Tíminn - 15.01.1921, Qupperneq 2
6
TÍMINN
Jörð ta sölu og ábúðar.
Jörðin Kleifakot í Mjóafirði í
Reykjarfjarðarhreppi, 6 hndr. að
fornu mati, er til sölu og ábúðar
í næstk. fardögum. íbúðarbær í
góðu standi og peningshús nýbygð
með járnþaki, sem taka 130 fjár.
Jörðin framfleytir í meðalári: 100
fjár, 3—4 hrossum og 1 kú.
Nánari upplýsingar hjá undir-
rituðum eiganda jarðarinnar.
Guðbergur þórðarson,
Bolungarvík.
T a p a s t hefir um miðjan nóv-
ember frá Kaldaðarnesi í Flóa
rauður hestur 7—8 vetra, smá-
stjörnóttur, fremur stór og gutl-
vakur. Mark: stúfrifað hægra,
fjöður aftan hægra. Sá sem kann
að verða hestsins var, geri aðvart
vegamálastjóra eða Sigurði Ólafs-
syni Kaldaðarnesi.
innar. Englendingar taka ekki sér-
staklega hart á, en Frakkar eru
æfareiðir, einkanlega vegna lin-
kindar Englendinga.
— Atvinnuleysi eykst mjög í
nágrannalöndunum,einkum í Eng-
landi og Danmörku. Hefir enska
stjórnin gripið til þess ráðs að
stytta vinnutímann til þess að
fleiri geti fengið atvinnu.
— Málaferli standa nú yfir í
þýskalandi, sem rifja upp gamla
og fræga sögu — viðureignina
milli Bismarcks, „járnkanslarans“
og Vilhjálms II. Bismarck lét eft-
ir sig endurminningar sínar, sem
vitanlega voru harla merkilegar.
Tvö bindi af þeim eru komin út
fyrir löngu. þriðja bindið fjallar
um samband þeirra Bismarcks og
Vilhjálms II, og er talið allkaldyrt
í garð keisara. Réði Vilhjálmur
því, meðan hann sat að völdum,
að bindið var ekki birt, og enn
hefir það dregist. Og nú standa
málaferlin yfir um þetta. Bókafor-
lagið, sem bókina á, krefst þess að
mega birta hana, enda að sjálf
sögðu um bók að ræða, sem vel
mundi seljast. En í bókinni eru
birt ýms prívatbréf frá keisara til
Bismarcks og málaflutningsmenn
keisara segja hann eiga rithöf-
undarrétt þeirra bréfa og geti því
bannað að birta þau og þarmeð
bókina alla.
— Allmikil hætta stendur skip-
um enn af sprengiduflum, enda er
enn ekki búið að hreinsa sum
sprengiduflasvæðin. Verst er á-
standið talið í austur og norður-
hluta Eystrasalts. það er og enn
títt að sprengidufl reki á land t.
d. í Svíþjóð og Danmörku, beggja
stranda megin, Eystrasalts og
Norðursjávar.
— Forsætisráðherrann franski
er því mjög hlyntur, að stofnað
sé til áframhaldandi og hins nán-
asta bandalags milli Englands,
Frakklands og Italíu. Sendiherra
Englands á Frakklandi er þessu
og mjög fylgjandi.
— Sjö miljarða franka ætla
þjóðverjar að gjalda Belgum í
þessum mánuði í hernaðarskaða-
bætur.
— Lloyd George hefir boðið for-
seta Sinn Feinanna, de Valera, til
fundar við sig, til samninga, en
Sinn Feinar gruna stjórnina um
græsku og hyggja að hér sé um
gildru að ræða sem forsetanum
sé ætlað að ganga í.
— I Austurríki vaxa æ útgjöld
ríkisins og er búist við fullkomnu
fjárhagshruni ríkisins. — Hafa
þar í landi fundist um 1000 hellar
fullir af dýnnætum fosfórsúrum
áburði, og er talið miljarða virði.
— Seint á árinu 1918 samþykti
þjóðfundur á Svartfjallalandi að
landið skyldi sameinað Suður-
Slöfum, og var konungur landsins,
Nikita, þar með leystur frá völd-
um. Hefir stjórnin í Belgrad ný-
lega ákveðið eftirlaun konungs,
en nú bregst konungur reiður við
og heldur fram rétti sínum til
konungstignarinnar.
— Bretar hafa afnumið öll höft
á útflutningi kola.
— ítalir feta í fótspor Englend-
inga um tilslakanir við þjóðverja.
