Tíminn - 05.02.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.02.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavík, 5. febrúar 1921. 5. blað Enn nni tuær stelnnr. i. Síminn flytur nú nálega dag- lega fregnir um það utan úr lönd- um, að atvinnuleysið er að aukast, og kvíða menn þeim margvíslegu afleiðingum, sem því verða og geta orðið samferða. Atvinnuleysið er bein afleiðing ástandsins sem ríkir á sviði við- skiftanna og atvinnumála. Dýrtíð- in hefir hleypt öllu í geypiverð, vörum og verkalaunum. Nú vofir verðfallið yfir. Kaupendur kippa að sér hendinni um að kaupa hin- ar dýru vörur, í von um lækkun. Vörurnar haugast saman í vöru- geymsluhúsunum. þetta hvort- tveggja: að vörurnar eru ekki keyptar og búist við verðfalli, or- sakar það, að framleiðendurnir eru þegar farnir að kippa að sér hendinni um framleiðsluna. J>að er þeim ofmikil áhætta, að kaupa dýr hráefni og borga há vinnulaun, þar eð óvíst er að framleiðslan seljist, nema þá ef til vill með mjög lækkuðu verði — verði sem alls ekki samsvari hinu dýra efni og háa kaupi. Atvinnuleysið stafar af þessari hræðslu íramleiðend- anna. þessi eru allra mestu vandamál stórþjóðanna um þessar mundir. Áframhaldandi og meira að segja aukin framleiðsla er undirstaðan undir því að halda á floti þjóðar- skútunum, sem eru drekkhlaðnar skúldum. Atvinnuleysi í stórborg- unum skapar hinn hættulegasta jarðveg fyrir nýjar byltingar og óeyrðir. IL það getur engum dulist, að hið sama er að fara að hér og í út- löndum. Munurinn ekki annar en sá venjulegi, að línurnar eru orðn- ar skýrari í stóru iðnaðarlöndun- um. Nálega alla tíð síðan stríðið hófst, hefir vart á því borið fyr en í haust, að framboð væri meira á vinnu en eftirspurn. það stafar af því, að riú eru framleiðendurnir hér á kpidi að byrja á því að kippa að sér hendinni um framleiðsluna. Og það hlýtur svo að vera. Af ókunnugleik á hinum aðal- atvinnuveg þjóðarinnar verður liér einkum rætt um landbúnaðinn. það éfr með öllu öhjákvæmilegt að á sumri komandi, að óbreyttum ástæðum, hljóta íslenskir bændur að minka framleiðsluna í mjög stórum stýl og þeir eru þegar farnir að búa sig undir þá minkun. þeir hefðu þegar átt að gjöra það í fyrra. það var oftrú ein á íramtíðina, að þeir gerðu það ekki. Árið síðasta hefir læknað þá of- trú hjá öllum bændum. þeir brenna sig ekki aftur á .henni næsta sumar. Afurðirnar hafa ekki selst fyr- ir nærri því nógu hátt verð til þess að geta borgað kaupavinnuna og aðkeyptu vöruna. Beina vörnin er sú, að minka stórkostWn aðkaup- in, sérstaklega þá sú: að taka ekk- ert kaupafólk á næsta sumri, en reyna að bjai’gast með heimilis- fólkinu. Um sjávarútveginn og aðra at- vinnuvegi mun mikið til mega segja hið sama. Afleiðingarnar eru auðsæar og óumflýj anlegar. Stórkostleg minkun framleiðsl- un'nar, sem er hið alvarlegasta sem fyrir landið^ getur komið á þessu sviði. Rííassjóður getur ekki staðið við skuldbindingar sín- ar, hvorki út á við né inn á við. Alment atvinnuleysi, með öllum hörmungum þess, sem auðvitað kemur fyi’st og fremst niður á kaupstaðina. Samfara þessu hvorttveggja al- nient fjárhagslegt hrun, gjald- þrot einstaklinga og stofnana; al- varlegra