Tíminn - 12.03.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1921, Blaðsíða 2
30 T 1 M I N N er til sölu nú þegar. Hún gefur árlega af sér 100 hesta af töðu og 400—500 hesta útheys; hún á mikið og gott beitiland. Þeir, er sinna vilja kaupum á jörðinni, snúi sér hið fyrsta til Kolbeins Kristínssonar, Skriðulandi, Skagafirði. Aukafundur í Eimskipafélagi Vestfjarða H.f., verður haldinn á ísafirði þann 7. apríl 1921. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnarinnar, um breytingu á bráðabirgðaákvæðum stofnfundar. 2. önnur félagsmál sem upp kunna að verða borin. Skorað er á alla þá, sem lofað hafa lilutafé, að hafa greitt hluti sína fyrir íundinn. Aðgöngu-miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum, þrjá síð- ustu dagana fyrir fundinn, hjá ritara félagsins. ísafirði, 8. febr. 1921. Stjórnin. Laxaklak. Margt getum við íslendingar lært af nágrönnum okkar, bæði í smáu og stóru. það eru ekki síður smærri atriðin, nýtnin og ná- kvæmnin, hin sanna búmannslund, sem við getum tekið okkur til fyr- irmyndar. Eru Danir einmitt snill- ingar miklir á þeim sviðum. Má þar t. d. nefna hænsaræktina. Egg- in eru þriðji stærsti útflutningslið- ur þeiri'a, næst á eftir smjöri og svínakjöti, árangurinn af natni þeirra, tíma og matarmolum. Meðal annars af þessu tæi, sem við getum séð og lært mikið af hjá nágrönnum okkar, er laxa- og sil- ungaklak og uppeldi. Eg stóð alveg undrandi og horfði á þessa smá- pollá, meterdjúpa, sem bændur víðsvegar í Danmörku höfðu bú- ið sér til heima við bæi sína. þeir notuðu smálæki og jafnvel keldu- sitru, til þess að fylla þessi smá- hólf sín. þarna úði og grúði — tugir þúsunda — af smá urriðum. Var þeim flokkað eftir aldri og stærð í litla aðskilda polla, aldir á mat og möðkum — hræ og úr- gangur látinn maðka og hrynja niður um gisinn fleka er synti á vatninu. Sumstaðar var þessi fisk- ur sendur lifandi til þýskalands og seldur þar afarháu verði sem „portions“-fiskur, eða honum var slept í . tjamir, ár og læki og lát- inn stækka, til þess síðar að verða veiddur til heimilisnota. Norðmenn hafa laxaklak mikið, enda er mikill lax í veiðiám þeirra og hafa þeir tekjur miklar og margskonar þægindi af því. íslenskir bændur lifa því sem næst eingöngu á grasrækt og kvik- fjárrækt. þegar þetta bregst, er voðinn vís. Við höfum ekki, eins og nágrannar okkar, fjöldamörg smáatriði, sem þó öll styðja að að- alatvinnugreininni. það ríður því engum meir á, en einmitt okkur íslendingum, að vera duglegir jarðræktar- og kvikfjárræktar- menn. Eitt er það þó, sem við höfum í ríkulegri mæli en nálega nokkur önnur þjóð, og það er „að fiskar vaka hér í öllúm ám“, eða svo gæti það verið. það er mörg matarhol- an hér á landi, og þær geta orðið fleiri og feitari. Við þurfurn að koma upp laxa- og silungaklaki. Mývetningar hafa runnið á vað- ið. þökk sé þeim heiðursmönnum sem það gerðu. I ýmsu mun klaki þeiiTa vera ábótavant. þó eru þeir sannfærðir um sýnilegan og góð- an árangur, sem og jafnvel veiði- skýrslur þeirra benda á. Veiðiskýrsla Mývetninga. Lifandi klakseiði sáu þeir fyrst vorið 1911. Ár 1912 veiddust 2200 silungar — 1913 — 21500 — — 1914 — 24600 — — 1915 _ 17600 — — 1917 — 22000 — — 1918 _ 40000 — — 1920 — 46000 — þetta eru ljósar tölur og enginn getur verið í vafa um góðan á- rangur. það eru Mývetningar að minsta kosti ekki. En svona þarf það að verða víð- ar. Höfum við ráð á því að láta ó- notuð gæði landsins? Höfum við ráð á því að