Hafa þeir fallið frá því að mega
taka þýskar eignir á ítaliu, sem
ekki eru yfir 50 þús. líra virði, til
tryggingar greiðslu á hemaðar-
skaðabótunum.
------o------
"gðorgm eit'ífa
•fö*
^aCC @atní
XIII.
Rossí hélt heim á leið og hon-
um var mikið niði'i fyrir. Máttur-
inn, sem hann hafði magnað, var
að vaxa honum yfir höfuð. Hann
hafði ætlað það sjálfum sér að
stjórna, en nú vildu aðrir gjöra
það.
„Guð minn! Guð minn! Hvernig
á eg að fara að — með þetta
fólk?“ hugsaði hann.
En mestur sársaukinn vissi að
honum sjálfum.
„Hversvegna reyndi eg að bjarga
lífi þessa manns?“
Bonellí barón hafði verið fjand-
maður Rossellís læknis og hafði
hrakið hann í útlegð og dauða.
„Eg hata þennan mann“, hugs-
aði hann.
þegar hann gerði sér þetta
ljóst, varð hann hræddur og
reyndi að bæla það niður. þetta
var freisting djöfulsins, sem varð
að reka burt.
En alt dró að einu um að glæða
hatrið. þegar heim kom, hitti
hann gamla Garíbaldistann í dyr-
unum.
„Bíðið við, hr. Rossí“, hvíslaði
hann og benti yfir götuna. „Lítið
á þennan. Hann er nú kominn aft-
ur.“
það var ungur maður, sem gekk
um götuna í hægðum sínum.
„það er leynilögreglumaður, sem
hefir verið á hælum yðar marga
daga. Gætið yðar. því betra er lóð
frelsis en pund gulls“.
Rossí reyndi að friða gamla
jnanninn. það væri nú þeirra at-
vinna, þessara manna, að leita
uppi glæpamennina.Og hvað kæmi
það sér við. Hann væri hafinn yf-
ir allan grun.
Jóhann gamli kom rétt á eftir
að sækja peninga sína. Bersýni-
legt var að það var eitthvað sem
hann langaði til að segja. Loksins
byrjaði hann að tauta. Herrann
kynni að þegja. Sonarsonur sinn
væri lögregluþjónn. Hann ætti að
hafa gætur á vissum manni allan
daginn og bera fregnirnar til lög-
reglustjórans á kvöldin.
„Betra er að vera frjáls fuglinn
í skóginum, en í búri, herra
minn“, hvíslaði hann. „Gæti yðar
allir helgir menn!“
Rossí fór loks að skilja það
hversvegna honum hafði verið
brugðið um það á þinginu að vera
að vingast við páfann. þessir
spæjarar hefðu séð hann fara inn
í Jesúítahöllina. — Bonellí barón
var fjandmaður hans, eins og
hann hafði verið fjandmaður
Rossellís. Hann notaði öll meðöf
um að koma fjandmanni sínum á
kaldan klaka.
„Hversvegna vildi eg bjarga lífi
hans ?“
Brúnó kom heim og hafði ein-
kennilega sögu að segja. Bonellí
hafði komið í hús Rómu um dag-
inn, en hún var ekki heima. Hann
hafði hitt Felice og Brúnó heyrði
á viðræður þeirra.
„Felice“, hafðj baróninn sagt.
„þér hafið ekki haft ástæðu til að
kvarta undan því, að eg lét yður
í þjónustu Donnu Rómu“. „Nei,
herra“.
„Yður þykir það gott að fá laun
á tveim stöðum.“ „Já herra“.
„Segið mér þá hvað hefir borið
við síðan eg fékk fregnir síðast“.
Rossí ásakaði Brúnó fyrir það,
að hann hefði staðið á hleri — en
honum svall blóð í æðum. Bonellí
var fjandmaður Rómu, eins og
hann hafi verið fjandmaður föður
hennar. Hann ætlaði að nota
hana að vopni gegn sér — Rossí
— og hversu mikið mundi það
vera sem hún yrði að þola af hálfu
þess manns. „Hversvegna reyndi
eg að bjarga þessum hundingja?“
— spurði hann sjálfan sig í þriðja
sinn.
Morguninn eftir kom einn
flokksmannanna til hans.
„Ileyrið vinur“, sagði hann.
„þessu má ekki svo fram fara. þér
eruð náfölur og taugaveiklaður.
Eg hefi spumir af því að þér haf-
ið varla nærst í heila viku. Minn-
ist málsháttarins: það er auðgert
að vinna borgina, ef borgaramir
svelta. Eg ætla að gefa yður vin-
arráð. þér þyrftuð að hressast í
sveitaloftinu. þér þyrftuð þess
sannarlega! .... það verður að
fara varlega með slíka menn sem
þér eruð. — Hvað segðuð þér um
að dveljast viku tíma í Porto
d’Anzíó?-------Fara núna þegar
með fyrstu lest“.
