Tíminn - 06.11.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.11.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextiu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGRIEDSIA blaðsins er hjá (fnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. Prentsmiðjan ACTA Mjöstræti 6. Reykjavík. Þessi nýja og fullkomna prentsmiðja leysir af hendi alls- konar I. ílokks prentun, stóra og smáa. Fljót og góð afgreiösla. Pantanir sendar gegn eftirkröfu ef óskað er. Pappír og umslög fyrirliggjandi. Taísími 948. Pósthólf 552. IV. ár. Hvar eru pening'arnir? I. Landsstjórnin lét fara fram í sumar rannsókn á því hversu mikið væri til i landinu af vörum sem flytja ætti út. Fjármálaráð- herrann lét Morgunblaðið flytja þau ummæli eftir sér, að andvirði þessara óseldu vara væri, þótt verð þeirra væri mjög gætilega metið, tugum miljóna króna meira en skuldir landsins við útlönd. Þóttu þetta, að vonum, góð tíð- indi. Almenningur gerði sér grein fyrir þessu á þessa leið: Það þarf ekki annað en að selja þessar vör- ur sæmilega, þá losnum við úr hinum óþolandi viðjum peninga- kreppunnar, og förum að reyna að vinna okkur aftur traust hjá er- lendum þjóðum, sem nú hefir beðið svo mikinn hnekki. Pað var næsta eðlilegt að al- menningurinn hugsaði svo. Enda hefði þetta ált svo að vera í raun og veru. Siðan fjármálaráðherrann gaf þessa liikynning út í Morgunblað- inu heíir orðið mikil breyting á. Pað er sem sé alkunnugt, að nálega allar þessar afurðir sem stjórnin lét virða eru þegar seldar. Og þær hafa 3. m. k. verið seldar jafnháu verði og stjórnin virti og jafnvel betra. Samt serr áður hefir ekkert linnað peningakreppunni. Pvert á móti. Hún hefir aldrei verið verri en nú. Hvernig stendur á þessu? Hvar eru peningarnir? Hvar eru miljóninar, sem áttu að vera umfram skuldir, samkvæmt ummælum fjármálaráðherrans í Morgunblaðinu? Hvernig stendur á því að pen- ingakreppan minkar ekki, heldur eykst, þrátt fyrir það þótt afurð- irnar séu seldar? Sumir munu vitna í það, sem vitanlegt er, að þótt afurðirnar séu seldar, þá eru þær ekki allar borgaðar, og vantar ef til vill tölu- vert á það. En þessi afsökun er ekki nægi- leg, því að þessar afurðir eru ekki einungis seldar, þær eru líka ná- lega allar farnar burt af landinu. Og vitanlega átti landsstjórnin að sjá svo um að afurðunum, þessu eina sern til var til þess að losa landið úr kreppunni, væri ekki slept, nema því að eins að svo tryggilega væri um söluna búið og afhending varanna, að at- leiðingin væri sú að landið losn- aði úr kreppunni. En afurðirnar eru farnar og peningakreppan hrjáir okkur ekki síður en áður. Pað er landsstjórnin sem á að gera grein fyrir þessu, eða Morgun- blaðið fyrir hennar hönd. Hún er búin að segja okkur það, að alt mundi Iagast þegar afurðirnar seld- ust. Nú hefir það reynst á þver- öfugan veg. Tírninn lætur sér það nægja i þetta sinn, að spyrja. En að þessu máli verður aftur vikið rækilega. Hér liggur sem sé fiskur fólginn undir steini. Hér er sennilega um það að ræða, að örfáir einstakl- ingar misbeita aðstöðu sinni al- menningi og alþjóð til mikils tjóns. Hér er því þörf hliðstæðra ráða og beitt var á stríðstímunum um að verja almenning fyrir ásælni sár- fárra. Spurningin er þessi: Ætlar nú- verandi stjórn að láta þetta ganga svo áfram, eða ætlar hún að veita viðskiftanefnd vald til að koma í veg fyrir