Tíminn - 18.12.1920, Blaðsíða 2
190
T I M I N N
r
Skóverslun.
L
afnarstræti 15.
Salur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn,
— ásamt alskonar leðurskó-
fatnaði. Fj’rir lægst verð.
Greió og ábyggileg viðskifti.
Frakklandi. Víða sé íslenski fisk-
urinn orðinn í mestum metum, i
stað þess að norski fiskurinn var
það áður. Að sala norska fiskjar-
ins hafi ekki minkað enn meir,
stafi af því að hann sé ódýrari.
Isleuski fiskurinn ráði nú alstaðar
markaðsverðinu.
— í Austurríki hefir þjóðmeg-
unarfræðingurinn Michael Hainisch
verið kosinn sambandsforseti.
— Sjómannaráðstefna fyrirNorð-
urlönd er háð í Gautaborg.
— Vítisvél sprakk í þinghúsinu
i Budapest og varð einum ráð-
herra og biskupi að bana.
— Stórkostlegur jarðskjálfti hef-
ir orðið í Valona og Albaníu.
Fjöldi bæja hefir hrunið og 200
manns farist.
— Ræöismanni Hollands i Bel-
grad hefir verið misþyrmt og hef-
ir Holland þvi slitið stjórnmála-
sambandi við Serba.
— Farsótt mikil geisar á Frakk-
Iandi og telur íormaður Serum-
slofnunarinnar að það sje kýla-
pest. Er stofnað til mikilla ráð-
stafana um að hindra. útbreiðslu
veikinnar og einkum lögð áhersla
á að útrýma rottunum, því að það
er talið að rottur beri veikina.
anum. Hefir Knútur Berlin boðið
betur? Út af tvöfalda skattinum
minnist blaðið á Skúla fógeta. Hafa
sögulegar rannsóknir ritstjórans
leitt blaðið til að álíta Skúla fædd-
an snemma á 19. öld, því að ald-
arafmæli hans er talið samkvæmt
því. Ef til vill er ritstjórinn að
hugsa um að keppa um prófessors-
stöðu í sagnfræði við Háskólann.
Eftir þessa uppgötvun kæmi manni
ekki á óvart, þó að Vísi tækist að
sanna einhverja aðra nýjung, t. d.
að hinn harðráði fógeti hefði ver-
ið launsonur Jörundar Hundadaga-
konungs.Sagnfræðinni verður áreið-
anlega mikill styrkur að Vísi, ef
hann heldur svo fram stefnunni.
Síðar verður sagt frá álíka djúp-
hugsuðum kenningum hans um tvö-
falda skattinn.
Á víð og dreif.
Flóaáveitan.
Svo sem kunuugt er fékk land-
ið að lokum hið umbeðna ríkis-
lán, þrjár miljónir. Þar af höfðu
bankarnir lagt fram 2/3 hlutina.
En það skilyrði fylgdi, að að minsta
kosti ein miljón af láninu gengi
til Flóaáveitunnar. Þessi upphæð
er þvi trygö Flóamönnum, hvenær
sem stjórn áveitufélagsins ræðst í
að byrja verkið.
ístæður íslandsbanka.
Sú saga gengur nú, eftir að fjár-
málaráðherra kom heim, þó að
blað hans hafi ekki staðfest bana
enn, að ríkissjóður Dana (póst-
deildin) ætli að veita íslandsbanka
einskonar reikningslán alt að 2
miljónir króna. Mun þá að líkind-
um alt póstféð hér heima renna
beint í íslandsbanka, uns það er
flutt. Ef þetta er salt, hafa Danir
leyst þann hnút, sem erliður þótti,
að bjarga islensku póstfé frá geymslu
í Landsbankanum. Fjármagn ís-
landsbanka er þá orðið furðu mik-
ið. Hlutaféð, mest útlent 41/3 niil-
jón. Sparisjóðsfé, skatlfrjálst til
bæjarfélags og landssjóðs um 20
miljónir. Seðlar, gjöf frá þjóðinni,
alt að 12 miljónir. Lán frá Dön-
um, ef fregnin er sönn, 2 miljónir,
Að frátöldum varasjóði ræður bank-
inn þá yfir um 40 miljónum. Mest-
alt er það íslenskt fé. En ágóðinn
af fénu, og ráðin yfir því — það
kemur engum við nema hluthöf-
unum. Hvað segja frelsispostularn-
ir um þessi boðorð ?