ástand yfirleitt en nokkru sinni hefir dunið yfir land okkar. þetta er útsýnið yfir „fyrir- heitna landið“ — land verðlækk- unarinnar, sem dagblöðin í Rvík þrá mest og vilja, eins og annar Móse, flytja þjóðina til. ' m. Á slíkum alvörutímum ríður þjóðunum mikið á því að forystu- menn þeirra, stjómir landanna, séu styrkar og starfhæfar. Að þær skipi samstæðir menn, menn sem með festu, viti og forsjá sjái ráðin til þess að styðja atvinnu- vegina, sjá nýjar leiðir og ryðja steinum úr götu atvinnuveganna. Á slíkum tímum reynir miklu meii’a en ella á stjórnir landanna, það er miklu meira af þeim kraf- ist en venjulega og þær verða að hafa mikil afskifti á ýmsum þeim sviðum einstaklingsins, sem þær láta afskiftalítil venjulega. þær verða sem sé að hafa forystuna um að bjarga atvinnurekstri ein- staklinganna. Framleiðendur og vinnuþegar standa löngum á öndverðum meið og hingað til hefir stjórn okkar lands látið afskiftalaus þau mál. En nú eru báðir í hættu og þjóð- félagið um leið. Framleiðendurnir geta neyðst til að hætta fram- leiðslunni. Atvinnuleysið dynur þá yfir vinnuþegana og ríkið getur ekki staðið við skuldbindingar sín- ar. Ef vel á að fara verður þessu ekki afstýrt með öðru móti en ná- inni samvinnu allra þessara aðila. Eða með öðrum orðum: það verð- ur að stofna til samninga milli framleiðenda og vinnuþega um að ákveða vinnukaupið í samræmi við verð afurðanna, og það er enginn aðili til nema landsstjórnin sem það getur gert. Félagsskapur stéttanna er ekki svo þroskaður á okkar landi, að þær geti sín í milli samið einar. Landsstjórnin verður því að gera það í samvinnu við þá aðila, sem til eru. Geri landsstjórnin þetta ekki, vofir ógæfan yfir, skipulags- leysið, atvinnuleysið og almenna fjárhagshrunið. Annars verður og að krefjast af landsstjórninni. Hún verður að hjálpa atvinnuvegunum miklu meir en hingað til, um að fá mark- að afurða sinna. Um sölu landbúnaðarafurðanna er Samband íslenskra samvinnufé- laga hinn sjálfsagði aðili, sem fyrst og fremst hefði framkvæmd- irnar á hendi. En um marga hluti gæti landsstjórnin veitt ómetan- legan stuðning um að bæta mark- aðinn eða útvega nýjan markað. Fyrst og fremst t. d. með fjár- styrk til manna, sem kyntu sér markaðina. I öðru lagi með samn- ingum við erlendar stjórnir. Ef til vill knýr neyðin okkur til þess t. d. að reyna hið ítrasta til þess að opna markað á Englandi, í Belgíu og víðar fyrir lifandi fé. Aðstoð landsstjórnarinnar væri bráðnauð- synleg undir slíkum kringumstæð- um. Neyðin getur knúð okkur til að fara að ganga nálega eingöngu í klæðum úr íslenskri ull. Ullariðn- aði í stórum stýl verður ekki kom- ið á í fljótu bragði nema með að- stoð landsstjórnarinnar. Og þann- ig mætti margt fleira nefna. Og loks er það enn ótalið, að á slíkum tímum verður það enn meir aðkallandi en venjulega, að lands- stjórnin veiti beinan og óbeinan stuðning um að bæta aðstöðu at- vinnuveganna, vinnubrögð o. fl. Af landbúnaðarins hálfu er Bún- aðarfélag íslands vitanlega hinn sjálfsagði aðili í þessu efni, og hefir svo oft verið á það mál minst hér í blaðinu, að endurtekn- ingar eru óþarfar. En það verður aldrei ofsagt, að nauðsynin