Tíminn - 13.11.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.11.1920, Blaðsíða 1
//I//VV um sextiu blöð á ári kostar tíu krónur ár- ganyurinn. AFGRIEÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 54. Simi 286. fV. Ár ReykjHvík, 13. nóvember lí>20, 45. felað. Hvar eru pening-arnir? II. Það hefir ekkert svar komið enn við þeirri spurningu, sem kastað var fram í síðasta tölublaði, Þegar menn eru lcomnir upp í ráðherrastólana á íslandi, þykjast þeir ekki þurfa að vera að því að svara þeim spurningum sem al- menningur eða blöðin, fyrir al- mennings hönd, beina til þeirra. Tíminn mun ekki þagua um málið að heldur. Aðslaðarr er ó- breytt enn. Afurðirnar eru seldar og farnar burt af landinu. En peningakreppan jafnvel erfiðari en nokkru sinni. Hvar eru peningaruir fyrir af- urðirnar? Afurðirnar hafa ekki verið gefn- ar. En peningarnir eru ekki þar sem þeir ,ættu að vera, þéir hafa sem sje ekki verið notaðir til þess að koma landinu út úr peninga- kreppnnni. Og þá liggur nærri að spyrja. Getur það þá ekki eins vel orðið, að eins og það hefir tekist hingað til að fela peningana, að það muni og takast alllengi enn. Með öðrum orðum: Er það ekki sennilegt að það sé verið að koma því lagi á, að peninga- kreppan vorði viðloðandi ástaud nm ófyrirsjáanlega langan líina. Parna blasir alvaran við. Ástandið er þegar orðið alvar- legt vegna kreppunnar. En það getur orðið enn alvarlegra. f*að sjá allir muninn á því að neyðast til að stöðva útborganir sínar um litinn tima og að það verði fast viðloðandi ástand, vik- um, mánuðum eða jafnvel árum saman, að geta ekki staðið í skilum. Það virðist ekki annað blasa við en þetta því að: at'urðirnar eru seldar og farn- ar og peningarnir fyrir þær koma ekki fram. Hvar eru peningarnir? III. Það befir mikið borið á ein- kennilegri tegund eftirspurnar á íslenskum afurðum í haust og var það ávalt höfuðskilyrðið, að fá að borga þœr hér, í islenskum pen- ingum. Hvernig stendur ú þessari eftir- spurn ? Þannig: Kaupmenn þessir eru í vandræðum um að fá erlendan gjaldeyri, til þess að kaupa fyrir nýjar vörur í búðir sínar. í stað- inn reyna þeir að kaupa t. d. kjöt. Þetta kjöt senda þeir út og selja. Kaupa svo vörur ytra fyrir það fé, fá innflutningsleyfi og reka þannig áfram verslun sína. Mundi þarna vera fólginn lyk- illinn að því, að peningakrepp- unni linnir ekki þótt afurðirnar séu seldar og farnar? Mundi pað vera af beinum ásetn- ingi að peningarnir fyrir afarðirnar eru ekki borgaðir inn i bankana heldur haldið utan við þá að miklu leyti? Mundi peningunum vera varið til nýrra spekúlatióna? Til þess að kaupa nýjar vörur? Mundi hér vera risinn upp nýr flokkur einokunarkaupmanna? Vegna þess að þeir einir eiga gjald- eyri í útlöndum, vegna þess geta þeir einir borgað vörur i útlönd- um, og vegna þess fá þeir einir innflutningsleyfi og þess vegna geta þeir einir skamtað vöruverðið í landinu. Eru kringumstæðurnar búnar að skapa enn betri aðstöðu, en nokkru sinui áður fyrir sárafáa einstaklinga, að græða stórfé á kostnað almennings? — Það er skiljanlegt að þessum góðu herrum þykir það þægilegra að nota aðstöðu sína til þess a<) margfalda gróða sinn, en að láta verja peningunum til þess að rétta landið úr fjárkreppunni. En Timinn leyfir sér enn að spyrja landsstjórnina, hvort hún ætli að horfa upp á það aðgerða- laus að landinu sé áfram haldið í fjáikreppunni um ófyrirsjáanlegan tíma að einstakir menn noti aðstöðu sina iil þess að gera