Vísir og tvöfaldi skatturinn.
Vísir helgar tvöfalda skattinum
mikið rúm, eins og kaupmanna-
blöð víða erlendis. Slík blöð vinna
samvinnustefnunni hið mesta gagn,
því að þeir sem eru á báðum átt-
um vita þá hvaðan vindurinn blæs,
þegar milliliðirnir þykjast vilja
fara að sníða samvinnustefnunni
nýju klæðin.
Vísir er búinn að segja áður að
hér megi gjarnan leggja tvöfalt
skattgjald á samvinnumenn, þó að
það sé ekki gert hfá frœndþjóðum
vkkar, Fátt ?r of ilt handa land-
Fréttir.
Tíðin. Hreinviðri, vægt frost og
stillur þessa viku. Lítið snjóföl á
jörð.
Umsækjendur um prófessors-
embættið í Islandssögu við háskól-
ann, eru þeir: Árni Pálsson bóka-
vörður, Hallgrímur Hallgrímsson
magister og Páll E. Óiason doktor.
Heimspekisdeildin mun ekki hafa
afráðið hvort umsækjendurnir verði
látnir þreyta samkepnipróf.
Gnðmundnr Eggerz hefir nú
fengið lausn að fullu úr sýslu-
mannsembættinu í Árnessýslu, með
eftirlaunum. Steindór Gunnlaugsson
frá Kiðjabergi er settur sýslumaður.
Jóhannes Kjarvnl heldur mál-
verkasýningu um þessar mundir í
Kaupmannahöfn. Munu þar, meðal
annars, vera margar myndir sem
hann málaði i ítaliuferð sinni.
Pjófnaðarmálin. Dómur er fall-
inu í þeim. Þrfr hinna ákærðu
voru sýknaðir. Sex unglingar fengu
skilyrðisbundinn hegningardóm, og
sleppa því við að taka út refsingu,
verði þeir ekki sekir um lagabrot
í 5 ár. Eru það þessir piltar:
Siggeir Siggeirsson 6X5 daga vatn
og brauð, Jón Einarsson 5X5
daga, Helgi Skúlason 2X5 daga,
Albert Sv. Ólafsson 3X5 daga,
Brynjólfur M. Hannesson 5 daga
og Steingrímur K. Guðmundsson
3 daga vatn og brauð. Kristján
Daði Bjarnsson var dæmdur í 12
mánaða betrunarbúsvinnu og Gúst-
av Sigurbjarnarson 9 mánaða.
Fjórar persónur voru dæmdar
fyrir það að hafa keypt hinar
slolnu vörur af piltunum: Guðjón
Guðmundsson í 3X5 daga vatn
og brauð, Ólafur Magnússon 5
daga, Anna Lydia Theil 3x5 daga
og Vidar Vík í 4X5 daga vatn og
brauð.
Ivristján Daði Bjarnason, Gustav
Sigurbjarnas,, Guðjón Guðmúndss.,
Ólafur Magnússon, Lj'dia Theil og
Vidar Vik, hafa áfrýjað dómi sín-
um lil hæstarjettar.
Úr bréfam. V.-Húnavatnss. 5. des.
Öndvegistíð í alt haust, stöðugar
þýður og auð jörð. Hefi verið að
grafa skurði í engi mínu alt til
þessa. Heyskapur varð í tæpu með-
allagi í sumar, sökum votviðra og
kauphæðar verkafólks. Fjárhags-
ástæður eru hér erfiðar, eins og
víðar, lætur nærri hjá mörgum,
að »innleggið« geri að eins til að
gjalda verkafólki.
Skagafirði 29. nóv. Fullorðið fé
liggur úti enn og hvergi farið að
gefa. Jörð auð og þýð, svo að hér
var plægt óbrotið land alian dag-
inn í gær og mun það fágætt í
byrjun jólaföstu. Er þetta það besta
haust, sem eg man eftir.