er rík- ari en nokkru sinni og augnabliks- spamaður í þessu efni er margfalt tjón og hörmulegasta missýning. Gildir að sjálfsögðu- hið sama um skyldu landsstjórnarinnar að styðja aðra atvinnuvegi. IV. En það verður því miður að teljast mjög óvíst, að sú skoðun verði ofan á á alþingi, sem að framan er nefnd: að landsstjórn- in telji það æðstu skyldu sína að koma á skipulagi um atvinnuvegi og viðskifti, og styðji atvinnuveg- ina beinlínis með afskiftum og ráð- um. það eru t. d. alveg gagnstæðar raddir sem heita mega einráðar í hinni háværu kosningabaráttu hér í bænum. Herópið er undantekningarlítið þetta: Burt með allar takmarkanir af ríkisins hálfu. Burt með afskifti ríkisins af viðskiftum og atvinnu- vegum. Sleppum öllu lausu. Látum verðlækkunina og einstaklings- frelsið lækna öll mein. Engin per- sónuleg höft viljum við þola. það eru tvær andstæðar lífs- skoðanir sem hér mætast,- Alþingi sker úr hvor sterkari verður. Ut- an af landi berast sem betur fer gagnstæðar raddir reykvísku dag- blöðunum. Akui'eyringar og Is- firðingar standa á öndverðum meið við Reykvíkinga. Og vafa- laust gera sveitimar það líka. En undanfarandi ár og yfir- standandi ástand ætti að vera bú- ið að kenna þjóðinni það, að fyrsta og æðsta boðorðið er ekki að heimta meiri þægindi og persónu- legt frelsi, heldur að láta alt ann- að lúta þeirri kröfu, að bjarga heildinni, og taka á sig öll óþæg- indi og alt erfiði sem til þess þarf. Ráðstafaniriiar, sem nú ríkja á viðskiftasviðinu, eru liður í sama kerfi. Verður alt jjetta að fara saman, eða ekkert. ■o I. I síðasta blaði voru tekin fram nokkur atriði, sem sýna hversu náttúruskilyrði og atvinnurekstur hér á landi gera verslunina erfiða, nema með því að hafa mikið og trygt veltufé. Afurðir lands og sjávar eru torseljanlegar á erlend- um markaði. Framleiðslan selst oft ekki fyr en seint á árinu eða stundum eftir áramót. I stað þess að allar nábúaþjóðir okkar eiga yfirleitt létt með að selja vörur sínar, og geta því notað sama pen- inginn mörgum sinnum á ári til innkaupa, verða Islendingar að sætta sig við að selja ársfram- leiðsluna ekki fyr en um áramót. það var giskað á, að af þessari á- stæðu þyrfti alt að því 6 sinnum meh-a veltufé hér á landi á hvem mann, heldur en t. d. í Danmörku eða Englandi. Tveir vegir eru til að fá þetta veltufé. Annaðhvort að láni frá útlendingum, eða með því að safna sjóðum í landinu sjálfu, sem séu eingöngu ætlaðir verslun lands- manna. Sé hvorugt gert, eða á ófullnægjandi hátt, verður kreppa og bágindi í landi. Síðan um 1600 hafa Danir lagt til veltuféð í íslenska verslun, að langmestu leyti. Meðan einokunin og selstöðuverslanirnar réðu hér lögum og lofum, vissu allir að gjaldið, sem íslenska þjóðin greiddi fyrir veltuféð, var gífur- lega hátt. Danir lánuðu íslending- um matvælin og aðrar nauðsynjar tíma úr árinu. Islendingar urðu að ganga að hverju sem boðið var, því annars var hungrið framund- an. En að launum fyrir lánið x-ann allur ágóðinn af starfi þjóðarinnar í vasa þeirra, sem lögðu fram veltuféð, þ. e. úr landi til Dan- merkur. Síðan selstöðuverslunin hætti, hefir hinu sama farið fi’am að talsverðu leyti. Að vísu hefir