innflutnings- höftin að miklu leyti tilgangslaus og að eínslakir menn fái aðstöðu til þess að einoka verslun landsins að miklu leyti og grœða stór/é á al- mennings kostnuð. Tíminn lætur sér enn nægja að spyrja. En hann mun enn ræða þetta mál, hvort sem nokkur rödd heyrist frá stjórninni eða ekki — og sýna, að stjórnin gœti haft það í hendi sinni að koma í veg fyrir allar þessar afleiðingar, ef hún metur meira hag ísland í heild sinni og alþjóðar á íslandi, en hinna fáu manna sem græða mundu á því miljónir ef ekkert væri gert. „£anð sjö8sðm3ginn“. Ilver er hinn „sannkallaði landsjóðNÓmngi^? Á laugardaginn var hóf Morgun- blaðið rnáls uin landssjóðsómaga. Ekki alinent um landssjóðsómaga, heldur um einn einstakan og væri sá nsannkatlaður Iandssjóðsómagi«, og »sá aumingi sem er illa við hjálpandin. Þannig hijóðuðu blaðs- ins eigin orð. Skyldu menn ætla að með þess- um ummælum væri vikið að ein- hverjum stórlaxinum, sem gerst hefði nokkuð fingralangur í lands- sjóðnin, eða einhverjum þeim sem duglegaslur hefir reynst á síðari að krækja sér í bitlinga. Nei. Morgunblaðið hefir ekkert við slíka menn að athuga og þá kallar það einhverjum miklu fínni nöfnum. Hver er þá landssjóðsómaginn Morgunblaðsins? Það erlandbúnaðurinn íslenski. Þið allir, íslenskn bændurnir. með tölu, eruð blátt áfram lands- sjóðsómagar á Morgunblaðs máli — já „sannkallaðir iandssjóðs- ómagar“ og „aumingjar, sem er illa við hjálpaudi“. — Þeir vita hvernig hringlar I buddunni Morgunblaðseigendurnir. Þeim verður ekki mikið fyrir að líta niður á bændurna og velja þeim smánaryrðin. Þótt Morgunblaðið hafi áður sent ykkur íslensku bændunum ýmisleg smánaryrði, fyrir hönd flokks þess og peningamanna sem gefa það út, þá hefir því aldrei fyr tekist sð komast eins greinilega og svívirðilega að orði. Ö1 er innri maður. Það er langt frá því að þessi ummæli og önnur lík um íslenska bændur séu i hverju einasta tölu- blaði Morgunblaðsins. Morgun- blaðseigendurnir liafa auk þess ráðið einn gamlan bónda til þess að skrifa við og víð vingjarnlegar greinar I garð landbúnaðarins og birta þær i Morgunblaðinu. Það er ekki nema einstaka sinnum sem þelta hugarfar I garð landbúnaðar- ins nær að brjótast út. En það brýst út einmitt á þeim tímum þá er blaðið gætir sín ekki, þ. e. þegar einbver kosningarhríð eða deila stendur yfir. Og eins og »öl er innri maður«, eins verður af þessu ráðið um hið sanna hugarfar blaðsins í garð landbúnaðarins. Það er ekkert annað en yfirdrep- skapur að það lætur við og við koma velviljaðar greinar um land- búnað. Það er gert til þess að blekkja bændur, gera þá andvara- lausa fá þá til að senda á þing auðmjúka þjóna fyrir Morgunblaðs- mennina. Hiu sanna skoðun Morgunblaðsins um landbúnaðinn er þessi: Landbúnaðurinn er landssjóðsómagi, aumingi sem er illa við hjálpandi. Hví þarf að vekja liávaða? Eg veit að þið munuð margir, bændur góðir, segja við mig góð- látlega: Hví þarf að vekja hávaða út af þessu? Við metum þenuan blaðsnepil einskis hvort sem er. Meguin við ekki fyrirlíta öll um- mæli þess með þögninni. Það væri óhætt, ef Morgunblaðið væri ekkert annað en Morgunblað og það samsafn af blaðamönnum sem við það eru ráðnir. En Morgun- blaðið er miklu meir en þetta. Það er fyrst og fremst þeir auðmenn sem kosta blaðið og segja sjálfsagt fyrir um hvað í það eigi að skrifa. Því næst er Morgunblaðið málgagn eins aðal sljórnmálaflokksins í landinu, utanflokkabandalagsins, langsummannanna gömlu — flokks sem ú mann í