hinar háskalegu afleið- ingar? Fjárkláðinn. Það er orðin regla, að á hverju hausti, skömmu eftir að bændur eru farnir að hýsa sauðjé, fara að berjast »kláðafréttir« sín úr hverri áttinni. Eítir allsherjarsauðfjárböð- unina, til útrýmingar kláðanum og næstu skoðanirnar þar á eftir, hefir áhugi manna mjög dofnað um að verjast þessum illræmda gesti. Ábyggilegar skýrslur um kláðann eru ekki til, það eftirlit sem vera' á, samkvæmt kláðalög- unum frá 1901, er mjög víða van- rækt. Pótt ábyggilegar sk5rrslur séu ekki til, þá er það með öllu víst, að kláðinn hefir náð ískyggilega mikilli útbreiðslu upp á síðkastið. Einna mestar kvartanir hafa komið úr Dalasýslu, en í Húnavatns og Skagafjarðar, Snæfellsness, Mýra Borgaríjarðarsýslum hefir hann og aukist ekki lítið. Ritsjóra Tímans var það kunn- ugt að atvinnumálaráðherrann var að gera ráðstafanir til varnar og úlrýmingar kláðaðum og fór því á fund ráðherrans til þess að fá af frekari fregnir. Fara þær hér á eftir;- Pað þykir ekki tiltækilegt að stofna nú til allsherjar útrýmÍDgar- böðunar á kláða. Fyrst og fremst myndi það kosta of fjár, þar sem einkum vinnulaun eru orðin svo há, í annan stað yerður það að teljast að það sé svo auðgert að ná fullkomnu valdi yfir kláðanum, ef almenningur snýst að því í alvöru að alls ekki sé vandara en um lús og önnur óþrif. í þriðja lagi má það teljast nálega óhugsandi að ætla sér að ná í síðasta maurinn og útrýma kláðanum þannig alveg, með allsherjarböðun. Ráðstafanirnar sem gérðar hafa verið hníga því að öðru. Pað hefir verið fyrirskipað að í vetur fari fram tvær ldáðuskoðanir um alt land og á hreppsljóri að fram- kvæma með tveim öðrum. Fyrri skoðunin á að fara fram ekki síðar en viku fyrir jól. Verði þá kláða vart á hin lögskipaða þrifa- böðun, um leið að vera kláðaböðun, Síðari skoðunin á að fara fram seinni hlutann í mars og böðun að fara fram á 12 daga fresti verði kláða vart. Jafnframt þessu á nú að ganga ríkt eftir því að farið sé eftir kláða- lögunum: Að eftirlitsmenn ferðist um, gefi skýrslur, safni skýrslum frá skoðunarmönnum sveita, hvort sem kláða verður vart eða ekki, veitf leiðbeiningar, og sjái ekki síst um það að nauðsynleg tæki séu til og hvetji menn til sundböðunar. — Það er ekki vafi á því að verði nú vel og samviskusarnlega farið eftir þessum fyrirmælum, þá næst aftuV fullkomiö vald yfir kláðan- um og þá verður honum útrýmt innan skamms. Aðalatriðið er að eftirlilið sé samviskusamlega rekið og baðanirnar séu öruggar. Kákið hefnir sín á hvaða sviði sem er Reybjavík, 6. nóvember 1920. og verður það dýrasta í bráð og lengd. Ætti að mega vænta þess að bændum væri enn í fersku minni hversu hættulegur óvinur kláðinn var búskap þeirra. Hættan vofir æ yfir meðan nokkur kláðamaur er enn til i landinu. Og þeir menn sem vanrækja að gjöra skyldu sína í þessu efni, vinna ekki einungis sjálfum sér, heldur og allri stétt sinn, óumræðilegt tjón. Samrsðissjúkðómar. Guðmundur prófessor Hannesson hefir ritað bók með þeim titli sem að ofan segir og Sljórnarráðið látið gefa út að frumkvæði hans. Er bók þessi, þólt stutl sé, einhver þarfasta, ef ti! vill allra þarfasta bókin sem gefin hefii verið út hér á þessu ári. Höf. víkur í upphafi að sögu þessara sjúkdóma á íslandi. Hafa þeir borist hingað við og við á undanförnum öldum, en svo rösk- lega verið tekið á móli þeim að þeir liafa ekki orðið