Tíminn - 13.11.1920, Síða 4

Tíminn - 13.11.1920, Síða 4
yiwiN'N (Framhald af 1. siðu). Heimilisblaðið 1921. Þeir, sem gerast vilja kaupendur aö Heimilisblaðinu næsta ár, 1921, X. árgangi, geta notið þeirra hlunninda, að fá árganginn 1920 innheftan fyrir hálfvirði — kr. 2,50 —, ef borgun fylgir pöntun. Blaðið kostar kr. 5,00 árgangurinn. Þeir sem þessi kaup gera, eignast þá alla söguna »Láru«, sem nú er að koma í blaðinu, enn fremur hina fögru kafla eftir Olferi Ricard: »Níu myndir úr lífi meistarans«. Auk þess eru í árgangi hveijum: kvæði, smásögur, ýrnsar hugleiðingar, alvarlegar bend- ingar, heilræði, skrítlur o. fl. Þessum árgangi fylgir einnig Hannyrðablaðið, sem var kaupbætir til þessa árs skilvísra kaupenda. Verðlaun í bókum fá þeir, sem gerast úlsölumenn og útvega marga nýja skilvísa kaupendur. Þeim kaupendum Timans til glöggvunar, er ekki hafa kynst Heim- ilisblaðinu, set eg hér ummæli nokkurra mætra manna um blaðið: Herra vígsluhisknp Valdimar Briem: »Heimilisblaðið, sem prentari Jón Helgason gefur út, hefii eg haldið frá upphafi þess, og hefir mér altaf líkað það vel. Það hefir haft að flytja ýmislegt fræðandi og skemt- andi, og ætíð borið ineð sér heilbrigðar og hollar skoðanir. Álít eg það því hentugan lestur fyrir unglinga og yfir höfuð gott heimilisb að«. Síra Árni Björnsson, prófastnr í Görðum: »Blað yðar, Heimilis- blaðið, fellur mér mæta vel í geð, tel það sériega holt og kristilegt, og vel þess verðugt að kpma sem ílestum fyrir sjónir. Hefir blað þetla marga þá kosti, sem hverl blað skyldi piýða. Það er fræðandi og skemt- andi, en laust við áreitni og illdeilur og styður þó einarðlega hverja góða og göfuga stefnu, sem uppi er hjá þjóðinni. Get eg þvi ráðið mönnum til að kaupa og lesa Heimilisblaðið, og veit, að engau myndi þess iðra, ef blaðið heldur framvegis sötnu stefnu eins og hingað til, sem engi ástæða er til að draga í efa«. Bjarni Jónsson, kennari: »Heimilisblaðið hefi eg keypt síðan það var stofnað og jafnan fallið það vel í geð. Það flytur margan fróðleik héðan og handan í nlþýðlegum búningi, og sögúr, sem jafnan miða að þvf, að sýria, hversu hið góða vinnur jafnan sigur. Ágætt blað handa æskulýðnum, ætti að komast inu á hvert einasta heirrili«. Síra Bjarni Símonarson, prestnr ú Brjánslæb: »HeiinilisbIaðið hefir verið, og er, ávalt kærkominn gestur á þessu heimili og hér i bygðarlagi. Það hefir kostað kapps um að færa lesendum sínum fróðleik og skemt- un, og ávalt hafa þeir, sem kynnast því, gengið að því visn, að yfir efni þess sé kristilegur trúarylur og siðgæðisáhugi, og slfkar vonir liafa ekki brugðist oss«. Bogi Th. Molsteð, sagnfræðingur: »Eg liefi keypt Heiníilisblaðið, frá, upphaíl og er því nokkuð kunnur. Mér virðist útgefandi þess, Jón prentari Helgason, hafa einlægan vilja á að vinna þjóðinni gagn með blaði sínu, hann vill vekja og styrkja hinar góðu tilíinnirigar lesend- anna, og efla gott siðferði og sbylduræknt tnanna. Það er holt fyrir al- menning að lesa þau blöð, sem hafa slíka ste!nu«. Sírti Óíeigur Vigftísson í Fellsimila: »Eg lield, að Heimilisblaðið liafi borið riafn sitt með rentu, og