Eyjafirði 24. nóv. Sumarið var
ágætt. Heyskapur yfirleitt góður
og nýting eftir því. Eg fékk meira
hey en eg hefi nokkru sinni fengiö
í mínum búskap.
Rangárvallas. 5. des. Heyskapur
varð í sumar vel í meðallagi í
sumum austursveitum sýslunnar,
en laklega það í Landeyjum og
Holtum. Auð jörð og óvenju kjarn-
góð fram að þessu, en hross hafa
látið einna mest á sjá vegna hrak-
viðra.
Theódór Jakobsson frá. Sval-
barðseyri hefir verið ráðinn for-
stjóri félagsins »Kol og salt«, í stað
Böðvars heitins Kristjánssonar.
Kosningavnar. Gamlir heima-
stjórnarmenn í bænum hafa nú
koinið sér saman um lista til
kosninganna, og er Jón Þorláks-
son verkfræðingur efstur, Einar H.
Kvaran rithöfundur annar og Ó-
lafur Thors útgerðarmaður þriðji.
— Talið er nú vafasamt, að síra
Ólafur Ólafsson muni gefa kost á
sér á lista langsummanna, vegna
anna við preststörf sín.
Strand. Þýskt vélskip, Martha,
strandaði við Mýrdalssand siðast-
liðinn laugardag. Skipverjar björg-
uðust allir. Skipið flutti saltfarm
frá Þýskalandi.
íþróttamót Hinn 14. febr. næstk.
verður háð allsherjar vetrar-
iþróttamót fyrir Norðurlönd, þess
tilefnis, að 25 ár eru liðin frá
stofnun íþróttasambandsins danska.
Hefir íþróttasambandi íslands verið
boðið að taka þátt f mótinu.
Slys. í síðustu ferð »Svölunar«
til Spánar, féll maður útbyrðis og
druknaði. Var það ungur maður,
Arthur Ólafsson og var ættaður
frá ísafiröi.
Aðalfundur
verður háður
febrúar næstk.
Fiskifélags íslands
hér í bænum 12.
Jósef L. Blöndal póslafgieiðslu-
manni og símasljóra á Siglufirði
hefir verið vikið frá einbætti um
stundarsakir, vegna vanskila.
Mannslát. Elías Stefánsson út-
geröarmaður andaðist í fyrrinótt
á Landakotsspítalanum hér i bæn-
um. Var gerður á honum upp-
skurður fyrir all-löngu síðan, en
meinsemdin var orðin meiri en svo,
að læknuð yrði.
Bóbaverslnn Sigfúsar Eymunds-
sonar er flutt úr hinum gamla stað,
á horninu við Lækjargötu, og i
ný-viðgert hús á Austurstræti nr.
18, beint á móti pósthúsinu. Er
hin nýja búð veglegasta og mynd-
arlegasta bókabúðin í bænum’
Látin er 5. þ. mán. á heimili
dóttur sinnar á FJögu í Skaftár-
tungu frú Guðríður Pálsdóttir,
ekkja síra Sveins jheitins Eiríks-
sonar, er síðast var prestur i Ásum.
Var hún hin mesta merkiskona.
Eru þessi börn þeirra hjóna á lífi.
Sveinn bóndi í Ásum, Páll skóla-
kennari í Reykjavfk, Gísli sýslu-
maður í Vik, Guðríður, Sigriður
húsf'reyja á Flögu og Ragnhildur
húsfreyja á Leiðvelli.
Hallgrímur Kristinsson fram-
kvæmdastjóri S. í. S. kemur i nótt
með »íslandi« frá Kaupmannahöfn.
• Teiknimynd af síra Matthíasi
Jochumssyni hefir Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson skáld nýlega gert og
gefur út prentaða. Mun það vera
lang-stærsta mynd, sem íslensk
mynd-mótun hefir framið og prent-
uð hefir verið á íslandi. Bjarkar-
blað íslenskt lykur um myud
skáldsins og skrautleg umgerð þar
utan við. Myndin er teiknuð eftir
ljósmynd, sem mun hafa verið
tekin skömmu fyrir aldamót. —
Myndin verður vafalaust mörgum
kærkomin veggjaprýði.