safn- ast nokkurt veltufé í eign ein- stakra kaupfélaga og kaupmanna. En það hefir ekki nægt til að full- nægja þörfinni. Danir hafa þess- vegna lánað. Að nokkru gegn um heildsala og umboðsmenn. Að nokkx-u gegn um Islandsbanka. Mest af hlutabi’éfum hans er dönsk eign. Hin síðari ár hafa hundi’uð þúsunda horfið úr landi í vasa útlendinga, gróði af þessum hlutabréfum. þar að auki hefir danskur banki lánað íslendingum gegn um Islandsbanka allmikið veltufé. En nú kippa Danir að sér hend- inni um stund, og þá byrjar við- skiftakreppan með öllum sínum afleiðingum. Ki’eppan er vitaskuld meiri af því að mjög mikið af því veltufé, sem til var í landinu og geymt í bönkunum, var í lok sti’íðsins og alt fram að þessum tíma sett fast í skipum. Margir togarar hafa verið keyptir. Fisk- hringurinn er að láta byggja tvö skip til Spánai-fei’ða. Eimskipafé- lagið hefir látið endui’byggja Goðafoss og er talið að hann verði fullsmíðaður í vor. 1 þessi skipa- kaup og skipasmíði er búið að festa margar miljónir af fé, sem var handbært sem veltufé á síð- ustu missii’um stríðsins. II. Af því, sem sagt er hér á und- an, má sjá, að ef bæta á úr veltu- fjái’leysinu hér á landi, og þar með gera þjóðina fjárhagslega sjálf- stæða, verður að grípa til séi’- stakra aðgerða. þjóðin öll, eða a. m. k. mikill meiri hluti hennar þarf að skilja hvemig ástatt er, skilja hættuna og vansæmdina sem fylgir því, að verða að knýja á dyr nábúaþjóðanna um hver ára- mót, og biðja um peningalán fyrir ársforða af þarfa og óþarfa. Jtétt- ur skilningur á málinu og ekkert annað getur knúð íslendinga til að ryðja úr götunni því heljarbjai’gi, sem nú er mesta hindrun fyrir framför Islendinga. Hver breyting á atvinnuvegunum, sem gerir ís- lenskar vörur auðseldari en þær eni nú, er að vissu leyti sama og að auka veltufé landsins. Ef t. d. tækist að sjóða niður fisk eða mjólk á öllum árstíðum, og flytja út, væri það frá þessu sjónarmiði mikill fengur. Hverskonar auð- seljanleg framleiðsla gerir landið sjálfstæðara í fjárhagslegu tilliti. Bráðabirgðaúri’æðið, að fá veltufé að láni, helst annarsstaðar en í Danmörku, er óhjákvæmilegt. En það er ekki nema bráðabirgða- lausn, allra helst á tímum eins og þeim, sem nú fara í hönd, þar sem hver þjóð reynir af fremsta megni að standa ein og óstudd í fjármála- efnum. III. Framkvæmd einstaklings til að safna verslunarveltufé verður lít- ilsvii’ði, nema hún sé þáttur í alls- herjarskipulagi. Sé treyst á veltu- fé fáeinna efnamanna, þá er það handbært í dag, en á morgun bund- ið í skipum fiskhringsins, tógui*- um, eða einhverju öðru algengu gróðafyrirtæki. þó að auðmönnum fjölgi á íslandi, þá mun sú breyt- ing engu breyta til bóta fyrir al- þjóð manna. Aðeins gera þeim mönnum auðveldara að raka sam- an fé, með valdi veltufjárins, frá meðbræðmm sínum, sem lítið eiga nema starfsþrekið og vinnulöng- unina. Lækning við veltufjárleys- inu kemur ekki með vaxandi auð- safni einstakra keppinauta. Lausnin á þessu máli fæst að- eins með skipulagi. Annaðhvort þannig, að löggjöfin beri vit fyrir einstaklingunum, eða þeir geri það sjálfir með frjálsum samtökum. I stuttu máli: Aðeins á tvennan hátt verður veltuféð