víða með góðri rentu, enda veit eg af ýmsum heimilum, sem telja það besía og. kærkomnasta blaðið sitt. Mér finst að það haíi vel staðið við upphaflega stefnuskrá sína, þá, að reyna að skemta og uppbyggja á heimilunum, hafa göfgandi áhrif á hugsana- og tilfinningaliíið, og þar með fegrandi og farsælandi verkun á ytra lífið. — Eg man ekki eftir neinu í þessu hlaði, frá upphafi þess til þessa, er mér hefir furidist áhrifailt eða óþarft, heldur þótt ílest í þaö valið, hugsað og skrifað í þeim augljósa og einlæga tilgangi, að eyða illu, en efla gott. Mér hefir fundist blaðíð taka málstað hins rétta og holla, en berjast drengilega gegn hinu, jafnt í trúar- og siðgæðisefnum. Blaðið hafir verið, og er, fyllilega þess vert, að það sé sem víðast keypt og lesið. Ekkert heimili getur haft annað en gott af því, en margt heimili ilt af því að hafa það ekki«. Magnús Helgason, kennarivskólastjóri: »Mér er vel til Heimilis- blaösins. Það minnir mig á góðu gömlu hjúin, dagfarsgóð, húsbóndaholl og barngóð, sem gengu svo götu sína, að aldrei stóð af þeim styr né hávaði, en ailir kendu af hlýju, er komust í kynni við þau. Það skein út úr þeim, hvað þau vildu vel. Börnin hændust að þeim, og það var líka óhætt að trúa þeim fyrir barni, það var aldrei að óttast ljótan munnsöfnuð, en á relðum höndum holl ráð og leiðbeiningar, og sög- urnar hjá þeim æfinlega hollar og notalegar. Slík bjú verða jafnan bæjarbót«. Helgi Lárusson í Kirkjubæjarklaustri: »Eg er ekki í neinum vafa um, að yður ekki einungis tekst að halda því trausti á blaði yðar er þér liafið nú þegar náð, heldur hlýtur það að fara stöðugt vaxandi, því hver maður sein les Heimilisblaðið, hlýtur að lesa það með athyglí og einlægum huga, þvi það hefir svo göfugt og gott að geyma#að öllu leyti. Eg vildi óska, að opnuðust augu landa vórra, sem ekki kaupa Heimilis- blaðið, svo þeir færu að kaupa það, og njóta þeirra góðu greina, er í því eru, og fögnuðu blaðinu með göfuglyndi og glaðlyndi inn á sitt heimili«. Pétur Þ. Gnömuiidsson í Vatushlíð: »Mér er það ánægja, hversu blað yðar lielst í líku horfi frá byrjun, og getur maður eiguast þar góða bók, sem hefir að geyma bæði fróðleik og nytsamar hugvekjur fyrir alla hugsandi menn. — Gleðjandi að finna svo mikla hlýju og góðvild til ails og allra«. Reynið Heirnilisblaðið eilt ár. Sendiö pöntun til afgreiðslunnar í Bergstaðastræti 27 í Reykjavík. Reykjavík, 30. okt. 1920. Jón Helg’ason. að tvær ferðir verði á hverj- uin mánuði. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir. F’undi slitið. Hólmgeir Þorsteinsson. Jón Gauti Pétursson. Jón Sigurðsson. Þingmaður kjördæmisins hélt tvo aðra fundi með kjósendum sínum í héraðinu, á Húsavík og í Höfðahverfi. Hér fara á eftir tillög- ur Húsavíkur-fundarins 16/« 1920: Um Vatnsorkumátið: »Fundurinn telur mjög mikils- vert fyrir framtíðarheill þjóðfélags- ins, að sem fyrst verði komið upp rafoikustöð, við að minsta kosti eitt af stærri fallvötnum landsins. Væntir hann þess, að landsljórnin og næsta Alþingi semji vatnalög og sérleyfislög, sem tryggi ríkinu full umráð allrar vatnsorku i land- inu. Að því fengnu væntir