Rossí sá það þegar, hvað mað-
urinn var að fara. Flokkurinn
vildi losna við hann í bili. þeir
ætluðu að framkvæma hótanirnar
þrátt fyrir mótmælin. þeir ætluðu
að skjóta ráðherrann, í sjálfu
þinghúsinu, færi hann sínu fram
um að traðka réttindum þingsins.
Og hversvegna ekki gjöra það?
þessi maður setta sjálfan sig ut-
an við Guðs og manna lög. Hví
ekki stefna honum þegar fyrir
dómstól Guðs. það væri réttmæt
aftaka.
Og Davíð Rossí! Davíð Rossí
þurfti ekki annað að gera en að
vera fjarstaddur og láta alt fara
sem fara vildi. Hann væri hvergi
nærri, þegar höggið félli. Enginn
gæti ákært hann um að hafa ver-
ið í vitorði. það var meira að
segja auðvelt að sanna það, að
hann hefði mótmælt harkalega, já
meir að segja háð einvígi um
það.
„En þetta er freisting djöfuls-
ins, til þess að svæfa samvisku
mína“, hugsaði hann og svaraði
sjálfum sér.
„Nei. Nú má eg einmitt ekki
fara burt úr Róm. Eg hlýt að vera
á fundinum“.
Einn starfsmannanna við „Morg-
unroðann“ flutti bréf frá eigend-
um blaðsins. þeim hafði dottið það
í hug að ílt væri að samrýma rit-
stj óraskyldurnar við þingmensk-
una. þeir stungu upp á því að
hann legði niður þingmenskuna.
„Enn ein freisting djöfulsins“,
hugsaði hann. Og hann settist
niður óðara og ritaði eigendunum
að hann væri reiðubúinn að láta
af ritstjórninni undir eins og hæf-
ur maður fengist í staðinn.
Honum var svo þungt fyrir
brjósti, að hann gat ekkert gert.
Hann lét því kalla á Jósef litla og
varði miklum hluta dagsins í það
að leika sér við drenginn. Jósef
var í skrautlegustu yfirhöfn föður
síns og þóttist vera dyravörður.
Og svo kom Rossí skríðandi á
fjórum fótum, og átti að vera litli
hundurinn hennar Donnu Rómu
og hinn fíni dyravörður rak hann
burt með staf sínum, Rossí lagði
á flótta og drengurinn ætlaði að
ærast í hlátri.
„Heilög Guðsmóðir! Hverjum
gæti dottið það í hug að ríkisþing-
ið og stórt blað hvíldi á herðum
hans“, sagði gamla konan.
það kvöldaði og Rossí fór inn
í stofu sína, gekk um gólf og hugs-
aði. Hvað átti hann að gjöra?
Fara burt og láta ráðherrann bíða
réttlátan dauða? Eða að fara til
lögreglunnar og segja frá glæp
þeim, sem áformaður væri? Hann
gat engu svarað. Annarsvegar var
frelsi fólksins og réttindi, endur-
minningin um Rösellí lækni og
þann órétt sem hann hafði þolað,
hans eigin tilfinningar gagnvart
Bonellí og umfram alt umhugsun-
in um Rómu. Hinsvegar var sam-
viskan — hin kröfuharða, sú er
ekki varð undan komist.
Bonellí var argasti fjandmaður
hans. það var hann sem stóð í
milli Rossís og Rómu. Hann var
dimma skýið sem hótaði því að
gjöra sameining þeirra óhugsandi.
„Væri hann dáinn, þá gætum
við tvö“, hugsaði hann. En
einmitt þessvegna mátti hann
ekki deyja. Ef Rossí samþykti
það, léti þá skjóta ráðherrann, þá
vissi hann það fyrir, að hann
myndi iðrast eftir það alt líf sitt,
að hann hefði látið tillitið til per-
sónulegra hagsmuna yfirgnæfa
raustu samviskunnar.
En var hann þá knúður til að
svíkja flokksbræður sína? þeir
voru vinir hans og félagar. Átti
hann að varpa þeim í fangelsi
fyrir það að þeir sögðu sig undan
valdi hans?
Hann svaf lítið um nóttina og
vaknaði án þess að vita meira.
Veikur, máttvana og harla auð-
mjúkur snéri hann huga sínum til
Guðs. Hann ætlaði að leita hjálpar
að ofan.
