Tíminn - 12.03.1921, Síða 1

Tíminn - 12.03.1921, Síða 1
'V. ár. Reykjavík, 12. marz 1921. 10. blað \ Mentamálanefndin. VII. Nefndin leggur til, að latkia verði kend í 5 bekkjum Menta- skólans í stað þess að hún er nú kend í 3 bekkjum. Tekur það tölu- verðan tíma frá öðrum námsgrein- um og er spor í afturhaldsáttina. Ýmsir hafa gerst til að heimta aukna latínukenslu í skólanum, og munu þeir flestir hafa gert meiri kröfur en nefndin hefir séð sér fært að fullnægja. Meðal annara telur Lagadeild Háskólans það æskilegast, „að latínukensla yi*ði aukin að mun og yrði ekki minni en hún var í latínuskólanum á síð- ustu árum hans“, en þá var latína kend allan skólaiin og var latnesk- ur stíll stuttu áðurinntökuskilyrði. Telur lagadeild þetta nauðsynlegt vegna kenslu í rómverskum rétti, er hún hygst að taka upp. Mun það margra álit, að lagadeild gæti kent rómverskan rétt eins og henni líst, þó latínukensla sé ekki aukin frá því sem nú er, enda gef- ur Bjami dócent frá Vogi yngri stúdentum, sem sótt hafa fyrir- lestra hans, þann vitnisburð, „að þeir skilji latneska tungu allvel“. Ef það er rétt um úrvalsmennina, ætti lagadeild að vera vorkunnar- laust að kenna rómverskan rétt miðlungsmönnum og gæti hún um það leitað aðstoðar grísku og latínudócentsins, eins og guðfræð- isdeild, ef á þyrfti að halda. Væri ekki gott að allir reyndust svona heimtufrekir. T. d. væri guðfræðisdeild meiri vorkunn að heimta grískukenslu í Mentaskól- anum. Nýja testamentið er ekki ó- merkari heimild fyrir guðfræðina en rómaréttur fyrir lögfræðina. En þá kröfu hefir guðfræðisdeild- in ekki gert. Hefir hún þó á síð- ustu árum gert þá tvísýnu ráðstöf- un, að skylda guðfræðisstúdenta til að nema grísku á Háskólanum. Virðast embættiskjör presta ekki mega við því, að undirbúningsnám þeirra sé lengt fyrir sakir fordild- ar einnar. Enginn verður réttbær dómari um vafastaði, sem hinum lærðustu kennifeðrum ekki ber saman um, þó hann nemi grísku í hálft ár. Og enginn verður betur kristinn fyrir þá kunnáttu. það er ekki einu sinni svo vel, að nýja testamentið sé skrifað á klassiskri grísku, né heldur er grískan frum- mál kristindómsins. Kristur kendi á hebreska tungu, þó við ekki eig- um ræður hans á frummálinu, og á því máli er gamla testamentið ritað. Skyldi maður því halda, að fremur væru knýjandi ástæður til að læra hebreskuna en grískuna, og þó sætta menn sig við að sleppa henni. Að vísu tóku margir grísku- próf áður en það var gert að skyldu, og var það vel farið. Alt sem menn gera af frjálsum vilja og ótilneyddir verður reiknað þeim til réttlætis, jafnvel þó óþörf áreynsla sé. En nú er sá ljóminn farinn af, og er ekki ólíklegt að óánægjan komi í spor skyldunnar. Mentaskólinn hefir mikla mála- kenslu á sinni könnu. Fyrst er ís- lenskan. þá er danskan. Nemend- ur eiga að læra að lesa málið með góðum framburði og fá nokkra æf- ingu í að tala það og rita. Nefnd- in minnist ekki á, að nemendur fái leiðbeiningar um framburð sænsku í sambandi við dönskukensluna, og á þó danskan að vera lykill að menningu allra Norðurlanda. J>á eru sömu kröfur gerðar um ensku. þýsku eiga nemendur að geta les- io með góðum framburði og skilja alment nútíðarmál. Sama er um frönskuna. Latínuna læra menn nú í þrem bekkjum skólans. Aukið latínuna! hrópa margir. Reisið við grískuna! segja nokkr- ir. Bætið við gotnesku! heyrist svo einn kalla. En hví á að ein- angra sig við þetta? Ítalía hefir lengur verið eitt mesta menning- arland en meðan latína var töluð þar. Divina Comedia er rituð á ítölsku. Og nú eni suðurgöngur aftur að hefjast. Og þó er ítalska ekki lesin í Mentaskólanum! Til Spánar flytjum við fiskinn, og á þorskinum hvílir öll okkar æðri menning. Jafnvel sjálfur Háskól- inn mundi falla saman ef þorskur- inn