fundur- inn þess, að ckkert tækifæri verði lsitið ónotað til að afla fjár .og vinnuafls tii að koma upp raf- orkustóðvum í stærri stil«. — Um Skattamálið: »Furiduiinn lýsir megnri óánægju sinni yfir þeirri stefnu i skatta- málutn, sem þing og stjórn hefir fylgt á siðari árum. Væntir hann þess fastlega, að þegar á næsta Alþingi verði tekin ný stefna i aliri skattalöggjöf xíkisins, og horfið frá hirium óbeinu sköttum og marg- þættu lollura, til beinna skatta, sérstaklega af landeign og lóðum, sem aðaltekna ríkisins. Eu að því leyti, sem óbeinir skattar reynast óhjákvæmilegir, fyrst um sinn, þá sé sérstaklega sneitt hjá tollum af nauðsynjum og neysluvörum. — Það er og eindregið álit fundaiins, að allir tollar eigi að vera verð- tollar, en ekki vöruniagnstollar«. — Tillögur þessar voru samþyktar í einu hljóði. fiangæingar og ,Yísir\ Seint í haust héldu þingmenn Rangæinga almenna kjósendafundi um alla sýsluna. Eitt af aðalmál- unum sem rælt var á fundunuin, var tvöfaldi skatlurinn á samvinnu- félögin. Á öllum fundunum voru samþyktar mjög áltveðnar tillögur í málinu þar sem mótmælt var fastlegarangindumþeim, semfélögin eiga nú við að búa. Rangæingar hafa með þessu gefiö öðrum hér- uðum golt fordæmi, sem víða mun verða fylgt, þvi aö í flestum hér- uðnm landsins er allur þorri skyn- bæra manna einhuga fylgjandi stefnu Tímans i þéssu máli. Fer þetta mjög að likum um Rangæinga þar sem hálf sýslan hefir nú á einu ári komið verslunarmálum sínum í hið besla horf: Stofnað myndar- kaupfélag, sem gengið er í Sam- bandið. Munu bændur eystra skilja hvers virði sú framför er og ekki kunna þeim mönnum þakkir, sem vilja eyðileggja samtökin með sér- staklega lævísri skaltalöggjöf. Dæmi Rangæinga sýnir hvernig samvinnumenn líta á málið. Fer þar á sömu leið og erlendis, þar sem samvinnumenn standa óhikað móti svipuðum yfirgangi og liér er beitt. Hina hliðina sýnir »Vísii«, annað höfuðmálgagn milliliðanna f höfuðstaðnum. Það blað tekur í sama streng eins og samskonar blöð erlendis. Mælir fast með kaup- mannamálstaðnum. Viðurkennir að það sé rétt álitið, að samvinnu- menn greiði nú tvöfaldan skatt. En svo eigi það líka að vera. — Blaðið viðurkennir enn fremur, að erlendis búi samvinnumcnn ekki við þessi ókjör. En segir að það sauni ekki neitt. Eftir þessu eiga íslenskir samvinnumenn að vera þeir vesalingar að þola með jafn- aðargeði þann órétt, sem félags- bræður þeirra í nágrannalöndun- um rísa á móli með oddi og egg. ús Guðmundsson, skjólstæðingur Morgunblaðsius. Hann er nú utan að sögn vegna vangreiðslu póstá- visunarinnar. Formaður bankaráðsins og fjár- málaráðherrann hafa ekki haft meiri gætur á hverju fram fór, en það, að alt sem inn kemur erlendis fer, að því er virðist, i eina skuld, til Privatbankans, þess hins sama sem lét ávísun landsins falla. — Landið fær ekki neitt í sínar greiðsl- ur erlendis, og kaupmenn þeir sem skifta við íslandsbanka, fá heldur ekki neitt þar. Privatbankinn danski fær alt. Það er ekki sýnilegt að það sé á nokkurn hátt fullnægt íslenskum hagsinunum með því að láta einn lánardrottinn fá alt sitt, en aðra sem landið eða landsmenn skulda