landlægir fyr en upp úr aldamótum. En síöustu 15 árin hafa lekandasjúklingar að meðaltali verið um 140 og syfilis- sjúklingar um 20 á ári, Síðan segir höfundur: »Vér erum komnir vel á veg með að feta í fótspor útlend- inga og fá þessa kvilla útbreidda um alt laud. Pað er því fróðlegt að sjá, hversu öðrum þjóðum hefir farnast og hvert ógagn sjúkdóinar þessir hafa unnið erlendis. í Eng- landi er talið, að tíundi hver karl- maður sýkist af syfilis og margfalt fleiri liafa fengið fekanda; í Parísar- borg 13—15 af hundraði og í Berlín um 20 af hundraði. Svipað þessu er ástandið víðast hvar í nágranna- löndunum. Á Rússlandi er nálega hvert mannsbarn sýkt í sumum héruðum, og stafar það bæði af fáfræði almennings og læknaleysi. Afskækjum i stórborgum oghafnar- borgum eru ekki íærri en 96 af hundraði smittaðar. Pað má geta nærri hvert vinnutjón, fjártjón, margskonar sorg og armæða muni hljótast af svo stórfeldri sýkingu mikils hluta heilla þjóða, en ank þess verða sjúkdómar þessir bana- mein fjölda manna. í Bandaríkjun- Ameriku telja fróðir menn, að syfilis ein muni drepa engu færri en berklaveikin, ef taldar eru allar afleiðingar hennar, sem verða mönnum að fjörlesti. ’Ofan á þetta bætist, að syfilis gengur oft í erfðir, svo börnin verða hálfgerðir aum- ingjar og veldur hún þannig óárun i mannfólkinu. Pað getur því enguin blandast hugur um það, að sam- ræðissjúkdómar leiða mikla og margvíslega ógæfu yfir hverja þjóð, sem þeir festa rætur hjá. Og síðar í hókinni segir hann: »Samrœðissjúkdómar eru óþrifakvill- ar scm er tillölulega auðvelt að verjast og skömm fgrir hvert þjóðfélag að ala. Skaðinn, sem þeir gera er* auk þess svo stórvaxinn, að fylsta ástæða er til þess að verja bæði fé og fyrirhöfn til þess að kveða þá niður. Öll siðuð lönd hafa og varið stóifé í þessu augnamiði. Að þeir hafa náð slíkri útbreiðslu sem þeir hafa gert, stafar einkum af því, að þeir eru flæktir saman við ástríður og ástalíf karla og kvenna, eiubverjar voldugustu hvat- irnar í lífi manna, og af mörgum ástæðum reyna menn að fara dult með þá, en þetta leiðir stundum til þess, að að vanrækt er að leita læknis i tæka tíð. Mikið h*fir það spiit fyrir, að öll almenningsfræðsla í þessum efnum hefir lengst af verið frámunalega vanrækt og ekki þótt tilhlýðilegt að tala uin slíkt eða rita, nema á gagnslausu rósamáli.« Pað yrði oflangt mál að rekja efni bókarinnnar. Hún er aðallega i tveim þáttum. Hinn fyrri glögg lýsing hvers sjúkdótns fyrir sig, lækningaaðferðir, ráð, bendingar og varúðarreglur. Siðari kaflinn er um varnir gegn sjúkdórnunum og í sambandi við hann vikið að kynferðislifinu og utanferðum. Pað er vandi að skrifa um þetta efni, en þann vanda hefir G. H. leyst svo vel af heudi að trautt verður betur gert. Það er svo hispurslaust og alvarlega farið með efnið og þó svo laust við allan tepruskap, að betur verður varla gert. Allra þarfaslur mun sá kaflinn sem hljóðar urn varúðarreglurnar, enda hafa þær reglur reynst sér- staklega vel erlendis. Ætti enginn Islendingur að fá að fara úr landi án þess að þekkja þær reglur. Annar höfuðliður þessa mikla máls heyrir ekki undir bókina, eins og hún er sniðin, sem er sá, hverjar ráðstafanir læknavöld og hið opinbera eigi að gera hér heima um uð útrýma eða takmarka sem mest þessa skæðu sjúkdóma, senr landfastir eru orðnir »landinu lil óbætandi skaða og