landsstjórninni. Morgunblaðið er ennfremur það blaðið sem æ fljdur beinar fregnir frá fjármálasljórn íslands og birtir orð og viðtöl við fjármálaráðherr- ann. Skilst ykkur það nú, íslenskir bændur, að það skiftir allmiklu máli að fá að vita hið sanna hugarfar Morgunblaðsins í garð landbúnaðarins. Það eru ekki ein- ungis blaðamennirnir sem standa á bak við heldur: eigendurnir, peningamennirnir, stór þingflokkur og liluti af landsstjórninni. Þá er komið að aðalatriðinu: Biaðið opinberar þann liugsunar- sinn og þessara aðila sem að standa, að landbúnaðurinn sé »sannkallað- ur landssjóðsómagi« og »aumingi sem er ilia við hjálpandi«. — Setjum því næst svo, að utanflokka- bandalagið og Morgunblaðið yrði einrátt á alþingi og í landsstjórn. Hvernig mundi þá farið með laudbúnaðinn íslenska, at hálfa þing-meiri hlnta og stjórnar? Svarið því sjálfir íslenskir bænd- ur, og hafið í liuga um leið um- mælin um landssjóðsómagann. Það gildir einu hver ókvæðis- orð blað þetta telur sér sæma um fjölmennustu stétt landsins. Aðalatriðið er að á bak við blaðið stendur mikið pólitiskt vald og nái það vald ineiri hluta á þingi og I stjórn, þá fer það að stjórna landinu á þeirn grundvelli sem hugsunarháttur þess vísar á. Þessvegna þegi eg ekki við þess- um ummælum Morguublaðsins. Hættan voflr yflr. Þessi hætta vofir þá æ yfir ykk- ur, íslenskir bændur, og yfir at- vinnuvegi ykkar, landbúnaðinum, að það póiitiska vald nái yfirtök- unum sem skoðar ykkur og at- viunuveg ykkar landssjóðsómaga, og breytir við ykkur og atvinnu- veginn samkvæmt því. Finst ykkur það rétt að horfa á það auðum höndum að að því reki? Eg veit það um mjög marga ykkar að þið viljiö það ekki. — Margir ykkar eruð með í samtök- um þeim sem standa að þessu blaði, einu öflugu viðleitninni sem nú er til með þjóð okkar um vernd- un landbúnaðarins og þar með framtíðar hinnar íslensku þjóðar — samtökum um heilbrigða stjórn- málamensku rekna á frjálslyndum grundvelli. En þvi er ekki svo varið um ykkur alla, að þið hafið tekið bein- an þátt í þeirri flokksstofnun. — Þvert á móti. Sumir ykkar hafa látið tilleiðast að styðja þá menn til alþingiskosningar sem bæði leynt og Ijóst eru fylgifiskar Morgun- blaðsmannanna. Eg skora á ykkur, í nafni. at- vinnuvegar ykkar og ættjarðar okkar, að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið látið aftur leiðast til þess að styðja þann stjórnmála- flokk og þau blöð, sem auk ann- ars hafa það beinlinis að markmiði að eyðileggja atvinnuveg ykkar, aj því að þau eru svona andlega ill- sjáandi, að sjá ekki og skilja hversu óumræðilega þýðingu það hefir fyrir landið, að landbúnaðurinn sé studdur og standi I sem mest- um blóma. Öruggur flokkur er það eina sem til er um að forða því, að sá lygiandi fái yfirtökin á alþingi ís- lendinga — sá lygaandi sem hróp- ar fyrir munn Morgunblaðsins og segir: landbúnaðurinn er lands- sjóðsómagi — landbúnaðurinn er aumingi sem er illa við hjálpandi! Það verður ekkert vald sem hindrar Morgunblaðsmennina að ná þeim ráðherrasætunum sem þeir eiga enn ónáð — ef ekki sá flokkur og sú stjórnmálastefna sem stendur að Tímanum. Gatnamótin blasa við ykkur, ís- lenskir bændur! Veljið um hvern hópinn þið viljið heldur fylla. í öðrum hópnum eru stéttar- bræður ykkar, ungir bændur og gamlir, framgjarnir og frjálslyndir, hvaðanæva af landinu. Á grund- velli samvinnunnar hafa þeir beint bökum saman og stofnað þann stjórnmálaflokk sem stendur að Tímanum. Þeir ætla sér, með