Tíminn - 12.02.1921, Qupperneq 2

Tíminn - 12.02.1921, Qupperneq 2
18 T 1 M I N N Á víð og dreif. Genúa-legátinn. Til þess máls var efnt með fá- visku, enda fara efndirnar eftir því. Fyrst var alls óþarfi að hafa slíkan; mann, meðanl „Fiskhring- urinn“ réði algerlega yfir fisksölu íslendinga. Copland mun ekki hafa talið sig þurfa að fá slíkan mann sér til ráðuneytis. Genúa var afar- illa valinn staður, allra helst þar sem Ítalía lá við gjaldþroti og gat ekki keypt fisk. 1 þriðja lagi var maðurinn, Gunnar Egilsson, illa valinn. Eftir hann liggur tvent í, þarfir almennings. Hann var rit- stjóri að brennivínsblaði, sem vesl- aðist upp í höndum hans. Síðar var hann Ameríku-sendimaður, bætt ofan á Áma Eggertsson. Fyrir þá ferð vildi hann hafa ca. 25—30 þús. kr. meira en Á. E. fyrir jafn- langan tíma. Alt þetta var Jóni Magnússyni vel kunnugt. En þó að Gunnar væri búinn að sýna litla sanngirni í skiftum við landið, þá valdi J. M. hann fyrstan í legáta- stöðu. Síðan fór Gunnar til Genúa og mun hafa átt að vera íslensk- danskur ræðismaður. En Danir munu ekki hafa viljað unna Islapdi að hafa sinn sendimann. J. M. lét Gunnar þá sitja erindisbréfslaus- an fram á haust, hafandi alls ekk- ert að gera. Að lokum mun hann hafa verið -gerður að viðskifta- ráðunaut. Til þess að setja slíkan mann þurfti ekkert fullveldis-tild- ur. Endalokin eru eins og upphaf- ið. Óþörf staða. Illa valinn staður. Óheppilegur maður. Ekkert við- íangsefni. Ekki einu sinni ræðis- mannsnafnbótin. Svo endar málið sem þjóðarvansæmd. Kostar vænt- anlega ekki minna en 20 þús. á ári. Laglega á haldið. íslensk glíma. Glímukóngur landsins heitir Tryggvi Gunnarsson. Hann fellir marga, en glímir með afburðum illa. Á glímuæfingu nýverið glímdi hann svo óvarlega, að handleggur mótstöðumannsins gekk úr liði, og var maðurinn við rúmið í hálfan mánu. Litlu síðar vann Tryggvi ófrægilegan sigur í skjaldarglím- unni. En þá stöppuðu áhorfendur, en húsið dundi af fagnaðarópum fyrir helsta andstæðingi hans, ungum lögfræðisnema, sem glímdi fallega og drengilega. Glíma Tr. Gunnarssonar er þess eðlis, að al- menningsálitið verður að taka í taumana. Menn sem glíma jafn illa og hrottalega eins og hann, eiga ekki að fá að glíma opinber- lega, fyr en þeir betra sig. Hver rnaður, sem setur leikbróður sinn úr liði í glímu eða beinbrýtur hann, á að tapa rétti til að glíma opinberlega í 1—2 ár. Ekki braut eða limlesti Sigurjón menn, meðan hann glímdi, og feldi menn samt. En Sigurjón var riddaralegur í lund. pessvegna vildi hann heldur tapa sigri, en misbeita aflinu. Sama má segja um aðra góða glímumenn, Hallgrím, Halldór Hansen, Guðm. Kristinn og marga fleiri. Bolaglíman á að verða land- ræk. Bakkus og templarar. Einn af efstu mönnunum á lista við þingkosningamar núna er þektur andbánningur. pað var Jón porláksson. Allir hinir voru ákveðnir og eindregnir bannmenn. Jón taldi sig að vísu ekki vilja skemma bannlögin, en það heit þótti lítilsvirði, enda var kunn- ugt, að hann hafði' legið undir kæru fyrir brot á lögunum síðast- liðið haust. Annars hreyfðu and- stæðingar hans ekki því máli fyrir kosninguna. pessi vitneskja gat engu breytt um aðstöðu þeirra, sem í raun og veru eru á móti því, að lögin séu skemd. Nú er kunnugt um þrjá nafn- kenda templara, sem hjálpuðu Jóni inn á þingið -— til að auka þar veldi laganná! Einar Kvaran var annar maður