risinn upp, að kristin- dótnur Rómaborgar verður að vera viðfeðmari, þannig að nái um jörð gjörvalla. Hann lætur sér ríkja- stjóra og einstakar stéltar í léttu rúmi liggja, sem eru flöktandi skuggar, en gefur sig allan mann- kyninu sem er eilíft. Hann mun skilja það, að það eru hinir fátæku, sem æfiulega og í öllum löndum hafa verið meginstoð kirkjunnar, þeir er krjúpa við fótskör hans, biðjandi um vernd og daglegt brauð — hann mun mela alla Qársjóðu sína, minna en grát eins einstaka hungraðs barns«. Fjallveg'ir. Vegamálastjóri hefir í sumar lát- ið hefja það þarfa starf að varða og ryðja fjallvegina. Hefir þriggja manna flokkur unnið að því verki i þrjá mánuði í sumar og var Halldór Jónasson frá Hrauntúni 1 Pingvallasveit verkstjórinn. Byrjað var á Kaldadalsveginum, upp úr Jónsmessu. Á Ormavöllum var vegarstefnunni breytt þannig að nú er ekki lengur farið yfir Tröllháls heldur austan með hon- um, yfir Brunann og alla leið í Biskupsbrekku, Frá því syðst með Tröllhálsi var leið þessi öll rudd og vörðuð alla leið í Biskupsbrekku. Þar liggur Uxahryggjavegur út úr Kaldadalsveginum ofan í Lunda- reykjadal. Sú leið var bætt að ruðningi og vörðuð alla leið að Gilsþremi, sem er fremsti bær í Lundareykjadal. Pessu verki var lokið um miðjan júli. Pá var haldið norður á Arnar- vatnsheiði. Var byrjað á endur- bótunum við Búðará, rétt við Arnarvatn hið mikla, og rudd og bætt leiðin, eftir því sem þurfa þótti og föng voru til, alla leið að Haukagili sem er fremsti bær í Vatnsdal. Er þessi leið a. m. k. 10 tíma lestagangur. Er það þó ógert, á þessum fjallavegi, að bæta veg- inn á suðurhluta Arnarvatnsheiðar og varða, og hressa við sæluhúsið við Arnarvatn. Hinn 27. ágúst var flokkurinn svo kominn á Kjalveg og tjaldað í Tjarnadölum vestur af Hveravöll- um. Er það ætlunin að ný leið verði tekin upp alla leið frá Hvera- völlum að Hólmavaði á Hvítá, eftir forsögn Stefáns Stefánssonar ferðamannatúlks, enda er lang- sennilegast að til forna hafi vegur- inn legið eftir þessari nýju leið. Liggur þessi leið, norðan að, frá Hveravöllum í Tjarnadali — sem sennilega er Hvinverjadalur, sem oft er talað um í Sturlungu — og suður þá dali að Þjófafelli og vest- ur að mynni Þjófadals, þaðan suð- ur beina leið að Fúlukvísl, og þá suður með Fúluhvísl að Tjarná, því næst suður yfir Tjarnheiði að Svartá þar sem hún fellur í Hvít- árvatn, og þá yfir Tangaver að Hólmavaöi á Hvítá. Mun þessi leið vera um 40 kilómetrar, vegur víðast ágætur og þarf óvíða ann- ara bóta en varða, og með því að fara þessa leið, vestan Kjalfells í stað austan eins og nú er, er kom- ist hjá því að fara yfir hið illfæra Kjalhraun. Par eð flokkurinn var ekki nema tæpar þrjár vikur á Kili, var ekki lokið við að varða nema tæpan helming af þessari leið. Pað má lelja víst að framhald verði á þessu verki, því að það er hið mesta nauðsynjaverk. Væri t. d. gott til þess að vita að sæluhús væri reist á Hveravöllum, miðja vegu bygðanna á milli. JF’réttir. Svargrein frá próf. Águst H. Bjarnasyni kemur í næsta blaði. Hallgrímnr Kristinsson fram- kvæmdasljóri fór utan með Botníu í dag. Er væntanlegur aftur fyrir áramót. Valtýr Stefánsson áveitu- verkfræðingur fór sömuleiðis utan með konu sinni. Kosningar. Hinn 6. næsts mán- aðar á að kjósa einn mann í Bæjarstjórn Reykjavikur i stað Sveinn Björnssonar. Verða