seldist ekki. Bætum því spönsku við. Eða þá kínverska og sanskrit, elstu menningarmál heimsins — getur nokkur talist 'mentaður maður sem getur ekki notið á frummálinu þeirrar auð- legðar, sem þessi mál hafa að geyma? Ó, þú drambláti rómarétt- ur! það er jafngott að þú vitir, að þú ei't ekki einn um hituna. Kensla erlendra mála er þegar vandræða- lega mikil í Mentaskólanum, og er ekki á það bætandi. Er þar kent 2—3 málum fleira en í mentaskól- um stórþjóðanna. Hjá einu erlendu máli umfram stórþjóðimar verður ekki komist vegna fámennis okk- ar. Ber því nauðsyn til að gjalda yarhuga við allri aukning í þess- ari grein. — Og víkjum nú aftur að latínunni. 1 miðaldaskólunum var latínan kend af hagnýtum ástæðum. Hún var gagnfræði sinna tíma. Latínan var lifandi mál, þó hún væri ekki töluð af neinni þjóð. Hún var móð- urmál vísinda og lærdóms. Enginn gat verið mentaður maður nema hann kynni latínu. Hún var nauð- synlegri mentamönnum fyrra tíma en nokkurt eitt nýju málanna er nútímamönnum. Nú er þessum fótum kipt undan henni. Lærðir menn eru löngu hættir að rita á latínu. Latínan er dautt mál og verður með hverju árinu ónauð- synlegri. Lengi hefir verið háð um hana hörð barátta, og telja ýmsir hana nú nauðsynlega til að gefa þann þroska, er nauðsynlegur er til vísindalegs náms. Á þeim tré- fótum gengur hún enn. Nýtur hún nú þeirra eftirlauna, að hún er kend í lærdómsdeild Mentaskól- ans og hefir enginn við því amast að svo stöddu. Er það því merki- legra, að vandamenn hennar skuli nú heimta hækkun á eftirlaunun- um, þar sem fyrirsjáanlegt er, að þessi öld mun ekki líða svo, að þau verði ekki öll af henni tekin. Nefndin vill gera hana að nál- arauga, sem snúi mörgum úlfald- anum aftur, er ætlar inn á lærðu brautina. Til þess hefði þurft að gera latínu að inntökuskilyrði, eins og ýmsir hafa krafist, því eft- ir að menn eru í skólann komnir, skolast þeir með, bekk úr bekk, þó heimskir séu og tornæmir, ef þeir eru sæmilega iðnir jafnt þó latína sé aukin. Er það marg- reynt, og mega meira en lítil brögð vera að, ef ein námsgrein fellir nemendur. Hér dugar engin miðlun; annaðhvort er að láta við núverandi ástand sitja, eða gera algerða yfirbót. Nefndin segir að allmiklum tíma þurfi að verja til latínunnar, ef námið eigi að koma að haldi, og er það mála sannast. Meðan hún var kend í öllum skól- anum og stíll til inntökuprófs, m. ö. o. 7—8 ár, gaf B. M. Ólsen rektor stúdentum þann vitnisburð, að þeir gætu ekki talað hana, ekki í-itað hugsanir sínar á latínu, og ekki lesið bækurnar, sem á latínu eru ritaðar, nema með þeirri fyrir- höfn, sem enginn leggur á sig ó- tilneyddur. það ber að sama brunni: í þessu máh dugar engin miðlun. Aðalástæða nefndarinnar og annara, sem vilja endurrreisa latínuna, er þó, að hún sé best fallin til að auka þroska, skilning og rökvísi nemenda. En þá er því gleymt, að allar námsgreinar geta og verið mjög þroskandi, og skar- ar latína síst fram úr íslensku, stærðfræði og ýmsum greinum náttúruvísinda. Mest er undir því komið, hvernig er kent, en ekki undir hvað er kent. Ýmsir fara svo langt, að þeir telja latín- una eina þroskameðalið, hið eina sem skilur mentaðan mann frá ómentuðum. það verð- ur næstum óskiljanlegt, að þroski og menning skuli hafa átt sér stað nokkursstaðar þar sem latína hef- ir verið lítt þekt. Heyrst hefir jafnvel, að ekki sé hægt að læra íslensku öðruvísi en að læra fyrst latínu. Hefir þó íslenska verið best rituð af ýmsum,er enga latínu kunnu. Ósannað er að Snorri Sturluson hafi kunnað latínu, og ritar hann þó dágott mál. Og vart skarar latínuhesturinn Saxo Grammaticus fram úr honum að andlegum þroska eða sjálfstæðri hugsun. Eða hvernig má það vera, að andlegt líf var vesalast hér á landi þegar latínan var voldugust, ef