lifa sem ræningjar, — en það gerum við nú, — eyðileggj- andi alt fyrir okkur og eftirkom- endunum? Hér er mikið og þarft verk að vinna. Svo ber vel í veiði, að einmitt núna eigum við völ á ungum og efnilegum manni, sem hefir kynt sér þetta verkefni erlendis. þessi maður er Gísli, sonur merkis- prestsins Árna heitíns Jónssonar frá Skútustöðum og eftirlifandi konu hans, Auðar Gísladóttur. Hann býður nú vinnu sína, áhuga og þekkingu á þessu máli. Vel er boðið, en hvernig verður nú þess- um unga framfaramanni tekið? það má ekki drepa áhuga og fram- faraviðleitni ungra efnismanna okkar með þögn og afskiftaleysi, þegar um mikilsvarðandi mál er að ræða. Með því skilningsleysi er- um við illa staddir. Ríkið verður að taka að sér þetta mál. Ríkið verður að launa mönnum sómasamlega. Ríkið verð- ur að leggja fram nokkum hluta af byggingarkostnaði klakstöðv- anna, t. d. V3—y%. Hitt komi frá hlutaðeigandi sýslufélögum, sem gagn mundu hafa af klakstöðinni, og áhugasömum laxveiðimönnum, Sérstaklega sný eg máli mínu að stangaveiðimönnum. Eru margir þeirra efnaðir og örir á fé. Tolla mætti alla ádráttarveiði, hún er óhafandi hvort sem er, og láta renna til klakstöðvanna. Pen- ingar fyrir seld seiði (og hrogn) mundu nægja fyrir viðhaldi. Eftir því sem Gísli Árnason hef- ir sagt mér, er verkefnið þetta að- allega: 1. Að koma sem fyrst upp 4 klakstöðvum: 1 Borgarfirði, líklega nálægt Norðtungu.' 1 Húnavatnssýslu. 1 þingeyjarsýslu. I Árnessýslu. þaðan mætti svo flytja seiðin í nærliggjandi ár og vötn, sem lík- indi væru til að þau gætu þrifist í. 2. Rannsaka útbreiðslu, aldur og lífsskilyrði laxa og silunga í ám og stöðuvötnum. 3. Safna ábyggilegum veiði- skýrslum. Sundurliðaða kostnaðaráætlun hefi eg séð hjá Gísla yfir klakstöð í Borgarfirði. Eru helstu liðir hennar þessir: Húsið sjálft......... kr. 1645.00 Framræsla Og vatns- leiðslupípur .... — 530.00 Klakkássar............. — 1228.00 Trérennur............. — 58.00 Olíuföt tóm............ — 40.00 Flutningsgjald áefni — 200.00 Óviss útgjöld og um- sjón................. — 299.00 Samtals kr. 4000.00 Hér er alls ekki að ræða um stór- vægileg' fjárframlög. Væru ménn alment samhuga, væri þetta leikur einn. En hér þarf að grípa Gísla meðan hann er ekki bundinn öðr- um störfum, og byggja strax klakstöð í Borgarfirði á næsta sumri. Færi svo ótrúlega og illa, að enginn vilji sinna þessu máli, og- það sofnaði enn á ný um óá- kveðinn tíma, væri það sannur mælikvarði á hugsjónaleysi okkar, framkvæmdaleysi og aumingja- skap. Halldór Vilhjálmsson. ----o--- Þingvísur. Fækkar þeim sem fara á sjó, fleyin kúra’ í vari. Einn er það sem þraukar þó á þriggja manna fari. Flestir kenna fonnann þann fáir af afspum góðri. Altaf drepur hann af sér mann einn eða tvo í róðri. þrjú eru orðin óhöppin, og ef hrakför slíka fær hann enn, í fjórða sinn fer hann sjálfur líka. þú ert bunu-bestur hér Bjarni minn frá Vogi; mörg hefir ræðan reynst frá þéi rjómi á þingsins trogi. —o— það á að bjarga þjóðinni á þessum neyðardögum með því að okra’ á áfengi eftir nýjum lögum. -----o---- Leikfélag Reykjavíkur er byrj- að að leika Fjalla-Eyvind. -----o---- A víð og dreíf. Skattafi-v. M. Guðmundssonar. Fjármálaráðherrann er ekki öf- undsverður af tekjuskattsfram- vai-pi því, sem hann leggur nú fyr ir þingið. Framvarpið fer líkt af eins og hinir suðrænu’dánumenn hjá Gröndal, sem tóku fé af þeim sem ekkert áttu. Alt frumvarpið er bygt á því, að leggja sem mest á litlar