Hann hafði sjaldan farið í
kirkju, síðan hann fór frá Rosellí
lækni, en hann ætlaði að gjöra það
í dag.
Hann gekk fram með bakka
■ , • ' i. ' . i íSKr tíö
Tiberfljótsins og kom inn á fer-
hyrnda torgið fyrir framan Pét-
urskirkjuna. það sást varla til
mannaferða. það suðaði í gos-
brunnunum í bjartri morgunsól-
inni, klukkurnar hringdu og sviss-
neskur varðmaður gekk hægt,
með byssu reidda um öxl, fram og
aftur fyrir málmhliðum Vatikans-
ins.
„Guð minn! Guð minn! Hvernig
á eg að fara að — með þetta
fólk?“ hugsaði hann um leið og
hann gekk auðmjúkur inn í kirkj-
una.
Fáeinar guðhræddar sálir höfðu
safnast inn í kór kapellunnar.
Presturinn las messuna. þá er
guðsþjónustunni var lokið, skund-
aði söfnuðurinn út, eins og verka-
menn sem hverfa heim til máltíð-
ar og tala saman fjörlega.
Hópur tötralega klæddra píla-
gríma var á ferð fyrir framan
hið stóra líkneski af Pétri postula.
Allir, með tölu, kystu þeir slitna
og fægða tá líkneskisins. Andlit
þeirra voru mögur og þreytuleg,
en trú þeirra innileg og sönn.
Annar hópur pílagríma, betur
búinn, lá á knjám við gröf postul-
ans. það voru bændur langt að
komnir, og presturinn, sem var
leiðtoginn, var líka bóndi. þeir
fóru frá einni kirkju til annarar
— til þess að þessi pílagríms-
ganga þeirra mætti verða til þess
að stytta kvalir sálarinnar í
hreinsunareldinum.
Háttstandandi klerkur gengur
fram hjá hópnum. Vesalings fá-
tæku pílagrímamir flykkjast um
hann, til þess að fá að kyssa hring
hans. Hann réttir út hendina og
leyfir þeim að kyssa, en það er
vart að hann virði þá viðlits og
hann yrðir ekki á þá einu orði.
o-
Fréttir.
Hámarksverð. Villandi var það
mj ög sem sagt var í síðasta blaði,
af vangá, að hámarksverð í
Reykjavík á kaffi væri kr. 4,20
kg. Hámarksverðið á kaffi er þar
3 kr. kg. en á brendu kaffi kr.
4,20 kg.
Fyrirlestur um Færeyjar flutti
Helge Wellejus ritstjóri í vikunni
og sýndi um leið skuggamyndir
frá eyjunum. Hefir hann dvalist
alllengi í eyjunum og meðal ann-
ars flutt þar erindi um Island.
Fyrirlesturinn var fróðlegur og
skemtilegur, enda er okkur kært,
Islendingum, að fá fræðslu um
Færeyinga.
Verkfræðingafélag íslands hef-
ir beðið Tímann að birta eftirfar-
andi:
„Verkfræðingafélag Islands hef-
ir á tveim fundum, þ. 17. og 24.
nóvember þ. á., rætt fossamál-
i ð við ýmsa stjómmálamenn og
aðra, og er skoðun félagsmanna í
aðalatriðum þessi:
Félagið telur það æskilegt, og
að vissu leyti jafnvel nauðsynlegt
framtíð landsins, að innlendur
iðnaður vaxi hér upp, fyrst og
fremst til að vinna með vatnsorku
úr afurðum landsins, sem nú em
fluttar út óunnar, en einnig til
þess að hagnýta sér hráefni, sem
til eru í landinu, og loks einnig til
þess, eftir ástæðum, að vinna úr
útlendum hráefnum. En með því
að landið er enn lítt rannsakað, að
því er snertir hráefni til iðnaðar,
vantar enn að miklu leyti undir-
stöðu undir slíkan atvinnurekstur,
og telur félagið því hina mestu
þörf þess, að þær rannsóknir verði
framkvæmdar hið bráðasta.