hún er besta þroskameðalið ? Má vera að hún hafi ekki verið orsök hnignunar og deyfðar- drunga, en hún var þess ekki mátt- ug að vekja þjóðina til „þroska og sjálfstæðrar hugsunar“, þó nú sé henni ætlað að hafa þau áhrif í Mentaskólanum. Eg geri ráð fyrir að aukin latína mundi hafa alt önnur áhrif. Ilún myndi auka á óánægju nem- enda og ólag Mentaskólans. óá- nægjan yfir latínunni var mikil áður, en meiri yrði hún nú. því latínan verður menningu okkar fjarstæðari með hverju árinu. J>að var hin megnasta óánægja og sár- asta gremja, sem loks eftir baráttu í tugi ára steypti latín- unni af stóli. J>ví hafa nú margir gleymt. Mönnum finst ósjálfrátt vænt um flest sem þeir hafa lært í æsku, þegar frá líður. J>að er ekkert ljótt um það að segja, En hitt er hættulegt, þegar menn ger- ast sljóir fyrir kröfum tímans og vilja ekki vita annað uppeldi en það, sem þeir sjálfir hafa fengið. Nefndin má þó eiga, að hún gerir ekki hinar ítrustu kröfur um latín- una, en það verður henni til engra málsbóta þar sem hún leggur mesta áherslu á 6 ára skiftan skóla. óskiftur skóli er því aðeins nauðsynlegur, að latína sé tekin upp í öllum skólanum og sem inn- tökuskilyrði. Tillögur nefndarinn- areru því sjálfum sér sundurþykk- ar, og flatar fyrir aðfinslum úr öllum áttum. VIII. Eg hefi ekki fundið í nefndar- álitinu neitt yfirlit yfir sögu Mentaskólamálsins hér á landi. J>ví síður er drepið á þróunarsögu lærðu skólanna erlendis. J)að er ekki minst á sögu málsins. Við tvo strauma hefir eínkum orðið vart, og hafa þeir rutt sér meir og meir til rúms: annar sá, að koma læi’ðum skólum í nánara samband við aðra skóla, hinn að láta fom- níálin víkja fyrir því sem er tíma- bærara. Nýja reglugerðin var sig- ur þessarar hreyfingar hér á landi. J>etta ætti G. F. að hafa verið ljóst, en þó þverbrýtur nefndin í bága við hvorttveggj a þessi aðal- atriði. Eg er sannfærður um, að hún hefði hikað sér við það, ef hún hefði gert sér ljósa grein fyrir hinni sögulegu þróun. Eg geri ráð fyrir, að hún myndi þá ekki hafa treyst að stöðva hjól tímans. Mun svo öllum fara, er það reyna, að þeir verða undir hjólinu, og er það maklegt. Ef litið er á hina sögulegu þró- un, verður það ljóst, að fyrir í’úmri öld síðan var latína, gríska og guðfræði hér um bil einvöld í lærðum skólum. Nú er grískan horfin hér á landi, guðfræðin rén- uð og latínan sett á eftirlaun. 1 þess stað er komin hin svo nefnda gagnfræði: nýju málin, sagnfræði, landafræði, náttúrufræði (eðlis- fræði, efnafræði, stjömufræði o. s. frv.) o. fl. Og hvað eru þessi gagn- f ræði annað en vísindi vorra tíma ? það er hinn herfilegasti hugsana- grautur að tala um gagnfræða- og vísindanám á þann hátt sem venjulegt er ognefndingerir.Mest- alt nám við alla skóla er vísinda- nám, nám á niðurstöðum vísind- anna. J>að er aftur undir aldri nem- enda og hæfileikum kennaranna komið,hvortnámsgreinarnar verða til að efla andlegan þroskaogsjálf- stæða hugsun. J>að sést best ef námsgreinar í Mentaskólanum eru bornar saman við námsgreinar annara skóla, að hve miklu leyti námsefnið er orðið sameiginlegt í nútímaskólum. Á Mentaskólanum og Kennaraskólanum munar varla ,öðru en latínunni og kenslufræð- um. Kenslufræðin gerir Kennara- skólann að sérskóla. Er það þá ekki annað en latínan ein sem ger- ir Mentaskólann að svo háleitri undirbúningsstofnnu undir vís- indanám, að það verður að slíta hann úr sambandi við alla aðra skólamentun landsins? J>ykir ykk- ur hún ekki líta stórt á sig ennþá, latínan? Eg játa, að það er ein- hver aðalsbragur á slíkum reig- ingi. Eins augljóst og þetta er, að all- ir skólar eiga sammerkt að því er námsgreinar snertir, þá hefir nefndin ekki rekið augun í það. Eg hefi leitað í nál. að rökum fyr- ir því, að námsleiðimar verði að aðgreina