eignir og tekjur, en fara léttilega tneð þá ríku. Ráðherrann hefir að því leyti launað langsum- flokknum vel fyrir vottorðið frá í fyrra. T. d. má nefna það, að 1877 voru fýrstu 1000 kr. í tekjum und- anskildar skatti. það er líklega hér um bil sama og ef lágmarkið væri nú 5000 kr. eftir verðgildi pen- inga. En Magnús færir lágmarkið ofan í 500 kr.! Fjölskyldumaður fær 200 kr. frádrátt fyrir hverju bami. Á samvinnufélög er lagt þannig, að það hindrar þau nálega frá að safna sér tryggingarsjóð- um. Aftur á móti er fésterkum fé- lögum, t. d. braskhringum með miklum höfuðstól, veitt mild að- búð. í stað þess að erlendis fara skattarnir stórhækkandi á mikl- um eignum og tekjum, lætur Magnús hækkunina vera hlægilega litla, svo að það er mikil afturför frá því sem áður var. í Englandi, þar sem peninga- menn ráða þó mestu í þingi og stjóra nú sem stendur, hefir tekjuskatturinn verið svo hár, að maður sem hafði 100 þús. kr. í tekjur, varð að greiða af því 80 þús. kr. til almannaþarfa. Lög- gjafinn áleit, að þegar landið væri 1 neyð, yrði slíkur maður að sætta sig við að lifa á 20 þús. kr. Frumvarp þetta stefnir eindreg- ið í afturhaldsáttina. Ef það verð- ur samþykt á þessu þingi, líður vai’la á löngu áður þjóðin finnui' ástæðu til að rífa lcerfi þetta nið- ur til grunna og byggja annað nýtt til frambúðar. ískyggilegar horfur. Morgunblaðið og fylgismenn þess hafa löngum talið togaraút- gerðina gullkistu landsins, en bændur landsómaga. Sömuleiðis hefir úr sömu átt bæði beint og ó- beint verið gert meir en lítið til að spilla trausti kaupfélaganna og Sambandsins, gefa í skyn fjár- þröng og vandræði. Yfirleitt látið eins og bændur væru sníkjur á landssjóði, verslanir þeirra á hausnum, sokknar í botnlausar skuldir og ættu ekki traust skilið. Nú er komið annað hljóð í stroklcinn. Menn vita með fullri vissu, að þó að bændur eigi erfitl þá eru þeir sú stétt landsins, sem er í minstri fjárhagshættu. Sömu- leiðis vita menn, að þó að kaupfé- lögin skuldi stundum fyrir vörur, af því að svo mikið veltufé þarf í verslun landsins, þá eiga þau á öðrum árstímum stórfé ihni í pen- ingastofnununum, bæði hér á landi og erlendis, og að félögin eru lang- tryggustu vérslanir, sem til eru á landinu. þetta er eðlilegt, þegar gætt er að því, að félögin versla að langmestu leyti með nauðsynja- vöru. þau geta því ekki lent í vandræðum, nema íslenska þjóðin hætti að vera matvinnungur. pví miður sýnast kaupmenn og útgerðarmenn með allan stríðs- gróðann að baki, vera komnir í stórum meiri vanda. Fjöldi þeirra hefir tapað tugum og hundruðum þúsunda á síld síðustu tvö árin. pjóðartapið á þeirri einu vöru nemur miljónum. Fiskurinn átti að vera tryggari: Ríkustu fiskkaup- mennirnir gerðu „hring“ með sér, ætluðu að leggja undir sig fisk- markaðinn. létu byggja 2 skip til Spánarferða. Nú er þetta alt í kaldakoli. Hringurinn hefir ekki verið heppinn. Fullyrt að svo hafi krept að, að hann hafi orðið að sleppa skipunum báðum, og mist þar fé, sem nemur mörg hundruð þúsundum. Nú skrifa eigendur togaranna alþingi, og Segja sínar farir ekki sléttar. Stórtap á rekstr- inum, stórskuldir í Englandi og svo óheppilega um búið, að ganga má að sumum þeim lánum með viku fyrirvara. Yiðbúið að miklu af flotanum verði kipt burtu úr landi þá og þegar, og alt hið inn- borgaða í skipunum tapað. Er þó ekki með þessu meir en hálfsögð sagan, af vandkvæðum þeim, sem vofa virðast yfir útgerðinni, og þar með þjóðinni. En Varla