senni- lega ekki nema tveir í kjöri: Pórður læknir Sveinsson af hálfu ýmsra óháðra borgara, og Georg Ólafsson hagfræðingur af hálfu félagsins Sjálfstjórn. Ritstjóri: Trygífvi Þórhallsaon Laufási. Slmi 91. Prentsmiðjan Gutenberg. Reglugjörð um sölu og úthlutun laveiti«sí og sykurs. Samkvæmt lögum nr. 5, 1. febrúar 1917, nm heimild fyrir landsstjórnina til ýmissa ráðstafana út af Norðurálfuófriðinum, sbr. lög nr. 7, 30. júlí 1918, um viðuuka við fyrgreind lög, eru hjer með sett eftirfarandi ákvæði. 1. gr. Frá 1. jan. 1921 er bannað að selja hveiti og sykur, nema gegn seðlum, sem út verða gefnir að tilhlutun Landsverslunarinnar. 2. gr. Ríkisstjórnin setur á stoín skrifstofu, undir yfirstjórn Landsverslunar, er nefnist: Vöruseðlaskrifstofan, og hefir á hendi framkvæmdir, er leiða af ákvæðum 1. greinar. Skrifstofan sendir öllum hreppsnefndum og bæjarstjórnum liveiti- og sykurseðla, eftir mannfjölda í hlutaðeigandi sveitum og bæjum, og skulu þær úthluta þeim til allra heimila þannig, að hverjum heimilis- manni sje ællaður sinn seðill. Seðlaúthlutunin fer fram í fyrsta skifti í desembermánuði þ. á., annaðhvort á þann hátt, að seðl- arnir eru sendir á hvert heimili, eða heimilisfeður eru kvaddir á fund, til að veita þeim viðtöku. Fer það eftir áliti hlutaðeigandi hreppsnefnda og bæjarstjórna, hvor leiðin valin er. Kostnaðinn við útgáfu og útsendingu seðlanna til tireppsnefnda og bæjarstjórna ber ríkissjóður, en hreppa- og bæjarfjelög kostnaðinn við úthlutunina. Við úthlutun seðlanna, í fyrsta skifti, skal farið eftir manntali því, á hverju heimili, er fx-am á að fara um land alt 1. desember næstkomandi. — Við síðari úthlutun verður seðlum að eins úthlutað gegn afhendingu seðilstofna frá undangenginni úthlutun. Úthluta skal seðlum til allra þeirra, er taldir eru eiga heima á hverju heimili fyrir sig, nema þeir sjeu fjarverandi utanhjeraðs við nám, eða þeirra sje eigi heim von á úthlutunartímabilinu. 3. gr. Svo fljótt sem þvi verður við komið, eftir næstu áramól, og eigi síðar en 10. jan. 1921, skulu heildsalar, kaupmenn, kaupfjelög og brauðgerðarhús um land alt, senda Vöruseðlaskrifstofunni yfirlýsingu um, hve miklar birgðir þeir hafi haft af hveiti og sykri 31. des. 1920. Skulu yfirlýsingar þessar gefnar að viðlögðum drengskap. Nú selur heildsali kaupmanni, kaupfjelagi eða brauðgerðarhúsi eitthvað af framangreindum vörum, og skal hann þá tilkynna það skrifstofunni og tilgreina, hve mikið og hverjum að selt er. Sama gildir og, ef kaupmenn, kaupfjelög eða brauðgerðarhús, skiftast á þessum vörum. í Reykjavík skal slík tilkynning gefin fyrri hluta dags, daginn eftir að sala eða skifti hafa farið fram, en ulan af landi, með símskeyti innan viku. Til iðnaðar má hvorki selja hveiti nje sykur, nema með sjerstöku leyfi atvinnu- og samgöngumála- deildar stjórnarráðsins. 4. gr. Innflytjendur hveitis og sykurs skulu, svo fljótt sem þvi verður við komið. eftir að þeir haía fengið þær vörur frá útlöndum, tilkynna skrifstoíunni hve mikið þeir hafi fengið af hverri vörutegund. Ennfremur skulu þeir, í lok hvers ársfjórðungs, senda skrifstoíunni skýrslur um birgðir sínar af þessum vörutegundum. 5. gr. Almenn seðlaúthlutun fer íram á fjögra mánaða fresti. Seðlarnir skulu vera tvennskonar, hveiti- seðlar og sykurseðlar, og hata þeir sama lit fyrir hvert úthlutunartímabil. 