frá upphafi, ent ekki fundið. Eg hefi leitað að skilgrein- ingum á tilgangi Mentaskólans og Háskólans, og ekki fundið annað en það, að Mentaskólinn eigi að búa menn undir háskólanám, en Háskólinn á svo að leiða þá „á nýj- um brautum áleiðis til fullkomn- unar“. Gagnfræðamentun svo kallaðri er aftur lýst svo, að hana verði að sníða „eftir þeim kröfum, er gera verður til þeirra, er ætla aðeins að fá hæfilegan undirbún- ing undir lífið“. Ef svo er, verður það ofur auðskilið, af hverju nefndin vill ekki rugla saman gagnfræða- og háskólamentun. Mann undrar, að hún skuli ekki hafa klofið bamaskólana niður úr. Gagnfræðamentunin er fyrir þá, sem verða að sætta sig við lífið í þessum jarðneska táradal, en há- skólamentunin fyrir hina, sem stefna mót sólu upp í himinveldi fullkomleikans. Einhverjum mundi nú þykja loðin hugsun, þó hjá latínulærðum sé. Og þó verður ekki á kosið, að tvíveldiskenning- in komi skýrar fram, — þótt vart muni hafa verið til þess ætlast. Við höfum borið saman og séð, að námsgreinar eru hinar sömji í öllum skólum, að Mentaskólanum meðtöldum,að undantekinni latínu og sérfræði sérskólanna. Sama ein- ing liggur í augum uppi, ef við lít- um á lífsstörf manna. — Eg skýt því inn í, að eg geri í einfeldni minni ráð fyrir að kandídatar eigi á Háskólanum að hafa fengið und- irbúning undir lífið rétt eins og vesælir gagnfræðingar. Ef við lít- um á lífið, er þá sýslumaðurinn sem dæmir í sauðaþjófnaðarmáli, meiri vísindamaður en bóndinn, sem stjórnar stóru búi? Er prest- urinn, sem talar trú fyrir mönn- um, meirí vísindamaður en kenn- arinn, sem segir til börnum? Er læknirinn, sem sker burtu botn- langann, sjálfstæðari vísindamað- ur en skipstjórinn, kem stýrir skipi sínu um hættulegar leiðir? Nei! J>eir þurfa allir jafnt að kunna sín gagnfræði eða vísindi og vera leiknir að beita þeim eins og við á. J>eir eru þurfamenn vís- indanna, en engir vísindamenn. Vísindamenn, skáld og spekingar, sem ryðja brautir og hafa forust- una, eru fámennur flokkur. J>eir verða ekki „fabrikeraðir“ í skól- um. Margir þeirra hafa aldrei tek- ið nein próf, og fæstir kannske í embættum. J>eir eru það sem þeir eru af guðs náð, og verða oft písl- arvottar í þeim gagnbyltingum, er verða þegar fræðimennirnir, hinn skólagengni fjöldi, vakna til hræðslu um, að nú eigi að kippa þeim upp af standi vanans. Eg þykist nú hafa sýnt, að það er svo fjarri því, að gagnfræða- kensla og undirbúningur undir Há- skólann geti ekki farið saman, að hið eina rétta nafn Mentaskólans er gagnfræðaskóli Háskólans. tlann er aðeins því lengri öðrum gagnfræðaskólum, sem háskóla- nám heimtar meiri gagnfræði en annað sérskólanám. pað er engin skifting til í hágöfugt vísindanám og sauðsvart gagnfræðanám, í lærða og í leika. Slíkt er miðalda- hugsunarháttur. Nefndin hefir gert ýmsar minniháttar tillögur um Mentaskólann. Sumar til bóta, sumar til skaða. J>ær verða ekki ræddar hér að þessu sinni. Aðal- atriðið er að nefndin vill kippa Mentaskólanum aftur í tímann og slíta hann úr sambandi við alla aðra skólamentun í landinu. Mun það sjást best hvílíkur háski það er, þegar gert verður yfirlit yfir skipun skólamála í landinu. Fyr má ekki ráða Mentaskólamálinu til lykta. þykist eg þess og fullviss, að þingið gefi nú eins árs um- ræðufrest um málið. Ásgeir Ásgeirsson. -----o---- Benedikt Árnason söngmaður söng einsöngva í Nýja Bíó núna í vikunni. Var honum tekið hið besta af áheyrendunum og höfðu þeir fylt hið stóra hús. Rödd Bene- dikts er mjög mikil en ekki þýð að sama skapi. En hann á enn langa leið fyrir höndum á lista- mannsbrautinni. Hefir honum tví- mælalaust farið fram síðan að hann söng opinberlega síðast hér í bænum, fyrir tveim árum. -----o—— \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.