verð- ur það varið, að óhönduglega hef- ir útgerðarfélögunum og fisk- hringnum farist fjármálastjómin, svo að varla sýnast önnur dæmi hafa verið því lík hér á landi fyr. Mun sú raunasaga ekki fullsögð enn. Veltuféð. Maður sem kallar síg „bónda“ skrifar dylgjur um samvinnufé- lögin í Mbl. Menn munu efast um að nokkur bóndi skrifi í það blað, sem sífelt niðrar bændastéttinni, og reynir að vinna henni tjón (sbr. landssjóðsómagana, þreklaus bændalýður o. s. frv.). En sé það bóndi, ætti hann að segja til nafns, og vera tekinn á búnaðar- sýninguna í vor, eins og náttúru- safnið sýnir kálfa þá, sem fæðast með tveimur höfðum. Náungi þessi skilur ekki veltu- fjárkenningar Tímans. Vegna „bónda“ þessa er lítil þörf skýr- inga, en gott mál þolir endurtekn- ingu. Meðan þjóðin safnar ekki sér- stökum veltufjársjóði, verður hún eins og nú, að leita til annara þjóða um lán og lífsbjörg, svo að ekki verði hér hungursneyð á út- mánuðum og vorin. Stofnsjóðir kaupfélaganna bjarga þeim hluta þjóðarinnar, sem kann að nota sér samvinnuverslun. En það kunna ekki allir. Útvegsmenn hafa lítt kunnað það. þeir hafa legið vam- arlausir undir steinolíuhringnum ameríska, sem hefir hér útibú und- ir stjórn Flýgenrings, Jes Zimsen, Eggerts Claessen o. fl. Mbl.manna. Ef taka átti útveginn undan föð- urlegri hendi þessara útibússtjóra, varð að hafa landsverslun. Á olíu- farmi landsverslunar núna á dög- unum græðir landið mörg hundr- uð þúsund krónur, ef miðað er við, að olíuhringurinn hefði haft alla söluna og ráðið verði. Landsversl- un þarf víðar að koma við, þar sem fólk hefir ekki mátt til að koma við samvinnu. þessvegna hjálpast þessar tvær stallsystur: samvinna og landsverslun að því að gera verslun Islands heilbrigða og réttláta. Hitt er annað mál, að milliliðunum líkar stórilla hversu almenningsverslunin sækir að þeim frá tveim hliðum, og má virða það til vorkunnar. þeir sjá hvert aldan stefnir. En um fjár- hag samvinnufélagnna er best fyrir „bónda“ að fá fræðslu í hinni nafntoguðu leiðréttingu, sem Mbl. birti nýlega út af skrifi Einars á Stokkahlöðum þar í blaðinu. par fær hann tæmandi svar. ** ----o---- Fréttir. Kornvörufrumv. atvinnumála- ráðherrans var vísað til umsagn- ar sýslunefnda og bæjarstjórna samkvæmt tillögu landbúnaðar- nefndar efri deildar. Strönd. óvenju mikið hefir ver- ið um skipströnd undanfarið. Strönduðu tveir botnvörpungar um síðustu helgi, og voru báðir enskir. Annar strandaði í Hænu- vík við Patreksfjörð og druknuðu þrír skipverjanna, en hinir björg- uðust við illan leik. Hinn strandaði við Holtsós undir Eyjafjöllum og af honum björguðust allir skip- verjar. priggja daga umræður urðu í þinginu út af fyrirspurn sem Pét- ur Ottesen flutti til stjórnarinnar um aðgerðir hennar í landhelgis- gæslumálinu. Stóðu umræðumar að vísu aldrei lengur en til kl. 4 e. h. vegna nefndastarfa síðari hluta dagsins. Kom það mjög fram í umræðunum, hversu mikil óá- nægja ríkir víðsvegar um land út af linum strandvörnum. Berklaveikismálið. Aðalfrum- varpi berklaveikisnefndarinnar — og þá sennilega hinum líka — vill allsherjarnefnd neðri deildar láta vísa til umsagnar sýslunefnda og bæjarstjórna. Lítur svo út, sem þingið ætli mjög að tíðka þennan sið, um frumvörpin frá stjóm- inni, að vísa þeim frá í bili. A. m. k. er talið víst, að svo muni og fara um mentamálafrumvörpin. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási.Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.