6. gr. Hver hveitiseðill gildir 4 mánuði, og er ávísan á 4 kg. af hveiti. Peir, er lifa á landbúnaði, fá einn seðil hver, fyrir hvert fjögra mánaða tímabil, en þeir, sem búa í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum, svo og aðrir þurrabúðarmenn, fá 2 seðla hver fyrir sama tímabil. Seðillinn skiftist i stofn og 8 reiti, sem gilda 500 gröm hver. Má klippa þá hvern frá öðrum, og kaupa gegn einum og einum í senn, eða fyrir þá alla í einu. Þeir, sem eiga seðla eftir ónotaða, að öllu eða nokkru leyti, við næstu seðlaúthlulun, eiga rjett á að fá þeim reitum, sem óeyddir eru, skift fyrir nýja reiti. 7. gr. Sykurseðlarnir eru tvennskonar. Er önnur tegundin fyrir landbúnaðarmenn, og er ávisun á 3200 gröm. Þeir skiftast í stofn og 8 reiti, er gilda 400 grömm hver. Þurrabúðarmanna-seðlarnir eru ávísun á 5600 grömm, og skiítast f 14 reiti á 400 grömm hver. Gegn óeyddum sykurseðlum, frá undangengnu úthlutunartímabili, má fá nýja sykurseðla. 8. gr. Hreppsnefndnm verða sendir seðlar til úthlutunar handa þurrabúðarfólki, en skylt er þeim, að gefa skrifstofunni nákvæma skýrslu um úthlutun þeirra, með nöfnum þeirra, er þá hafa hlotið, og senda af- gang af þeim, ef nokkur er, til skrifstofunnar þegar er úthlutun er lokið. i 9. gr. Brauðgerðarhús mega eigi selja hveitibrauð, nema gegn brauðseðlum, er skulu gefnir út af bæjar- stjórnum og hreppsnefndum, og fengist hafa í skiltum gegn hveitiseðlum. Yið úthlutun brauðseðla skal þess gætt, að neytandinn fái jafnmikið af hveitibrauði og ætla má að búið sje til úr því hveiti, er hveitiseðlar hans hljóða upp á, að dómi sjerfróðra manna, er atvinnu- og samgöngumáladeild stjórnarráðsins tilnefnir. 10. gr. Auk úthluíunar þeirrar á hveiti- og sykurseðlum, sem þegar er getið, má úthluta aukaseðlum til einstakra manna og stofnana, svo sem hjer segir: 1. Til þeirra, er að læknis áliti verða eingöngu eða aðallega að neyta hveitibrauðs. 2. Til sjúkrahúsa. 3. Til skipa. 4. Til heimila, sem líggja í þjóðbraut, og hafa mikinn gestagang. 5. Til matsöluhúsa, handa ferðamönnum, er að eins dvelja um stuttan tima. Til úthlutunar samkvæmt 1. og 2. lið þarf umsögn læknis. Um útlilutun samkvæmt 3. lið skal svo til hagað, að eigi sje að jafnaði úthlutað meiru á hvern skips- mann, en ætlað er þurrabúðarmönnum, og eigi til lengri tíma en ætla má, að skipið þurfi til að ná útlendri höfn. Um úthlutun samkvæmt 4. og 5. lið fer eftir áliti hreppsnefnda og bæjarstjórna. Skýrslu um þessa aukaúthlutun ber að senda skrifstofunni í lok hvers mánaðar. 11. gr. Brauðgerðarhús skulu skila vilculega brauðseðlum, er nemi fullum 90% af því hveiti, er þau hafa bakað úr. Þau 10%, sem umfram eru, mega þau nota til kökugerðar. Kaupmenn og kaupfjelög, sem selja hveiti og sykur i smásölu, gegn hveiti- og sykurseðlum, skulu skila seðlunum íil Vöruseðlaskrifstofunnar. í Reykjavík skal seðlunum skilað eftir hverja viku, en utan af landi mánaðarlega. 12. gr. Brot gegn ákvæðum reglugjörðar þessarar varða sektum alt að 10 þúsund krónum, og fer um þau mál, sem önnur lögreglumál. 13. gr. Reglugjörð þessi öðlast gildi þegar i stað, og er hjer með birt öllum þeim til eftirbreytni, er hlut eiga að máli. Atvlnnn- og' æamgöngmnálatlelld sfjónianáðKÍng, 35. •któber 1030. cfjQÍur úénsson. Oddur Hcrmannssm.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.