sam- viskusemi og óeigingirni, að vinna að alhliða frainförum íslands. í hinum hópnum standa þeir menn sem æpa að yltkur bændum: landssjóðsómagar, aumingjar, lið- létlir heimalningar, þreklaus bœnda- lýður, pólitiskir skjákrummar, mis- indismenn o. s. frv. í þeim hópn- um eru mennirnir sem ætla sér, þegar þeir ná í völdin, að breyta eftir þessum háskalega röngu skoðunum sinum. Lsítinn er nýlega einn af elstu borgurum þessa bæjar, Magnús Árnason trésmiður. Hann var fað- ir sSra Ólafs i Arnarbæli, Jósefs trésmiðs og Krislins skipstjóra hér í bænum, Sigurðar læknis á Pat- reksfirði og þeirra systkina, €ittn þáttur psmnpkrepputmar. Eins og öllum er kunnugt er ís- landsbanki samningslega bundinn við að greiða erlendis fjárhæðir sem landið þarf að greiða þar, ef þess er óskað og upphæðin greidd bankanum hér á landi. Þar að auki er það eitt af sjálfsögðustu hlutverkum bankans að flytja þannig til útlanda fé fyrír skifta- vini sína, en það eru yfirleitt eink- um kaupmenn og stór-útgerðar- menn. Síðan í vor hefir bankinn næsta lítið gert að því að inna þessa skyldu af hendi. Verslun landsins er að leggjast í dá. Póslávísunin sæla víst enn ógoldin. Landið alt kem- ur fram sem preltvís viðslcifta- maður gagnvart lúnardrotnum er- lendis, sem ekki fá rentur og af- borganir greiddar á tilteknum tíma. Vandræði íslandsbanka koma þess vegna afarhart niður á fjármála- stjórn landsins, og kaupmanna- stéttinni, enda kvað vera mikill kurr i þeim herbúðum, þólt fram- sýni hafi vantað til að bægja hætt- unni frá, meðan tími var til. Ástæðan til þess að íslands- banki hefir ekki getað int af hendi greiðslur fyrir landið eða verslun- arsléttiua er þegar kunn. Fé og láns- traust bankans erlendis hefir verið bundið algerlega. Óhugsandi er að ávísun landsins hefði verið látin falla annars. Heima fyrir hefir bankinn haldið sér við með nýjum og nýjum seðl- um. Manna milli er talað að seðl- arnir í umferð muni vera 10—12 miijónir kr. GuIIforði bankans hér heima var um nýjár í fyrra eitt- hvað um 700 þús. Seðlarnir eru því sama sem ólrygðir að þvi er gull snertir. Sparisjóðsféð sem landsmenn leggja hlutaféiaginu til, um 20 miljónir, sýnist standa fast í síldarfyrirtækjum og öðru sliku hér á landi. Aðstaðan er þá sú, að þó að landsmenn hafi lagt hlutafélaginu til um 20 miljónir í reiðu pening- um og landið c. 10—12 miljónir í seðlum, þá getur hlutafélagið sama sem ekkert gert fyrir lands- stjórnina, eða verslunarstéttina, svo mánuðum skiftir. Póstávísanir eru ekki greiddar. íslendingar sem staddir eru er- lendis geta ve! orðið hungurmorða, þó að þeir eigi peninga her heima á vöxtum. Námsmenn komast ekki út, þótt þeir þurfi, vegna þess að hlutafélagið er hætt að flytja pen- inga til útlanda. Verslanirnar hætta að fá vörur. Starfsfólki þeirra lilýt- ur að verða sagt upp hrönnum saman o. s. frv. Samt hefir mikið verið sell af islenskum vörum erlendis i alt vor og sumar, líklega fyrir lugi miljóna. En þó liggja alsjálfsögð- ustu skuldir þjóðfélagsins, eins og póstfé og vextir, vangreitt mánuð- um saman. Þrír aðilar koma einkum til greina í þessum leik. IJlutafélagið tslandsbanki, fjármálastjórn og versl- unarstétt landsins. Æðsti maður hlutafélagsins er Jón Magnússon, formaður banka- ráðsins. Á honum hvílir þvi einna þyngsta byrðin, þar sem hann er líka æðsti maður í framkvsemda- stjórn landsins. Fyrir fjármálunum stendur Magn- (Framliald á ?. dálki i. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.