á lista Jóns. Pétur Zóphóníasson mun vera hjá templ- urum æðsti maður í þeirri sveit, sem á að gæta þess, að bannvinir komi bannmönnum á þingið. En nú í kosningunum var hann lífið og sálin í kosninga-„maskínu“ J. p. Og loks var Sveinn Jónsson kaup- maður einn af styðjendum Jóns. J. p. hefði ef til vill náð kosn- ingu án stuðnings þessara manna. En hvernig fer Reglan að, til þess að hreinsa sinn skjöld? Reglan hefir ekki nema um tvent að gera: Annaðhvort að taka á sig ábyrgðina, og ganga þar með opinberlega í lið með Bakkusi, eða að láta þessa menn fara yfir til andstæðinganna. Templarar mega vel vita, að þetta mál hefir vakið gífurlega eftirtekt. Og Reglan verður spurð,’ þangað til hún svarar, hvort hún ætlar að snúast móti bannlögun- um, eða hlynna að þeim framvegis. Or bréfi af ísafirði. Merkur borgari skrifar: „Með- an landlæknir var burtu í vor, kom Sæmundur Bjamhéðinsson, sem settur var í stað hans, því til leið- ar, að rannsókn var hafin á Kjerúlf lækni hér fyrir resepta- sölu hans. Kjerúlf var fyrir nokkr- um áram sektaður um 400 kr. í undirrétti fyrir að hann á einu ári lét úti 1000 vínresept. Yfirréttur færði þá sekt niður í 200 kr. og mun sá dómur ekki hafa verið til- kyntur, fyr en þessi rannsókn var fyrirskipuð. Rannsóknin í sumar leiddi í ljós, að Kjerúlf seldi um 2500 vínresept frá maí 1919 til maí 1920 — eða eftir því sem leik- menn telj a, sama sem 20 tunnur af venjulegu brennivíni. Líklega verð- ur ekkert úr þessu annað en rann- sóknin“. — Svo mörg eru bréfritarans orð. Auðséð hve blessunarrík áhrif það hefir, að landlæknir skreppur úr landi. Hver veit nema almennings- álitið knýi hann fyr en varir til að unna sér lengri hvíldar frá landlæknis-annríkinu ? Til athugunar ísfirðingum skal þess getið, að allur þorrinn af læknum landsins ákvað á lækna- fundi að heimta að sett yrði nefnd landlækni og landstjórn til aðstoð- ar til að dæma um vínbrúkun lækna — til lyfja. Löghlýðnu læknarnir þola ekki að vera settir á sama bekk og Kjerúlf og hans líkar. En Jón Magnússon eyddi mál- inu. Líklega hafa þeir landlæknir og dómsmálaráðherrann komið sér saman um, að sú lausn á málinu væri best fyrir alla hlutaðeig- endur. Bréf frá Akureyri. „Hér er almenn óánægja með þá ráðstöfun mentamálanefndar að slíta sambandið milli mentaskólans og skólans hér. þykjast menn þá sjá, að dagar Gagnfræðaskólans muni taldir. Hann yrði þá eins- konar efsti bekkur í baraaskóla bæjarins. Heyrst hefir að Geir prestur Sæmundsson ætli að sækja um skólameistarastarfið, en sr. Björn í Laufási um kennara- stöðu. Menn era hræddir um, að ef úr þessi verði, muni þeir af kennurunum, sem nú halda skólan- um uppi, leita burtu. Kaupmenn og þeirra lið er vongott um að þetta takist. peir treysta á dóm- greind J. M. til að velja þjóðfélag- inu starfsmenn. Ekki ætti það heldur að spilla fyrir þessum merkisprestum, að þeir eru ná- mægðir forsætisráðherranum“. o Kosningarnar í Reykjavík. Rúmlega 8 þúsund voru á kjör- skrá, en ekki notuðu kosning^rétt- inn nemf liðug 5000. prír efstu listarnir komu að einum manni hver, Jóni Baldvinssyni, Jóni por- lákssyni og Magnúsi Jónssyni. Verkamenn fengu um 1800 at- kvæði, en Heimastjóm og langs- um 3—4 hundruð atkv. minna hvor. þórða-listinn fékk tæp 1000 atkv. U ngmennaf élögin hafa ákveðið að halda sambands- þing sitt, og fjórðungsþing Sunn- lendingafjórðungs um miðjan