alls ekki neitt. Hluthafarnir eru tæplega áfellis- verðir. Þeir skulda liklega engum meir en þessum danska banka. En úr því að yfirráðherrann er æðsti maður bankans, þá var Iiann skyldur að láta hendur standa frain úr ermuin. En hann hefir ekki gert það. Fjármálaráðherrann ekki heldur. Þessvegna er nú kom- ið sem komið er. Það var vitanlega eitt ráð, og að eins eitt að fullnægja bagsmun- um landsins: Að láta alla sölu er- lendis, oy greiðslur þar, fara fram i samráði við og undir e/tirliti við- ski/tanefndar, þannig að hún en ekki eigendur afurðanna réðu yfir hversu skuldi væru greiddar erlendis. Ef viðskiítanefnd var ekki vaxin starfinu, var hægurinn hjá fyrir landsstjórnina að bæta við starfskröftum, eða gefa lausn í náð, eftir því sem við átti. Þetta ráð er svo einfalt og sjáif- sagt að um það hefir verið talað manna milli síðan snemma í sum- ar. En þeir sem mest höfðu þess þörf, kaupmannastéltin og fjár- málastjórn iandsins hafa vist ekki komið auga á það. Framkvæmd hefir engin orðið hvorki að til- hlutan formanns bankaráðsins, né fjármálaráöherra, sem þetta mál kom mest við. Og blöð kaupmanna, t. d. Morgunblaðið hafa ekki sagt eitt orð til að knýja fram þessa sjálfsögðu framkvæmd. Þó var til stuðnings fordæmi frá ráðherratíð Sig. Jónssonar, þegar hann með atfylgi Framsóknar- flokksins og Tímans efndi til hinn- ar miklu landsverslunar, meðan striðshættan var sem mest. Þessu máli er ekki hreyft hér af umhyggju fyrir milliliðastéttinni eða hinum iangsumlitaða meiri hlula landsstjórnarinnar, heldur af því að þetta er orðið að ógæfu- máli sem snertir alla islensku þjóðina. Vanrækslan að »kontro- lera« peningaverslunina er að lama alt landið, alt viðskiftalíf, alla at- vinnu, og traust landsins erlendis. Og þegar afieiðingar þeirrar van- rækslu eru fyllilega komnar í Ijós, munu flestir fremur finna til með- aumkvunar, fremur en löngunar lii að ásaka, gagnvart þeim mönn- um, sem gátu afstýrt þessum óíarnaði, en báru ekki gæfu til þess. JE^réttir. Síra Matthías Jochumsson varð hálfníræður 11. þ. m. Hefir guð- fræðisdeild háskólans gert hann að heiðursdoktor í guðfræði og Akureyrarbær kaus hann heiðurs- borgara sinn. Mjög voru farnir likamskraftar skáldsins í sumar þá er ritstjóri þessa blaðs sótti hann heim, en »andinn lifir æ hinn sami«. Bæjarstjórnarkosningin á laug- ardaginn var fór þannig að »Sjálf- stjórn« beið hinn mesta ósigur. Var Þórður læknir Sveinsson kosinn bæjarfulltrúi með 1467 atkvæuðm, en Georg Ólafsson frambjóðandi Sjálfstjórnar fékk 1148; Niðurjöfn- unarnefndarkosning fór fram sam- hliða og hlaut verkmannalistin 1253 atkvæði en listj Sjálfstjórnar 1233 atkvæði. „Jólagjöfln“ er komin út í fjórða á forlag Steindórs Gunnarssonar prensmiðjustjóra, 7 arka bók. Efnið cr mjög fjölbreytt og margt vel valið. Minningarrit um Benedikt pró- fast Kristjánsson frá Grenjaðarstað er nýútkomið — bæði óbundið mál og bundið, frá flestum þing- eysku skáldunum. Rottueitrnnin er rekin af mesta krafti í bænum. Hafntirðingar hafa ákveðið að fara að dæmi höfuð- staðarins. Matthías Ólafsson fyrverandi ai- þingismaður hefir sagt lausu er- endrekastarfi