trygt til lang- fi’ama, svo sem aðstaða landsins og atvinnuveganna krefur. Með landsverslun, eða með sterku alls- herjarsambandi samvinnufélaga. þessi hugmynd er ekki ný. Fyr- ir hérumbil 30 árum fór Torfi í Ólafsdal til Englands og kynti sér í’ækilega alt skipulag ensku kaup- félaganna. Hann varð hrifinn af stórvii’kjum þeh’ra, og skuldlausi’i verslun. Alstaðar seldi hönd hendi. Og í huga sér bar Torfi þetta á- stand saman við verslunina heima. Hann stýi’ði sjálfur kaupfélagi, sem náði yfir alla Dalasýslu, nokk- uð af Snæfellsnesi, Barðaströnd, Strandasýslu og hálfa Húnavatns- sýslu. það var stærsta félag á landinu, og vel rekið eftir því sem kringumstæður leyfðu, galt hverj- um sitt, þegar haustvörui’nar seld- ust, en skuldaði ex’lendis framan af árinu. Torfi vildi brjóta hlekki skulda- verslunarinnar, og fékk því til vegar komið í félagi sínu, með að- stoð duglegra samherja, að Dala- menn ákváðu að leggja hart á sig í nokkur ár til að safna sér veltu- fé, svo að félagið þyrfti ekki að skulda hjá útlendingum. þeir lögðu á sig sérstakt skattgjald (4%) af allri aðfluttri vöru, sem rann í stofnsjóð félagsins. Hver félagsmaður átti í sjóði þessum innieign, eftir því hvað hann versl- aði mikið. Og þessi innieign átti að standa þar, til að mæta láns- þörf hvei’s félagsmanns fyrri hluta ársins. Laust fyrir aldamótin skrifaði Guðjón Guðlaugsson alþingismað- ur rækilega gi-ein urn þetta mál og sannaði með tölum, að ef elsta kaupfélagið, sem byrjaði 1881, hefði fylgt þeim reglum, sem palamenn settu sér 1893, hefði það átt nægilegt veltufé um alda- mótin 1900. Sömuleiðis sannar hann, að ef landið hefði verið eitt kaupfélag frá 1880—1900, þá hefði það með þessum hætti safn- að rúmum 6 miljónum ki’óna í veltufjársjóðum. þá hefði fjötur- inn verið leystur af þjóðinni. Dalafélagið skiftist í möi’g minni félög, sem lifa enn. En 'stofnsjóðshugmynd Dalamanna lif- ir líka. Hvert einasta kaupfélag á landinu, sem nokkurt líf er í, safn- ar sér stofnsjóði. Elstu félögin voru kornin nokkuð næi’ri tak- markinu að eiga sjálf nóg starfs- fé, þegar gildi peninga féll sökum áhrifa stríðsins. Haldist dýi’tíðin, þui’fa sjóðii’nir að vera langtum stæri’i heldur en gert var ráð fyrir á undan styrjöldinni. Nú á dögum lifa báðar þessar stefnur. Sumir vilja öðlast fjár- hagslegt sjálfstæði með því að landið vei’sli sjálft með sumar nauðsynjar, t. d. kornvörur, stein- olíu, kol og salt, og að landsverslun komi sér upp varasjóði, alt að 15— 20 miljónum ki’óna, til að geta staðið á eigin fótum. Ef allir Is- lendingar hugsuðu meira um al- menningshag, heldur en hagsmuni einstakra > stétta (milliliðanna), myndi þessi hugmynd fremur auðveld í framkvæmd. En veika hlið þessarar aðferðar er það, að hún reynir að bjai’ga öllum móti vilja sumra. Hún gerir ráð fyrir að landinu sé betur stjórnað, held- ur en mikill hluti þjóðai’innar á skilið. Samvinnufélögin standa betur að vígi. I þeim er stai’fandi sá hluti Islendinga, sem einhverja framsýni hefir í verslunai’málum. þar er gi’undvöllurinn lagður með heilbx’igðar sjóðmyndanir. þeir sjóðir hafa ekki verið skattlagðii’, i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.