maí í Reykjavík. Fundartíminn verður auglýstur síðar. Sambandsdeildir út um land gerðu vel, ef þær gætu látið menn úr félögunum, sem stunda hér nám eða dvelja í Rvík um stundasakir, vera fulltrúa að einhverju leyti, sökum þess, að ungmennafélögin hafa ekki efni á að kosta ferðir fjölmargra full- trúa, þótt það hefði verið æskileg- ast, að þeir hefu allir verið heim- ansendir. Nýjar hugmyndir. Árið 1917 sótti einn af okkar ungu mönnum, porkell p. Cle- mentz í Reykjavík, um einkaleyfi til alþingis, til þess að þurka kjöt til útflutnings. Hafði hann fengið meðmæli stjórna Búnaðarfélags- ins, Sláturfélags Suðurlands og Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Málið var þá samþykt í neðri deild, en svo seint, að það dagaði uppi í efri deild. Árið eftir var málið aftur borið fram í þinginu. Var því fast fylgt af sumum bænd um. Einkaleyfið var þá samþykt í efri deild, en þegar það kom til umræðu í neðri deild, lögðust nokkrir þingmenn á móti því af ýmsum sundurleitum ástæðum, og varð það til þess, að málið féll í deildinni, án þess að þingið gerði nokkrar samningátilraunir við leyfisbeiðanda eða gerði ráð- stafanir til að gerðar yrðu tilraun- ir á annan hátt með þurkað kjöt. Leyfisbeiðandi, sem styrktur hefir verið af opinberu fé til þess að kynna sér þurkunaraðferðir, sérstaklega á fiski, hér í ná- grannalöndunum, hefir unnið að þessum áhugamálum sínum frá 1912. Á þinginu lagði hann fram sýnishom af þurkuðu kjöti, sem þurkað hafði verið í tilraunastöð félaga hans í Danmörku í sömu þurkunartækjunum, sem hann ætlaði að nota hér heima. Gátu þingmenn þar séð, að þurkunarað- ferðin sjálf var komin vel á veg, því að margir átu af kjötinu með góðri lyst og sannfærðust um að varan var góð, og að það, sem á vantaði, var aðallega tilraun til að afta slíkri vöru markaðs erlendis. Á seinna þinginu fór leyfisbeið- andi fram á 15 ára einkaleyfi, en einkaleyfið skyldi falla niður, ef ekki væri farið að starfrækja fyr- irtækið innan þriggja ára. Fyrsta árið, sem þurkað kjöt væri flutt út, skyldi ekkert greiða fyrir einkaleyfið, en síðan alt að 10 kr. af smálest hverri, og rynni gjald- ið í landssjóð. Fimm áram eftir að útflutningur væri hafinn, skyldi svo landsstjómin hafa leyfi til að taka einkaleyfið ásamt öllum tækj- um í sínar hendur eftir mati dóm- kvaddra manna. það sem réði úrslitum málsins var ekki það, að skilyrðin sjálf væru óaðgengileg, því að engar til- raunir voru gerðar til þess að fá þeim breytt, svo að þau yrði að- gengilegri fyrir landið. Veit því enginn enn nema leyfishafi hefði gengið að skemri einkaleyfistíma eða öðrum hagkvæmari skilmálum á ýmsan hátt, eða jafnvel fram- kvæmt þurkunartilraunir fyrir landið á alt öðrum grundvelli. Nú eru liðin 3 ár. Málið hefir sofið. Eymdarástand saltkjöts- verkunarinnar heldur enn áfram. þurkunin hefir ekki verið reynd. Hver veit þó, nema þar geti legið úrlausn útflutningsvandræðanna. pað veit sennilega enginn, fyr en búið er að gera tilraun með að vinna slíkri vöru álit á heimsmark- aðinum. En hitt vita allir, að ann- aðhvort er málið álitlegt og þess vert, að því sé haldið vakandi, og ef til vill styrkt með fjárframlög- um, eða það er óálitlegt og ekki þess vert að því sé sint á þann hátt. En hverju er þá spilt, þó að við veitum þeim einkaleyfi, sem sjálfir hafa trú á hugmyndinni og vilja verja fé og fyrirhöfn til að hrinda