Leó málið er komið undir úr-
skurð hæstaréttar.
Síldarútgerðarmonn hafa stofn-
að með sér félagsskap f þvf skyni
að tryggja síldveiðarnar, annast
umbætur á verkun og frágangi út
flutnings slldar og annast sölu á
síld. Voru 24 síldarútgerðarmenn
á stofnfundinum úr Reykjavík og
grend, og fulltrúar fyrir alla sildar-
útgerðarmenn á ísafirði. Kosin var
stjórn þessa nýja félagsskapar:
Richard Thors, Pétur A. Ólafsson,
Ágúst Flygenring og Ásgeir Pét-
ursson.
Kappglíma var háð í Iðnaðar-
mannahúsinu síðastliðinn sunnu-
dag. Sjö glímumenn komu frá
glímufélaginu Hörður á Akranesi
og sjö Ármenningar keptu við þá.
Um úrslit glímunnar var dæmt
eftir hvorttveggja: byltum og fegurð
glímunnar. Unnu Akurnesingarnir
25 glímur og Ármenningarnir 21,
en stigafjöldi Ármenninga, að öllu
samanlögðu, var talinn nokkru
hærri og unnu þeir því glimuna.
— Með þessari ferð hafa Akur-
nesingarnir getið sér ágætt orð,
sem glímuinenn. Ekki svo að skilja,
að framkoma og glímni þeirra væri
lýtalaus, enda dettur engum í
hug að gera slika kröfu til inanna,
sem fyrsta sinni sækja kappglíinu
til höfuðstaðarins. Höfuð-gallinn á
mörgum Akurnesinganna var sá,
að þeir voru alt of slirðir og beittu
kröftunum um of. Það var og
bersýnilegt, að líkamsæfingar þeirra
hafa of einhliða beinst að glímu,
leikfimin hefir ekki fengið að fegra
vöxt og framkomu. En þeir voru
skæöir keppinautar, brögðóttir og
sérstaklega þolnir og kappsamir
og glímdu drengilega. En flokkur-
inn .var of misjafn. Einn bar af
öðrum: Hallgrímur Jónsson pró-
fasts frá Guðrúnarkoti. Hann er tví-
mælalaust efni í ágætan glímumann,
snarpur og fylginn sér, brögðóttur
og sterkur, en um leið mjúkur —
glímumannslegur í besta lagi
Eyjólfur Jónsson, ungur maður,
er og gott glímumannsefni og bar
einkum á því hve vörn hans var
góð. — Hvorki Sigurjón né Tryggvi
glímdu af Ármenninga hálfu. Hjalti
Björnsson gat sér einna bestan
orðstír af þeim í þetta sinn. Með
réttu var Ármenningum dæmdur
sigurinn, þótt þeir biðu lægri hlut
um byltur. Ylirburðirnir voru
greinilegir um framgöngu, þegar á
heildina var litið. — Hafi Akur-
nesingarnir þökk fyrir komuna.
Þeir hafa með þessari för hafið
nýjan sið og góðan. Ármenning-
arnir hafa og hitann í haldinu.
Það munu margir hlakka til að
eiga von á úrvalsmönnum at Akra-
nesi á Íslendingaglímuna á næsta
ári.
ra
í Hraungerðishreppi fæst til
kaups og ábúðar í næstu far-
dögun. Semja við eigandann
Þorfinn Jónsson
i Bitru.
Hver hugsandi maður lesi
Yoga!
Fréttir úr Hötðahverfl. Sumar
þetta, sem nú er að kveðja, hefir
veriö hið hagstæðasta hér um
pláss; og þó allur búpeningur
stæði við innigjöf á annað inissiri,
og þó enn fremur, voraði svo seint,
að afréttir væru því nær ógrónir
i 12. viku sumars, urðu skepnu-
höld all-góð. Heyskapur varð með
betra móti og var jörðin að spretta
fram undir haust. Margan sóhíkan
dag höfum við liíað á þessu sumri.
Minnisstæðastan þó hinn 19. sept.