sínu fyrir Fiskifélag- ið og veilir nú forstöðu seðlaskrif- slofu landsverslunariunar. Látin ’. Aðfaranótt 6. þ. m. and aðist síra Ólafur Finnsson í Kálf- holti á Landakotsspítalanum hér í bænum. Haíði verið gerður á honum uppskuiður. Síra Ólafur var fædd- ur á Meðallelli í Kjós 16. nóv. 1846, sonur Finns bónda Einars- sonar á Meðalfelli og Krfstinar konu hans, er var systir síra Stef- áns Stephensens sterka á Mosfelli. Hafði sira Ólafur verið prestur í Kálfbolti í rúm 30 ár við hina mestu ást sóknarbarna sinna, enda var bann þjóðkunnur maður fyrir snyrtimensku og háttprýði. Kona síra ólafs, frú Þórunn Olafsdóttir frá Mýrarhúsum, er dáin fyrir skömmu. Meðal barna þeirra er frú Halldóra kona Siguröar Guð- mundssonar magisters. Lik síra ólafs hefir verið flutt austur. Olympíuleikarnir. Mikil ánægja er Tímanum að geta flult lesend- um sinum hina skemtilegu frásögn Björns leikflmiskennara Jakobsson- ar um Olympiuleikina í Anlwerpen. Stórbruni í Borgarnesi. Eill af stærstu húsunum í Borgarnesi brann til kaldra kola á skammri stundu síðari hluta dag í gær. — Húsið var eign Jóns Björnssonar kaupmanns frá Svarfhóli og bjó hann í því sjálfur ásamt bróður sinum, Guðmundi sýslum. Björns- syni. Skrifstofa sýslunnar var í húsinu og sömuleiðis póstafgreiðsl- an í Borgarnesi. Mikill póstur var á póstafgreiðslunni, þar eð norð- an- og vestanpóstur var nýlega kominn og ekki farinn suður. — Magnaðist eldurinn svo fljótt að talið er að mjög litlu hafi verið bjargað af póstinum og bókum sýslunnar. Sóleyjav útsprungnar fundust hér á túnum um síðustu lielgi. Sigurðnr Sigfásson kaupfélags- stjóri frá Húsavík kom til bæjar- ins með Sterling um síðustu belgi og stóð ekki lengur við en þangað til Sterling fór aftur í strandferð. Þórólfnr Signrðsson frá Bald- ursheimi er staddur í bænum. Reykjavíknrhöfn ber sig vel, sem ekki er að undra, því að hún leggur báan skatt á hvert tangur og tetur sem inn í hana kemur. Er reikningur hafnarsjóðsins fyrir árið 1919 nýlega prentaður og er tekjuafgangurinn rúmlega 200 þús. krónur. Eignir hafnarinnar eru metnar á 38/i milj. kr. en skuld- irnar 28/< milj. Gjöf. Norðlenskur maður ónefnd- ur, hefir gefið 3000 kr. til Sálar- rannsóknarfélags íslands. Okurkæra. Eina heildsöluversl- unina í bænum, Höepfnersverslun, hefir verðlagsnefnd kært fyrir lög- reglustjóra fyrir það að verslunin hafi selt vörutegund hærra verði en hámarksverði. Ný ljóðabók eftir Þorstein Gísla- son ritsljóra er nýkomin út. Leikfélagið er nú að leika gam- anleik sem heitir: Kúgaður með tárum. Siglufjarðarkaupatnður hefir keypt jörðina Saurbæ fyrir 11500 krónur. Látiim er, suður i Bueuos Aores í Suður-Ameríku, Guðmundur Odd- geirsson prests í Vestmannaeyjum Guðmundssens. Var Guðm. um hríð við vevslunar- og bankastörf JESwetro.r’ og r'itföng’ kaupa lueiiíi í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar -á Eyrarbakka og hér í bæ. Fluít- ist á stríðsárunum til Þýskalands, en rak nú stórkaupaverslun með tengdaföður sínum dönskum. Ritstjóri: I’óriiatíHHOri Laufási. Sími 91, Prcntsroiðjaö Gutenberg,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.