Svo sem kunnugt er, sótti férag
eitt um sérleyfi til Alþingis 1917
til þess að virkja Sogið. Málið
varð þá ekki afgreitt á þinginu,
en skipuð nefnd, fossanefndin, er
meðal annars skyldi koma fram
með tillögur viðvíkjandi umsókn
félagsins. Meiri hluti hennar lagði
til, að landið sjálft léti fram-
kvæma rannsóknir til undirbún-
ings virkjunar Sogsfossanna og
þingið 1919 heimilaði landsstjórn-
inni að gera þessar rannsóknir og
ákvað jafnframt, að vatnsréttind-
in skyldu tekin lögnámi, landinu
til handa. Samninga mun hafa
verið leitað við félagið um afsal
vatnsréttindanna, en úr rannsókn-
um mun lítið hafa orðið. Verk-
fræðingafélagið lítur svo á, að við
þetta megi ekki una. Félaginu er
það ljóst, hvílík feikna framför
öllu Suðurlandsundirlendinu muni
að virkjun Sogsfossanna og jafn-
framt lagning járnbrautar frá
Reykjavík austur í sveitir. Telur
félagið því brýna þörf, að þessi
mannvirki komist í framkvæmd
svo fljótt, sem unt er. Jafnframt
telur félagið nauðsynlegt, að
rannsakað verði til hlýtar, hvort
tiltækilegt muni að landið sjálft
láti framkvæma virkjunina, svo
sem til var ætlun þingsins 1919.
Vei’kfræðingafélagið lítur svo á
fossamálið yfirleitt, að það megi
verða öllu landinu til mikilla fram-
fara, að hagnýtt verði vatnsorka
í stærri stíl, og telur félagið með
öllu hættulaust að veita góðum fé-
lögum sérleyfi í því skyni, en auð-
vitað með þeim kjörum, að full
trygging sé gegn yfirgangi út-
lendinga og gegn því, að aðalat-
vinnuvegum landsins sé skaði ger.
En til þess að ráðast ekki að ó-
reyndu í mjög stórkostlegar fram-
kvæmdir, telur félagið rétt aö
setja nokkur takmörk fyrir því,
hve mikil vatnsorka verði virkjuð
að sinni. Jafnframt telur félagið
æskilegt, að veitt verði sérleyfi
2—3 félögum eftir ástæðum, en
síður að eins einu félagi til virkj-
unar allrar orkunnar. —
Að öðru leyti vísast til umræð-
anna, sem birtar eru í 5. og 6.
hefti Tímaritsins V. F. 1.
Á fundi sínum 15. desember
hefir því félagið samþykt svo-
hljóðandi
Ályktun um fossamáliið.
Að gefnu tilefni ályktar Verk-
fræðingafélag Islands að skora á
landsstjórnina og Alþingi:
1) að styðja rannsóknir, er miði
að því,að fá ítarlega þekk-
ingu á skilyrðum og mögu-
leikum fyrir íslenskum
iðnaði, er noti innlend eða
útlend hráefni og vatnsafl
sem rekstursafl.
2) a ð hraða undirbúningi Sogs-
virkjunarinnar og jám-
brautarmálsins, sem frek-
ast er unt, og að skipa í
þeim tilgangi starfsnefnd,
er leggi áætlanir sínar og
tillögur um framkvæmd
eða sérleyfisveiting fyrir
landsstjómina.
3) a ð Alþingi veiti sérleyfi til
virkjunar fyrst um sinn
alt að 100000 hestöflum,
ef um það verður sótt, svo
framarlega sem vissa er
fyrir að alvara og bolmagn
fylgi hjá leyfissækjend-
um.“
Kosningarnar. Kosningahríðin
er hafin með fundahöldum flokk-
anna sem að listunum standa.
Sameiginlegir umræðufundir hafa
ekki verið haldnir enn.
Ágæt skemtun er það að sjá
kvikmyndina af sögu Borgarætt-
arinnar á Nýja Bíó, ekki fyrst og
fremst það að sjá leik leikend-
anna, eða fylgja sögunni, held-
ur að sjá náttúrana íslensku á
kvikmynd. Hefir aldrei orðið slík
aðsókn að neinni mynd sem þess-
ari.
Slys það vildi til í Skógarnesi
nýlega, að skipstjórinn á mótor-
bátnum Emmu, sem þar var, Egill
þórðarson frá Ráðagerði á Sel-
tjarnarnesi, druknaði í lendingu.
Var hann á leið í land við fjórða
mann og hvolfdi bátnum. Hinir
mennirnir komust lífs af.
Ekkert svar hefir fengist frá
fjármálaráðuneytinu, hvorki í
Morgunblaðinu né annarsstaðar,
við spumingum þeim, sem fram
voru bornar í síðasta tölublaði
Tímans. En úr annari átt hefir
Tíminn fengið staðfesting á því,
að tekjuskatturinn er ekki greidd-
ur. Ágóði hins umrædda verslun-
arfélags var á árinu 1918 og allra
síðasti gjalddagi skattsins var 1.
júlí síðastliðinn.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.