hneisu«, eins og Bjarni Pálsson landlæknir kornst að orði. Vitanlega er það læknanna að koma fram með tillögur urn það, og læknafunduriun sem fórst fyrir i vor sem l@ið, mun hafa ætlað sér að gjöra það — en hitt er blaðanna og almennings að styðja af alefli þær varúðarráðstafanir sem læknarnir telja öruggastar og bestar. Og Tíminn þorir að fullyrða það, að almenningur á íslandi muni hafa svo Ijósa hugmynd um það hver hælta er hér á ferðum, muni vera svo ærukær og svo sterktrúað- ur á nauösyn varnarsáðstafananna, að hann veiti tillögum læktianna því fastari stuðning, því róttækari sem þær verða. Og það má ekki dragast lengur en til vors að þeir komi fram með tillögur sínar og 43. blxð. er þó ilt að ekki verða komnar fyrir þingið í vetur. Ögmundi Pálssyni biskupi og Skáneyjitr — Lassa tókst að út- rýrna veikinni snemma á 16. öld. Bjarna Pálssyni tókst að út- rýma henni bæði í Reyltjavík og á Akureyri upp úr miðri 18. öld. Árið 1825 er veikin í Húnavatns og Skagafjarðarsýslum og er að fullu útrýmt. Árið 1857 tókst Fr. Zetuhen lækni að útrýma henni að fullu er bún hafði borist til Norðfjarðar. Markið má nú ekki vera sett lægra en það, að feta í fótspor þessara manna, þótt gerast þurfi »með harðri hendi«, eins og G. H. segir að Zenthen hafi gerl á Norð- firði. Frá átlöiiduiíi. Forsetakosningin í Bandaríkjun- um fór fram á þriðjudaginn var. Var Harding kosinn, frambjóðandi »republikana«, andstæðingur Wil- sons. — Kolanámaverkfallið enska stendur enn yfir, en verkamanna- leiðlogarnir ákváðu að atkvæða- greiðsla færi fram um hvort taka beri miðlunartillögu frá stjórninni. Var samþj'kt að taka tillögunni og þar með er verkfallinu lokið í þetla sinn. — Óeyrðirnar halda æ áfraip á írlandi, hafa Sinn-Feinar ráðist á lögregluliðið og hermennina. — Bolchewickar snúa nú öllum herafla sínum gegu Wrangel hers- höfðingja á Krím og hefir hann látið undan síga. — Nefnd sem rannsakað hefir ástandið í Austurríki, kemst að þeirri niðurstöðu að það séu 800 , þús. manns ofmargt í ríkinu og ræður til útílutnings. Er sagt að Iíanadastjórn sér fús til að veila úlflyljendunum viðtöku. — HÍDn 19. þ. m. eru 150 ár liðin frá fæðingu Alberts Thor- valdsens og eru Danir að efna til mikilla hátíðahalda þess lilefnis. — Pað virðist helst vera í ráði, að. Páll yngsti sonur Konstantíns, hins afsetta Grikkjakonungs, taki þar við konungsstjórn. Kveðst hann því að eins taka við tign- inni að þjóðin vilji hvorugan frem- ur, föður, eða elsta bróður. — Verslunarráðuneytið í Banda- ríkjunum styngur upp þ því að alisherjarmiðstöð um viðskifti við Rússa verði sett á stofn i Kaup- mannahöfn. — Sambandssijórn norsku jafn- aðarmannanna hefir samþykt, með ýmsum skilyrðum að ganga í sam- band Bolchewicka. Jafnaðarmenn í Belgiu hafa aftur á móti lýst sig því andstæða. — Talið er að bændauppreist sé hafin i 11 fylkjum í Rússlandi, vegna þess að stjórnin haíi gerl upptæka kornuppskeru bænda. — Um 15 þús. þýskir hermenn, vel búnir, hafa gengið i lið með Litháum í ófriði þeirra gegn Pól- verjum. — Brussilof, yfirhershöfðinginn rússneski, sem fyrst gat sér milc- inn orðstýr á íímum keisarastjórn- arinnar og siðar starfað hjá- Lenin- stjórninni, er talinn fallinn í ónáð og hafi honum verið varpað í fangelsi. — Nóbelsverðlaunin i lækuis- fræði fyrir árið 1919 hefir hlotið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.