henni í framkvæmd? Ekki erum við fátækari fyrir það, þó að aðrir græði á hugmyndum, sem við sjálfir teljum vonlausar og viljum ekkert sinna. Hefðu tilraunir í þessa átt alveg brugðist í höndum leyfishafa og tilraunamanns sjálfs, væram við þó hygnari eftir en áður, en bæru þær góðan árangur, værum við enn hygnari og hefðum arðsvon í aðra hönd að léyfistíma liðnum. Okkur verður að skiljast það, Islendingum, að hugmyndir eru peningavirði og við verðum að læra að virða þá menn vitals, sem vilja veita hugmyndunum yfir okkur. Við verðum líka að vaxa svo í sjálfsþótta, að okkur þykji vansæmd í því, að lifa sem snýkju- dýr á hugmyndum annara, láta aðra sá með andlegu erfiði og eyða til þess tíma og fé, hirða svo sjálfir uppskeruna, en láta sáð- manninn svelta. Nýjar hugmyndir koma ekki með krafti öðruvísi en að að þeim sé hlynt, og einkaleyfi nýrra hug- mynda er ekki annað en vátrygg- ingargjald þess tilkostnaðar og á- hættu, er byrj uúhrf ramkvæmd hugmyndanna hefir í för með sér, auk réttlátrar þóknunar fyrir þann hagnað, er hugmyndin veitir þjóðfélaginu. Við megum ekki setja slagbrand fyrir hurðina, þegar góðar hug- myndir drepa á dyr, heldur verð- um við að opna dyrnar, svo að þær geti streymt inn til okkar hvaðan- æfa. 28. janúar 1921. Páll Jónsson, Einarsnesi. -------o----— Páll Jónsson kennari á Hvanneyri hefir í vet- ur fengið aðkenningu af brjóst- veiki og er nú sem stendur á Víf- ilsstöðum. Hann er á batavegi, og skrifar á Hælinu grein þá, sem birtist eftir hann hér í blaðinu. Eiríkur Einarsson alþingismaur Árnesinga er ný- kominn úr ferð um Noreg til að kynna sér áhrif fossavirkjunar á þjóðlífið. Hann hefir ferðast víða um Noreg, heimsótt hin helstu orkuver og fundið að máli marga helstu menn í þeim efnum, þar í landi. Tryggvi þórhallsson ritstjóri brá sér upp að Hvanneyri um síðustu helgi. Kemur væntanlega eftir rúma viku, með næstu Skjald- arferð. -------o------ ■gáorgtn eií'tfa cfttc $>aCC §ainc „Eg ætlaði ekki að segja fleira. Eg hefði getað skrifað, en eg var hrædd um að þér kæmuð með mót- bárur, og eg vildi sækj a svarið sjálf. Verið þér sælir“. Hann hafði aðeins hneigt sig þá er hún kom, og nú ætlaði hún að fara án þess að taka í hönd hon- um. „Róma!“ sagði hann í lágum róm. Hún nam staðar, en sagði ekk- ert, og hann fann það hve blóðið rann um æðarnar eins og heitur straumur. „Mér er svo miklu hughægra síðan eg veit, það, að þér eruð á mínu rnáli um það sem eg skrif- aði“. „I síðasta bréfinu? því, þá er þér báðuð mig að gleyma yður?“ „það er best — langbest! Eg er þeirrar skoðunar, að þá er annar aðili“ — hann gat varla fengið orðin fram á varir sér — „er í vafa um hvort hjúskapur sé hyggilegur, þá sé réttast að draga sig í hlé, þótt á elleftu stundu sé, fremur en að hefja æfilanga ferð, með illum fyrirboðum“. „Já, já, einmitt", sagði hún og varp öndinn og snéri sér undaii. „En þér megið ekki halda það, Róma, að skilnaður okkar valdi mér ekki sársauka. þau augnablik era til, þá er örðugt er að segja: Verði þinn vilji. Og eg get a. m. k. beðið fyrir hamingju yðar og ef til vill einhverntíma — í öðru lífi — í eilífðinni . .. . “ „Við vorum búin að lofa hvort öðru, að tala ekki um það“, sagði hún óþolinmóðlega. pá mættust augu þeirra, og hann skildi það, að hann var að ljúga að sjálfum sér, þá er hann talaði um að hann ætlaði að sleppa henni. „Róma“, áagði hann. „pér verð- ið að skrifa mér, ef þér þarfnist mín í framtíðinni“. „Yðar vegna — er ekki svo ?