Hann var hátiðlegur dagurinn sá,
því það var silfurbrúðkaupsdagur
þeirra merkishjónanna sr. Björns
Björnssonar og frú Ingibjargar
Magnúsdóttur í Laufási. Allir úr
Laufássókn, sem vetlingnuin geta
valdið, voru þar saman komnir,
ásamt fjölda fólks úr Svalbarðs-
sókn. Það var sem vænta mátti,
því margan fýsir að koma í Laufás,
og er sem helgiljómi sé um þann
stað í hugum manna, og ber margt
til þess. Þar hafa lifað og starfað
þjóðkunnir merkisprestar, svo sem
skáldið og snillingurinn sr. Björn
Halldórsson og bindindisfrömuð-
urinn sr. Magnús Jónsson, auk
margra annara merkismanna. Þar
er og útsýni svo fagurt, að fágætt
mun vera, og loks stendur þarna
gamli bærinn, sem svo margar
góðar minningar eru bundnar við
í hugum fólksins, og sem er svo
traustlegur og prúður, með mörgu
burstaþiljunum í beinni línu, ó-
skektum og snoturlega máluðum.
Og svo er bær þessi ganaall, að
í haust
vantaði mig af fjalli vindótta
hryssu 2ja vetra gamla, mark: fjöð-
ur a. h., biti a. v.
Hvern þann er kynni að finna
hryssuna, bið ég þess, að gera mér
eða Jóni Eiríkssyni á Stað í Hrúta-
firði aðvait, mun ég þá vitja
hennar og borga áfallinn kostnað.
Torfastöðum fremri, 'í Miðfirði.
20. nóv. 1920.
Magnús F. Jónsson.
elstu menn í sveitinni sjá hnnn
standa þarna með nálega sömu
ummerkjum eins og þeir sáu hann
börn, í fyrstu messuferð, og kirkjan,
ein hin fallegasta á landi hér, þó
lítil sé, með stærsta reynitréð sem
grær í islenskri mold að kórbaki,
og öllu er þessu haldið prýðilega
við.
Um hádegi gengu allir í kirkju
og tóku þatt í mjög ánægjulegri
guðsþjónustp. Að henni lokinni
bauð prestur öllum til borðs með
sér, og sátu menn þar lengi við
veitingar og fjörugar samræður.
Að því búnu var enn gengið í
kirkju, og hélt þá safnaðarfulltrúi,
Vilbjálmur Þorsteinsson í Nesi,
ræðu, þar sem hann þakkaði brúð-
hjónunum hina góðu starfsemi
þeirra í prestakallinu næstliðinn
aldarfjórðung. Þá athenti hann
þeim, fyrir hönd safnaðanna, heið-
ursgjafir, prestinum vandað gullúr
og frúnni silfur-kaffikönnu með
tilheyrandi fylgimunum. Gripir
þessir voru áletraðir og hinir vönd-
uðustu. Það átti vel við að færa
sr. Birni tímavita úr gulli, því
gullvæg hefir ástundun hans verið,
að verja öllum timum sér og öðr-
um til uppbyggingar, og frúnni
vandaða kaffikönnu, því mörgum
gestinum hefir hlýnað af kalfinu
hennar í Laufási, því þar fer
saman gjöful mund og götug hjá
þeirri blessuðu konu. Gripina, og
alla þá ástúð, sem þeim hjónum
hefði fallið í skaut i sambúðinni
við sóknarbörnin, þakkaði prestur-
inn með hjartnæmri ræðu. Margir
fleiri héldu þar ræður, var og
jafnan leikið á hljóðfæri og sungið
á milli ræðanna uns dagur var
þrotinn og hver þurfti heim til sfn.
Þessu iíkir dagar eru hressandi
í sveita-strjálbj’gðinni, þar sem
samkomur eru fatiðar og alls engar,
um þenna svokallaða bjargræðis-
tíma, og munu menn lengi minn-
ast þessa með ánægju og hlýjum
hug.
Ritað í okt. 1920.
Bjarni Arason.
Upp úr þingmálafundutn.
Ertu ei þreyttur munnur minfl,
mjög var reynt á þrekið ?
Við höfum nú í sjötla sinn
sama rjómann skekið.
Þingmaður
Ritstjóri:
Tryggv! i'órbullsstm
Laufási. Sími 91,
PreptsmiAjan (Jtrtenlwg,