“ ,,það skiftir ekki máli — það er alveg það sama — nú“. „En það er dregið dár að mér yðar vegna!“ Blóðið steig honum til höfuðs og það brá fyrir leiftri í augum hans á ný, en hún snéri sér hægt undan og sagði lágt: „Mér þykir fyrir, að þér reiðist af því að eg kom“. „Reiðist!" endurtók hann, og Jörðin Úthlið í Biskupstungum fæst til ábúðar frá næstu fardögum. Semja ber um ábúðina við Magnús Sigurðs- son bankastjóra. Ta.rjzcie IsiölDes. En större Aítager, c. 1000 Bdt. ugentlig, af uslirede Svine- og Lammetarme, önsker Tilbud. — Tönder haves disponible. Melchiors, Roskildevej 41, Köbenhavn, Valby. röddin titraði af æsingu ástríðunn- ar, og hjörtu þeirra beggja ætluðu að springa. J>að var farið að rigna og stórir dropar féllu á rúðurnar. „Nú getið þér ekki farið“, sagði hann, „og úr því.þetta er í síðasta sinn sem þér komið, þá er hérna nokkuð sem þér ættuð að heyra“. Hún settist niður og losaði um yfirhöfnina. Iiún tók hattinn af höfði sér og fór að taka hanskana af höndum sér. pað var eins og ný fegurð hennar andaði á móti Rossí og heillaði hann. Hann þorði varla að horfa á hana, því að hann var hræddur um að hann myndi kasta sér fyrir fætur henni í til- beiðslu. „En hvað hún er róleg“, hugs- aði hann. „Á hvað mundi það vita?“ Hann gekk að skrifborðinu og tók böggul úr einni skúffunni. „Munið þér eftir málrómi föður yðar?“ spurði hann. „Hann er það eina sem eg minn- ist, þegar eg hugsa um föður minn. Hversvegna spyrjið þér að því ?“ „Eg hefi hann hér!“ Hún spratt upp af stólnum, en settist hægt aftur. „Segið mér meira um það“. ,,pá er faðir yðar var fluttur til Elbu, fékk hann leyfi til að vera á ferli, undir eftirliti lögreglunn- ar. Hann var ekki lokaður innan fangelsismúra. Honum var haldið þar alla ólifaða æfi. Hann sá hina fangana koma og fara, og það bar við að raddir bárast til hans, ut- an úr heiminum. „Heyrði hann nokkurntíma um mig?“ „Já, og líka um mig. Einhver fangi sagði honum um Davíð Rossí, og vegna þeirra kenninga, sem bundnar voru við það nafn, þekti hann Davíð Leóne, drenginn sem hann hafði fóstrað og alið upp. Hann langaði til að senda mér boð“. „Var það um — ;------“. „Já, það var! Bréf fanganna voru lesin. pað var erfitt, eða ó- mögulegt að skjóta bréfi fram hjá vörðunum. En loks fann hann færa leið. Einn fanganna hafði fengið grammófón að gjöf og plötur með. Ekkert hafði verið mótað á nokkrar þeirra. Faðir yð- ar talaði á eina þeiraa. pegar eig- andinn fór frá Elbu, tók hann plöt- una með. Hún er hérna“. Með ósjálfráðum hrolli tók hún við öskjunni. Utan á lokinu stóð: „Potpourri úr Faust“, en innan á lokið var ritað með blýanti: „Á að fá D. L. í hendur — á að eyði- leggja, ef hr. Davíð Rossí veit ekki hvar hann er“. „Og það er rödd föður míns?“ „Síðustu orð hans og boð“. „Hann er látinn fyrir tveim ár- um — og þó —“. „Getið þér þolað það að hlusta á?“ Hann tók við plötunni úr hendi hennar, setti hana á grammófón- inn og þrýsti á hnappinn. Suðið heyrðist nú greinilega, þótt regn- ið dundi á gluggana. Hann stóð við hlið hennar og fann hönd hennar á handlegg sér, þá er heyrðist skær og hljómmik- il rödd: „Davíð Leóne! Vinur þinn gamli, Rossellí læknir, sendir þér hin hinstu boð, áður en hann deyr“. ------o------- Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.